Morgunblaðið - 14.05.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1963, Blaðsíða 14
30 MORCVISBLAÐIO Þriðjudagur 14. maí 1965 Þrdttur sigraöi KR 4:3 Bezti leikur mótsins Einar Sigurðsson skorar 21. mark íslendinganna. Jafntefli í síðasfa leik Svíanna ÞAÐ var svo sannarlega veður til að leika knattspyrnu í gær- kvöldi, er Þróttur og K.R. mætl- ust í síðari leik sínum í Reykja- víkurmótinu. Og ekki létu dreng- irair sitt eftir liggja, því bæði lið in sýndu prýðisgóðan leik, hörku spennandi og hraðan út í gegn. Þróttur hefur komið skemmti- lega á óvænt í þessu móti, sigrað íslandsmeistara Fram tvívegis, gert jafnt við Val, en tapað fyrir K.R. Nú var dagur hendarinnar kominn, Reykjavíkurmeistararn- ir skyldu lagðir af velli. Og svo varð. Eftir miklar sviptingar, mörk á báða bóga kom Þróttur út sem sigurvegari, hafði skorað 4 mörk gegn 3 K.R., er flauta dómarans gall til leiksloka. Leikurinn var allan tímann mjög hraður, liðin skiptust á snöggum og óvæntum upphlaup- um. Ekkert var um hið leiði- gjarna þóf er svo oft sézt á miðju vallarins, en sóknarlotur beggja bæði lifandi og fjölbreytilegar. K.R. var fyrra til að skora og var það Örn Steinsen, sem skaut fremur lausu skoti að marki. Guttormur var vel staðsettur og virtist hafa tök á knettinum, en missti hann slysalega framhjá sér. Svar Þróttar lét ekki lengi á sér standa. Axel Axelsson spyrnti á mark frá vítateig, skoti, sem Gísli hefði átt að verja, en FRAM krækti sér í fyrsta stig sitt í Reykjavíkurmótinu á sunnu daginn með því að gera jafn- tefli við Val. Hvorugu liðinu tókst að skora, enda afleit skil- yrði til knattspyrnu, hvassviðri og völlurinn einn rykmökkur. Valsmenn léku undan veðrinu fyrri hálfleikinn og héldu uppi nokkuð jafnri sókn, en tókst illa að hemja knöttinn. Fram tókst það betur gegn vindinum, en allan þunga vantaði í sóknina. Valur var mjög nálægt því að skora á*8. mínútu, er þvaga mynd aðist á markteig Fram upp úr hornspyrnu, en Geir markverði tókst að afstýra hættunni með því að varpa sér á fætur sóknar- manns. Við þetta sér dómarinn, Magnús Pétursson, ekkert at- hugavert, en úr stúkunni virtist þarna augljóst vítaspyrnúbrot. Ekki tókst Valsmönnum oftar í hálfleiknum að skapa verulega hættu og sama er að segja um Framara, utan einu sinni. Það var Guðmundur Óskarsson, sem komst í gott skotfæri rétt innan hann stóð sem frosinn í miðju marki, er knötturinn rann inn með stönginni. Sennilega hefur Gísli reiknað knöttinn fyrir utan. Slæm villa þar. Er 10 mínútur voru til hálf- leiks fékk Jón Sigurðsson óvænta sendingu fyrir miðju á vítateig Þróttar, spyrnti viðstöðulaust, þrumuskot, sem Guttormur hafði enga möguleika á. Tveim mínútum fyrir leikslok sækja Þróttarar fast. Hreiðar stendur á markteig og hyggst hreinsa frá, en spyrnir í Jens Karlsson sem kemur brunandi að markinu og knötturinn endur- sendist — beint í netið. Ekkert dofnaði yfir leikmönn- um í síðari hálfleik og virtist út- hald í bezta lagi. Jens var aftur á ferðinni, er um stundarfjórð- ungur var liðinn, skoraði með hörkuskoti frá vítateig eftir góða fyrirgjöf Helga útherja. K.R. ingar láta markið ekki aftra sér, en herða nú sókn sína, sem end- ar með marki frá Erni Steinsen. Jón Sigurðsson lagði vel fyrir Örn innan vítateigs, og leiðin í mark var opin af svo stuttu færi. Og enn snúa Þróttarar vörn í sókn. Jens á hörkuskot á mark, sem Gísli ver glæsilega, en á 34. mínútu tekst ekki að stöðva fyrr en um seinan Ólafur Brynjólfs- son spyrnir óvænt að marki K.R. vítateigs Vals, skaut föstu skoti, sem, stefndi efst í hornið, en Björgvin varði meistaralega. í síðari hálfleik var Valur enn sterkari aðilinn, þótt ekki tækist liðinu að skora. Bezta tækifærið fékk Bergsveinn á 34. mínútu, er hann stóð óvaldaður í opnu færi fyrir miðju marki. En knött urinn rann fram hjá stönginni utanverðri, Geir markverði auð- sjáanlega til mikils léttis. Síðustu mínúturnar sóttu Framarar all fast, og litlu munaði, að Baldri Scheving tækist að skora af stuttu færi, en knötturinn vildi ekki í netið í þessum leik. Um raunverulega getu liðanna er lítið hægt að dæma í rok- leikjum sem þessum, en augljóst er, að Fram á eftir að verða mikill styrkur að Birni Helga- syni frá ísafirði, én hann lék nú með í fyrsta sinn á þessu móti. Valsliðið er allt mjög jafnt, en vörnin betri hlutinn. Val nægir nú jafntefli við Þrótt til að hljóta sigur í mótinu. K o r m á k r . frá vítateig hægra megin, og spyrnan endar með glæsilegu marki í gagnstætt horn. 4—3 fyrir Þrótt og þannig endaði leik- urinn. K.R. sótti þær mínútur sem eftir voru, en vörn Þróttar stóðst allar árásir með Guttorm markvörð og Jón miðvörð sem máttarstólpa. Annars átti lið Þróttar prýðisgóðan leik og er nú ekki hægt að tala um neina „vor- fjörkippi“ lengur. Liðið er óþekkjanlegt'frá fyrra ári. K.R. átti alls ekki slæman leik, þrátt fyrir tapið. Liðið sýndi heil- steyptan sóknarleik, en vörnin var stundum nokkuð hikandi og ósamstillt. Beztir voru Gunnar Guðmannsson og Ellert Schram, sem nú lék framvörð og vann óhemju vel. Dómari var Steinn Guðmunds- son. Þetta er hans fyrsti leikur í meistaraflokki og verður ekki annað sagt, en að hann hafi gert stöðu sinni bærileg skil í erfiðum leik. Kormákr. Hefst á morgun Á MORGUN hefst Norræna Sund keppnin, sú 6. í röðinni og sú 5., sem íslendingar taka þátt í. Keppt er um bikar, sem Svía- konungur hefur gefið. í Reykjavík verður unnt að synda 200 metrana á öllum 3 sundstöðunum strax og opnað verður, en engin sérstök opnun verður viðhöfð að þessu sinni. í Reykjavík er efnt til keppni milli barnaskólanna og einnig milli framhaldsskólanna, svo sem gert var 1960. Þá sigruðu nem- endur Laugarnesskóla í keppni barnaskólanna og nemendur Réttarholtsskóla í keppni fram- haldsskólanna. ÚRSLIT í ensku deildakeppninni s.l. laugardag urðu þessi: 1. deild Arsenal — Burnley .......... 2-3 Bolton — Leicester.......... 2-0 Everton — Fulham ........... 4-1 Manchester City — Tottenham 1-0 Sheffield U. — Liverpool ... 0-0 W.B.A. — Aston Villa ....... 1-0 West Ham — Leyton 0......... 2-0 2. deild Chelsea — Stoke ............ 0-1 Leeds — Huddersfield ....... 0-1 Luton — Charlton ..........;... 4-1 Middlesbrough — Cardiff .... 3-2 Newcastle — Preston ........ 2-2 Norwich — Grimsby .......... 0-0 Southampton — Rotherham .... 1-0 Swansea -— Sunderland ...... 3-4 Á föstudag urðu úrslit þessi: Birmingham — Manchester U. 2-1 N. Forest — Ipswich ........ 2-1 Derby — Portsmouth ......... 4-0 Scunthorpe — Bury .......... 1-0 í Skotlandi urðu m.a. þessi: HÁLF mínúta var til leiksloka, staðan jöfn, 21:21 og knötturinn í höndum íslendinga. Nú reið á að vanda sig og eitt skot gat fært sigur. Áhorfendur voru að ærast af spenningi. En skyndilega gripu menn andann á lofti. Ric- hard Johansson skauzt leiftur- snöggt inn í sendingu milli Ing- ólfs og Guðjóns, og klukkan Hibernian — - St. Mirren 2-1 Kilmarnock — Dundee .... 1-0 Rangers — Th. Lanark 1-0 Staðan er þá þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin Everton 42 25-11-6 84:42 61 stig Tottenham 40 23- 8-9 108:58 54 — Leicester 40 20-12-8 76:47 52 — Manch. U. 39 11- 9-19 61:76 31 — Birmingh. 40 9-13-18 .59:78 31 — Manch. C. 40 10-10-20 56:95 30 — Leyton O. 41 6- 9-26 36:78 21 — 2. deild (efstu og neðstu liðin) Stoke 39 19-13- 7 70:47 51 stig Sunderl. 40 19-12- 9 81:54 50 — Chelsea 40 22- 4-14 73:42 48 — Huddersf. 40 17-14- 9 61:43 48 — Luton 40 11-7-22 61:79 29 — Walsall 41 10-9-22 50:86 29 — Charlton 40 11-5-24 59:92 27 — Everton hefur þegar sigrað í 1. deild þar eð Tottenham getur ekki I fengið nema 58 stig. sýndi 20 sekúndur eftir, þegar hann geystist fram völlinn. Sænskur sigur blasti við. En Jo- hannsson komst ekki langt. Karl Jóhannsson fylgdi honum fast eftir og á miður löglegan hátt batt hann endi á upphlaupið. Að- eins vítakast virtist koma til greina, en dómarinn var á öðru máli.. Aukakast og ekkert múð- ur! Leiknum var lokið og Svíar höfðu verið rændir möguleikan- um á sigri, sem var réttilega þeirra. Þeir voru betra liðið í þetta sinn, enda léku þeir nú við skilyrði, sem þeir þekkja. íslenzka liðið hafði á að skipa mun sterkari einstaklingum með Gunnlaug beztan, en allur sam- leikur var hikandi og óöruggur. Markvörður Hellas átti nú sinn langbezta leik, en okkar mark- verið, Þorsteinn og Brynjar hafa verið betri í undanförnum leikj- um. Þetta var síðasti leikur Hell- as hér að þessu sinn. Þeir sóttu. enga sigra til íslands, léku 4 leiki, töpuðu 3, en gerðu 1 jafn- tefli og hlutu fremur óhag- stæða markatölu 79—94. Fram hlaut loksins stig Enska knatfspyrnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.