Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. maí 1963 M O R cn N R r 4 ÐIÐ 19 Drengjalúðra- sveit 1 Iíeflavík efnir til hljómleika DRENGJAL.ÚÐRASVEIT barna- skólans í Keflavík, sem stofnuð var fyrir rúmum tveim árum, heldur tónleika fyrir almenning í Félagsbíói í Keflavík laugar- daginn 25. maí kl. 4 síðdegis. Efnisskrá á tónleikum þessum verður fjölbreytt. Nokkrir drengj anna munu leika einleik, en aðrir tvíleik á ýmis hljóðfæ-ri, auk þess sem sveitin mun leika 6aman mörg lög. Stjórnandi er Herbert Hriber- schek Ágústsson. Undirleik annast frú Gauja Guðrún Magnúsdóttir. Drengirnir eru 25 á aldrinum 10 til 13 ára. Hefur það vakið athygli, hve mikilli leikni hinir ungu drengir hafa náð, en þeir hafa leikið nokkrum sinnum fyrir almenning, og nú síðast á sumardaginn fyrsta. Hafa þeir æft af kappi nú und- anfarnar vikur til undirbúnings tónleikum þesum. Ágóði, sem kanri að verða af tónleikum þessum, rennur í hljóðfærasjóð og ferðasjóð lúðra sveitarinnar. Líklegt er, að mangur vilji hlýða á drengina sjálfum sér til ánægju, en lúðrasveitinni til styrktar og uppörvunar. Ný ákæra í málá Helaners, biskups Stokkhólmi, 21. maí — NTB VERJANDI Helanders, bisk- ups, bar í dag fram nýjar, alvarlegar ákærur á hendur ákæruvaldinu og lögregluyfir völdum. Heldur ákærandinn, Nils Malmström, því fram, að ákveðnir aðilar hafi unnið að því, vísvitandi, að hindra, að sannleikurinn í máli biskups- ins kæmi fram. Ásakanir verjandans snú- ast um meðferð bréfa þeirra, nafnlausra, sem biskupinum voru eignuð. Eins og kunnugt er, þá var Helander sekur fundinn, á sínum tíma. 1961 ákvað hæstiréttur, að mál hans skyldi tekið fyrir, á nýjan leik. Málsmeðferð hef- ur þó alltaf verið frestað, af ýmsum ástæðum. Ákveðið hefur nú verið, að mál bisk- upsins verði tekið fyrir 20. ágúst nk. „Krýndar“ á laugardag FEGURÐARSÁMKEPPNIN 1963 verður haldin í súlnasal Hótel Sögu næstkomandi föstudags- ©g laugardagskvöld. Fyrra kvöld ið keppa stúlkurnar sex, sem valdar hafa verið til úrslita, en seinna kvöldið verða úrslitin til- kynnt og fegurðardrottning ís- lands og fegurðardrottning Reykjavíkur krýndar. Verðlaunin, sem stúlkurnar hljóta, eru eftirfarandi: 1) Ferð til Kaliforníu og þriggja vikna dvöl þar. Sigur- vegarinn tekur þátt í fegurðar- eamkeppninni Miss International á Langasandi meðan á dvölinni stendur. Einnig býður Onassis skipakóngur ungfrú ísland til þriggja vikna siglingar á skemmtiferðaskipinu L a k o n i a um Miðjarðarhaf. 2) Ferð til Miami á Florida ©g þátttaka 1 fegurðarsam- keppninni Miss Universe þar. 3) Ferð til Beirut, Líbanon, og þátttaka í Miss World keppninni þar. 4) Ferð til London og þátttaka í Miss World keppninni þar. Fimmtu og sjöttu verðlaun er ferð til Norðurlanda og þátttaka í Miss Skandinavía-keppninni. Auk fegurðarsamkeppninnar Magnus Þorsteinsson, skipstjorx, i stjornklefanum Bakkafoss á heimleið ÍÁ ÞRIÐJUDAG lagði hið nýja skip Eimskipafélagsins, Bakkafoss, af stað frá Gauta- borg áleiðis til íslands og kemur fyrst til Austurlands- og Norðurlandshafna. Mynd- irnar sem hér fylgja tók 2. stýrimaður, Garðar Bjarna- son, af skipinu í Kaupmanna- höfn. Bakkafoss er 4% árs gamalt skip, smíðað hjá Aarhus fyldedok og Maskinkompagni, tekið í notkun 1958. Það hét áður Ms. Mille Heering. Það er vel búið af öllum tækjum, smiðað úr stáli og styrkt til siglinga í ís. Tvær lestir eru í skipinu og hefur það mjög svipað lestarrými og Tungu- foss og útbúið 6 vökvadregn- um vindum, svipuðum og Brúarfoss og Selfoss. Stærð Bakkafoss er brúttó 1599.18 tonn. Skipshöfn er 21 manns, skip stjóri Magnús Þorsteinsson. íbúðir skipverja eru líkar í- búðum í öðrum skipum Eim- skipafélagsins, vélsúgur í öll- um íbúðum skipverja. Her- bergi er fyrir 2 farþega og ennfremur sjúkraherbergi. Bakkafoss verða bæði kvöldin skemmti- atriði og tízkusýningar, og sýna stúlkur úr tízkuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur undirfatnað frá Carabella. Þá er gert ráð fyrir að keppendurnir aki í skraut- vagni niður Laugaveg, Banka- stræti, suður Lækjargötu og Frí- kirkjuveg, yfir Tjarnarbrú að Hótel sögu á laugardaginn, ef veður leyfir. í dómnefnd keppninnar sitja: Jón Eiríksson, læknir, Karólína Pétursdóttir, Loftleiðum, frú Ól- öf Swanson, fulltrúi frá alheims- fegurðarsamkeppninni á Langa- sandi, Sigríður Gunnarsdóttir, tízkusérfræðingur, Lggert Guð- mundsson, listmálari, Guðmund- ur Karlsson, blaðamaður, og Sig urður Magnússon, blaðafulltrúi. — Sigrún Ragnarsdóttir krýnir fegurðardrottningarnar. Keppn- inni verður sjónvarpað. * STAKSTEI^AR Gegn betri viAmd SÍÐASTA dæmið um hinn 6- þjóðholla málflutning framsókn armálgagnsins í málum, sem snerta samskipti okkar við aðr- ar þjóðir, eru þær fullyrðingar blaðsins sl. sunnudag, að brezka ríkisstjórnin hafi í orðsendingu sinni til íslenzku ríkisstjórnar- innar út af Milwood-málinu neitað því, að hún hafi viður- kennt 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. Eins og 'allir vita, sem lesið hafa þessa orðsend- ingu brezku stjórnarinnar er þar ekki vikið einu orði að fisk- veiðilögsögunni við ísland. Stað hæfing framsóknarfalsanablaðs- ins um hið gagnstæða átti þó ekki rætur sínar að rekja til heimilda- skorts um efni orðsendingar- innar. Falsanir sínar birti það þrátt fyrir, að það hafði ein- mitt fengið þær upplýsingar hjá deildarstjóra í islenzka utan- ríkisráðuneytinu, að ekki væri minnzt einu orði á fiskveiðilög- söguna í orðsendingunni, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag og Tíminn játar með þögn sinni í gær. Framsóknarfalsanir Annað atriði í sambandi við landhelgismálið, sem framsókn- arfalsanablaðið hefur verið ó- þreytandi við að Ijúga upp und- anfarna mánuði, er það, að í fyrsta lagi mundu Bretar sækja um framlengingu á þriggja ára undanþágutímabilinu til tak- markaðra veiða á ákveðnum svæðum hér við land, þegar und- anþágutímabilið rennur út í marzmánuði næstkomandi, og i öðru lagi, að íslenzk stjórnar- völd mundu vafalaust verða við slíkum kröfum. Af hálfu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar hefur því þó margsinnis verið lýst yfir, að ekki kæmi til greina að framlengja undanþágurnar, og af hálfu brezku ríkisstjórnar- innar hefur því einnig verið lýst yfir, að hún láti sér ekki til hugar koma að fara fram á slík- ar undanþágur. „Enn einu sinni“ öll þessi tilhæfulausu ósann- indi bæði á hendur íslenzkum stjórnarvöldum og brezkum hafa orðið til þess, að brezki sendi- herrann hér á landi hefur afhent íslenzka utanríkisráðherranum nýja orðsendingu, þar sem ítrek- uð er skýlaus viðurkenning Breta á 12 mílna fiskveiðilögsögunni og því enn einu sinni lýst yfir, að þeir muni ekki fara fram á framlengingu undanþáganna. Tíminn er ekki lengi að venda kvæði sínu í kross i gær frekar en fyrri daginn. „Tíminn knýr fram skýlaus svör frá Brpt- um“, er fyrirsögn hans í gær og i sjálfri greininni er ósann- indavaðli framsóknarleiðtoganna að undanförnu ,,þökkuð“ viður- kenningin á 12 mílunum. Þetta eru einhver vandræða- legustu viðbrögð íslenzks blaðs, sem staðið hefur verið að óskammfeilnum fölsunum og ósannindum. f orðsendingu Breta er einmitt tekið sérstaklega fram, að enginn ágreiningur geti orðið um það, að þeir hafi með land- helgissamkomulaginu í marz 1961 — eða fyrir rúmum tveim árum — viðurkennt 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland. Ennfremur segir brezki sendi- herrann, að hann vilji „endur- taka enn einu sinni" fyrri yfir- lýsingar brezku stjórnarinnar um, að hún muni ekki fara fram á framlengingu undanþágutíma- bilsins. Það eina, sem framsóknar- falsanablaðið hefur „knúið fram“ er þess eigin smán og fyrirlitn- ing íslenzku þjóðarinnar á mál- flutningi þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.