Morgunblaðið - 16.06.1963, Page 3

Morgunblaðið - 16.06.1963, Page 3
Sunnudagur 16. júní 1963 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Ég er guðs lifandi feginn Rætt við einn nýstúdent úr MR MEÐAX. þeirra, sem luku prófi nú, var Reynir Axels- son, 19 ára Bílddælingur, sem hlaut hæstu einkun-n í stærð- fræðideild og jafnframt yfir skólann, 9,22. Mbl. hitti Reyni að máli í gær, og spurði hann, hvernig honum hefði líkað námið í menntaskóla. — Mér líkaði vel við meiri- hlutann, en þó er því ekki að neita, að margt mætti betur fara. Mikið af kennslunni er orðið gamaldags og úrelt, og það á einkum við um eðlis- fræðikennslu, þar sem mikið skortir á verklega kennslu. — Hvernig líkar þér ann- ars við skólaandann? — Hann er ágætur, vitan- lega þessi vanalegi rígur milli bekkja, en í heild er mjög góður andi í skólanum. Félags lífið er margbreytt, svo fjöl- breytt, að ég er viss um, að alir nemendur skólans geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Hins vegar ber á því að of margir skeyta ekkert um félagslífið, draga þar af leið- andi kraft úr því, og hafa sjálfir ekki ánægjuna af að taka þátt í því. — Hvernig líkaði þér að standa í prófunum? — Próf eru alltaf próf. Maður hefur alltaf á tilfinn- ingunni, að þau séu miklu þýðingarminni en þeim er gert að vera. Þau geta í fæst- um tilfellum gefið rétta hug- mynd um það, hvað sá, er prófið tekur, raunverulega kann og skilur í greininni. Ekki hvað sízt á þetta við um munnlegu prófin, sem eru algert happdrætti. — Hvað ertu nú að hugsa um að leggja fyrir þig í fram- tíðinni? — Ég er í rauninni alger- Verðlaun veitt EINS og öllum er kunnugt, hefur verðgildi peninga rýrnað stór- kostlega á síðari árum, og hefur sú rýrnun óhjákvæmilega komið hart niður á sjóðum skólans. En þessi verðlaun eru fyrst Og fremst veitt í heiðursskyni eða eins og það hefur löngum verið orðað á verðlaunabókum skólans ,,fyrir siðprýði, iðni og framfarir í Menntaskólanum í Reykjavík." A. Peningaverðlaun: ' 1. Verðlaun úr Legati dr. Jóns Þorkelssonar rektors fyrir hæsta einkunn við stúdentspróf 1963 hlýtur Reynir Axelsson, 6. Z 2. Verðlaun úr Verðlaunasjóði P. O. Christensens lyfsala og konu hans hljóta tveir nemend- ur fyrir góð námsafrek, þeir Jón Ögm. Þormóðsson 6. B og Sigurður Ragnarsson 6. B 3. Verðlaun úr Minningarsjóði Jóhannesar Sigfússonar yfirkenn ara hljóta Sigurður Ragnarsson 6. B, sem er eini nemandinn í 27 ér, sem hlýtur eink. 10,0 í sögu við stúd.próf, en verðlaunin eru veitt fyrir hæsta samanlagða árs- einkunn og prófseinkunn í sögu við stúdentspróf. 4. tJr Verðlaunasjóði 40 ára etúdenta frá 1903 fyrir hæsta einkunn í latínu við stúdentspróf hlýtur verðlaun Árni ísaksson 6. D 6. Verðlaun úr Minningarsjóði Páls Sveinssonar yfirkennara fyr ir frábæra prúðmennsku og stundvísi hljóta Ólafía Guðrún Kvaran 6. C og Þórarinn Arnórs- son 6. Y 6. Verðlaun úr Minningarsjóði Skúla læknis Árnasonar fyrir næsthæsta einkunn í latínu við stúdentspróf hlýtur Elísabet Guttormsdóttir 6. C 7. Verðlaun úr Verðlaunasjóði Þorvalds Thoroddsen fyrir ágæta frammistöðu í náttúrufræði hlutu Stefán Glúmsson 6. X og Sigur- þór Jóhannsson, 6. Y 8. Verðlaun úr íslenzkusjóði fyrir beztu ritgerð við árspróf 3. bekkjar hlaut Jón örn Marínós- ■on, 3. H 9. Verðlaun úr Minningar- og verðlaunasjóði dr. phil. Jóns Ófeigssonar hlutu Reynir Axels- ■on 6. Z og Jakob Yngvason 5. Y 10. Verðlaun úr Minningar- sjóði Pálma Hannessonar rektors fyrir góða kunnáttu í náttúru- fræði, íslenzku og tónlist hafa þessir hlotið: Reynir Axelsson 6. Z fyrir kunnáttu í náttúru- fræði, íslenzku og tónlist, Baldur Hermannsson, utan skóla, Ólafur Oddsson, 6. Y, og Rögnvaldur Ólafsson 6. Y fyrir ágæta kunn- áttu í náttúrufræði og íslenzku. 11. Verðlaun úr Minningar- sjóði Boga Ólafssonar yfirkenn- ara fyrir hæsta einkunn, meðal- tal af árseinkunn og prófs- einkunn í ensku við stúdents- próf hlaut. Sólveig Pétursdóttir Eggerz 6. C 13. Minningarsjóður Sigurðar yfirkennara Thoroddsen fyrir 9,5 og þar yfir í stærðfræði í mála- deild: Gunnar Jónsson 6. B B. Bókaverðlaun (frá skólan- um): Fyrir iðni, siðprýði og fram farir: 6. B: Gunnar Jónsson; 6. C: Elísabet Guttormsdóttir, Snjó- laug Sigurðardóttir; 6. X: Hall- dór Sveinsson, Stefán Glúmsson; 6. Y: Rögnvaldur Ólafsson; 6. Z: Kristín Bjarnadóttir, Kristín Halla Jónsdóttir; 5. D: Sigurður Pétursson; 5. X: Ásbjörn Einars- son, Þorvaldur Ólafsson; 5. Z: Sven Þ. Sigurðsson; 4. C: Borg- hildur Einarsdóttir; 4. X: Sig- mundur Sigfússon, Sigrún Helga- dóttir; 3. C: Ásmundur Jakobs- son, Jón Snorri Halldórsson. C. Bókaverðlaun frá félögum og stofnunum: Dansk-íslenzka félagið (fyrir ágætiseinkunn í dönsku): Birgir Arnar 6. X og Hrefna Arnalds utan skóla. Frá franska sendiráðinu og Alliance Francaise: Jón ögmund ur Þormóðsson 6. B, Sigurður Ragnarsson 6. B, Sigríður Arn- bjarnardóttir 6. C, Árni ísaksson 6. D, Halldór Sveinsson 6. X, Sigríður Einarsdóttir 6 Z Þýzka sendiráðið og Germanía veittu verðlaun fyrir hæstu eink- unnir í þýzku: Kristrún Þórðar- dóttir 6. Á, Sigurður Ragnarsson 6. B: Jóhanna Jóhannesdóttir 6. C, Rögnvaldur Ólafsson 6. Y. Unnur Pétursdóttir 6. Z, Sigríð- ur Einarsdóttir 6. Z British Council: verðlaun fyrir hæstu einkunnir í ensku: Sól- Sr. Bjarni Sigurðsson: ÞJÓÐHÁTÍÐ „Og nafni hans munu þjóð , undir því vilji þær sameinast I irnar treysta“. blíðn ot» stríðu. Að bessu helai- lega óráðinn, en þó held ég, að ég hafi einna helzt hug á að leggja fyrir mig stærðfræði eða eðlisfræði. Til þess þyrfti ég að fara út. Alla vega er ég óráðinn. Reynir sá í fyrrahaust um nokkra þætti unga fólksins á þriðjudagskvöldum, og þegar við inntum hann efir því, hvernig honum hefði líkað það, svaraði hann: — Það er varla nokkur vafi á því, að þennan tíma var ég óvinsælasti maður landsins, jafnvel að ráðherrum og lög- reglu meðtalinni. Þó var ég í rauninni algerlega sammála þeim unglingum, sem voru að skrifa mér skammarbréf, þannig, að ég komst varla yfir að lesa þau. Fólkið bjóst við að fá á þessum tíma létta tónlist, og afleiðingin varð sú, að þessi tónlist fékk ekki rétta áheyrendur. Fólk verður helzt að heyra það, sem það býst við. — Þú ert ættaður frá Bíldu dal? — Já, ég er kominn af galdrakörlum og öðrum ágæt- ismönnum. — Hvernig er tilfinningin á þessum degi, þegar þú ert ný- búinn að taka þín próf? — Það er einfaldast að segja, að ég er guðs lifandi feginn. veig Eggerz 6. C, Sigurður Helga son 6. D, Baldur Hermannsson utan skóla Frá íslenzka stærðfraeðafélag- inu fyrir ágætiseinkunn í stærð- fræði og eðlisfræði: Baldur Her- mannsson utan skóla, Geir A. Gunnlaugsson 6. Y, Halldór Sveinsson 6. X, Reynir Axelsson 6. Z, Rögnvaldur Ólafsson 6. Y, Stefán Glúmsson 6. X Verðlaun umsjónarmanna: In- spector soholae: Sigurgeir Stein- grímsson 6. X. Inspector plate- arum: Kristján Ragnarsson 6. B, 6. A: Sjöfn Kristjánsdóttir, 6. B: Gunnar Jónsson, 6. C: Jó- hanna M. Jóhansdóttir, 6. D: Már Magnússon, 6. X: Þórarinn Sveins son, 6. Y: Halldór Magnússon, 6. Z: Guðbjörg Kristinsdóttir. Bókaverðlaun: Guðfinna Ragn arsdóttir fyrir félagsstörf, Poul Link, bandarískur nemandi. (Matt. 12:21). Fólkorrustan við Milvíus-brú fyr ir utan Rómaborg 312 var hin af drifaríkasta fyrir kristna trú. Þar vann Konstantínus mikli frækilegan sigur, enda þótt hann ætti við feiknarlegan liðsmun að etja. Mönnum hefir bæði fyrr og síðar þótt firnum sæta, að hann skyldi hafa sigur, þar sem háður virtist svo ójafn leikur. Á leið sinni suður um Alpa- fjöll til heimsborgarinnar segir sagan, að keisari hafi séð lýsanda krossmark á himni og undir því orðin: Með þessu skaltu sigra. Heimildarmaður er að líkindum Konstantínus sjálfur. Hann lét gjöra krossfána, og þann gunn- fána hafði hann fyrir liði sínu orrustunni örlagaríku. Síðan þessir fornu atburðir gjörðust, hefir kristnin farið sig urför til endimarka heims, og þjóðirnar hafa tekið krossmarkið upp í fána sína til marks um, að Hæstir á stúdents- prófi VIÐ stúdentspróf í Mennta- skólanum í Reykjavík urðu þessir hæstir: Máladeild: Jón Ögmundur Þormóðsson, 6 B, ág. 9.11 Sigurður Ragnarsson, 6 B, ág. 9.10 Stærðf ræðideild: Reynir Axelsson, 6 Z, ág. 9.22. Baldur Hermansson, ág. 9.24. (Utan skóla). 15 nýstúdantar frá Laugarvatni MENNTASKÓLANUM að Laug arvatni var í fyrradág sagt upp, og um leið brautskráðir 15 stúd endar, 6 úr máladeild og 9 úr stærðfræðideild. Stúdentarnir, sem útskrifuðust eru þessir: Máladeild: Atli Ásmundsson Edward Taylor Ingunn Stefánsdóttir Ingvi Þorkelsson Már Jónsson Torfi Þorkelsson Stærðf ræðideild: Björk Ingimundardóttir Björn Karlsson Einar Magnússon Einar Norðfjörð Jóhann Ragnarsson Jóhannes Daníelsson Logi Kristjánsson Ólafur Pétursson Vigfús Þorsteinsson Hæstur í stærðfræðideild var Einar Magnússon, 8,26. Hæst í máladeild var Ingunn Stefánsdóttir 7,78. 17. júní - mótið FYRRI hluti 17. júní mótsins í frjálsum íþróttum fer fram í dag á Laugardalsvellinum og hefst kl. 14.00. Keppt verður í 400 m grindahlaupi, 200 m, 800 m og 5000 m hlaupum, langstökki, spjótkasti, sleggjukasti og tveim kvenna greinum: 80 m grinda- hlaupi og kringlukasti. Ennfrem- ur í 4x100 m boðhlaupi. Frjálsíþróttakeppnin á þjóðhá- tíðinni hefst kl. 17.00 á Laugar- dalsvellinum. Keppt er í 110 m grindahlaupi (3 keppendur), 100 m hlaupi (8 keppendur), 400 m hlaupi (5 keppendur), lo00 m hlaupi (4), hástökki (8 keppendur), kringlukasti (5), kúluvarpi (8), þrístókki (4), stangarstökki (2). blíðu og stríðu. Að þessu helgi- tákni verða allir leyniþræðir þjóð arsálar raktir, þar mætast þeir 1 einum brennidepli. Einnig okkar þjóð hefir valið sér þetta merki til að berjast undir og sameinast - n. Eins og fáninn er ofinn úr þús undum smárra þráða, svo" er kristin trú ívaf og uppistaða heil brigðs þjóðlífs. Til hennar verða raktar æðstu manngildishugsjón og mannhelgi, félagsmálaleg líknsemi og það siðgæðismark, sem þjóðin getur ekki staðizt án. Ef hægt væri að uppræta kristin dóminn úr þjóðlífinu, yrði það óþekkjanlegt eins og íslenzki fán inn án krossmarks. Af tindi þjóðhátíðar minnumst við þess, að við stöndum fyrir augliti ellefu hundruð ára is- lenzkrar byggðar. Og völundar- hús þjóðarsögunnar geymir fjöld undursamlegra hluta, þar sem leiðin lá að vísu stundum um eyðimerkur mikilla harmkvæla eins og ísraelsmenn forðum. En hversu oft auðnaðist henni ekki að slá töfrasprota hamingju sinn ar á harðan klettinn, svo að fram streymdi lifanda vatn. Og manna féll af himni, þegar áþján og geigvænlegar náttúruhamfarir lögðust þyngst á bogin bök, svo að sá lífsveigur rann henni I merg og bein, að þrek hennar brast aldrei. Við eldraunina óx henni ásmegin, svo að nú gefst henni kostur á að standa á þeim kög- unarhóli, þar sem tækifærin blasa við um víða vegu. Menn fárast yfir þverrandi sið gæðisþreki íslenzkrar þjóðar. Menn bera henni á brýn óráð- deild og lausung, þrekleysi og leti. Vísast fer henni margt ó- hönduglega; eitthvað hefir týnzt úr uppeldi hennar, ella gætu Þjórsárdals-ævintýri hennar ekki gjörzt. Og um leið mætti spyrja: Hvað þolir maðurinn að láta mik inn hluta baráttunnar án þess að sálarheill hans sé stefnt í tví- sýnu? Hversu mikið svigrúm verður færiband velferðarríkis- ins að ætla persónulegri viðleitni til að einstaklingurinn fái notið sín út í æsar? En hvað um það. Sagan sýnir okkur, að trúlaus þjóð fær eigi staðizt. Meðan hún heldur í heiðri þau trúarbrögð, sem hún hefir vaxið upp úr og lifað við, er henni borgið, en lengur ekki. „Og nafni hans munu þjóðirn- ar treysta“. Þær hafa treyst drottni og svo verður það öld af öld. En ef hlaupizt er frá merk- inu, ef menn halda, að kristin- dómur sé glingur fárra, en ekki hnoss þeirra sjálfra, þá er vá fyr ir dyrum þjóðarinnar allrar. Okkur verður að skiljast, að trúin er ekki tómstundaföndur né sérgrein kennimanna; ekki heldur úreltir hugarórar. Kristin dómur er lifandi þann dag í dag — hann er trúarbrögð allra alda, óháður stað og stundu. Siðgæðið stendur ekki eigin fót um, né kveikist af sjálfu sér, held ur á það sér trúna að móður. Þetta sést okkur þrátt yfir, og þá sígur á ógæfuhlið. Sá, sem á skírustu trúna, er líka beztur þjóðfélagsþegn. Sá, sem geldur guði það, sem guðs er; verður vísastur til að gjalda þjóð sinni það, sem hennar er, eigandi þeirra fjársjóða, sem ekki verða bornir fram í reiðufé. Virðing fyrir lögum og rétti, ást á heimili og átthögum, fórnfýsi fyrir ætt- jörðuna — okkur er skylt að bera þjóðinni gjald úr þeim fjársjóð- um öllum. Og sú þegnskapar- heimt er ættjörð okkar meira verð en nokkur skattheimta. Og þegar vel árar um það gjald okk- ar, mætti hún miklast af okkur eins og við megum miklast af því að vera synir hennar og dæt- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.