Morgunblaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 12
12 M O R C r \ Tt 1. 4 ÐIÐ Þriðjudagur 28. ir">í 1963 DUNKERLEYS Þegar ég hugsa um þetta allt nú, er ég hissa, á, að jafnvel orð eins oig morð gat ekki gefið mér óbeit á Alec. Flökurleikinn, sem greip mig var við það að sjá lifandi mann hníga niður dauð- an, ekki við það, sem Alec hafði gert. Aðeins einu sinni nefndi hann föður sinn, berum orðum, — Asinn sá arna, að koma hing að! Eg var farinn að hugsa með sjálfum mér, að líklaga myndi ég ekki drepa hann, eftir allt saman. Og svo þurfti hann endi- lega að rekast hingað. Þá vissi éð, að það var Alec, sem hafði komið föður sínum til London. Og ég snerist ekki frá honum- Hann leit nú út á sjóinn. -— Það er blaejalogn, sagði hann. — Nei, svaraði ég. — I>að er aðeins andvari. Ef þú vilt fara, geturðu komizt út. Við getum fengið dálitla golu, undir eins og við erum laus frá landi. Hann tók lík föður síns undir hendurnar og dró það niður að þrepunum. Skeifurnar undir skó hælunum glömruðu dálítið, þeg ar hann dró hann af einu þrep- inu niður á það næsta. Hann kom líkinu fyrir í léttibátnum, fleygði stýrissveifinni á eftir því og ég reri út í skipið. Eg fór um borð á undan, og það var ég, sem dröslaði líkinu inn fyrir borð- stokkinn. Alec hafði ekki afl á því. Það tók okkur nokkurn tíma að koma skipinu þangað, sem ofurlítil gola var, og þegar við komum fram undan Selavoginum tók það nokkurn tíma að komast inn undir land. Ekkert orð var sagt, út yfir nauðsynleg bátinn. Eg fór að þessu eins og við sigldum í draumi, og það, sem lá undir segldúknum gerði þetta ennþá draumkendara. Eg er alveg viss um, að Alec hafði dreymt þennan draum áður. Við köstuðum akkerum, svo sem hundrað stikum frá landi, og ég kom likinu niður í létti- bátinn. Eg fór að þtssu eins ög ég væri dáleidd. Alec hafði þegj andi gefið mér í skyn, hvað hann ætlaði að gera. Við bárum líkið þangað sem stígurinn liggur upp í brattann, og hálfdrógum það upp á brekkuna. Alec hafði tekið IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 25. maí sl. greiðir bankinn 7% arð til hluthafa fyrir árið 1962. Arðurinn er greiddur í afgreiðslusal bankans gegn framvísun arðmiða merktum 1962. Reykjavík, 27. maí 1963, IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Flugbjörgunarsveitin Munið æfinguna á Þingvöllum og Þórisjökli um Hvítasunnuna. — Þeir utanfélagsmenn, sem áhuga hafa á að kynnast sveitinni er heimil þátttaka. — Þátttökutilkynningar skulu berast til Magnúsar Þórarinssonar, sími 37407 fyrir 30. maí. Stjórnin. 5 herb. íbúð eða einbýlishús óskast til kaups. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Vandað — 5838“. Vanar saumakonur óskast strax. SPORTVER Skúlagötu 51. — Sími 15005. — Já, þessi er ágæt. Ég kaupi hana. pokann af höfðinu á því og sökti honum í sjóinn með því að láta steina í hann. Þegar við vorum komin upp á klettinn, vorum við bæði upp- gefin. Við hvíldum okkur stund arkorn undir runnum ,sem þarna voru, og horfðum inn til lands, með greinarnar hangandi yfir höfðum okkar. Eg gat heyrt and ardráttinn í Alec, sem kom í snöggum rokum. Máninn var nú beint upp yfir okkur, minni en bjartari en áður, og það var svo bjart, að ég gat séð rauðleitan litinn á runnunum. Þá rauf Alec þögnina og átti erfitt um mál; — Við skulum kasta honum á klettana, sem þú hefur svo oft + lað um. Eg leitaði í öllum vös um hans meðan við vorum á siglingunni, og þar var ekkert, sem hægt var að þekkja hann á nema þetta. Eg hafði verið svo niðursokkin í drauma mína, að ég hafði ekki séð Alec gera þetta, og nú, er hann rétti mér bréfið, sem ég hafði skrifað föður hans, féll ég saman og grét eins og hjartað í mér ætlaði að springa. Hann lagði mjóa handlegginn utan um mig og dró mig að sér, og svo söðum við ekki orð, nokkra stund En þá sagði hann: — Það er ekki hægt að þekkja hann á neinu. Hann verður ekki annað en hver anar flækingur sem hefur Orð- ið fótaskortur. Klettunum verð- ur kennt um höfuðkúpuibrotið. Við skulum ijúka því af. Hnén á mér skulfu, þegar ég stóð upp, en snöggt spóavell, er ég heyrði, kom hjartanu í mér til að kippast við af skelfingu Alec beið þolinmóð eftir mér. Við komust fram á þverhníft an hamarinn og slepptum þar byrgði okkar aftur, sem snöggv ast. Alec sagði: — Kysstu mig. Nú! Við föðmuðumst í síðasta sinn. Hann var fölur en þurr um aug un. Eg grét ákaft. Allt í einu ýtti hann mér hægt frá sér og sagði: — Farðu ofurlítið frá. Eg gerði það Og hann settist rétt landmegin við líkið, sem lá samsíða klettabrúninni. Hann spyrnti við því, kreppti hnén, rétti svo snöggt úr þeim og lík ið þaut fram af brúninni. Eg horfði á, eins og í leiðslu, og Elsie, ég fæ vist aldrei að vita hvort þessi ýta setti hann sjálfan fram af, eða hvort hann hefur gert það með höndunum. Það eitt veit ég, að hann hafði sagt: „Kysstu mig nú“, og í hjarta mínu vissi ég, að það var síðasti kossinn okkar. Eg reikaði að runninum, þar sem við höfðum legið fyrir skammri stundu, og þar leið yf ir mig. Eg get ekki hafa verið lengi í öngviti, því að þegar ég raknaði við, virtist tunglið ekki hafa neitt hreyft sig. Og nú skaut þeirri hugsun upp hjá mér, að hann væri ekki dauður, heldur lægi brotinn og meiddur, þarna fyrir neðan og væri að kalla nafn iu mitt Eg klóraði mig með veik um mætti niður eftir stígnum, og þar fann ég þá báða í kletta- skorunni, liggjandi þannig, að hendurnar á þeim snertust, rétt eins og þeir hefðu verið að fyrir- gefa hvor öðrum. Þá var ekki nema eitt fyrir mig að gera. Yrðu þeir fundnir þannig, þyrfti engra frekari skýr inga við á málinu. Ef ég hins vegar færi burt með lík Alecs, gat mér orðið erfitt að gera grein fyrir dauða hans. En ef hitt líkið hyrfi fyrir fullt og allt, gat slys elskenda, sem höfðu gerzt of djarfir á þessum hættu- lega stað, verið trúleg saga, og eins og þú veizt, var það hún, sem ég saigði og var tekin góð og gild. Því var það, að ég skildi elsk- huga minn þarna eftir, en fór með hitt líkið í léttibátnum, út í skipið, þar sem ég batt stóra járnmola, sem voru undir þil- farinu fyrir kjölfestu, við hend- ur hans og fætur. Síðan sigldi óg svo langt fil hafs, að sjávarföllin höfðu þar engin áhrif og sökkti þar þessum morðingja, sem hafði myrt ást mína, í hafið, með hryllingi og án alls yfir- söngs. Méuiinn var horfinn og tekið að birta í austri, og landið tekið að lifna við, þegar ég lenti bátn- um. Yfir í þorpinu gat ég heyrt hana gala fjörlega. Galið í hon- um blandaðist marrinu í keipun- um, þegar ég reri léttibátnum að landi, til þess að gráta sorgar- fregnina, sem ég hafði að færa. (Sögulok). 3|Utvarpiö Þriðjudagur 28. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfr. — 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í Dómkirkjunni: Odd Wannebo óperusöngvari frá Noregi syngur; dr. Páll ísólfsson leikur undir á orgel. 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Ofur- efli“ eftir Einar H. Kvaran; VIII. kafli. — Ævar R. Kvar- an færði söguna í leikform og stjórnar flutningi. 21.00 Lög frá Lithaugalandi, sung- in og leikin. 21.15 Upplestur: Kvæði og stök- ur ettir Hreiðar E. Geirdal (Andrés Björnsson). 21.25 Tónleikar: Óbókonsert nr. 2 í B-dúr eftir Handel. 21.35 Erindi: Rödd af veginum (Hugrún skáldkona). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). — 23.00 Dag- skrárlok. Miðvikudagur 29. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Vfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Bjarki Elías- son varðstjóri talar um um- ferðarmál. 20.05 íslenzk tónlist: Lög eftir Jóa Laxdal. 20.20 Lestur fomrita: Ólafs saga helga; XXVII. — sögulok (Óskar Halldórsson cand. mag. 20.45 Píanótónleikar: Sinfónísk svíta op. 8 eftir Carl Nielsen (Herman D. Koppel leikur). 21.00 Saga Kaldársels; síðara er- indi (Ólafur Þorvaldsson, þingvörður). 21.25 Létt músík í miðri viku. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blön- dal Magnússon cand.mag.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið1* eftir Fred Hoyle; XXIV (Örn ólfur Thorlacius). 22.30 Næturtónleikar: Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabíói 24. þ. m. Stjómandi: William Strickland. 23.15 Dagskrárlok. körfu- kjuklingurinn •• í hádeginu ••• á kvöldin ...... ávallt á borftum •••• KALLI KUREKI — * * - Teiknari: Fred Harman — Hvað fékkstu mikið hjá gömlu konunui? — Ekki grænan túskilding. Hún er af öðru sauðarhúsi en ég bjóst við. Henni er alveg sama þótt sá gamli verði hengdur fyrir að drepa þig. — Þú ert lygari, Jimmie. Ég elti þig og sá þegar hún lét þig hafa pen- mgana. — Við ætluðum að skipta pening- unum til helminga en fyrst þú ætl- aðir að leika þennan leik tek ég allt. • • • 1 nausti S— ÞJÓhlUSTA FRÖhíSK ÞJÓNUSTa andlitsböt (jandsnurtincj tyárgreiðsla CeiSbeint met i/aÍ Snyrtl (/öru. valhÖlliSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.