Morgunblaðið - 25.06.1963, Page 1

Morgunblaðið - 25.06.1963, Page 1
24 síðuv 50 árgangMr 139. tbl — Þríðjudagur 25. júní 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Landskjörsnefnd á fundi í gær, talið frá vinstri: Friðjón Sigurð sson, skrifstofustjóri, Einar Am- alds, yfirborgardómari, Einar B. Guðmundsson hrl., formaðu r, Sigtryggur Klemensson, skrif- stofuStjóri, Björgvin Sigurðsson hdl. og Ragnar Ólafsson hrL. Úthlutun uppbðtarþingsæta lokiö Landskjörstjórn lauk störfum í gær LANDSKJÖRSXJÓRN kom sam- an til fundar í gær m.a. til þess að úrskurða um úthlutun upp- bótarþingsæta. Eins og áður hef- iir verið skýrt frá fær Sjálf- stæðisfiokkurinn 4 uppbótarþing sæti og verða.landskjömir þing- menn hans þessir: Davíð Ólafs- Bjartmar Matthías Póll pófi VI iseðii við eilendu sendi- menn Róm, 24. júní — NTB. Páll páfi VI. veitti erlend- I um sendimönnum við Vatíkan ið móttöku í dag. Lýsti hann |ánægju sinni yfir því, hve margar þjóðir ættu þar full- trúa, og sagði að það væri heiður fyrir málstað kaþólsku kirkjunnar. Páfinn ávarpaði sendimenn ina á frönsku og sagði þeim, að hann hygðist fylgja for- dæmi fyrirrennara síns, Jó- hannesar XXIII., og gera allt sem hugsanlegt væri til þess að tryggja friðinn, á grund- velli sannleika, réttlætis, ástar og frelsis. Hann kvað það verk efni páfans, að hefja til vegs ýmsar grundvallarreglur, sem kaþólska kirkjan mæti mik- ils, leitaðist við að varðveita og gróðursetja í hugum mann- anna. son, Sverrir Júlíusson, Bjartmar Guðmundsson og Matthías Bjarnason. Alþýðuflokkurinn hlýtur 4 upp bótarþingsæti og verða landkjörn ir þingmenn hans þessir: Sigurð- \u- Ingimundarson, Birgir Finns son, Guðmundur í. Guðmunds- son og Jón Þorsteinsson. Alþýðubandalagið fær 3 upp- bótarþingsæti og verða landkjörn ir þingmenn þess þessir: Eðvarð Sigurðsson, Ragnar Arnalds og Geir Gunnarsson. Þingflokkarnir hljóta uppbót- arþingsæti skv. kosningalögum í þessari röð: Úthlutun- artala 1. landkj. þm. Afl. 2539 2/5 2. — — — 2116 1/6 3. — — Ab. 2039 1/7 4. — — Afl. 1813 6/7 5. — — Ab. 1784 1/4 6. — — Sjfl. 1762 19/21 7. — — — 1682 17/22 8. — — — 1609 14/23 9. — — Afl. 1587 1/8 10. — — Ab. 1586 / 11. _ _ Sjfl. 1542 13/24 Röð hinna landkjörnu þing- manna er þannig: I. Sigurður Ingimundarson (A) 2. Birgir Finnsson (A) 3. Eðvarð Sigurðsson (Ab) 4. Guðm. 1. Guðmundsson (A) 5. Ragnar Arnalds (Ab) 6. Davíð Ólafsson (S) 7. Sverrir Júlíusson <S) 8. Bjartmar Guðmundsson (S) 9. Jón Þorsteinsson (A) 10. Geir Gunnarsson (Ab) II. Matthías Bjarnason (S) Varaþingmenn eru: Fyrir Alþýðuflokkinn: 1. Friðjón Skarphéðinsson 2. Unnar Stefánsson 3. Fétur Pétursson 4. Hilmar S. Hálfdánarson Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: 1. Ragnar Jónsson 2. Hermann Þórarinsson 3. Ásgeir Pétursson 4. Sverrir Hermannsson Fyrir Alþýðubandalagið: 1. Ingi R. Helgason 2. Karl Guðjónsson 3. Asmundur Sigurðsson. Tékka vísað úr landl London, 24. júní — (NTB) — BRETAR hafa farið þess á leit, að þriðji sendiráðsritari tékkneska sendiráðsins í London, verði kallaður heim. Sendiráðsritarinn, Premysl Holan, er sakaður um að hafa gert tilraun til þess að fá op- inberan starfsmann til þess að veita leynilegar upplýs- ingar. Talsmaður brezka utanrikis- ráðuneytisins skýrði frá þessu í dag og sagði, að Holan hefði ver- ið staðinn að því, að biðja opin- beran starfsmann um leynilegar upplýsingar. Sendiherra Tékkó- slóvakíu var gerð grein fyrir máli þessu á stuttum fundi í brezka utanríkisráðuneytinu í morgun. Holan hefur verið búsettur í London sl. 18 mánuði. Talsmaður tékkneska sendi- ráðsins í London sagði í kvöld, að ásakanirnar á hendur Hol- an væru ekki á rökum reistar. Kennedy og Adenauer vilja: hraða stofnun kjarnorkuhers Frá umræðum þeirra í gær Bonn, 24. júní (NTB—AP). • í DAG ræddust þeir við í Bonn Kennedy Bandaríkja- forseti og Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands. Að viðræðun um loknum gáfu þeir út sameig- inlega yfirlýsingu, þar sem segir m. a., að ríkisstjómir Banda- ríkjanna og Vest'ur-Þýzkalands séu staðráðnax í því að halda áfram sínu nána samstarfi og séu sammála í mati sínu á ástandinu í alþjóðamálum. Lögð er áherzla á sameiginlegan kjarnorkuher Atlantshafsbandalagsins, og segj ast forsetinn og forsætisráðherr- ann ætla að gera sitt ýtrasta til þess að af stofnun hans verði. • Að afloknum viðræðunum við Adenauer hélt Kennedy Bandaríkjaforseti fund með fréítamönnum. Kvað hann nauð- synlegt, að samkomulag um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn næðist sem allra fyrst, því að hætta væri á, að innan þriggja ára myndi kjamorkuveld unum fjölda og þá væri voðinn vis. Einnig lagði forsetinn áherzlu á mikilvægi Atlantshafs- bandalagsins. Kennedy Bandaríkjaforseti kom Medgar Evers og söngkonan Lena Horne. til Kölnar á sunnudagsmorgun«. inn ásamt utanríkisráðherra sín- um, Dean Rusk, og fleiri ráðgjöf um. Á flugvellinum í Köln tók Adenauer kanzlari á móti forset- anum. Frá Köln var haldið til Bonn og á leiðinni safnaðist mik- ill mannfjöldi saman til að fagna Kennedy. í morgun ræddust þeir við eins lega, Kennedy og Adenauer, en eftir hádegið voru utanríkisráð- herrarnir Dean Rusk og Gerhard Schröder viðstaddir viðræðurnar ásamt Ludvig Erhard efnahags- málaráðherra. Einnig voru ýmsir ráðgjafar viðsaddir viðræðurnar. Að þeim loknum gáfu Kennedy og Adenauer út sameiginlega yfir lýsingu. Segir í henni, að stjórn- ir Bandaríkjanna og Vestur- Þýzkalands líti sömu augum á ástandið í alþjóðamálum og þær muni halda áfram sínu nána sam starfi, sem miði að einingu Evrópu og síðar samstarfi sam- Framihald á bls. 23 Kúrdar fordæmdir Alsír, 24. júní — NTB. Ben Bella, forsætisráðherra Al- sír, og Salah Bitar, forsætisráð- herra Sýrlands, gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu. í henni segir m.a. að forsætisráðherrarn- ir styðji fraksbúa í baráttu þeirra gegn Kúrdum. Segja þeir, að uppreisn Kúrda sé' stjórnað af nokkrum mönnum, sem séu hand bendi heimsvaldasinna. í yfirlýsingunni segir ennfrem- ur, að Ben Bella hafi gert það að uppástungu sinni, að Sýrland veitti aðstoð þeim löndum í Af- ríku, sem enn berjast fyrir sjálf- stæði sínu. orðingi Evers fundinn? Jackson, Mississippi, 24. júní (AP). BYRON de la Beckwith, 42 ára sölumaður frá Grenn- wood, Mississippi, situr nú í varðhaldi í rikisfangelsinu, sakaður um að hafa myrt blökkumannaleiðtogann Medg ar Evers 12. júní s.l. Lögfræð- ingur Beckwith sagði frétta- mönnum, að hinn ákærði hefði gefið sig fram við ríkislögregl una (F.B.I.) í gær, eftir að hann komst á snoðir um, að lögreglumenn voru á verði við hús hans og fylgdust með ferð um hans. Hann hefur þó ekki játað. Beckwith er félagi sam- taka, sem berjast gegn jafn- rétti blökkumanna við hvita menn. Lögreglan sagði, að fingra- för Beckwith á byssu þeirri, sem talið er, að Evers hafi verið skotinn með, hafi leitt hana á spor hans. Þá 11 daga, sem liðu frá morði Evers til handtöku Beckwith, framkvæmdi lög- reglan mjög víðtæka rannsókn á morðinu og var að undirbúa handtöku hins ákærða, þegar hann gaf sig fram. Einn yfirmanna ríkislögregl unnar, Edgar Hoover, skýrði frá því í dag, að byssan með fingraförum Beckwith hefði fundizt í raunna nálægt heim- ili Evers, daginn, sem hann var skotinn. Eins og skýrt hefur verið frá, var Evers ritari samtaka blökkumanna, sem berjast fyrir jafnrétti við hvíta menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.