Morgunblaðið - 16.06.1963, Page 23

Morgunblaðið - 16.06.1963, Page 23
Sunnudagur U^júni 1963 TUORGVNBLAÐIÐ 23 i i i 95 ára 17. júm: Þóra Jónsdótfir frá Dalbæ XÆÁNUDAGINN, 17. júní, verður ifyrrverandi húsfreyja að Dal- bæ, Vestmannaeyjum, Þóra Jóns- dóttir, 95 ára gömul. Hún er fædd að Fresthúsum í Mýrdal 17. dag júnímánaðar 1868. Foreldrar hennar voru hjónin, Rannveig Björnsdóttir Jónsscmar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, að Steinum undir Eyjafjöll- um, og eiginmaður hennar Jón Ögmundsson frá Reynisholti. En Jón Ögmundsson var seinni mað ur Rannveigar. Fyrri maður Rannveigar var Hannes Hannesson Gottsveins- sonar, pósts, og Margrétar Jóns- dóttur, að Brekkum í Mýrdal. Hann missti hún í miklu sjó- slysi frá Reynishverfi 1864. Voru hálfsystkini Þóru frá fyrra hjóna bandi móður hennar, sem upp komust fimm, en alsystkini henn ar voru tvö. Tvær hálfsystur hennar fluttust til Suðurnesja og giftust þar. Þær Guðrún Hann esdóttir að Gaukstöðum í Garði, sem fleiri börn en hennar eigin kölluðu mömmu, og Margrét Hannesdóttir að Endagerði, Mið- nesi. Til Norðfjarðar fluttist hálfsystir hennar Hólmfriður, er starfaði þar sem saumakona um fjölda ára. Og til Kanada fluttist Ingigerður með eiginmanni sín- um Jóni Inga Einarssyni. En Jón hálfbróðir Þóru var heilsulítill og dó ungur, uppkominn. Allt er þetta fólk dáið, en á afkom- endur á lífi. Alsystkini Þóru af seinna hjóna bandi móður hennar voru Jó- hannes er fluttist til Ameríku, giftist og á afkomendur, en er nú dáinn og Guðný sem dó ung 1883. Móðir Þóru, Rannveig í Prest- húsum lézt 1875. Var heimilið þá fljótlega tekið upp, og flutt- ust bömin víst flest að Görðum í Mýrdal til móðursystur þeirra Guðrúnar Björnsdóttur, og eigin- manns hennar Hallgríms Eiríks- sonar, og sem áður er sagt, síð- ar til Suðurnesja með fjölskyldu Hallgríms og Guðrúnar. Sum börnin munu þó áður hafa verið farin til Suðurnesja. MunU þau hjón Guðrún í Görðum og Hall- grímur hafa unnið mikið kær- leiksterk á þessum systkinum, sumt var ef til vill endurgoldið seinna. Árið 1881 fiuttist Þóra til föð- ur síns í Vestmannaeyjum, þar sem hún átti eftir að starfa öll sín beztu ár. Árið 1894 gekk Þóra að eiga eiginmann sinn, Helga Guðmunds son Helgasonar og Margrétar Ei- ríksdóttur frá Steinum undir Eyjafjöllum. Helgi var fæddur 1. júlí 1870. Þau giftust á Seyðis- firði og byrjuðu búskap þar. Um aldamótin fluttu þau til Vest- mannaeyja, þar sem þau áttu eftir að starfa um fjölda ára. Þar varð Helgi einn af framá mönn- um í formennsku og vélbátaút- gerð. Var einn af fyrstu vélbáta formönnum í Eyjum. Helgi dó á sóttarsæng 1924. Börn þeirra Þóru og Helga voru: Guðjón fæddur 1895, drukknaði 1918. Rannveig, lengi hjúkrunarkona við Vestmanna- eyjaspítala, giftist Óskari Bjarnasyni frá Vestmanna- eyjum, fluttust til Reykjavíkur þar sem Óskar varð háskólavörð- ur, þau bæði dáin. Margrét dó 1921 á sóttarsæng heima. Jónína gift Guðmundi Ketilssyni frá Stokkseyri, nú á Selfossi þar sem heimili Þóru er nú. Þóra í Dalbæ, eins og við frænd fólk hennar kölluðum hana og köllum stundum enn, hefur alla tíð verið mikil stillingar og geð- prýðis kona. Andlegur styrkur hennar og trúfesta tel ég að muni vera nokkuð fátíð. Bóndi hennar mun hafa verið henni mikið samstilltur, að mörgu leyti Verðlækkun Verðlækkun Remington þráðlausar rafmagnsrakvélar Nýtt verð ........... — 2.019,25 Verð áður ........... kr. 2.504,85 TAKMARKAÐAR. BIRCÐIR PENNAVIÐGERÐSN Vonarstræti 4. — Sími 10-207. og börnin líka enda alin upp við Guðsótta og góðar siðavenjur á æskuheimilinu. Barnamissi í gegnum veikindi og slys hefur Þóra vafalaust mætt með orð- unum alkunnu: „Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað veri Drottins nafn“. í júlímánuði síðastliðnum vildi Þóru það slys til að lærbrotna og hefur hún legið í Sjúkrahúsi Selfoss síðan, er þó nú aðeins byrjuð að staulast um með stuðn- ingi annarra. Það er ekki neitt verið að kvarta þariia, þetta er allt eins og lífið gerist, og taka skal hverri raun með þolinmæði og þrautseigju. Þetta eru orð Þóru um svona atvik. Það var einn sumardag 1918, að inná Vestmannaeyjahöfn kom seglskip, skonnorta er nefndist Rigmor, og var frá Norðfirði. Er- indið var að leggja á land veik- an mann, og fá annan í staðinn ef mögulegt væri. Einn um borð þekkti ungan mann í Eyjum, Guðjón Helgason í Dalbæ, hann hafði mikinn hug á að fá Guðjón um borð, vissi að þar fór dug- andi maður. Atvikin höguðu því þannig að Guðjón fór um borð, •veiki maðurinn var orðinn hraust ur nokkru eftir að skipið fór. Það fór til Spánar, en á heim- leið um haustið fórst það í ofsa- veðri í Bisckyaflóanum, í sama veðri mun hafa farizt dönsk skonnorta á svipuðum slóðum, þar var stýrimaður Sveinn Jóns- son skipstjóri frá Gaukstöðum, voru þeir systrasynir, Guðjón og Sveinn. Kunnugur maður í Eyj- um hefur sagt mér, að Guðjón hafi verið einn af allra efnileg- ustu af ungum mönnum þar. Sveinn heitinn Jónsson frá Gaukstöðum var fyrsta flokks Somkomui Fíladelfía bænadagur Filadelfíusafnaðar ins, Brotning brauðsins kl. 10.30. Útisamkoma verður i trjágarðinum í Laugardal kl. 4 ef veður leyfir. Almenn sam koma að Hátúni 2 kl. 8,30, Ásmundur Eiríksson prédik- ar Leifur og Gunnbritt kveðja. Fórn tekin vegna kirkjubygg ingarinnar. Bræðraborgarstígur 34 Samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Sunnud. kl. 11: Helgunar- samkoma. kl. 4: Útisamkoma. Lúðrasveitin spilar. Kl. 8.30: Síðasta samkoma áður en lúðrasveitin fer til Norags. — 17. júní: Kaffisala í salnum til ágóða fyrir starfið. Velkomin. sjómaður. Foreldrum Guðjóns hefur vafalaust verið það mikið áfall að missa Guðjón, sem og aðstandendum Sveins heitins, báða þessa frændur mína þótti mér mikið vænt um. Þetta voru framtíðarmenn báðir tveir, hefði þeim verið lífs áauðið. Ég er viss um að ótal vinir og kunningjar Þóru frá Dalbæ, senda henni á þessum tímamót- um hjartkærar kveðjur og bless- unaróskir. Margir munu áreið- anlega vilja heilsa henni, ef hún væri á ferli. Ég veit að frænd- fólk hennar allt hér í Reykjavík sendir henni sínar beztu óskir og Guð gefi henni blessun sína um tíma og eilífð. Þessar fátæklegu sundurlausu setningar vona ég að hún virði til vorkunnar hjá frænda sínum. Guð blessi þig. Svbj. Einarsson Ný DÖNS^ ENSK AMERÍSK BLÖÐ Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3. siiuson skellinoðrur Verð kr. 7975. - Hestöfl 1,9 — Þyngd 53 kg. Hámarkshraði 50 km. Reiðhjólaverzlunin Örninn Spítalastíg 8 — Reykjavík. Kaupfélag Hafnfirðinga Strandgötu 28 — Hafnarfirði. Iðnd Dansað í kvöld kl. 9—11,30. Sextett Óla Ben. Söngkona: Bertha Biering. Öll vinsælustu lögin leikin og sungin. 2ja og 3ja herbergja íbúðir við Háaleitisbraut. íbúðirnar verða seldar tilbúnar undir tréverk öll sameign fullfrágengin og með vélum í þvottahúsi. x x-: 5 HUSA OG SKIPASALAN sími 18429 Laugavegi 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.