Morgunblaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 12
12
MORCV1SBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 9. maí 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakib.
TVÆR STEFNUR
í UTANRÍKISMÁLUM
¥jað eru engin ný sannindi,
*. að í utanríkismálum sé
um tvær meginstefnur að
ræða. Þannig hefur það verið
nær alla tíð frá lýðveldis-
stofnun.
Annars vegar er um að
ræða þá stefnu, sem við Is-
lendingar höfum fylgt og
þjóðin þekkir, þ.e.a.s. að
halda hópinn með öðnun lýð-
ræðisþjóðum og taka þátt í
samstarfi þeirra til öryggis
og hagsældar, stefnu hófsemi
samfara fullri einurð. Þessi
stefna hefur tryggt öryggi og
sjálfstæði íslands og jafn-
framt áunnið okkur virðingu
meðal siðmenntaðra þjóða.
Á hinn bóginn eru svo and-
stæðingar þessarar stefnu. Þá
greinir að vísu á um margt,
en í meginefnum eru þeir þó
sammála. Þeir segja, að
stefna sú, sem fylgt hefur
verið, sé röng. Við eigum
ekki að hafa samvinnu við
nágrannaþjóðirnar, a. m. k.
ekki tim öryggismál. Þeir
segja að við tökum of mikinn
þátt í alþjóðlegri samvinnu,
við eigum að fylgja hlutleys-
is- eða einangrunarstefnu
o.s.frv.
Þetta eru gamalkunnar
staðreyndir — og það líka, að
lýðræðisflokkamir allir. bera
ábyrgð á þeirri stefnu, sem
fylgt hefur verið. Að vísu
hefur Sjálfstæðisflokkurinn
einn ætíð staðið í heild að
þessari stefnu, en hún hefur
einnig notið öruggs stuðn-
ings mikils meirihluta Al-
þýðuflokksins og alls þess
flokks að undanförnu. Meiri
hluti Framsóknarflokksins
hefur líka stutt þessa stefnu.
Þess vegna má með réttu
segja, að hún hafi verið mörk
uð á ábyrgð allra lýðræðis-
flokkanna.
Nú hefur hins vegar brugð-
ið svo við, að Framsóknar-
flokkurinn hefur látið af
stuðningi við þessa stefnu
Hann heldur nú uppi hörð-
um árásum á fyrri sjónar-
mið. Þau öfl, sem hverfa
vilja frá þeirri utanríkis-
stefnu, sem íslendingar hafa
fylgt, hafa nú undirtökin í
flokknum.
Tíminn segir réttilega i
gær, að meginstefnur í utan
ríkismálum séu tvær enn
sem fyrr, sú sem við höfum
fylgt og þjóðin þekkir og svo
andstæða þeirrar stefnu. Mun
urinn er sá einn, að Fram-
sóknarflokkurinn stendur
ekki lengur við hlið hinna
lýðræðisflokkanna um heil-
brigða og ábyrga utanríkis-
málastefnu. Hann hefur skip-
að sér í sveit með andstæð-
ingum þeirrar stefnu og æsk-
ir þess, að um utanríkismálin
verði kosið.
ILL TÍÐINDI
ITissulega eru það ill tíðindi,
* að einn af lýðræðisflokk-
unum skuli hafa skorizt úr
leik og skipað sér við hlið
kommúnista og annarra
þeirra, sem barizt hafa gegn
heilbrigðri utanríkismála-
stefnu. Mikið kapp hefur ver-
ið á það lagt að sameina lýð-
ræðissinna um utanríkismál-
in,-hvað sem ágreiningi liði
um innanlandsmál.
Viðreisnarstjórnin* hefur
viljað hafa náið samstarf við
Framsóknarmenn í utanríkis-
málum og að því er varðar
samskipti okkar við aðrar
þjóðir yfirleitt. Það samstarf
hefur Framsóknarflokkurinn
rofið. Ástæðurnar til þess eru
tvær.
Annars vegar heldur sú
klíka, sem nú ræður Fram-
sóknarflokknum, að það sé
líklegt til fylgisaukningar að
afneita ábyrgri utanríkis-
málastefnu og boða stefnu
öfganna í samskiptum þjóða.
Hins vegar er Framsóknar-
flokkurinn þverklofinn í ut-
anríkis- og varnarmálum, og
síðustu árin hefur Tíminn
vísvitandi styrkt þann arm,
sem vill breytta utanríkis-
stefnu, einfaldlega vegna þess
að núverandi ráðamenn Fram
sóknarflokksins hyggjast
leita sér styrks og halds í
„vinstri arminum“.
Það er vissulega mikið al-
vörumál að þessi öfl skyldu
verða ofan á í Framsóknar-
flokknum. í kosningunum
sem framundan eru ætla þau
að sanna, að þeirra sjónarmið
séu rétt, en hinna, sem vilja
lýðræðislega samstöðu inn-
anlands um utanríkismál —
og út á við samstöðu lands
ins með öðrum lýðræðisríkj-
um — séu röng.
Ef Framsóknarflokkurinn
ynni sigur í kosningunum,
sem framundan eru, mundu
hin óábyrgu öfl ráða flokkn
um áfram. Ef hann hins veg-
ar bíður ósigur, vegna hinnar
óábyrgu afstöðu, mundu ein-
lægir lýðræðissinnar á ný
verða yfirsterkari og flokkur
inn aftur taka upp heilbrigða
stefnu í utanríkismálum.
Morgunblaðið fær ekki séð,
að þeir menn í Framsóknar-
flokknum, sem aðhyllast heil
brigða utanríkismálastefnu,
eigi arinarra kosta völ en að
UTAN ÚR HEiMI
Per Jacobson látinn
S.Li. sunnudag lézt dr. Per
Jacobsson, aöalframkvæmda-
stjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins, 69 ára að aldri. Bana-
mein hans var hjartalömun.
Per Jacobsson var staddur í
London, er dauða hans bar
að höndum. Hann hefur verið
aðalframkvæmdastjóri Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins frá
1956, en á næsta ári ætlaði
hann að láta af því embætti
og flytjast heim til Svíþjóðar.
Hugðist hann m.a. rita end-
urminningar sínar.
Per. Jacobsson er heims
þekktur fyrir störf sín við Al-
þjóða gjaldeyrissjóðinn og sem
efnahagslegur ráðgjafi við
uppbygginguna í Evrópu eftir
síðari heimsstyrjöldina. Hann
var fæddur í Tarum, sem er
lítið þorp nálægt Gautaborg.
Árið 1917 lauk hann prófi í
lögfræði við háskólann í Upp-
sölum og tveimur árum síðar
tók hann próf í þjóðhagfræði
og fjármálarétti við sama
skóla. Strax að prófunum lokn
um hóf hann störf á alþjóð-
legum vettvangi og að undan
teknum nokkrum árum á
fjórða tug aldarinnar starf-
aði Per Jacobsson alltaf við
alþjóðastofnanir utan Svíþjóð
ar. Fyrst starfaði hann sem
hagfræðingur við atvinnu- og
fjármáladeild Þjóðarbanda-
bandalagsins en 1931 varð
hann efnahagsráðunautur Al-
þjóða greiðslubankans í Bas-
el. Á árunum eftir síðari
heimsstyrjöldina hélt Per
Jacobsson áfram að starfa
fyrir Alþjóða greiðslubank-
ann, en jafnframt þvi var
hann efnahagslegur ráðgjafi
Per Jacobsson.
við uppbygginguna m.a. í
Austurríki, Ítalíu, Vestur-
Þýzkalandi, Hollandi og Frakk
landL
Þegar Ivar Rooth aðalfram
kvæmdastjóri Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins óskaði eftir að
láta af störfum 1956, mælti
Dag Hammarskjöld með því,
að Per Jacobsson fengi starf
hans. Per Jacobsson hafði get
ið sér mjög góðan orðstír fyrir
störf sin fram til 1956 og
ekki minnkaði hróður hans
eftir að hann tók við starfi
aðalframkvæmdastjóra Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins. Það
leikur t.d. enginn vafi á því,
að ráðleggingar hans áttu
mikinn þátt í því að gengi
franska frankans var fellt
1958, en sú gengisfelling varð
til þess að frankinn varð gjald
gengur á alþjóðavettvangi.
Einnig var það Per Jacobs-
son, sem veitti Bretum aðstoð,
er þeir áttu í gjaldeyrisörðug
leikum 1962. Á vegum Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins veitti
hann þeim 1 milljarð dollara
til þess að koma gjaldeyris-
varasjóði sínum á réttan kjöl.
Per Jacobsson var einn
þeirra hagfræðinga, sem eru
mótfallnir því að ríkisstjó-rnir
hafi yfirráð yfir atvinnulífinu.
Hann lét oft í ljós þá skoðun
sína, að ekki væri hægt að
aðstoða þjóðir, sem sjálfar
gætu ekki haft reglu á efna-
hagsmálum sínum. En það
var hlutverk hans, að koma
til aðstoðar, þegar þjóðirnar
áttu við gjaldeyrisörðugleika
að etja eins þó að þessir örðug
leikar væru sjálfskapaðir.
Per Jacobsson gaf út nokk-
ur rit um efnahagsmál og
hélt fyrirlestra í morgum
löndum, þar á meðal hér á
íslandL
Per Jacobsson hafði mjög
mikinn áhuga á sakamálasög-
um og skrifaði sjálfur nokkr-
ar slíkar undir dulnefninu
Peter Oldfield.
Undanfarin ár eyddi Peter
Jacobsson mestum tíma sín-
um til ferðalaga. Hann vildi
alltaf kynnast umfangsmikl-
um vandamálum af eigin
raun og m.a. eyddi hann
miklum tíma í ferðir til van-
þróuðu landanna til þess að
kynna sér fjármál þeirra.
Per Jacobsson var kvænt-
ur enskri konu, Violet Nye,
þau eignuðust þrjár dætur og
ein þeirra starfar sem hag-
fræðingur í Basel.
snúa baki við flokknum í
þessum kosningum. Þannig
og aðeins þannig geta þeir
bjargað flokknum frá þeirri
feigðargöngu yfir í faðm
kommúnismans, sem nú er
gengin.
SVARA
EKKI ENN
¥jví verður að vísu ekki neit-
að, að eftir því sem Mil-
wood-málið skýrist, virðist
ljósara, að það hafi ekki ver-
ið að vilja brezkra yfirvalda,
sem John Smith skipstjóri
komst undan, heldur fyrir
mistök skipherrans á Palliser.
Það afsakar þó ekki að-
gerðarleysi af hálfu brezku
ríkisstjómarinnar. Hunt skip
herra starfaði á hennar á-
byrgð og þess vegna ber
stjórnin sjálf ábyrgð gagn-
vart íslendingum.
Svar við mótmælaorðsend-
ingum íslendinga hefur enn
ekki borizt. Vonandi stafar
það af því, að brezk stjórnar-
völd eru að athuga, hvaða
ráða þau geti gripið til, til
að koma fram ábyrgð á hend-
ur þeim, sem sök eiga á því,
að deila þessi er risin.
íslenzka ríkisstjómin hefur
krafizt aðgerða af brezku
stjórninni. Um þá kröfu
stendur íslenzka þjóðin sam-
einuð. Og menn ætlast til
að fá svör fyrr en seinna.
Fræðslu og kynning-
armót skólastjóra
SKÓLASTJÓRAFÉLAG íslands
efnir til fræðslu- og kynningar-
móts fyrir skólastjóra og yfir-
kennara í barna- og framhalds-
skólum að Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu, dagana 11.—18.
ágúst n. k.
Mótið hefst sunnudaginn 11.
ágúst með messu. Séra Sigurður
Stefánsson, vígslubiskup, predik-
ar. Síðar um daginn mun norsk-
ur biskup flytja erindi um skóla
og kirkju.
Gestur mótsins
Kunnur norskur skólamaður,
hr. Ola Laukli, fræðslustjóri í
Drammen, verður aðalleiðbein-
andi og gestur mótsins. Auk hans
munu 10 landskunnir íslenzkir
skólamenn og fyrirlesarar halda
erindi á mótinu um skóla- og
menningarmál, en þeir eru:
Benedikt Tómasson, Þorsteinn
Einarsson, Guðmundur G. Haga-
lín, Sigurjón Björnsson, Jónas
Pálsson, dr. Heimir Áskelsson,
dr. Broddi Jóhannesson, Óskar
Halidórsson og Þórarinn Björns-
son.
Ferðalög og kvöldvökur
Farið verður í ferðalög um
nærliggjandi sveitir og merkis-
staðir skoðaðir. M. a. verður far-
ið til Mývatns, Dettifoss og Ás-
byrgis í boði Kaupfélags Þing-
eyinga. Leiðsögumaður verður
með í ferðinni. Að lokinni þess-
ari hringferð býður bæjarstjórn
Húsavíkur mótsgestum til kvöld-
verðar á Húsavík.
Á mótinu eru fyrirhugaðar
kvöldvökur, m.a. Þingeyinga-
vaka, Vestfirðingavaka og kvöld
vaka kvenna, og verður þar
margt úrvals skemmtiatriða.
Aðalfundur Skólastjórafélags
íslands verður haldinn föstu-
daginn 16. ágúst.
Lokahóf á Akureyrl
Mótinu lýkur á Akureyrl
laugardaginn 17. ágúst með
kvöldverðarboði bæjarstjórnar
Akureyrar, en síðar um kvöldið
verður Eyfirðingavaka, og er
sérstakléga til hennar vandað.
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari, flytur aðalræðu kvöldsins.
Þátttakendur
Um 60 manns hafa þegar boð-
að komu sína til Lauga, og eru
það eins og áður er sagt, skóla-
stjórar og yfirkennarar úr barna
og framhaldsskólum landsins.
Stjórn Skólastjórafélags
Islands
vinnur að undirbúningi móts-
ins, en hana skipa: Hans Jörgen-
son, skólastjóri, Rvík, yilbergur
Júlíusson, skólastjóri, Silfurtúni,
ritari og Páll Guðmundsson,
skólastjóri, Seltjarnarnesi, gjald-
keri. Meðstjórnendur eru Her-
mann Eiríksson, skólastjóri,
Keflavík og Sigurbjörn Ketils-
I son, skólastjóri, Njarðvík.