Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 19
Fimmtudagur 11. apríl 1963 M O RCTJTS BL ADIÐ 9 SÓLSKINED var enn í líköm- nra okkar eftir langan dag á ströndinni, iðaði á skinninu og þrengdi sér innN í blóðið, svo það rann örar í kvöldhúminu íþar sem við gengum hlið við Shlið um steinlagt strætið undir siskrjáfandi krónum akasíu- trjánna með þykka skuggalega virkisveggina framundan. Strjál ar luktirnar háfct yfir höfðum okkar voru svo ljósnaumar, að Innan við hliðið fór snöggur gustur um trjákrónurnar og þær hviskruðu til okkar óskiljanleg- um leyndarmálum. Virkisgarð- urinn var áuður og skref okkar ískyggilega hljóðbær þegar við gengum eftir ójafnri stéttinni að brunninum þar sem skarður máni hvíldi fölan skugga sinn á kyrrum vabnsfletinum. Við settumst við brunninn og hlustuðum hljóð á dulmál — Marokkó, svaraði hún. Mar- okkó í stríðinu. Svo sátum við áfram þögul við brunninn, og ég fitlaði Við keðj- una sem allt í einu var orðin mér nokkurs konar töfragripur. Húh hafði óvænt svipt burt tjaldinu og kallað fram löngu gleymd at- vik. Skrýtið hvað nokkrir töiu- stafir á látlausri málmþynnu gátu magnað frám áþreifanlegar myndir! 10. maí 1940. Ég sá hana fyrir mér organdi hvítvoðung, senni- lega undurfagurt stúikubarn, þennan dag fyrir tuttugu árum á strönd Afríku. Þá leit hún fyrst óstöðugt ljós þessa heims og var langt frá þvi sátt við umskiptin sem orðið höfðu á högum hennar. En norður við heimskautsbaug vaknaði tólf ára drengur af draumlausum svefni til nýrrar tilveru. Það var sólbjartur ís- lenzkur vordagur, hafið speg- þær stöfuðu tæpast meiri birtu en tindrandi stjörnurnar á al- heiðum himni. Þegar við fórurn yfir síkis- brúna, myrka og einkennilega drungalega, tók undir í hljóð- naemum kastalaveggnum og Je- anne smeygði finlegri' hendinni í lófa mér um leið og hún hvísl- aði: — Sinistre! Veiztu hvað það þýðir? <• — Já, svaraði ég. Það þýðir að ég verð að gæta þín í kvöld. Hún hló stuttum mjúkum Ihlátri, þrýsti hönd mina og lagði smávaxinn stæltan líkam- ann þétt að s;ðu mér. Það var eins og sólskin dagsins þendi út æðarnar þegar við námum Btaðar undir hvelfdum rammger- um boga hins forna virkishliðs. Hönd hennar hvíldi í minni lit- il og myrkfælin, og skuggarnir voru svo þéttir að þeir gátu þeg- ar minnst vonum varði tekið á sig áþreifanlega mynd og þrýst okkur enn þéttar saman. trjánna sem flúttu blóði okkar hættuleg boð. Garðurinn var mannlaus, hvergi ljós í glugga, ekkert nema stjörnuheið nóttin, virkis- veggimir, trén, brunnurinn og við tvö í nóttinni, tvö framandi andht, tvenn óskyld örlög sem fléttuðust saman við hviskrið í trjákrónunum. Ég strauk henni varlega um handlegginn og fingur mínir námu við fíngerða keðju sem hún bar um úlnliðinn. — Hvað er þetta? spurði ég til að trufla hvískrið í trjánum. — Fæðingarvottorðið, sagði hún og spennti af sér keðjuna og rétti mér. Ég bar hana upp að augunum og í skímunni frá tunglinu grillti ég í örsmáa málmþynnu með ógreinilegri áletrun. Það vom fimm tölustahr: 10.5.40. — Fæðingardagurinn? spurði ég. — Já, sagði hún. — Hvar? spurði ég. ilslétt og eyjarnar á flóanum slegnar töfrum sumarsins sem var í nánd. En úti á flóanum lágu mörg ókunnug skip fyrir akkerum og um göturnar fóru fylkingar vopnaðra hermanna. Stríðið hafði skyndilega komið inn í líf drengsins með óvæntum hætti. Fólkið var furðu lostlð og sumir jafnvel skelfdir. Niðri á bryggju stóð hópur af fólki þennan sólríka morgun. Það voru fangar sem biðu þess að verða fluttir burt. Meðal fanganna var þýziki maðurinn í næsta búsi, sem skildi eftir konu og tvo unga drengi. Hann hvarf og kom ekki aftur fyrr en að tíu árum liðnum. Þennan dag hófst ný öld á fs- landi, og sama dag fæddist Je- anne í Marokkó til allt annarrar tilveru, spriklaði í vöggunni sinni, grenjaði á móðurmjólkina til að geta dafnað og stækkað og komizt yfir þessi tuttugu ár þangað til leiðir okkar lágu saman á baðströnd við Miðjarð- arhafið og hún lagði smágerða höndina í lófa mér, af því hún var smeyk við skuggalegan kast- _ alagarð Jóhannesarriddaranna á Ródos og við hvískrið í trjánum, sem voru nákunnug langri sögu af mannlegum örlögum, sögu um ástriður og glæpi, kúgun og þján ingu, styrjaldir og umsátur, gleð- skap og hátíðir, ástir og lausung — um hin eilífu umskipti mennskrar tilveru. Hér hafði óvænt bætzt nýtt stef í hina miklu hljómkviðu trjánna. Hér fékk sólbjartur íslenzkur vordagur fyrir tuttugu árum nýj- an hljóm — eða réttara sagt: bergmál hans ómaði í annarri álfu. Sigurður A. Magnússon SPAIMIM Fararstjórar okkar í Spánar- ferðum 1963. Sig. A. Magnúss. Vilberg Júl. g] COSTA BRAVA g] MALLORCA 9 ALPAFJÖLL ® PARÍS ® LONDON Fimm glæsilegar 19 daga Spánar ferðii'. •— Flogið milli staða. — Þægi- leg ferðalög á landi. — Verð aðeins kr. 16.765,- Biðjið um sumar- áætlun okkar. Munið að panta timanlega. 1 ' • • 0 >i\i E t & LEIÐIR Aðalstræti 8. — Sími 20-800. Viðskiptafræðinemi Viðskiptafræðinemi langt kominn í námi, óskar eftir sumarvinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðju- dag merkt1 „Stud. oecon. — 6789“. Loksins er veiðitíminn kominnl Hjá okkur toési allur útbúnaðurinn Á VERÐI VIÐ ALLRA HÆFI. JAPÖNSK: Kasthjól — Spinnhjól — Fluguhjól — Lokuð spinn-kasthjól — Spinn- og flugustangir — Sjóstangir og hjól. \ HECON: Flugustangir — Spinnstangir Flugu-spinnstangir. VICTORY: Kasthjól; Spinn- og kaststangir. MICHELL-REGENT-MONARCH-ELITE: kasthjól. DAM-flugustengur, Línur, Flugur, Önglar, Sökkur, Spænir, Viktar, Flot o. m. fl. X)estu£tastfy Garðastræti 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.