Morgunblaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. maí lð'’’* MORGVNBLAÐIÐ 15 Ruðkennin n smjörambúðunnm DAGBLÖÐ í Reykjavík, birtu í gær fréttatilkynningu frá Neyt- endasamtökunum og ber hún m. a. þessa yfirskrift: , „Þrjózkast við að merkja *■ i smjörið.“ 1 frétt þessari erum vér ásak- aðir fyrir tvennt. í fyrsta lagi, að au&kenna ekki smjörumbúðir í samræmi við reglugerð, sem Landbúnaðarráðu neytið gaf út, dags. 24. júlí löez. í öðru lagi er oss borið á brýn að hafa ekki svarað bréfi Land- búnaðarráðuneytisins, um allt að tveggja mánaða skeið, varðandi þetta mál. Þareð báðar þessar ásakanir eru gjörsamlega út í hött, viljúm vér taka fram: | ■ 1. Reglugerðin segir m. a.: „Smjör, sem boðið er til sölu, skal auðkennt með greinilegri áletrun, hvers flokks það er og einnig með nafni eða einkennis- staf framleiðenda eða pökkunar- stöðvar.“ Þessari grein reglugerðarinn- ®r, höfum vér hlýtt, skilyrðis- laust. í vitund forráðamanna Neyt- endasamtakanna, virðist hins vegar, að orðalag reglugerðar- innar sjálfrar, skipti ekki öllu máli, því í frétt þeirra segir, að í henni standi: „að umbúðir skyldu auðkennd ar með nafni eða einkennisstaf framleiðenda og / eða pökkunar- stöðvar." Þetta litla orð: og, stendur hvergi í reglugerðinni í þeirri grein, sem hér um ræðir á þeim stað, sem forráðamenn Neytenda samtakanna fullyrða. 2. Vér höfum aldrei fengið neitt bréf frá Landbúnaðarráðu- neytinu um þetta mál og er því su staðhæfing, að vér höfum ekki svarað þvi, tilbúningur einn. Það skal upplýst, að enda þótt umrædd reglugerð hafi verið undirrituð í Landbúnaðarráðu- neytinu h. 24. júlí 1962, reyndist ógerningur að afla hennar fyrr en 14. desember, sama árs. Að öðru leyti, en hér er rakið, leyfum vér oss að vísa til aðal- matsmanns, þ. e. trúnaðarmanns Landbúnaðarráðuneytisins o g Borgarlæknisembættisins í Rvík um það, hvort þetta fyrirtæki hefir þrjózkast við að hlýða reglugerðum. Reykjavík, 24. mai, 1963. Osta- og smjörsalan, sf. Sigurður Benediktsson. Geislahitun hf. Vill ráða 5—6 pípulagningarmenn til starfa. — Ennfremur 2 nemendur. — Löng vinna — oft möguleiki á ákvæðisvinnu. — Upplýsingar á skrif- stofunni, Brautarholti 4, og í símum 19804 og 12307. Unglingsfelpa óskast 13—15 ára unglingstelpa óskast til aðstoðar á heim- ili á Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 12888. NÝR HELIUM Buenos Aires, 24. maí — AP Tveir ungir vísindamenn hafa nýlega fundið nýjan SHelium-isotóp, Helium 2. Ennfremur munu þeir hafa sýnt fram á tilvist nýrrar kjarnaagnar, di-protons. Annar visindamannanna er 35 ára Bandaríkjamaður, dr. O. M. Bilaniouk, frá Univer- sity of Rochester, hinn er Arg- entínumaður, 33 ára, dr. Ro- dolfo J. Slobodrian að nafni. Hafa þeir unnið saman að rannsóknum sínum í kjarn- orkurannsóknarstöð Argen. tínu sl. ár. Að sögn vísindamannannai hefur myndun hins nýj-> íso- tops enga raunhæfa þýðingu enn sem komið er, én opnar nýj ar rannsóknarleiðir. — Kvikmyndir Framh. af bls. 6. einnig hér, eftir því sem ég hef hlerað. — í mynd' þessari er Bel- mondo blaðaljósmyndari, kven- hollur í meira lagi, en ágætis náungi þrátt fyrir fjöllyndi sitt og léttúð. Gamall vinur hans frá því er þeir voru saman í her- þjónustu í Algier, hefur orðið lög regluþjóni að bana og er því hundeltur af lögreglunni ákærð ur fyrir morð. Paul, en svo heit- ir blaðaljósmyndarinn, leggur sig allan fram til þess að koma vini sínum undan lögreglunni og lendir við það í ýmsum erfiðleik um, og er það uppistaðan í mynd inni, en ívafið eru hin flóknu kvennamál Pauls, því að konur fá yfirleitt ekki staðist hann og hann hefur þær margar í takinu. En ein þessara kvenna er ólík hinum vinkonum hans, því að hún er prúð stúkla og heiðarleg og ann honum heitt. Paul sýnir henni þó í fyrstu sömu léttúðina og tillitleysið og öllum öðrum vin konum sínum, en þegar hann Verður þess áskynja að hún hefur ætlað að fyrirfara sér út af vonlausri ást til hans, finnur hann að hann elskar hana . . . Eins og áður er sagt, leikur Belmondo Paul með þeim ágæt- um, að maður heillast af þessum léttúðga kvennabósa, sem inn við kjarnann er tilfinningaríkur og tryggur og fórnfús vinur. Hinn gamla vin hans Ieikur Claude Brasseur, en unnustu Pauls, Veru leikur Alexandra Stewart, og vin konur hans, Arabella og Dany, leika Sylvia Koscina og Eva Dam ien. Allir fara þessir leikarar á- gætlega með hlutverk sín. FRANSKIR og HOLLENSKIR BARNASKOR IMYKOMIMiR PÓSTSEIMDUM (JM ALLT LAIMD SKOSALAN LAUGAVEGI I Nýlegur 5 smálesta bátur til sölu. — Uppl. á lögfræðiskrifstofu: VILHJÁLMS ÁRNASONAR og TÓMASAR ÁRNASONAR. Símar 24635 og 16307. Herbergi óskast fyrir ungan, reglusaman mann, helzt í Austurbæn- um. — Upplýsingar í síma 2-39-95, á kvöldin 3-20-65. Aðeins benzin og bremsur S=J- er framleiddur fyrir þá, sem vilja þægilegan, sparneytinn, sjálfskiptan bíl. ★ Hollenzki daf-bíllinn er allur ein nýjung: ★ Sjálfskiptur engin gírkassi, engin gír- stöng, aðeins benzín og bremsur. ★ Þarf aldrei að smyrja. ★ Allur kvoðaður. ★ Kraftmikill 30 ha. vél — staðsett frammí. ýr Sparneytinn Eyðsla: 6-7,5 1. pr. 100 km ir Loftkældur (Enginn vatns kassi). ýé Kraftmikið stiUanlegt loft- hitakerfi. ic Fríhjóladrif. ★ Sérstæð fjöðrun á hverju hjóli. Stillanleg framsæti. Rúmgóð farangursgeymsla ★ Örugg viðgerðaþjónusta. ýk: Varahlutabirgðir fyrir- liggjandi. ★ Verksmiðjulærðir við- gerðamenn. — Tvær geiðir eru af daf — Verð kr: 117.930.00 Verð kr: 125.690.00 Söluumboð: Viðgerða- og varahlutaþjónusta! Sætúni 8 — Sími 2400. All ir dásama daf ... bíllin, sem nú fer sigurför um alla Evrópa 750 H- . JOHNSON & KAABER hA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.