Morgunblaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 20
20
MORCVNBL4Ð1Ð
Fimmtudagur 9. maí 1963
DUNKERLEYS
lírúnkandi, og það fannst mér
sérstaklega vel við eigandi, þeg-
ar prestur er að gifta sig, en
eins og nærri má geta, hafði ég
ekki orð á því við Grace eða
manninn hennar. Hann getur
sent manni þetta kalda augnatil-
lit, þrátt fyrir rjómaröddina, en
annars má ég nú ekki vera að
baktala ,hann. Það var biskup-
inn, sem gifti þau, og mér fannst
hann svo sætur gamall kall, og
Svo sagði hann „nokkur orð“ við
alla viðstadda, svo að ég roðn-
aði. Hin hamingjusömu brúð-
hjón eru lögð af stað til Skot-
lands — þótt ótrúlegt sé — mér
tíettur í hug, að þar gæti verið
beldur betur kalt á þessum tíma
árs, og Grace var í voða sætum
ferðafötum, sem ekki er þakk-
andi, þar sem þau vaða í pening-
um eins og Midas kóngur,
svo að frá þeirri hliðinni séð
befur hr. Chrystal veitt vel, og
er þó víst sjálfur ekki á nástrái
fyrir. Og nú verður þá dóm-
ikirkjan að sjá um sig sjálf um
stundarsakir, og pabbi og Laurie
eru farnir heim, voða merkilegir
á svipinn og sjálfs’agt að furða
sig á þvf, að Dunkerleiyhúsið
skuii ekki hafa dottið í Thames
meðan þeir voru burtu, en sjálf
held ég nú, að bæði dómkirkjan
og Dunkerleyhúsið lifi þessi ó-
sköp af. Ungfrú Lewison er far-
in til Cornwall, til að heimsækja
einhverja blekbullarakellingu,
svo að nú erum við mamma
eftir einar, skröltandi innan í
prófastshúsinu. Pabbi segir nú,
en lætur bara ekki prófastinn
'heyra það: — Látum hann fá
Dickons, þar sem skolpræsin eru
í lagi og rafmagnið kemur á
þessu ári. Við erum að fara aft-
ur til borgarinnar á fimmaudag
inn, og þá fer að styttast í þessu
skemmtilega frii mínu Og ég
fer aftur til Sviss á mánudag-
inn. Svo er guði fyrir að þakka,
að ég verð „útskrifuð" í haust,
'því að mér finnst ekki hægt að
■byrja á neinu fyrr en því er
lokið. Jæja, þá er nóg komið um
okkur og þér iinnst víst löngu
nóg komið, en hvað segirðu af
sjálfum þér? Eg hef aldrei kom
ið þarna til Cotswolds og auðvit
að eru allir staðir rómantískir,
þegar maður hefur aldrei séð þá
— ég man hvað mér þótti Sviss
xómantísk áður en ég kom þang-
að — allt snjór og Alparósir og
jóðlandi fólk, en svo var það nú
’heldur betur leiðinlegt, þegar
maður fór að sitja við postulíns
ofninn og þýða úr frönsku og fá
svo skammir ef maður hafði hátt
— ég tala nú ekki um, ef maður
reyndi að jóðla — þá var það
ekki dömulegt! Eg held nú samt
sem áður, að Cotswold sé róman
tískur staður og gaman hefði ég
af að koma þangað einhvern-
tíma — því að ég er viss um,
að svæðið þar sem þú gengur
'þér til skemmtunar og svo
gamli kennarinn — ég er viss um
að, þetta er ekki eins fráhrind-
andi og hr. Chrystal. Og ég er
alveg viss um, að hann er ángæð
ur með þig og að þú verður ekki
ins vitlaus og hann Laurie að
láta þér leiðast í Oxford, heldur
lærirðu allt, sem hægt er að læra
'og verðir mikill maður síðar
meir. Jæja, ég verð nú að fara
að slá botninn í þessa langloku
Ef þú skrifaðir mér til Manchest
ertorgsins nógu fljótt, gæti ég
fengið bréfið áður en ég fer til
Sviss aftur, og það væri voða
gaman, af því að alla langar til
að vita hvernig þér gengur. Þín
einlæg DINA DUNKERLEY.
2.
Dina hélt að hún hefði engu
gleymt í bréfinu sínu, en samt
hafði hún alls ekki nefnt Isamb
ard Phyfe á pafn. Isambard var
ekki brúðkaupsgestur, svo að
hann þurfti ekki að fá sér lafa
frakka eða nýja hanska — yfir-
leitt bar svo lítið á honum, að
'það var ekki nema eðliltgt, að
’henni sæist yfir hann. Þegar sir
Daniel fór til brúðkaups frænku
sinnar — og um leið eins stærsta
hluthafans í fyrirtækinu —fann
st honum hann ekki geta verið
alveg öruggur, nema hafa aðstoð
armann sinn einhversstaðar
nærri sér, og því var Phyfe kom
ið fyrir í kránni, sem var skammt
frá kirkjunni. Þessi krá hét
„Ljónið og lambið“, enda var
mynd af ljóni og lambi á skilt-
inu, sem dinglaði yfir dyrunum
úti fyrir glugga Isambards en
Minningarorð:
Sigríður Árnadóttir
SIGRÍÐUR Árnadóttir andaðist
17. febr. s.l. á heimili sínu,
Skipasundi 61, Reykjavík, eftir
mjög stutta legu.
„Þegar fjólan fellur bláa/það
fallið enginn heyra má“. Mér
komu þessar ljóðlínur í hug við
endlát Sigríðar. — Nei, það
verður ekki hár brestur, þó al-
þýðukona kveðji þessa jörð. Það
©r ekki hátt um það í útvarpi
né blöðum. En enginn á þó frek-
ar hrós skilið en sú kona, sem
hefir komið upp 14 börnum og
með þeim ágætum, að mörg eru
iðnaðarmenn og hagleiksfólk.
Sigríður var fædd 13. ágúst
1874 á Læk í Aðalvík, N-ísa-
fjarðarsýslu, en fluttist 14 ára að
Brekku á Ingjaldssandi við
Önundarfjörð. Þar giftist hún
27. október 1893 Jörundi Eben-
esarsyni, ættuðum úr Grunna-
vík, N-ísafjarðarsýslu, frábær-
um dugnaðar og atorkumanni.
Þau hjón eignuðust 15 börn; eina
dóttur misstu þau mjög unga en
hin komust öll til fullorðins-
aldurs. Er því hægt að hugsa
eér hvað mikið verk liggur eftir
þau hjón. Og þar sem Jörundur
var sjómaður, bæði á skútum
og togurum, kom uppeldi barn-
enna að mestu leyti á móðurina.
Á þeim tíma var allur klæðn-
eður unninn á heimilunum. >á
sést hve mikið starf liggur
eftir Sigríði. Kom það sér vel
að hún var óvenju lagin og dug-
leg saumakona, þó ólærð væri.
Saumaði hún öll föt á sig og
börnin og hjálpaði jafnvel öðr-
um, þegar átti að sauma.
Á þeim árum sem Sigríður
ólst upp var ekki mikið um bók-
lega kennslu fyrir stúlkur. Þó
var hún vel læs og skrifandi.
Mikil og einlæg trúkona var
Sigríður og leitaði þar huggunar
á raunastundum. — Mikil sorg
var þeim hjónum, er þau misstu
þrjá syni sína í sjóinn, tvo á
sama bát og einn nokkru áður.
Allir voru þeir uppkomnir og
sérstakir dugnaðar- og myndar-
menn. En þá var það trúin sem
gaf styrk og þrek til að bugast
ekki, en leggja allt í hendi hans
sem öllu ræður og stjórnar öllu
bezt
Þau hjón bjuggu á Ingjalds-
sandi og voru nokkur ár á Flaþ-
eyri við önundarfjörð. Til ísa-
fjarðar fluttust þau 1930. Þar dó
Jörundur 1936. Var það mikill
og sár harmur Sigríði, þar sem
sambúð þeirra var svo ástúðleg
alla tíma. Nokkru seinna varð
hún fyrir þeirri sorg, að sonur
hennar, Ágúst, missti heilsuna
og hefir ekki fengið hana aftur.
— Hann vill endilega ganga í eins fötum og þú.
En hún bar þetta með stillingu
og trúarþreki.
Til Reykjavíkur fluttist Sig-
ríður 1938 og átti heima í
Reykjavík þar til hún andaðist.
Ein dóttir hennar, Katrín, kona
í Steinsholti, andaðist 1956. Svo
það var oft sem sorgin sótti Sig-
ríði heim, en hún sótti styrk í
trúar- og bænalífið og hlaut þar
huggun og blessun.
Um miðja ævi var Sigríður
mikið veik en fékk fremur góð-
an bata og var við allgóða heiisu
fram að andláti.
Sigríður var óvenju hreinleg
og prúð í allri framkomu, eign-
aðist hún marga vini og öllum
sem kynntust henni þótti vsent
um hana, enda hafði hún sér-
staka löngun og lag á að gleðja
aðra og hjálpa eftir því sem
ástæður leyfðu. Hún bar ellina
mjög vel, gekk bein og bros-
andi milli barna og barnabarna
og vina (hún átti 121 afkom-
anda á lífi þegar hún dó) fram
á síðustu stund. Virt og elskuð
af öllum sem þekktu hana. Það
sannaðist á henni, „að göfug sál
er ávallt ung undir silfurhær-
um“. Og við kveðjum Sigríði
með þökk og lotningu, vitum að
orð meistarans tilheyra henni:
„>ú hinn trúi og dyggi þjónn,
gakk inn í fögnuð herra þíns“.
Ættingjar hennar og vinir
geyma minningu hennar hreina
og ljúfa í hjörtum sínum. Og
bænirnar hennar ylja okkur og
blessa áfram. Blessuð sé minn-
ing hennar og manns hennar.
Vinur.
inni fyrir glugganum var borð
með grænum dúk á og á því lágu
pappír og og skriffæri og auk
þess Blickensderfer-ritvél, þar
sem stafirnir voru á sivalningi,
en þetta áhald var þá nýjasta
nýtt í skrifstofutækjum.
En annars var þetta allt láta-
læti og það vissi Isambard
manna bezt sjálfur. Hann átti
háðuga daga, en var í ýmislegu
skapi. Hann kunni vel við þetta
fallega þorp og hlýja vorveðrið,
'Og naut þess tvöfalt sökum ástar
sinnar á Elsie Dillworth, en um
leið var hann einmanna og eing
og á lausum kjala, sökum fjar-
veru hennar. Hann reikaði urn
velli og stíga í ferðajakka og poka
buxum, sveitinni til heiðurs, og
var ýmist frá sér numinn af gleði
eða þrúgaður af sorg. í stytztu
máli sagt, var hann elskandi, skil
inn frá sinni elskuðu.
Hann hefði orðið hissa, ef hann
hefði vitað, að kona fyllti huga
sir Daniels, eigi síður en hans eig
'in huga. Þessi gifting þeirra Gra-
ce og Chrystals hristi upp endur
minningar í huga sir Daniels og
flutti hann aftur til Manchester
og þess tíma, þegar öll fyrir-
tæki hans, sem nú líktust hafskip
um á úthafi, vOru eins og bátkæn
ur, sem ýtt var út frá prent-
smiðjunni í Levenshulme. Hann
sá í anda litla hópinn, sem þá
hafði safnazt kring um hann.
Guorg Satterfield var horfinn,
en þó ekki fyrr en hinn furðu-
legi uppgangur fyrirtækisins
'hafði gert Grace eina ríkustu
konu í landinu. Hún hefði getað
gifzt lávarðssyni hugsaði sir Dan
iel með ánægju. Hann vonaði, að
hún yrði hamingjusöm með
'Chrystal — aðstoðarprestinum,
sem var fyrir tíu árum — sem
'hafði þá virzt svo miklu hærri
en hún í mannfélagsstiganum.
Jæja, en látum hann hafa það,
sem hann á: hann yrði sjálfsagt
'biskup áður en lyki.
Nú, þetta voru nú þrjú af þess
um litla hóp. En svo voru Alec
Dillwortih og hún Elsie, systir
hans. Þegar Dan hugsaði til Elsie
kipptist hann við af kvíða. Hann
’kunni vel við stúlkuna. Hún var
'hugrökk og hressileg og líklega
tónsnillingur, en, guð minn góð-
ur, hvernig heimurinn hafði far
ið með hana. Ekki gat hann sagt
neitt um, hvort hún hefði elskað
KALLI KUREKI
— * - * —
TeiknarL' Fred Harman
YOJ FINP ‘"N
ANY BEEAKS
IWTHFENCEf ]
X FOUND WHEKE SOMEBODV
CUT TH' WlgE AN’ DgOVE A
COW THKOUeH'- AN’ TIED
TH’WIRETlSETHER AGAIN/
— Hefurðu fundið nokkur göt á
girðingunni?
— Ég fann stað, þar sem girðingin
hefur verið rofin, og kýr rekin í
gegn, en síðan hefur vírinn verið
tengdur saman aftur.
— Ég hef milljón hluti á minni
könnu. Athugaðu hvort þú getur rak-
ið nokkuð slóð þessarar týndu kýr.
— Ég ætla að leggja af stað í fyrra-
málið. Þú skalt ekki búast við mér
aftur fyrr en þú sérð mig.
Snemma næsta morgun.
— Þarna er það, sem girðingin hef-
ur verið rofin og kýrin verið rekin
í gegn.
Chrystal þá, eða Phyfe nú. Hon-
um fannst hún sjaldgæfari per-
sónuleiki en þeir báðir til sam
ans, alveg eins og Alec var sjald
gæfari maður en hann sjálfur.
aiíltvarpiö
Fimmtudaeur 9. mr.í
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni”; sjómanna-
þáttur (Sigríður Hagalín)
15.00 Síðdegisútvarp.
18.30 Danshljómsveitir leika.
18.50 Tilkynningar. - 19.20 Veðurfr.
19.30 Fréttir.
20.00 Frá ljóðasöng 1 Austurbæjar-
bíói 11. marz s.l.: Jiri Koutny
frá Tekkóslóvakíu syngur
lagaflokkinn „Liederkreis’*
op. 59. eftir Schumann. Við
píanóið: Árni Kristjánsson.
20.30 Erindi: Hvað er eilíft lífT
(Grétar Fells rithöfundur).
21.00 Tónleikar Sinfóníuhlj ómsv.
ísl. í Háskólabíói; fyrri hluti.
Stj.: William Strickland. Ein-
leikari á píanó: Paul Badura-
Skoda.
21.40 „Morgunvindurinn", smásaga
eftir Berl Grinberg, 1 þýð-
ingu Málfríðar Einarsdóttur
(Jón Aðils leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið“
eftir Fred Hoyle; XIX. (Örn-
ólfur Thorlacius).
22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna-
son). — 23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 10. maí
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna”: Tónleikar,
15.00 Síðdegisútvarp.
18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilk.
19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir.
20.00 Erindi: ísrael, — svipmyndir
úr lífi nýrrar þjóðar (Hjálm-
ar R. Bárðarson skipaskoðun-
arstjóri).
20.30 Þjóðlög frá ísrael, sungin og
leikin.
20.10 í ljóði, — þáttur I umsjá Bald-
urs Pálmasonar.
21.05 Tónleikar: Leon Goossens
óbóleikari leikur ýmis lög;
Gerald Moore leikur undir á
píanó.
21.15 Kvöldið fyrir lokadag: Dag-
skrá Slysavarnardeildarinnar
Ingólfs í Reykjavík, tekin
saman af Flosa Ólafssyni.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karls-
son).
22.40 Á síðkvöldi: Létt klassísk tón-
list.
23.35 Dagskrárlok.
S— þjóhusta
FR ÖhlSK ÞJÓNUSTA
andlitsböÓ
tfandsnurtincj
t\árgrcicsla
CeiHeint md i/a l
snyrtiisöru.
valhölliXÖ