Morgunblaðið - 25.06.1963, Side 3
Þriftiudagur 25. júní 1963
1HORGVNBLAÐ1Ð
3
☆
H I N A R sameiginlegu haf
rannsóknir Norðmanna, Rússa
og fslendinga hófust um 20.
maí og lauk með fundi leið-
angursmanna á Akureyri dag-
ana 22. og 23. júní. Fer hér
á eftir skýrsla leiðangurs-
manna á Ægi að fundinum
loknum.
Eins og á undanförnum ár-
um voru hafsvæðin fyrir vest-
an, norðan og austan fsland
könnuð frá grunnmiðum út að
ísrönd að vestan og norðan,
en austurhluti rannsókna-
svæðisins náði um allt haf-
svæðið milli Færeyja og Jan
Mayen og þaðan austur til
Noregsstranda.
Rannsóknarleiðangur Æg-
is hófst hinn 11. júní, og síð-
an hefur svæðið út af Vest-
fjörðum, Norður- og Norðaust
urlandi verið athugað.
Athuganir hafa verið gerðar
á legu ísrandarinnar, hita-
stigi og seltu, gagnsæi sjávar,
þörungagróðri, dýrasvifi og
útbreiðslu síldar.
Síldargöngur
á ferö en í fyrra
enda sjór kaldur og
ísröndin nærri
Helztu niðurstöður leiðang-
ursins eru eftirfarandi:
ísröndin var nú óvenju
nærri landi út af Vestfjörðum
og vestanverðu Norðurlandi.
Meðalfjarlægð hennar frá
Straumnesi sl. 13 ár er í júní
45 sjómílur, en var nú 35 sjó-
mílur. Þá lá ísröndin um 50
sjómílur norður af Skaga, og
hefur hún ekki verið svo
nærri landi síðan þessar rann
sóknir hófust um 1950.
Hitastig sjávar vestanlands
og norðan reyndist nú yfir-
leitt um 1° lægra en í meðal-
ári. Vegna góðviðris og hlý-
inda í byrjun þessa mánaðar
hefur þó átt sér stað nokkur
upphitun í yfirborðslögun
sjávar allt niður fyrir 20 m.
dýpi. Aðallega gætir þessa út
af austanverðu Norðurlandi,
en á vestursvæðinu hefur ná-
lægð íssins valdið því, að upp
hitunarinnar gætir ekki.
Samkvæmt sovézkum athug
unum er hinn kaldi Austur-
íslands straumur óvenju
sterkur og gætir áhrifa hans
mun lengra suð-austur á bóg-
inn en venjulega á hafsvæð-
inu austan íslands og norður
af Færeyjum.
Gagnsæi sjávar var nokkru
meira en venjulega, aðallega
vestan Eyjafjárðaráls, en út af
austanverðu Norðurlandi
reyndist það nærri meðallagi.
Þörungagróður virðist því
vera í minna lagi á vestur-
svæðinu, en út af Norðurlandi
austanverðu virðist gróður
sjávarins lengra á veg kom-
inn.
Rauðátumagn út af Vest-
fjörðum og Norðurlandi reynd
ist yfirleitt vera talsvert und-
ir meðallagi undanfarinna
ára, og miklu
sama tíma og í
minna
fyrra.
Átusnautt
Sérstaklega er átusnautt
á svæðinu frá Horni að Eyja-
fjarðarál, þar sem upphitun
yfirborðslaganna hefur enn
ekki hafizt og hitastig sjávar
er undir meðallagi.
í þessu sambandi má geta
þess, að í rannsóknarleið-
angri, sem farinn var í maí,
reyndist átumagn í hafinu
sunnan og vestan landsins
mjög lítið.
Má því telja, að í Atlants-
sjónum á íslenzka hafsvæðinu
sé nú um lítið átumagn að
ræða, er sennilega á orsakir
sínar að rekja til hinnar síð-
búnu vorkomu í sjónum.
Hins vegar fundust átuhá-
mörk á stóru svæði djúpt út
af austanverðu Norðurlandi
og Austfjörðum, þar sem að-
al síldarmagnið fannst. I
Meginhluti þeirrar rauðátu,
sem fannst á vestur- og mið-
svæðinu Norðanlands út a.
Austfjörðum, eru ung dýr í
örum vexti, og standa því von
ir til að átumagn á þessum
svæðum fari vaxandi á næstu
vikum.
í hafinu milli íslands og
Noregs fundu' rússnesk rann-
sóknaskip mikið átumagn á
talsvert stóru svæði. Er þar
komin skýring á hinu óvenju-
mikla fitumagni þeirrar síld-
ar, sem gengið hefur inn á
íslenzka hafsvæðið úr austri.
Vorgotssíldin ekki komin
Athuganir rannsókna skip-
anna á göngum síldarinnar I
leiddu eftirfarandi í ljós:
Ætisgöngu norsku síldar-
innar varð fyrst vart um 150 ,
sjómilur NA af Landanesi, en
síðan hefur hún sífellt þokast
vestur á bóginn og er vest-
asti hluti hennar nú kominn
vestur á móts við Tjörnes um
60—80 sjómílur undan landi.
Hér er um mjög stóra síld
að ræða, þ.e. elztu árganga
norska síldarstofnsins.
Samanburður við fyrri ár
sýnir, að síldarganga þessi er
hvorki eins sterk né eins
snemma á ferð og í fyrra, en
sumarið 1961 kom hún á mið-
in norðanlands um sama leyti
og nú. Mikið magn af yngri
árgöngum norska stofnsins
fannst í hafinu norður og
norðaustur af Færeyjum og
skv. niðurstöðum sovézku
rannsóknanna var þessi yngri
hluti norska stofnsins ekki á
vesturleið eins og er.
Á vestursvæðinu norðan-
lands hefur venjulega verið
komið nokkurt magn íslenzkr-
ar vorgotssíldar um miðjan
júní, svo var þó ekki að þessu
sinni og varð þess hluta ís-
lenzku vorgotssíldarinnar hins
vegar komið austan fyrir land
og blandast norsku síldinni út
af Austur- og Norðaustur-
landi.
Síðastl. viku hefur síldar-
leitarskipið Pétur Thorsteins-
son því leitað síldar út af
Austfjörðum og fuhdið þar
talsvert og vaxandi síldar-
magn, og er það í góðu sam-
ræmi við athuganir erlendra
rannsóknaskipa.
Ástæða er því til að ætla
að austangöngu íslenzku síld
arinnar verði líkt varið og
síðastliðin tvö sumur.
í stuttu máli má því segja,
að eftirfarandi sé einkenn-
andi fyrir ástandið í sjónum
og síldargöngur á þessu vori:
Óvenju mikill hafís hefur
verið á vestursvæðinu norð-
anlands og hitastig sjávar
er talsvert undir meðallagi,
og þörungagróður með minna
móti norðanlands.
Rauðátumagn er lítið vest-
an Eyjafjarðaráls en fer vænt
anlega vaxandi á næstu vik-
um. Átuhámark er á djúp-
miðum út af norðausturlandi
og Austurlandi, þar sem meg-
inhluti norsku síldargöngunn-
ar er nú. Yfirleitt eru síldar-
göngur nú mun seinni á ferð
en í fyrra, og er það í sam-
ræmi við hina síðbúnu vor-
og sumarkomu á íslenzka haf-
svæðinu.
Af fslendinga hálfu sátu
hinn sameiginlega rannsókna-
fund fiskifræðingarnir frú
Þórunn Þórðardóttir, Ingvar
Hallgrímsson, Jakob Jakobs-
son og dr. Svend Malmberg,
sjófræðingur.
Aðrir starfsmenn Fiskideild
ar, sem þátt tóku í störfum
fundarins voru þeir Egill
Jónsson, Birgir Halldórsson
Guðmundur Sv. Jónsson.
V/s. Ægir heldur frá Akur-
eyri í dag til síldarleitar.
*
{fS'NA !S hnvftr , I yf SV 50hnutar X Snjókoma > ÚSi V Skúrir K Þrumur ’W&s, KvUoalil HiUtM H Hmt L Lmt»
HÆG austlæg átt var um allt
land í gær. Víða norðan lands
var þoka framan af degi, en
yfirleitt var úrkomulaust ut-
an skúraleiðinear sums steð
ar á Suðurlandi.
í dag eru horfur á svipuðu
veðri, þó öllu bjartara sunnan
lands.
STAKSTEIIVAR
Dangsbrún sa nþykkir
samkomulagið
Formaður félagsins, Eðvarð Sig-
urðsson flutti framsögu fyrir
málinu og lagði til að það yrði
• mþykkt. Var ekki annað á.
honum að heyra, ^ g
en hann teldi
samkomulagið
sanngjamt og
eðlilegt. Það
vakti þó nokkra
athygli, hve
hann sniðgekk
þann hluta sam-
komulagsins,
sem fjallar um
rannsókn og samvinnu launþega
og vinnuveitenda.
Litlar umræður urðu á fund-
inum. Jóhann Sigurðsson, verka-
maður, ræddi nokkuð hið nýja
sjónarmið um hlutlausa rann-
sókn á kaupgjaldsmálum. Taldi
hann það mjög þýðingarmikið,
að félög launþega hefðu hverju
sinni sem gleggst gögn um ástand
ið í efnahagsmálum, þegar settar
væru fram kröfur í launamálum.
Skæruhemaður milli launþega og
vinnuveitenda, oft vegna skorts á
gögnum, væri hvorugum aðilan-
um til góðs.
Samvizkubit Tímans
Nú að kosningum loknum virð-
ast tvö dagblöð vera fremur
hrjáð af eigin samvizku. Hér er
átt við Tímann og Þjóðviljann.
Tíminn hefur tvívegis frá kosn
ingunum ritað leiðara undir fyrir
sögninni: Farisear. Er þar verið
að halda því fram, að Mbl. sé
„sekast" allra blaða um fals og
blekkingar.
Málflutningur Tímans í kosn-
ingabaráttunni vakti almenna
andúð, ekki aðeins andstæðinga
blaðsins, sem vel máttu við una
að sjá blaðið fara þannig að
ráði sinu, heldur einnig Fram-
sóknarmanna. Nú segir sam-
vizka blaðsins til sín. Mbl. er
,„sekast“, þeir eru farisear. Þetta
minnir nokkuð á viðbrögð smá-
barna, sem ávítuð eru fyrir mis-
gerðir. Þá svara þau gjarna: Þú
líka, þú ert ekkert betri sjálfur.
Tíminn ræðst meira að segja
í þessu sambandi á listagagnrýni
Mbl., sem öll er rituð undir nöfn
um þeirra manna, sem þau störf
hafa með höndum fyrir Mbl. og
eru landsþekktir fyrir störf sin
og skrif um listir. Tímanum þyk-
ir það mikil goðgá, að ritstjórn
Mbl. skuli ekki taka í taumana
og leggja þessum gagnrýnend-
um lifsreglurnar.
Tíminn er hér með upplýstur
um það í eitt skifti fyrir öll, að
Mbl. styður frjálsa gagnrýni á
listum og menningarmálum. Mbl.
vonar, að þessar samvizku-
kvalir Timans vegna kosninga-
báráttunnar viti á gott og muni
nú framundan nokkurt átak á rit-
stjóm Tímans til þess að færa
skrif sín í menningarlegra horf.
Ógnanir duga ekki
Uppgjöf og armæða þjakar
ekki síður ritstjóm Þjóðviljans.
Kvartar blaðið undan því á sunnu
dag, að fólki hafi sézt yfir stór-
mál í kosningabaráttunni. Er þar
átt við „dauðaskýrsluna“ svo-
nefndu, en á það plagg settu
kommúnistar mikið traust í kosn
ingabaráttunni.
Landsmönnum kom það ekki
á óvart, að kjarnorkuspreng-
ing væri hættuleg hérlendis,
eins og í öðrum löndum.
Skýrslan varð hinsvegar til þess
að minna menn á það, að vara-
arsamtök frjálsra þjóða hafa
hindrað styrjöld, að hættan vegna
slíkrar sprengingar er úr austri
og að það er fyrst og fremst lega
landsins, sem gerir varnir Iands
okkar nauðsynlegar. Það eru
varnir gegn styrjöld og gegn rúss
neskum sprengjum.