Morgunblaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 12
12 r MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 17. maí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðilstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. AUÐSTJORN ALMENNINGS Cú stefna í efnahagsmálum/ ^ sem nefnd hefur verið auðstjóm almennings, ryður sér mjög til rúms í lýðfrjáls- tim löndum. Megininntak þessarar stefnu er það, að þannig eigi að halda á mál- „ um, að sem allra flestir ein- staklingar geti orðið fjár- hagslega sjálfstæðir. Þessi stefna afneitar hvorutveggja í senn, stórkapitalisma einka- aðila og ríkiskapitalisman- um. Samkvæmt henni ber að leggja megináherzlu á að dreifa fjármagni þjóðfélags- ins meðal borgaranna, forð- ast ber óhófleg ríkisafskipti og þjóðnýtingu, því að þá er fjármagninu þjappað saman í stað þess að dreifa því. Ríkiskapitalismi leiðir ekki einungis til þess að fram- leiðsla verður minni en ella og velmegun því takmörkuð, heldur er hann líka stór- hættulegur, vegna þess að þá safnast fjármálavaldið á hendur þeirra, sem fyrir hafa hið pólitíska vald. Stjórnar- herramir hafa þá ofurvald í þjóðfélaginu, sem reynzt get- ur lýðræðinu hættulegt. Styrkt og heilbrigt lýðræði byggist á því, að valdinu sé dreift á milli sem flestra ein- staklinga. Engin leið er betri ,.til að ná því marki en sú sem hér er um rætt. Að þessu vék Ragnar Jónsson nýlega í Vett vangi hér í blaðinu. Hann sagði: „Ég hef á undanfömum ár- um átt tal við fjölmarga á- hugamenn um efnahagsmál, einkum Ameríkumenn, þar á meðal marga lista- og vísinda menn, er gera sér fyllilega grein fyrir mikilvægi þess að fella sterkar stoðir undir menningu þjóðanna, tryggja henni fjárhagsgmndvöll. Og langflestir virðást hallast að því, að meginátökin í stór- iðju nútímans eigi að leysa með frjálsum samtökum fjöldans, einkum í formi al- menningshlutafélaga, sem á ýmsan hátt hafa möguleika til að tryggja almennari, lif- andi áhuga, einbeittari gagn- rýni og fullkomnara lýðræði en eldri félagsform. Hér eins og á öllum öðrum sviðum er nauðsyn endurnýjunar.“ ALMENNINGS- HLUTAFÉLÖG Á ÍSLANDI 17nginn efi er á því, að þess ^ er skammt að bíða, að hér á landi rísi almennings- hlutafélög. Stofnun slíkra fé- laga er eitt af meginstefnu- skrárákvæðum Sjálfstæðis- flokksins, og naumast munu aðrir lýðræðisflokkar treysta sér til að standa gegn stofn- un slíkra félaga. Almenningshlutafélög hafa náð miklum viðgangi í flest- um nágrannalandanna, þar sem segja má að meginþættir átvinnulífsins séu byggðir upp í formi opinna hlutafé- laga og með þátttöku almenn ings. Þannig em til dæmis 17 millj. einstaklinga í Banda ríkjunum skráðir eigendur hlutabréfa eða tíundi hver maður. Sem betur fer er nú svo komið hér á landi, að allur fjöldi einstaklinga er fjárhags lega sjálfstæður. Menn eiga eigin íbúðir, smáfyrirtæki, einkabifreiðir o.s.frv. Og með hverjum mánuðinum sem líð- ur leiðir velgengnin til þess að fleiri ná því marki að treysta fjárhag sinn. Næsta skrefið í þessu efní á að vera það að stofna al- menningshlutafélög, svo að allir eigi þess kost að verða virkir þátttakendur í atvinnu rekstri. Ef ástæða er til að safna fjármagni víða að í öðmm og auðugri löndum, þá segir það sig sjálft, að hér er þörf- in ennþá brýnni. Hér á landi em engir auðmenn, sem á eig in spýtur gætu lagt út í stór- rekstur. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að safna fjár- magni frá fjölda einstaklinga, ef ekki á að þróast hér sá ríkiskapjtalismi, sem stofna mundi lýðræði og farsælli þjóðfélagsþróim í voða. Með viðreisninni hefur ver ið lagður traustur gmndvöll- ur að miklum framförum á næstu árum. Stórfyrirtæki munu rísa hér upp á næstu árum, og það er meginnauð- syn að þau verði byggð upp á þann veg, að til heilla verði fyrir allan landslýð. Er þá ekki um aðra leið að ræða en þá, að þau séu rekin sem op- in almenningshlutafélög. HINN ALMENNI BÆNADAGUR iskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjöm Einarsson, hef ur ákveðið að hinn almenni bænadagur, næsti sunnudag- ur, verði sérstaklega helgað- ur böli þeirra, sem búa við skort. I bréfi biskups til presta segir meðal annars: „Mannleg þjáning er marg- vísleg nær og fjær. En sú staðreynd að stór hluti mann kyns sveltur hálfu og heilu 1 Útsolustaður vasaboka 1 Bandarikjunum. Vinsældir vasabókanna ALLIR kannast við vasabæk- urnar (pocket-books) sem náð hafa svo miklum vinsældum sl. áratugi. Þessar ódýru, óinn bundnu bækur hafa - sannað það með tilveru sinni, að fróðleiksfýsn manna getur verið óþrjótandi, svo framar- lega sem nóg er af lesefni við hendina í vasabókarformi. í Bandaríkjunum jókst sala vasabóka gífurlega á sl. ári. Þrjátíu og eitt prósent af öll- um bókum, sem prentaðar voru í landinu á árinu voru vasabækur, og hafði fram- leiðslan tvöfaldazt frá því ár- ið áður. Framleiðendum vasa bóka er einnig alltaf að fjölga og eykst salan sífellt frá ári til árs. Rúmlega milljón ein- taka seljast í landinu árlega og eru sölustaðir yfir 195 þúsund. Og vasabækur eru seldar víðar en í bókabúðum. Flestar kjörbúðir, blaðasölur og tóbaksbúðir hafa þær á boðstólnum í miklu úrvali, enda þykja þær örugg tekju- lind. Fyrstu vasabækurnar, sem gefnar voru út I Bandaríkj- unum voru satt að segja mesti reyfaralestur. Glæpir og spill ing voru uppáhaldsinnihald þeirra, og kápur þeirra voru prýddar myndum af byssum og púðurreyk, glampandi hnífum og lokkandi kven- fólkL Vandlátir lesendur hristu höfuðin, þegar þeir gengu framhjá þessum skraut legu útstillingum. En á þessu hefur orðið stór kostleg breyting. Vinsældir vasabókanna hafa aukizt, og ekki aðeins í augum siðavand aranna. Nú er varla hægt að hugsa sér nokkuð það lesefni, sem ekki er gefið út í vasa- bókaformi fyrr eða síðar. Reyfarinn hefur þar ekki lengur einkarétt, og nær efn- •isinnihald þeirra yfir alla mögulega hluti, allt frá kokka bókum og leiðbeingapésum til kennslubóka, listasagna, heimsþekktra skáldsagna og hávísindalegra fræðirita. Ráðnir yfirlæknar á nýja borgarspítalann hungri á vorum tímum má ekki fara fram hjá samvizku þeirra, er njóta nægta eða jafnvel ofgnótta.“ Við íslendingar erum svo gæfusamir að búa við meiri hagsæld en flestir aðrir. Okkur hættir til að gleyma því, að milljóna tugir manna búa við skort og hörmungar. Það er vissulega ástæða til að minna á þessa staðreynd. Margar alþjóðastofnanir vinna að því, að aðstoða þá, sem við mestar hörmungar búa vegna skortsins. Við ís- lendingar eigum að taka virk ari þátt í þessu starfi en hing að til. Við höfum ekki út- gjöld af landvörnum eins og flestar þjóðir aðrar. Öryggis njótum við í skjóli annarra. Við ættum þess vegna ekki að telja eftir okkur að láta nokkuð af nægtum okkar af hendi rakna til hjálpar því fólki, sem við verst lífskjör býr. Þetta ættu menn að hug- leiða næstkomandi sunnudag, og Morgunblaðið efast ekki um að landsmenn geti sam- einazt, ekki einungis í bæn- inni, heldur líka um það að vilja nokkuð á sig leggja til hjálpar hinu bágstadda fólki. í DAG auglýsir sjúkrahúsnefnd borgarsjúkrahússins lausar til umsóknar stöður tveggja yfir- lækna, við handlæknisdeild og röntgendeild, forstöðukonu og matráðskonu við borgarsjúkra- húsið. Bygging nýja borgarsjúkrahúss ins er nú það langt komin að byggingarnefnd og sjúkrahús- nefnd þótti rétt að ráða þessa aðila til að hafa þá með í ráðum um tækjakaup og tilhögun. Ekki hefur þó enn verið ákveðið frá Tveir kassar með plastleir týndir BÍLSTJÓRI hjá Helga Magnús- syni & Co. var kd. 2—3 í gær að aka með flutning út úr port- inu hjá Borgarskála og missti þar tvo 50 kg pappakassa fulla af plastleir, sem notaður e<r í katla og kynditæki. Hann gat ekki stanzað, erj ók út á Nóatún, til að snúa við. Er hann kom aftur voru kassarnir horfnir. Þetta voru brúnir pappakassar með rauðu merki, sem á stóð Plibrioo og ennfremur var á þeim áletrunin Elding 9398 og Hemoo. Er hinn snarráði og hirðu sami maður, sem tók kassana með sér, beðinn um að koma þeim til sikila. hvaða tíma stöðurnar verða veitt- ar. Vonir munu standa til að hægt verði að taka sjúkrahúsið í notkun á árinu 1965. Þegar eru fyrir af starfsliði Óskar Þórðarson, yfirlæknir lyf- læknisdeidar, og Haukur Krist- jánsson yfirlæknir slysavarðstoí unnar sem báðir flytja með sín- ar deildir 1 nýja spítalann, þegar hann er tilbúinn. Fjölsóttur fundur Sjálfstæðismanna í Egilsstaðakaupt. EGILSSTÖÐUM, 14. maí. — A! sunnudagskvöldið var haldinn fundur á veguim Sjálfstæðis- flokksirns í Egilsstaðakauptúni. Á fundinum mættu Gunnar Thor- oddsen, fjánmálaráðiherra, og flutti hann ítarlega ræðu. Einnig fluttu ræður Jónas Pétuisson, atþingismaður, og Sverrir Her- mannsson, viðskiptafræðingur, Að loknuim ræðum framsögu- manna tóku til máls Einar Björnsson bóndi í Mýnesi, Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum og Hall<4ór Jónsson, fyrrverandi konsúll, Lagarfelli. Fundurinn var fjölsóttur, þrátt fyrir slæma færð á vegum •— Ari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.