Morgunblaðið - 16.06.1963, Síða 16

Morgunblaðið - 16.06.1963, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júní 1963 Hvað segja sérfræðingar erlendra stórblaða og tímarita um TAUNUS 12 M „CARDINAL“ EFTIRFARANDI ER ÚTDRÁTTUR ÚR GREINUM SÉRFRÆÐINGA ÝMISSA ERLENDRA STÓRBLAÐA OG TÍMARITA, SEM ÞAULREYNT HAFA TAUNUS 12M „CARDINAL“ OG KVEÐIÐ UPP SINN DÓM: Gírskipting. Auto, Motor und Sport 22/62. . . . Gírskiptingin, sem tekin er í aðalatriðum úr Taunus 17M, er enn ein sú bezta stýrisgírskipting sem við þekkjum . . . The Motor World. Nóv. 62. . . . Það skal hér tekið fram, að gírskiptingin á Taunus 12M er sannarlega dásamleg. Ég man að- eins eftir einum bíl með sam- bærilega gírskiptingu og það er stóri bróðir 12M (Taunus 17M) Sports Car Graphic. Febr. 63. . . . Sérstaklega skal rætt um gír- kassann, sem ég vil dæma einn af þeim allra beztu af stýris- skiptingar-gírkössum. Hann er mjög léttur í skiptingu, nákvæm- iur og sannkölluð ánægja að nota . . . Mecanica Popular. Marz 63. . . Fjögurra gíra skiptingin er sú sama og í Taunus 17M og er álitin sú bezta, sem fáanleg er í evrópiskum bíl . . . Þægindi — Fyrirkomulag. Kölnische Rundschau. 20. 10. 62. . . . Ökumaður og farþegi í fram- sæti hafa mjög gott rými. Það er hvorki hryggur fyrir drifskaft né hjólskálar til óþæginda fyrir fætur . . . Það sem mesta athygli vekur við fyrstu athugun á bíln- um, er hversu breiður hann er Hobby 21/62. . . . Rými húrra! Þetta er regluleg yfirstærð í þessum stærðarflokki bíla. Gólf bílsins að framan beygist upp nákvæmlega þann- ig að það virkar sem fóthvíla. Lengi hfi þægindi! The Motor World. Nov. 62. . . . Það, að vera algjörlega laus við hjólskálar eykur á allt rými og þægindi og þrír gætu setið í framsætinu . . . Þetta er mjög rúmgóður bíll með geysistórri farangursgeymslu, fyrir þennan stærðarflokk bíla, eða jafnvel flesta aðra stærðarflokka . . . The Motor. Sept. 62. . . . Það er í alla staði nægilegt rými, jafnvel stærstu menn geta látið fara vel um sig . . . Það fer þægilega um fimm fullorðna og hreifingar ekki takmarkaðar af drifskafts-hrygg svo sem í flest- um öðrum bílum og þar að auki mjög stór farangursgeymsla . . . Mot. 10/62. . . . Við rólega íhugun virðist ljóst hverjum, sem er að velja sér bíl, að þessi 12M gjörbreytir í eitt skipti fyrir öll þeim mæli- kvarða sem hingað til hefir verið notaður fyrir „stærri smábíla“ og „minni stóra bíla“. Hér fá menn fullkominn bíl með mjög eftirtektarverða eiginleika við ótrúlega lágu verði. Hemlar. L’Equipe Paris. 14. 9. 62. . . . Hemlar eru frábærir. Þeir virka samstundis, eru áreiðan- legir og öruggir. Automobil. 20/62. . . . Hemlarnir komu okkur skemmtilega að óvörum því þeir eru óaðfinnanlega öruggir. Oftar en einu sinni í reynsluakstrinum gátum við náð því, sem vísinda- lega er kallað 100% hemlun og jafnvel eftir sjö neyðarhemlanir á 100 km. hraða fannst ekkert athugavert við hemlana. Aksturseiginleikar. Kölnische Rundschau. 20. 10. 62. . . . Bíllinn er algjörlega ónæmur fyrir hliðarvindi . . . Frankfurter Rundschau. 15. 9. 62. . . . Að mínum dómi, virðist akst- urshæfni, fjöðrun og hemlun verðskulda óendanlegt hól. Vegna framhjóladrifsins valda beygjur þessum bíl ekki neinum vandræðum þótt þær séu teknar sem í kappakstri . . . L’Auto-Joumal Paris 20. 9. 62. . . . Það er algjör öryggistilfinn- ing, jafnvel við erfiðustu að- stæður . . . Bunte Illustrierte 41/62. . . . 12M hagaði sér eðlilega jafn- vel á 150 km., hraða. Það var jafnvel ekki á neinn hátt finnan- legt að bílnum væri ofboðið á þessum mikla hraða. Aksturseig- inleikar á beygjum reyndust framúrskarandi og get ég þvi sagt, að 12M er áreiðanlegur bíll, sem ætti ekki að valda ökumanm neinum óþægindum . . . Frá- bærir eiginleikar: Framleiddur svo sem bezt verður á kosið fyrir fjölskyldubíl. Automobil 20/62. . . . Undravert, þessi fjöðrun er framúrskarandi. Blaðfjaðrirnar, sem oft eru ranglega álitnar stífar, virkuðu nákvæmlega við minnstu ójöfnur og jafnvægið milli fram- og afturfjöðrunar var mjög fullkomið. Jafnvel á leið- indar „þvottabrettum“ er hvorki upp eða niður hristingur eða hliðarsveiflur . . . Auto, Moter und Sport 22/62. . . . Það er eftirtektarvert hvað 12M hefir mjúka fjöðrun, sem þér finnið annars ekki í bílum í sama verðaflokki. Fjöðrunin er ekkj að eins mjúk heldur einnig mjög jafnvægð. Það er áberandi hvað vel fer um farþega í aftursæti, jafnvel á „þvottabrettum" verð- ur ekki vart við þennan óþægi- lega snögga hristing, sem er oft svo óþægilegur fyrir farþega í aftursæti margra, jafnvel stærri bíla . . . Sports Car Graphic Febr. 63. . . . í hraðakstri og jafnvel þrátt fyrir sterkan hliðarvind var bíll- inn mjög stöðugur, óneitanlega yfirburðir vegna framhjóladrifs- ins og um leið þýðingarmikið öryggisatriði . . . Ég dæmi áksturseiginleika hins nýja Taun- us 12M framúrskarandi góða . . . Mecanica Popular Marz 63. . . . Hann hélt veginum eins og hann væri á járnbrautarteinum, jafnvel þegar snögglega var hemlað og stýrisrattinu sleppt um leið . . . The Motor Sept. 62. . . . Þetta er bíll, sem ökumenn hafa ánægju af að aka hratt, öruggir um, að þeir séu færir um ef þörf krefúr, að breyta snögg- lega um stefnu, en þurfa ekki stanzlaust að gæta stefnunnar vegna þess að bíllinn rási, sem afleiðing hliðarvinda, sporvangs teina eða ójöfnu í vegum . . . Vélin. Súddeutsche Zeitung 6. 11. 62. .. . Vélin hefir undravert aflögu- afl í brekkum . . . Það er auðséð hér hversu mikil og nákvæm vinna ásamt hugvitsemi hefir verið lögð i kælikerfið. Afrakst- urinn af þessu er ekki aðeins kælikerfi með stöðugu og réttu hitastigi heldur einnig miðstöð, sem er svo afkastamikil að undr- un sætir. Kölnische Rundschau 20. 10. 62. . . . í borgarumferð er þessi bíll einn af fljótustu „umferðaljósa- spretthlaupurum“ . . . Súddeutsche Zeitung 6. 11. 62. . . . Benzíneyðsla virtist okkur ótrúlega lítil eftir fyrstu mæling- ar, að minnsta kosti. Þessi eftir- tektarverða sparneytni hélt þrátt fyrir allt áfram gegnum allan reynsluaksturinn og vakti mikla athygli . . . Karfan. Bunte Illustrierte 41/62. . . . Öryggi er einnig ábyrgst með hinu framúrskarandi útsýni úr 12M. Fram- og afturrúðurnar eru háar og breiðar og hinar stóru hliðarrúður bjóða ökumann inum bezta mögulegt útsýni . . . Autoniobil 20/62. . . . Þetta er rúmbezti bíllinn, sem boðinn hefir verið, á svo hag kvæmu verði . . . í þessum verð- og stærðarflokki er áreið- anlega enginn annar bíll með svona mikið rými. Engar hjól- skálar til að angra, enginn drif- skaftshryggur, enginn gírkassa- hjúpur . . . Útsýni óaðfinnanlegt í allar áttir. Auto, Motor und Sport 22/62. . . . Það fer ekki framhjá nein- um, að Taunus 12M er byggður af kunnáttu og nákvæmni. Fyrir ekki þyngri bil er undravert hversu stór og rúmgóður hann er og þrátt fyrir allt er ekki finnari- legt, að það komi á nokkurn hátt fram á stöðugleika bílsins. Karf- an er laus við skrölt og er sterk- byggð í öllum smáatriðum . . . Það er auðséð, að hér hafa fag- menn verið að verki, sem eru ekki að framleiða bíl í fyrsta skipti. Samkvæmt grundvallar- kenningum Henry Ford ættu allir bílar að vera traustbyggðir og hefir þeirri kenningu verið dyggilega fylgt við býggingu Taunus 12M. i I i l i I j ÍSLENDINGAR VIRÐAST SAMMÁLA SÉRFRÆÐINGUNUM, — ÞVÍ ÞEIR KAUPA YFIR SEX SINNUM FLEIRI „CARDINAL“ BÍLA, EN AF NOKK- URRI ANNARRI FORD GERÐ. Skoðið ,,CARDINAL" sýningarbilana Aukin sala sömu tegundar — Aukin varahlutaþjónusta == Aukið endursöluverð SUDURLANDSBRAUT 2 • SIMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.