Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.05.1963, Qupperneq 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. maí 1963 imiflfttMðfrifr Útgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.1stræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðálstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. IÐJAN BAR EKKI ÁRANGUR rins og menn minnast^ hefur því margssinnis verið lýst yfir, bæði af komm- únistum og Framsóknar- mönnum, að viðreisnarflokk- arnir væru fúsir til að heim- ila brezkum togurum veiðar innan 12 mílna, eftir að und- anþágur þeirra renna út á næsta ári. Þessari ásökun hef- ur að sjálfsögðu verið mót- mælt, og hér á landi eru þeir fáir, sem henni hafa trúað, en engu að síður hefur þessu verið haldið fram blákalt mánuðum saman. Ekki skiptir miklu máli, þó kommúnistar héldu slíkum firrum fram. Menn ætlast ekki til þess að þeir reyni að leita sannleikans. En um- mæli aðalmálgagns annars stærsta stjórnmálaflokks landsins í þessu efni gátu vissulega verið þjóðhættuleg. Menn eiga því ekki að venj- ast í þroskuðum lýðræðisríkj- um, að staðlausum fullyrðing- um sé haldið fram mánuðum saman í málgögnum lýðræð- issinna. Sérstaklega mundi '“engu blaði líðast að birta ósannindi, sem gætu valdið því, að erlendir aðilar teldu sér óhætt að gera kröfur á hendur viðkomandi þjóð. Hin vísvitandi ósannindi Tímans gátu vissulega orkað því, að þau öfl í Bretlandi, sem vilja seilast til réttinda í íslenzkri landhelgi, efldust og bentu á íslenzkar heimildir fyrir því, að íslenzkir stjórnmála- leiðtogar væru síður en svo andvígir því að veita Bret- um slík réttindi. Þessi iðja virðist líka hafa borið nokkurn árangur er- lendis, að minnsta kosti var færeyskur stjórnmálamaður tekinn að dylgja með það í Færeyjum, að ekki væri ís- lenzkum stjórnmálaleiðtog- um vel treystandi í þessu efni. En það var ekki einungis að Tímanum væri það jafn ljóst og öðrum, að enginn maður hér á landi (að kommúnist- um auðvitað undanskildum) mundi vilja fórna landsrétt- indum, heldur var líka marg- upplýst, að yfirlýsingar lægju fyrir um það frá hendi brezku stjórnarinnar, að hún mundi ekki einu sinni orða slíka framlengingu. Þess vegna er þessi iðja Framsóknarmanna einhver hin óþjóðlegasta sem um get- ur. BERSKJALDAÐIR Sem betur fer standa þeir rógsiðjumenn, sem ekki svifust þess að stofna íslenzk- um hagsmunum í hættu í þeim tilgangi að afla sjálf- um sér fylgis, nú uppi ber- skjaldaðir. Eiturvopnin, sem Ólafur Thors, forsætisráð- herra, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að Framsókn- armenn mundu slíðra, hafa snúizt í höndum þeirra, áður en þeir höfðu vit á að slíðra þau. Þau standa nú djúpt í holdi Framsóknarflokksins sjálfs. Orðsending sú, sem brezki sendiherrann, E. B. Boothby, afhenti Guðmundi í. Guð- mundssyni utanríkisráðherra, og Morgunblaðið birti í gær, segir að vísu ekkert, sem menn vissu ekki fyrir, ef þeir á annað borð vildu vita það, en hún tekur þó af öll tví- mæli um það, að Tíminn hef- ur gert sig sekan um vísvit- andi ósannindi, sem þar að auki voru stórlega vítaverð út frá því sjónarmiði að þau gátu stofnað íslenzkum rétt- indum í hættu. Auðvitað var 12 mílna fisk- veiðilandhelgin viðurkennd með samkomulaginu, sem gert var við Breta 1961, og margupplýst var, að brezka stjórnin hyggðist ekki einu sinni orða ósk um framleng- ingu undanþáganna, sem renna út eftir nokkra mánuði. Um þetta atriði segir í orð- sendingu brezka sendiherr- ans: „Ég vil leyfa mér að end- urtaka enn einu sinni þær yfirlýsingar, sem ríkisstjórn mín hefur áður gefið íslenzku ríkisstjórninni, um að ríkis- stjórn mín hefur ekki í hyggju að fara fram á fram- lengingu þriggja ára tímabils- ins, sem lýkur 11. marz 1964. Fullyrðing um það gagnstæða verður að telja alvarlega rangtúlkun á ótvíræðri og af- dráttarlausri afstöðu ríkis- stjórnar minnar í þessu efni.“ Frekar þarf ekki vitnanna við. Þess vegna er þetta „áróðursvígi“ Framsóknar- flokksins einnig fallið, og er Morgunblaðinu það ráðgáta, hvaða ráða þeir Tímamenn muni næst reyna að grípa til. MÖÐGA SENDIHERRANN 'C’n það er í samræmi við hina „nýju“ sefnu, sem Framsóknarmenn segjast ætla að taka upp í utanríkismál- um, ef þeir fá aðstöðu til þess með kommúnistum, að Kennedy leggur áherzlu á jafnrétti alla borgara Bandaríkjanna Síðastliðinn sunnudag heim- sótti Kennedy Bandaríkjafor- seti tvö Suðurríki Bandaríkj- anna, Tennessee og Albama, en eins og kunnugt er hafa kynþáttaóeirðir geisað í borg inni Birmingham í Alabama að undanförnu. Kennedy forseti hélt ræðu við Vanderbilt háiskólann í Nashville í Tennessee og lagði m.a. áherzlu á jafnrétti allra borgara í anda frelsisins, sem ríkti í Bandaríkjunum. For- setinn sagði, að sérstök byrði væri lögð á herðar manna og kvenna meðal þjóðarinnar. Þau mættu ekki láta freist- ast til þess að halda á lofti hleypidómum og ofbeldis- hneigð heldur leggja áherzlu á gildi frelsisins og laganna, sem þjóðfélagið byggði á. 300 þús. menn fögnuðu Bandaríkjaforseta við komu hans til Nashvilie, en 30 þús. fengu tækifæri til þess að hlusta á ræðu hans í Vander- bilt háskóla. Þar skoraði for- setinn á alla Bandaríkjamenn að virða lög þjóðar sinnar og benti á, að skyldur menntaðra borgara væru m.a. að útbreiða menntun, starfa að félagsmál- um og varðveita lögin. Hann minnti á umræður þær, sem stæðu nú yfir meðal þjóðarinn ar um réttindi hluta borgara hennar. „Þessar umræður munu halda áfram“, sagði for setinn“, og réttindi aukast þar til allir Bandaríkjamenn hafa sömu tækifæri og sama frelsi innan ramma laganna." Er forsetinn ræddi skyldur hins menntaða manns, beindi hann orðum sínum, svo ekki var um villzt, ti! embættis- manna í Suðurríkjunum t.d. Ross Barnetts fylkisstjóra í Mississippi, en hann hefur ó- hlýðnazt úrskurði sambands- dómstólsins varðandi réttindi blökkumanna. „Hinn menntaði maður veit“, sagði forsetinn, að fari einn maður ekki að lögum, sem honum eru á móti skapi, getur það haft þær afleiðing- ar, að aðrir óhlýðnist öðrum lögum, sem þeim geðjast ekki að. Með þessu er stefnt að upplausn laga og réttar. Hann (hinn menntaði maður) veit einnig, að hvern einstakan mann á að umgangast með skilningi og meðhöndla virðu lega. „Hver menntaður borg- ari,“ hélt forsetinn áfram,“ sem leitast við að kollvarpa lögunum, bæla niður frelsi og undiroka aðra menn, sýnir forfeðrum sínum smán og bregst skyldu sinni.“ Forsetinn minnti að lokum áheyrendur sína á að heim- urinn hefði fylgzt með síð- ustu atburðum í Bandaríkjun- um með skelfingu. Frá Nashville hélt Kennedy til Muscle Shoals í Alabama og við hátíðahöld þar hitti hann George Wallace fylkis- stjóra Alabama. Kennedy nefndi ekki kynþáttavanda- málin í ræðunni, sem hann hélt í Muscle Shoals, en að hátíðahöldunum loknum ræddi hann við Wallace í hálfa klukkustund. Ekki hefur ver- ið skýrt frá efni viðræðn- anna, en Pierre Salinger, blaða fulltrúi forsetans sagði, að þeim loknum, að þær hefðu ekki verið óvinsamlegar. t ! I i ! i í f 1 i ( Engin ný filfelli bólusóttar enn Tíminn rangfærir í gær um- mæli brezka sendiherrans og móðgar hann vísvitandi. Fréttafölsun er alltaf alvar- legur hlutur, en það telst hreint siðleysi að snúa út úr orðum erlendra sendifulltrúa og er skoðað sem móðgun við þjóð hans. Það harma þeir Tímamenn sjáifsagt ekki, því það er yfirlýst stefna þeirra að reyna að efna til árekstra við Breta á ný. Tíminn heldur því blákalt fram, að brezki sendiherrann hafi rangfært sín orð. Þetta eru staðlausir stafir. Svo algjörar hrakfarir hafa Framsóknarmenn farið í öll- um umræðum um utanríkis- mál, að þess er að vænta að þeir hætti þeim. En ef þeim verður haldið áfram, ættu þeir að minnsta kosti að sýna þá siðsemi að láta sendifull- trúa erlendra ríkja njóta sannmælis. Stokkhólmi, 21. maí — NTB Sænsk heilbrigðisyfirvöld lýstu því yfir í dag, að allar líkur væru nú til þess, að endi væri bundinn á út- beiðslu bólusóttar þeirrar, sem vart hefur orðið í Stokk- hólmi. Alls hafa 12 manns tekið veikina. Þrátt fyrir, að engra nýrra tilfella hafi orðið vart í nokkra daga,var því lýst yfir að ekki yrði dregið úr varúð- arráðstöfunum fyrst um sinn. Næsta vika sker úr um, hvort tekizt hefu-r að hefta útbreiðslu veikinnar. Komi engin ný til- felli fyrir þann tíma, má teljast öruggt, að veikin sé úr sögunni. Verður þá ekki gripið til fjölda- bólusetningar. í dag var opnuð upplýsinga- skrifstofa í Stokkhólmi, þar sem almenningi eru veittar allar þær upplýsingar um veikina, sem það kann að óska eftir. 20 síma- stúlkur og hópur lækna svara fyrirspurnum. Þar er skýrt frá því, hvar fólk geti leitað eftir bólusetningu, hvaða fólk eigi ekki, af heilsufarsástæðum, að láta bólusetja sig, o.s.frv. Mjög hefur dregið úr ferða. mannastraumnum til Stokkhólms að undanförnu, vegna bólusótt- arinnar. — Hafnargerð Framh. af bls. 6. göngu fyrir það sem á eftir að verða á meðan sumir af þeim út- gerðarstöð- um, sem fyrir eru, koma ekki fyrir sínum skipastól. Ég vona svo að þessar línur verði til þess að fleiri láti heyra til sín um þetta mjög svo þýð- ingarmikla mál okar Ak„-..es- inga. Og vona ég að þegar að því kemur að haldið verður áfram með hafnargarðinn hér, verði það eitt framkvæmt, sem líkur eru fyrir að verði þessum bæ til áframhaldandi uppbyggingar. Bjarni Guðmundsson, hafnarvörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.