Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 8
24 MORCVNnr4nrs Fimmtudagur 23. maí 1963 Landhelgisbrot brezka togarans Spurs: Skipstjórinn dœmdur í 260 þús. kr. sekt Seyðisfirði, 22. maí. Réttarhöld í máli skip- stjórans Thorarins K. Olgeirs son, á brezka togaranum Spurs, hófust hér í dag kl. 9.30. Fyrst var lögð fram á- kæra frá Landhelgisgæzl- unni á hendur skipstjóranum á Spurs, sem þýdd var af Ólafi Björnssyni fulltrúa. Fyrstur kom fyrir réttinn skipstjórinn á togaranum. Spurði fógeti hvort það væri nokkuð sérstakt er hann vildi taka fram í samibandi við ákæruna. S'kip- stjóri tók fram, að það skipti ekki máli og gæti verið villandi að miða við 12 mílna mörkin, þar sem hann hefði verið nær hlið- arlínu hólfsins út af Stokksnesi, hefði verið 1,2 sjómílur innan hliðarlínunnar. Næst spurði bæjarfógeti hvort hann viðurkenndi að hafa verið innan fiskveiðamarkanna. Skip- stjóri sagði, að sér hefði verið sýnt fram á að svo hafi verið, enda þótt honum hafi ekki verið það ljóst fyrr en eftir á. Gísli ísleifsson, hrl., sem mætti í réttinum af hálfu togara- eigenda, spurði skipstjóra hver ástæðan hefði verið til þess að togarinn var kominn vestur fyrir leyfð mörk. Skipstjórinn svaraði f fyrsta lagi var 4 gráðu munur á gíróáttavita skipsins og sjón- skífunni í brúnni. Varð hann þess var síðar. í öðru lagi var sterkari straumur til vesturs en hann hafði gert ráð fyrir. Þá spurði Gísli hvort þeir hefðu verið að taka vörpu togar- ans iHn, og hvar taldi skipstjóri togarann vera er hann var tek- inn. Kl. 2.55 var byrjað að draga inn vörpuna og þá var Stokks- neshorn í 9 mílna fjarlægð rétt- vísandi 358 gráður, svaraði skip- stjórinn. Enn spurði Gísli: Telur skip- stjóri að togarann hafi rekið inn fyrir línu eftir þetta? Því játaði skipstjórinn. Gísli spyr: Var varðskipið sjá- anlegt með berum augum á um- ræddum tíma? Skipstjóri svaraði: Þeir höfðu séð Þór af og til ýmist í radar eða með berum augum frá því kl. 23.00 um kvöldið. Þeir luku við að kasta kl. 3.30 og sáu þá varðskipið framundan og töldu sig þá örugglega utan við fisk- veiðimörkin. Þá kom og fram að skipstjóri hafði verið í koju er togarinn var tekinn. Skipstjórinn kvaðst hafa verið togaraskip- stjóri frá 1939, að undanskildum stríðsárunum. Næstur kom fyrir réttinn Jón Milwood-menn í vinnu FRÉTTAMAÐUR Mbl. brá sér í gær í heimsókn um borð í skozka togarann Milwood, sem liggur rammlega bundinn innan við 2 varðskip við Battaríisgarð. 1. vél- stjóri var í landi, en tal náðist af ungum sjómanni, George Step hen að nafni. Kvað hann þrjá þeirra félaga hafa verið í vinnu í landi öðru hverju til að hafa eitthvað fyrir staf»i og ná sér í aukaskilding. Stephen sagði að skipsmenn- irnir 5 væru orðnir mjög leiðir á verunni hér og aðgerðarleysinu, svo að ágætt væri að fá vinnu. í gær og fyrradag unnu Skotarnir við skurðgröft fyrir vatnsleiðslu hjá veitingahúsinu Glaumbæ. Greftinum er ekki lokið, svo að þeir taka aftur til við vinnu á föstudag. Skipstjórinn á Spurs, Thorarinn K. Olgeirsson. Jónsson, skipherra á Þór, og vann eið að skýrslu sinni um töku togarans. Gísli ísleifsson spurði hvernig hegðun skipstjórans hefði verið. Svaraði skipherra að hún hefði í alla staði verið mjög prúð- mannleg. Síðan unnu þrír stýrimenn varðskipsins eið af skýrslunni. Þá var réttarhöldum frestað, en komið var fram um hádegi. Kl. 17.00 hófust réttarhöld a5 nýju og var þá lesin ákæra á hendur skipstjóranum frá sak- sóknara ríkisins. Þá var lagt fram vottorð dómkvadds manns, sem athugaði áttavita skipsins og samkvæmt því var skekkja hans 2% gráða. Skipaður verjandi, Gísli fs- leifsson hrl., flutti varnarræðu fyrir réttinum og gerði þá aðal- kröfu, að skipstjóri togarans yrði algerlega sýknaður, eða málssókn látin niður falla og til vara að hann hlyti vægustu refsingu er dómurinn sæi sér fært. Taldi hann þetta gáleysis- brot, sem stafaði af því að 214 gráðu skekkja var á áttavitan- um og togarann hefði rekið inn fyrir linu vegna sterks vestur- falls. Einnig benti hann á hegð- un skipstjórans, sem hefði verið óaðfinnanleg og að hann myndi hafa talið sig örugglega utan fiskveiðimarka þar sem hann sá varðskipið með berum augum þegar togarinn kastaði vörpunnL í gærkvöldi kvað bæjarfógeti upp dóm í máli skipstjórans og hlaut hann 260 þús. kr. sekt og afli og veiðarfæri voru gerð upp- tæk. Skipstjóri áfrýjaði — Sveinn. Snúrustaurar Verð kr. 1100. — Sendum gegn póstkröfu. Einnig rólur, sölt, rennibrautir og fleiri leiktæki fyrir börn. Hiálmiðjan Barðavogi. — Upplýsingar í síma 20599. Frá FulUrúaráði SjáU- stæðisfélaganna í Reykjavík OPNAÐAR hafa verið á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavik hverfaskrifstofur á eftirtöldum stóðum i Reykjavík: VESTURBÆJARHVERFI Hafnarstræti 1 Sími: 22048 NES- OG MELAHVERFI K.R.-húsið við Kaplaskjólsveg Sími: 22073 MIÐBÆJARHVERFI Breiðfirðingabúð Sími: 22313 AUSTURBÆJARHVERFI Skátaheimilið við Snorrabraut Sími: 22089 NORÐURMÝRARHVERFI Skátaheimiiið við Snorrabraut Sími. 22077 HUtÐA- OG HOLTAHVERFI Skipholt 5 Sími: 22317 LAUGARNESHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 38114 LANGHOLTS- VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegur 27 Sími: 35307 SMAÍBUÐA-, BÚSTAÐA- OG HÁALEITISHVERFI Víkingsheimilið við Réttarholtsveg Sími: 34534 Allar skrifstofurnar eru opnar daglega kl. 2—10 e- h., nema laugardaga og sunnudaga kl. 2—6 e.h. og veita þær allar venjulegar uppiýsingar um kosningarnar. Togarinn Spurs í Seyðisfjarðarhöfn. en 12 mílna mörkunum, hann Dregið eftir tvær vikur — VERÐMÆTI ykkur miða í tíma HAPPDRÆTTI S JÁLFST ÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.