Morgunblaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 13
Fostudagur 17. maí 1963 ^ M O R C V N B r. 4 Ð 1 Ð 13 ■\ FORRÁÐAMENN Hltaveit unnar og þrír kunná.ttumenn um kvikmyndagerð boðuðu í gær fréttamenn á sinn fund. Tilefnið er kvikmynd, sem Borgarráð Reykjavíkur hefur látið gera um Hitaveituna. I»eir menn, sem unn- ið hafa að sjálfri kvikm.ynda- gerðinni hér, eru Þorgeir Þor- geirsson, Gestur Þorgrímsson, Donald Ingólfsson og brezkur myndatökumaður, Christopher Menges. Hitaveitan er einstakt fyrir- brigði, sem vakið hefur mikla athygli viða um heim, og því hefur borgaryfirvöldunum nú þótt hlýða að kynna uppbygg- ingu hennar. Leikendurnir: Ragnheiður Gestsdóttir og Guðjón Ingi Gestsson. Borgarráð lætur gera kynning- arkvikmynd um hitaveituna fyrsta ísl. fræðslukvikmyndin, sem byggir á fullkominni tækni Gesti Þorgr&nssym var falið eð sjá um framkvæmdir, en í»or- geir Þorgeirsson hefur annazt leikistjórn og gert handrit. Mynda tökuna önnuðust Donald Ingólfs Fyrirtsekið hefur þegar gert eina sbutta fréttamynd. Var hún tekin, er Milwood-málið var al- þjóðlegt fréttaefni, og var sú mynd sýnd í brezka sjónvarpinu, degi eftir að hún vatr tekin hér í Reykjavík. Það skal tekið fram, að lok- um, að mikið hefur verið spurzt fyrir um það erlendis frá, hvort völ væri heimildarkvikmyndar um Hitaveituna, enda hún eitt aif því, sem hvað mesta atihygli erlendra vekur hér. Vörusala SS nam 775 millj. kr. Frá aðalfundi Sláturfélagsins SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var haldinn í Bændahöllinni í Reykja vík fulltrúafundur fyrir allar fé- lagsdeildir Sláturfélags Suður- lands. Fundinn sóttu 67 af 70 kjörnum fulltrúum víðsvegar að af Suðurlandi, auk stjórnar og nokkurra gesta. Fundarstjóri var kjörinn Pétur Ottesen, fyrr- verandi alþingismaður, formaður félagsins, en fundarritari Þor- steinn Sigurðsson, formaður Bún aðarfélags íslands. Forstjóri fé- lagsins, Jón H. Bergs, flutti skýrslu stjórnarinnar um starf- semi félagsins á árinu 1962. Við- skipti félagsins voru á því ári umfangsmeiri en nokkurt annað ár, en félagið hefur starfað síðan árið 1907. Heildarvörusala félags- ins nam 175 milljónum króna og hafði aukizt um rúmlega 31 af hundraði frá árinu áður. Mestur hluti sölunnar eru afurðir félags manna og framleiðsluvörur fyrir tækja félagsins. Alls var slátrað hjá félaginu um 155 þúsund fjár, ennfremur fer sala nautgripa- og svínakjöts mjög vaxandi. Eins og áður starfrækti Slátur- félagið auk sláturhúsa og frysti- húsa, niðursuðuverksmiðju, pylsu gerð og Ullarverksmiðjuna Fram tíðina í Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands rekur 9 smásöluverzl- anir í Reykjavík og á Akranesi. Að jafnaði störfuðu hjá félaginu, utan sláturtíðar, um 270 manns, en alls störfuðu hjá S.S. um lengri eða skemmri tíma á árinu rúmlega 1.000 manns, og voru greiddar um 25 milljónir króna í vinnulaun. Á fundinum voru kosnir full- trúar á aðalfund félagsins, sém haldinn var 15. maí. Úr stjórn áttu að ganga formaður félags- ins, Pétur Ottesen, fyrrverandi al þingismaður, og Sigurgeir Lárus- son, og voru þeir báðir endur- kosnir. Stjórnina skipa nú: Pétur Ottesen, formaður; Ellert vEggertsson, Meðalfelli; Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum; Sigurður Tómasson, Barkarstöð- um og Sigurgeir Lárusson, Kirkj ubæj arklaustri. Dælt upp sandi í íþróttavöll ÍSAEIRÐI, 13. maí — Sanddælu skipið Leo kom til ísafjarðar á laugardag en það á að dæla upp 30 þús. rúmm. af sandi í íþrótta völlinn, sem ætlunin er að. gera á Torgnesi. Er nú verið að koma fyrir leiðslum í land, en búist við að verkið taki 2 mán. — Högni. son og Ohr. Menges. Kvibmyndin sýnir Hitaveituna með augum tveggja barna, sean látin eru kynnast henni af til- viljun. Enginn þulur kemiur fram, en allt tal kemur frá börn unum. Þau eru Guðjón Ingi Gests eon og Ragnheiður Gestsdóttir. Sjálf taka myndarinnar hófst 20. febrúar ag lauk 30. april. Alls hafa verið notuð um 10 þús. fet filmu við tökuna, en aðeins rúmur 10. hluti þass verð- ur sýndur, þegar myndin er full- gerð. Það verður um mánaðamót in júní/júli, ag er gert ráð fyrir að sýning taki um 30 mínútur. Ólokið er við að setja talið á myndina, en sá þáittux hefet innan skaimms. Mun Þorgeir fara utan til Bretlands, þar sem það verk verður unnið næstu vikurn- ar. Auk tals verður einnig felld tónlist inn á myndina. Hefur Jón Ásgeirsson, tónskáld, séð um þann þátt, og samið iög sérstak- lega. Þessi kvikmynd er fyrsta ís- lenzka fræðslukvikmyndin, sem tekin er hér með fullkominni tsekni. Hefur takan tekizt vel, Og með henni fengizt reynsla, tem vafalítið á eftir að koma að góðum notum síðar. Gaatur Þorgrimssítn, Þorgeir Þorgeirsson og nokkrir aðrir hafa nú tekið böndum saman og stofn að nýtt kvikanyndafélag, sem þeir hafa gefið nafnið „Geysir". Er tilgangurinn með því að v-inna að gerð islenzkra kvikimynda. E. Power Biggs heldur hljómleika í Akraneskirkju Organleikarinn E. Power Biggs kemur til Akraness í dag föstudag og leikur á orgel Akra- nesskirkju þá um kvöldið. Hljómleikarnir, sem hefjast kl. níu síðdegis, eru merkur við- burður í tónlistarlífi Akraness, þar sem E. Power Biggs er einn fremsti orgelleikari, sem nú er uppi. Hann hefur ferðazt víða um heim og haldið hljómleika við hinn bezta orðstír. Aðgangseyrir verður 30 krón- ur, og eru þetta síðustu tónleik ar kirkj unnar á þessum vetri. ERLENDUR Einarsson, forstjóri Sambands islenzkra samvinnufé- laga, hefur sent Morgunblaðinu grein, sem hann nefnir: „Sam- band íslenzkra samvinnufélaga og EBE“, og ræðir hann þar um afstöðu sína og Sambands íslenzkra samvinnufélaga til Efnahagsbandalags Evrópu. Enda þótt hér sé ekki um venju- lega leiðréttingu að ræða held- ur lélega áróðursgrein þykir Mbl. rétt að birta hana í heild. í grein þessari játar for- stjóri SÍS það sem er megin- efni málsins, að fyrirtæki hans hafi haustið 1961 mæit með því að íslendingar sæktu um fulla aðild að Efnahagsbandalagi Ev- rópu. Um þetta sagði Morgun- blaðið í forsíðugrein hinn 24. apríl sl.: „Þegar Efnahagsbandalags- málið fyrst virtist ætla að verða aðkallandi hér á landi, lýstu ýmis samtök atvinnuveganna og fyrirtækja því yfir, að þau teldu rétt, að íslendingar sæktu um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, því að þá var talið nauðsynlegt að senda slíka um- sókn til þess að kannað yrði imeð hvaða skilyrðum íslend- ingar gætu tengzt bandalaginu. Meðal þeirra, sem óskuðu þess að íslendingar sæktu um aðild, var Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Forstjóri þess er Erlendur Einarsson, flokksbróð- ir Eysteins. Auðvitað vildi hvorki hann né aðrir þeir, sem þessari stefnu fylgdu, flana að neinu. Þeir töldu sér skylt að reyna að gæta hags íslendinga og héldu á þeim tíma að það væri ekki öðruvísi hægt en að leggja inn umsókn að forminu til. Árásir Eysteins Jónssonar hitta því meðal annars Erlend Einarsson og má segja, að það sé honum til hróss, því að sann- leikurinn er sá, að klíka sú, sem nú ræður lögum og lofum í Framsóknarflokknum virðist vera haldin algjörum komplex- um og minnimáttarkennd í hvert skipti, sem rætt er um samskipti íslendinga við aðrar þjóðir.“ Morgunblaðið greindi þannig frá því, sem er meginatriði málsins, og er það Erlendi Ein- arssyni lítt til hróss að hafa lyppazt niður fyrir klíku Þór- arins Þórarinssonar og Eysteins Jónssonar í Framsóknarflokkn- um. Hann leggur áherzlu á það í grein sinni, að stjórn SÍS hafi ekki tekið afstöðu til þeirrar ákvörðunar félagsins að æskja umsóknar um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu. Á með því að reyna að hvítþvo Eystein Jónsson, sem er stjórnarmaður í SÍS, en auðvitað dettur eng- um heilvita manni í hug, að ekki hafi verið haft við hann sam- ráð. Þá segir Erlendur Einarsson nú, að hann vilji svonefndan tolla- og viðskiptasamning við Efnahagsbandalagið og játar þannig bljúgur, að hann sé á línunni í flokknum. Veit hann þó fullvel, eins og allir aðrir, að ekkert liggur fyrir um það í dag, hvort íslendingar gætu þannig náð jafn hagkvæmum samningum og samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmálans. Hann er því hvorki að þjóna íslenzkum málstað né hagsmunum fyrir- tækis síns, þegar hann ritar grein þessa. Grein Erlendar fer í heild hér á eftir: „Tvö atriði, sem rædd hafa verið í dagblöðunum undanfarið í sambandi við málefni íslands og Efnahagsbandalags Evrópu, vildi ég minnast á, ef það mætti verða til þess að leiðrétta mis- skilning og árétta það, sem rétt er og satt. Ég er ekki vanur því að eltast við pólitískan róg og kosningaáróður, en m.a. vegna þess trúnaðarstarfs, sem ég gegni hjá samvinnuhreyfingunni, kemst ég ekki hjá því að svara eftirfarandi fullyrðingum: 1. Að ég hafi stutt fulla aðild fslands að Efnahagsbandalaginu, en þessu er síðast haldið fram í Morgunblaðinu, sunnudaginn 12. þ. m. 2. Að Samband ísl. samvinnu- félaga hafi stutt fulla aðild að Efnahagsbandalaginu. Fyrra atriðinu er fljótsvarað. Þær fullyrðingar, að ég hafi stutt fulla aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu eiga ekki við nein rök að styðjast og vísa ég þeim á bug, sem ósannindum. Ég hefi álitið það heillavænleg- ast fyrir íslendinga í þessu vandasama máli, að fara með fyllstu gát, og vil ég í því sam- bandi vitna til yfirlitsgreinar í Ársskýrslu SÍS 1961, þar sem ég ræði þetta mál. Mér virðist einn- ig, að það komi betur og betur í ljós, eftir því sem þessi mál skýrast, að full þörf var á því að hafa mikla gát í þessu máli. Enda þótt það sé nauðsynlegt og æskilegt, að íslendingar hafi framvegis, sem hingað til góð og náin viðskipti við þjóðir Vestur- Evrópu og þar á meðal þær þjóð ir, sem standa að Efnahags- bandalagi Evrópu, þá tel ég frá- leitt, að íslendingar ljái liðs (svo) á því að undirgangast þær óuppseg j anlegu skuldbindingar sem felast í hinum svokallaða Rómarsáttmála Efnahagsbanda- lagsins. Ég álít, að fara eigi þá leið að semja við bandalagið um gagn- kvæm réttindi í tolla- og við- skiptamálum, án annarra tengsla við bandalagið. Þá vil ég einnig árétta, það sem ég hefi áður sagt, varðandi málefni íslands og Efnahags- bandalagsins, að fslendingar eigi að sameina kraftana heima fyr- ir og byggja sjálfir öflug at- vinnu- og verzlunarfyrirtæki í landi sínu. Ég álít, að viðskitpa- frelsi þjóðarinnar í framtíðinni geti einmitt verið undir því komið, hvernig tekst til í þess- um efnum. Varðandi þetta atr- iði, hefi ég vitnað til Sambands ísl. samvinnufélaga, sem nú hef- ur fengið enn meiri þýðingu í framtíðinni ásamt ýmsum sér samtökum framleiðenda, en þessi aukna þýðing er að sporna við því, að erlendir auðhringar nái tökum á fjármálum og efna- hagslifi þjóðarinnar. Varðandi þá fullyrðingu, að Samband ísl. samvinnufélaga hafi óskað eftir því, að ísland gengi í Éfnahagsbandalag Ev- rópu vil ég taka fram eftirfar- andi: Vorið 1961 skipaði Mennta- málaráðherra, sem einnig fer með mál, sem varða erlénda efnahagssamvinnu, nefnd manna frá samtökum atvinnuveganna til ráðuneytis um afstöðu ís- lands til þeirra mála. Þess var óskað, að Samband ísl. sam- vinnufélaga tilnefndi fulltrúa í nefndina, og var það gert. Um vorið og sumarið var nefndin kölluð saman nokkrum sinnum og málið reifað af ráðherra eða fulltrúum hans. Á þessum fund- um var sérstaklega vakin at- hygli á þeim erfiðleikum sem Efnahagsbandalagið skapaði út- flutningsatvinnuvegum fslend- inga, ef þeir stæðu utan við bandalagið. Á fundi, sem hald- inn var snemma í ágúst 1961, skýrði ráðherra frá því, að eina ráðið til þess að fá örugga vit- neskju um aðstöðu íslgnds gagn- vart Efnahagsbandalaginu, væri það, að senda umsókn um inn- göngu í bandalagið. Á þann hátt gæfist kostur á, að ísland fengi að hafa áheyrnarfultlrúa, þegar fram færu viðræður bandalags- ins við Breta og Dani, vegna umsókna þeirra um aðild. Taldi ráðherrann mjög nauðsynlegt, að íslendingar ættu kost á, að fylgjast með þeim viðræðum, m.a. til þess að hafa áhrif á stefnuna í sjávarútvegsmálum. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.