Morgunblaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 24
103. tbl. — Fimmtudagur 9. maí 1963 l /3 \&ete?e*ze mm Dennis Wdch:„H€re aré my meo/” FRAMSÓKNARMENN hafa að undanförnu mjög hvatt hrezka togaraeigendur til að setja fram kröfur um framlengingu landhelgissamningsins, er hann rennur út á næsta ári. Þannig sagði Tíminn t.d. sl. sunnudag, að „ekkert væri líklegra en að undanþágurnar verði framlengdar . . . “ Fundir Sjálfstæðismanna AEMENNIR fundir Sjálfstæðismanna verða í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu sem hér segir: Ólafsvík, föstudaginn 10. maí kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, og Sigurður Ágústsson, alþingismaður. Stykkishólmi, laugardaginn 11. maí kl. 21. Ræðumenn verða Ólafur Thors, forsætisráðherra, og Jón Arnason, alþing ismað ur. Kolbeinsstöðum, Hnappadalssýslu, sunnudaginn 12. maí kl. 16. Ræðumenn verða Ólafur Thors, forsætisráð- herra, Ásgeir Pétursson, sýslumaður, og Þráinn Bjarnason, hóndi. Maður drukknar í Eyjafirði AKUREYRI, 8. maí. — Sjómaður drukknaði af trillubát á innan- verðum Eyjafirði sl. nótt. Hann var einn á bátnum og hafði farið í róður um kl. 6 í gærkvöldi. Sást til hans síðar um kvöldið, þar sem hann var að dra.ga lín- una. Þá var stillt og bjart veður. Um kl. 6 í morgun fannst trill- an mannlaus á reki út af Sval- barðseyri og í henni um 1700 pund af fiski. Síðar í morgun fannst svo sá hluti línunnar, sem ódreginn var. Leitað hefur verið að líkinu í dag, en sú leit hefur engan ár- angur borið, og orsakir slyssins því ókunnar. Maðurinn hét Matthías Jóns- son, búsettur á Akureyri, 47 ára, kvæntur og átti þrjú börn með konu sinni og eina kjördóttur. — Matthías heitinn var hinn mesti sæmdar- og dugnaðarmaður og aflasæll fiskimaður. — Sv. P. Erlendar skuldir lækka um 950 millj. kr. á 2 árum Jukust um 1243 millj. kr. á valda- tíma vinstri stjórnarinnar ^ Um síðustu áramót höfðu skuldir þjóðarinnar er- lendis umfram innstæður LÆKKAÐ um 948.7 millj. kr. frá árslokum 1960. Sýnir þetta gjörla hina hagstæðu þróun í gjaldeyrismálum þjóðarinnar síðan viðreisnar- ráðstafana núverandi ríkis- stjórnar tók verulega að gæta. Á valdatímebili vinstri stjómarinnar 1956—1958 HÆKKUÐU hins vegar er- lendar skuldir þjóðarinnar Til kaupenda Morgunbladsins Um þessar mundir standa yfir próf í öllum skólum bæj- arins. Af þeim ástæðum má búast við að dreifing blaðsins verði ekki eins regluleg og ákjósanlegt væri. Eru kaup- endur Morgunblaðsins beðnir að hafa það hugfast, þó blað ið verði seinna á ferðinni en venjulegt er. umfram innstæður um 1.243.6 millj. kr. og um tæplega 1.000 millj. kr. til viðbótar á næstu tveim árum meðan enn hafði ekki tekizt að uppræta hin óheillavænlegu áhrif vinstri stefnunnar. Þessi gífurlega skuldasöfnun erlendis var ein meginástæða hins efnahagslega hruns þjóðar- búsins, sem að sögn forsætis- ráðherra vinstri stjórnarinnar, Hermanns Jónassonar, vofði yf- ir, er stjórn hans hrökklaðist frá völdum. í ársbyrjun 1956 námu skuld- ir Islendinga erlendis umfram innstæður 751.1 millj. kr. miðað við núverandi gengi. í árslok 1958 voru þær svo komnar upp í 1.994.7 millj. kr. og höfðu þannig aukizt um 1.243.6 millj. kr. Enda þótt vinstri stjórnin- léti af völdum í árslok 1958 fór því þó fjarri, að unnt væri að rétta þrotabú hennar við þegar í stað. Afleiðingarnar af hinu óheil- brigða efnahagskerfi hennar, bjargráðum, höftum og upp- bótakerfi, hlaut því að gæta enn um skeið. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks ins, sem fór með völd í tæpt ár, var um megn að beita sér fyrir hinum róttæku efnahagsráðstöf- unum, sem nauðsynlegar voru, enda þurfti langan tíma og mik- ið átak til að komast til botns í óreiðusukkinu og undirbúa jarð- veginc fyrir hina gagngeru breytingu, sem óhjákvæmileg var. Af þeim sökum jukust skuldir landsins erlendis enn á árinu 1959 og nokkuð á árinu 1960, enda tók áhrifa viðreisnar- r Agæt sala bv Júpíters BV JÚPÍTER seldi á miðviku- dagsmorgun í Hull 155 tonn (aðal lega ýsu) fyrir 16.700 sterlings- pund. Er þetta mjög gott sölu- verð. •innar ekki að gæta að ráði fyrr en á miðju árinu 1960 og skipa- innflutningur á því ári nam nær 600 millj. kr. í lok ársins 1959 námu skuldir þjóðarinnar erlendis umfram innstæður 2.635.3 millj. kr. og í árslok 1960 2.986.8 millj. kr. Síðari hluta árs 1960 fóru á- hrif viðreisnarráðstafananna svo verulega að segja til sín, en al- gjör straumhvörf urðu í þessum. efnum á árunum 1961 og 1962. í árslok 1962 var svo komið, að skuldir íslendinga erlendis umfram innstæður höfðu lækkað niður í 2.038.1 millj. kr. Höfðu þær þannig verið lækkaðar um hvorki meira né minna en 948.7 millj. kr. frá árslokum 1960. Innifalin í hinum erlendu skuld- um eru nú hin stuttu vörukaupa lán, sem nema 412.5 millj. kr., en mikil birgðaaukning hefur Eldur í verbúðum Lust fyrir kl. 1 á hádegi í gær var slökkviliðið kvatt að Verbúð 7 í Tryggvagötu, þar sem tals- verður eldur var laus á lofti og mikill reykur. Urðu þar talsverð ar skemmdir, en lítili eldur mun hafa komizt í netin. Slökkvi- starfinu var lokið á röskum klukkutíma. Er slökkviliðið kom á vett- vang lagði mikinn reyk upp um reykháf, sem liggur frá oliu- kynditæki í loftherbergi inn af netageymslu. Byrjaði slökkviliðið þegar að dæla inn um þakgluggana og varð að rjúfa nokkurn hluta þaiksins til að komast að eldinum. Mestur eldurinn var í lofther- berginu, þar sem roskinn maður hefur verið til heimilis, og brann allt sem þar var inni, en líkur benda til að kviknað hafi í frá olíukyndingunni í herberginu. Frá herberginu læsti eldurinn sig eftir þakviðum yfir neta- geymslunni, en mjög lítill eldur mun hafa komizt í sjálf netin og kaðlana, sem þar voru geymdir, Talsverðar skemmdir urðu þarna samt, en slökkvistarfið tók alls röskan klukkutíma. Fundur Sjálfstœðis- manna á Hellu Aðalfundur Sjálfstæðis- Ingólfur Jónsson, ráð- félags Rangæinga verður herra, mætir á fundinum haldinn að Hellu, laugar- og ræðir um stjórnmála- daginn 11. maí kl. 13,30. viðhorfið. Framhald á bls. 23. Mikinn reyk lagði upp, þegar slökkviliðið rauf þakið, og erfitt var að komast að eldinum, sem aðallega var í þakviðunum undir járninu. (Ljósm.: Sv. Þ.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.