Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 9
r Fimmtudagur 23. maí 1963 MORCUHBL4ÐIÐ 9 Fyrir nokkru barst Morg- unblaðinu úrklippa úr banda- rísku tímariti „Homes Maga- zine of. The Miami News“. í*ar segir blaðakona, að nafni Margaret Warrington, í 2ja síðna myndskreyttri grein, frá heimsókn í vinnustað sem íslenzku listahjónin Kristin og Jóhann Eyfells hafa kom- ið sér upp með dálítið ó- venjulegum hætti, ásamt fimm listamönnum öðrum. Vinnustaðurinn er í útjaðri borgarinnar Gainsville í Flor- ida í ævagömlu húsi, sem á- samt lóðinni umhverfis hefur hefur að undanförnu verið notað fyrir alls kyns drasl, kassa utan af húsgögnum, járnarusl, bílskrjóða, sem áttu Prófessor Hiram Williams og Steve Lotz að starfi Listaverk Jóhanns Eyfells hljóta vlðurkenningu vestan hafs að fara í brotajárn og fleira þess háttar. Hjónin Kristín og Jóhann Eyfells stunda nú listnám við College of Fine Arts við Uni- versity of Florida, og leggja einkum stund á gerð lista- verka úr málmi. Listamenn- irnir fimm, sem með þeim eru í gamla húsinu, eru þrír pró- fessorar við skólann Enrique Montenegro, sem kennir þar þetta ár sem gestur, Hiram D. Williams, listmálari og Ge- offrey Naylor, sem einnig vinnur úr málmi — og tveir stúdentar úr listaháskólanum Steve Lotz, listmálari og Harry Bliss, sem fæst jöfnum höndum við listmálun og höggmyndagerð, vinnur helzt í tré. öll voru þau á sama báti að því leyti, að þau skorti nægi- lega rúmt húsnæði, einkum vegna höggmyndanna, sem eru æði rúmfrekar. í greininni segir, að það hafi verið Jóhann, sem átti hugmyndina að því að koma þarna upp sameiginlegri vnnustofu. Hann hafði áður haft vinnustofu í bílskúr, en þar var of þröngt um hann. Einhverju sinni, er hann var að leita sér að efni til að vinna úr, rakst hann á þennan stað, og komst að því að íbúi hússins, einhleypur maður, var að flytjast brott úr þess- um ruslahaug. Hann var fljót- ur að gera aðvart vim sínum, Steve Lotz, sem var í hús- næðishraki. Hann flutti í hús- ið skömmu síðar, lagaði þar til og áður en langt um leið voru fyrrgreindir sjö lista- menn farnir að vinna þarna á lóðinni. Steve Lotz er hinn eini í hópnum sem er ókvænt- ur, hin hafa öll íbúð í borg- inni. Blaðakonan segir, að þarna sé samvalinn hópur lista- manna, sem taki starf sitt al- varlega og helgi því alla sína krafta, gagnstætt svo mörg- um öðrum stúdentum í Flor- ida, sem safnizt saman til þess að hra'rast í listrænu and- rúmslofti og jafnframt oft í meira eða minna iðjuleysi. Hún hefur eftir prófessor Naylor, að listamennirnir 4, sem stundi nám við háskól- ann, séu óvenju góður hópur. Fyrir utan fyrirlestra. verji þau nær öllum sínum stund- um á vinnustaðnum, sem gef- ið hefur verið nafn, „Rice Scrap Metal Co.“ í því, m.a. komi fram munurinn á at- vinnumanni og áhugamanni í listinni. Hinir síðarnefndu geti ekki hugsað sér að fórna öllum sínum tíma, fé eða lífs- þægindum á altari listarinnar. Og prófessor Hiram Williams segir: „Leikmenn krefjast þess sífellt að listin feli í ekki að hlutur sé fagur, því að orðið nær ekki að tjá það, sem okkur býr í huga. Lista- verk þessara nemenda sýna ekki endilega að þeir séu ó- hamingjusamir. En í verkum sínum ljá þeir þenslu og hætt- ur atómaldar. Við finnum öll þessa þenslu, en sjaldan get- um við látið hana í Ijós á svo augljósan og ótvírræðan hátt, sem þessir listamenn. sér hamingju og fegurð. At- vinnumaðurinn í iistinni telur að fegurðin hafi einhverja þýðingu. Fegurð er ekki orð, sem við notum. Við segjum Fyrir framan gamla húsið, talið frá vinstri: Harry Bliss, Kristín Eyfells, Steve Lotz, Geoffrey Naylor og Jóhann Eyfells. Um þau Kristníu og óhann Eyfells segir Margaret Warr- ington m.a.: „Kristín og Jóhann Eyfells eru íslendingar. Kristín er frá Reykjafirði, dálitlum fiski- bæ, þar sem faðir hennar var læknir. Jóhann er fæddur í Reykjavík og var faðir hans málari. „En við kynntumst ekki“, svarar hin aðlaðandi jarp- hærða Kristín, brosandi „fyrr en í Kaliforníu. Þá, fyrir 16 árum, vissi ég ekkert um listir. En þegar við áttum stefnumót í fyrsta sinn fórum við á safn í San Fransisco." Árið 1950 tók Eyfells próf í húsagerðarlist og Kristín í sálarfræði. Eyfells er hæglát- ur maður, sem sekkur sér nið ur í vinnu sína og gefur sér lítinn tíma til annars. Það get- ur víst stundum verið vanda- samt að vera kona listamanns — nema hún sé eins og Krist- ín Eyfells. Þegar Jóhann ákvað að leggja út á listabrautina, á- kvað Kristín að gera hið sama. Nú vinnur hún listaverk úr málmi, sem sýna glöggt hið sterka og einbeitta eðlisfar hennar. Það er líka augljóst, að Eyfells er stoltur af konu sinni .... í þessu sama blaði er einnig — á heilli opnu — mynd af japanskri konu með listaverk úr málmi eftir Jóhann Ey- fells. Segir undir myndinni, að listgrein þessi veki mkla athygli og sé mjög svo umdeild vestan haf^ Þá hefur Mbl. borizt sú fregn, að Jóhann Eyfells hafi nú fyrir skömmu hlotið verð- laun fyrir listaverk, er hann átti á listsýningu í Miami. i i í S I I Slgurður Hjálmarsson stýrimaður - Minning F. 10. júlí 1892. D. 4. maí 1963. EINN þekktur Islendingur, bú- settur í Kaupmannahöfn er ný- lega dáinn þar og grafinn. Það var Sigurður Hjálmarsson frá Stakkadal í Aðalvík. Frá því dugnaðarheimili hafa komið fjór ir bræður, ungir ágætis- menn, dugnaðarmenn, sem unnu sig hér áfram til náms og framtíðarstarfa. Elstur þeirra var Jón Hjálmarsson, vélstjóri. Gegnum nánar tegndir kynntist ég manndáð hans og þeim dyggð- um er einkenna aðeins úrvals menn. Það þökkum við og mun- um, þó mörg ár séu nú liðin síðan hann dó. Sigurður Hjálmarsson var frá barnæsku hneigður til sjó- mennsku og stórra tilþrifa, enda beytti hann afli sínu ungur til ýtrustu framsóknar í þeirri grein. Lauk prófi frá Farmannaskóla íslands, 1915, með ágætis eink- unn. Hélt svo aftur til hafs og vann með sínum seiglu dugnaði mörg erfið og vandasöm verk til æfingar að sínu setta marki. Arið 1918 hóf hann svo fast starf sem stýrimaður hjá Eim- skipafélaginu, fyrst á Sterling, síðast á Gamla Gullfoss eða Lag- arfoss. En varð loks að hætta siglingum vegna sjóngalla. Hélt þó áfram hjá Eimskip sem vakt- maður þess í Khöfn og eitthvað hjá öðru skipafélagi þar, í við- lögum. Erfitt mun hafa orðið, svo dyggum og tryggum manni sem Sigurður var, að skilja við báða Gullfossana í þeim vandræðum sem hentu þau blessuð skip, og allt hefst það endilega í Kaup- mannahöfn. Getur skeð að bruna sárin í vetur hafi orðið hans síð- asta sorg. Við skulum vitja það og skilja, að sjómenn elska skip- in sín mjög alvarlega, því það eru fleytur hafsins sem kenna þeim dýpstu spekina og reynast þeim bezt. Sigurður giftist hér heima, góðri konu, sem Ingibjörg hét Gunnarsdóttir. En missti hana eftir fá ár. Þau eignuðst tvær yndislegar dætur, sem báðar lifa við góð skilyrði. Síðar giftist Sig- urður svo danskri konu, sem reyndist honum mjög vel. Þau eignuðust þrjú efnileg börn, sem auðvitað hafa aukið hamingju þeirra og farsæld. Má því segja að lífsbraut Sigurðar hafi orðið honum svo sem vænta mátti — hagstæð, því Sigurður var sjálf- ur var sjálfur góður maður. Sigurður var vel greindur mað ur, hæglátur og hlýr í viðmóti. Fylgdi þó málum sínum fast fram með djörfung og réttlæti. í störfum sínum var hann skyldu rækin og svikalaus, enda munu allir sem þekktu þann mann mest, lýsa honum bezt. Og nú er Sigurður Hjálmars- son dáinn! Þess vegna sendi ég öllum ættingjum hans og ást- vinum ynnilega samúðarkveðju og bið ykkur öll að þakka Guði fyrir góðar minningar um ís- lenzka vininn ykkar Sigurð Hjálmarsson stýrimann. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.