Morgunblaðið - 25.06.1963, Side 20
20
MORGVISBIAOIÐ
Þriðjudagur 25. júní 1963
HULBIRI FOBTMER:
H
Æ
T
T
(J
L
E
G
IJ
R
FARMIiR
19
En þá hrukkum við öll við og
sperrtum eyrum. Það var barið
að dyrum. — Hver er þar? spurði
írú Storey.
— Jepson, frú (Jepson var
þjónninn í matsalnum). — Hr.
Laghet sendir ykkur kveðju sína
og spyr, hvort þér og ungfrú
Briekley viljið fá matinn sendan
hingað.
• -— Nei, alls ekki. Við komum á
augabragði.
Við Farman sagði hún. — Þér
verðið kyrr, þangað til við erum
komnar burt. Það er ekki eftir
að ákveða nema eitt. Hvar á frið-
þægingarathöfnin að fara fram?
Hérna?
Farman sendi henni dálítið
þokukennt bros. — Það er of
mikil áhætta að brjótast hingað
aftur. Gætuð þér ekki fengið hús
bóndann til að koma niður að
sundlauginni eftir hádegisverð?
— Það væri einmitt það bezta.
Þar kemur enginn maður á þeim
tíma. Við skulum hitta yður þar
klukkan tvö.
...með kvöldkaffinu
ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup-
mannahöfn, getið hér lesið
Morgunblaðið samdægurs,. —
með kvöldkaffinu í stórborg-
inni.
FAXAR Flugfélags íslands
flytja blaðið daglega cvt l»að
er komið samdægurs i blaða-
söluturninn í aðaljárnbrautar-
stöðinni við Ráðhústorgið —
Ilovedbanegardens Aviskiosk.
FÁTT er ánægjule.gra en að
lesa nýtt Morgunblað, þegar
verið er á ferðalagi vtra eða
dvalizt þar.
Það er betra í fimleikasalnum
fyrir framan laugina, sagði hann.
— Ungfrú Stella getur gætt
dyra, svo að enginn ryðjist inn
á okkur.
Við renndum okkur út úr stof-
unni og gengum upp stigann. Við
fundum þögulan hóp við borð-
ið — eingöngu karlmenn. Þeir
litu út eins og þeir hefðu ekki
sagt orð hver við annan síðan
þeir settust niður. Adrian var ná-
fölur og ekkert nema taugarnar.
Hann var alltaf eins og miður
sín í félagsskap karlmanna. All-
ir fimm stóðu upp þegar við
komum inn. Horace leit á okkur
með tortryggnissvip.
— Afsakið, að við komum
svona seint, sagði frú Storey
hressilega. Það kom okkur á ó-
vart þegar kallað var til matar.
Við vorum að klæða okkur.
— Þetta var nú heldur ves
ældarleg afsökun, þar sem við
vorum í sömu fötum og þegar
Horace hitti okkur síða t. Horace
leit á fötin en sagði ekkert.
— Guði sé að minnsta kosti
lof, að þið eruð komnar, sagði
Martin og tinaði undir gleraug-
unum, er við settumst. — Þetta
var eins og erfisdrykkja.
Mér fannst þetta heldur ó-
smekklega til orða tekið, eins og
á stóð, en Martin var sama. Hann
var nú svona. Horace lét sem
hann heyrði þetta ekki.
Koma okkar breytti ekki
miklu. Martin sagði brandarana
sína og setti upp stirðlegt bros.
Horace var í vondu skapi; frú
Storey tók vel eftir öllu og við
hin vorum taugaóstyrk. Að sjálf-
sögðu var ekki minnzt á sor,g-
arleikinn kvöldinu áður. Eins og
við vorum í skapi, var þessi
vandaða máltíð eins og háðs-
merki. Við afþökkuðum næstum
allt, sem okkur var boðið og kom
um okkur út á þilfar eins fljótt
og við gátum.
Adrian, Emil og Tanner iækn-
ir læddust burt — liklega til að
vita kvennanna. Martin var van-
u. að doka við og skemmta okkur
með fyndni sinni. Hann var sá
eini, að frú Storey undantekinni,
sem var ekki hræddur við Hor-
ace. Horace þótti vænt um hann
og þoldi honum að segja, hvað
hann vildi. En Martin kunni hins
vegar að sjá, hvað honum var
fyrir beztu, hverju sinni. Hann
sagði aldrei neitt ófyrirgefanlegt
návist Horace.
Úti á þilfarinu horfði Martin
til sólarinnar og athugaði stefnu
okkar, sem var hér um bil beint
í austur. SvO bryddi hann upp á
spurningunni, sem fyllti hug okk
ar allra. '— Erum við á leið til
Port-of-Spain, húsbóndi?
— Nei, svaraði Horace stuttar-
lcga.
— Hvert þá?
— Ef ég mætti ráða, skyldum
við aldrei taka höfn, sagði Hor-
ace gremjulega. — Ég fékk nóg
af Willemstad.
Annað svar fengum við ekki.
Aftur á þilfarinu sneri Martin
við okkur baki, til þess að ná
sér í þægilegri stól. Frú Storey
sagði í hálfum hljóðum við
Horace:
— Ég á dálítið erindi við þig-
Losaðu þig við Martin.
Aldrei þessu vant hlýddi Hor-
ace henni fúslega. Hann vildi
ekki einu sinni láta Martin verða
vitni að auðmýkingu sinni. Hann
sendi því ritarann upp í loft-
skeytaklefann, með ítarlegum
fyrirskipunum um skeyti við-
víkjandi einhverjum fjármálum.
Þegar hann var horfinn sjón-
um, fórum við þrjú niður stig-
ann og fram hjá A-þilfarinu, þar
sem allar káeturnar voru, B-þil-
farið þar sem vinnan að skipinu
var framkvæmd og þjónaliðið
svaf, og alla leið niður á C-þil-
far, sem var næstum niðri í botni
skipsins. Stiginn endaði við
fallega, marmaraklædda sund-
laug.
— Hvernig getur Farman kom
izt hingað? sagði Horace.
— Það sér hann sjáifur um,
svaraði hún.
Við héldum áfram inn í fim-
leikasalinn. Rétt hjá okkur vagg-
aði vatnið í lauginni sér letilega,
eftir því sem skipið ruggaði. Fim
leikasalurinn var lítil stofa með
rafmagns-úlfalda, hesti, róðrar-
vél og öðrum áhöldum. Stofan
var þiljuð eik og fram úr henni
lágu dyr. Við skildum dyrnar
út að lauginni opnar og ég stóð
þar til þess að gæta að manna-
ferðum. Meðan þau biðu í fim-
leikasalnum og Horace reyndi að
setja upp háðsglott, kom Les Far-
man inn og varð að beygja sig
í dyrunum. Ég held ekki Horace
hafi tekið eftir þessum dyrum,
því að augun ætluðu út úr hon-
um við þessa óvæntu komu Far-
mans.
— Hvað er hinumegin við
þessa hurð? spurði hann hvasst.
— Stálþil og vatnsiAld hurð,
svaraði Les. Lest númer eitt er
þar fyrir framan. Það er kailað
sjúkrahúsið. Þar er geymdur mat
ur.
— Hm! sagði Horace, en svip-
urinn á honum sagði: — Hvern
fjandann ert þú að gera í matar-
geynxslunni?
Frú Storey sá fram á, að það
varð að hrista þessa athöfn af,
annars færi allt í háaloft. —
Jæja, þá erum við öll mætt, sagði
hún, eins og ekkert væri um að
vera, og til þess að gera þeim
léttara fyrir. — Takizt þið nú
hendur!
Þeir nálguðust hvor annan eins
og ókunnugir hundar. Þetta voru
glæsilegir menn. Horace eins
dökkur yfirlitum og Tæs var ljós.
En munurinn á þeim var sá, að
Les kunni að stiila sig, en það
kunni Horace ekki. Horace þótt-
ist auðmýktur og það var næst-
um meira en sjálfselska hans gat
þolað. Augun leiftruðu. Maður-
inn var í því helvíti, sem hann
hafði sjálfur kynt.
Hann tók útrétta höndina á
Les, en sleppti henni fljótt.
— Mér þykir leitt þetta, sem
gerðist í morgun, tautaði hann.
— Það er allt í lagi, sagði Les.
— Komum þá, sagði frú Stor-
ey.
Hún lét Horace fara fyrstan út
um dyrnar, sem vissu út að sund
lauginni. Hún leit við og sagði
lágt við Les: — Þér skuluð mæta
á þessu stefnumóti fyrir utan
gluggann á geymslunni klukkan
hálfsjö.
— Ef þér óskið þess, sagði Les.
— Annaðhvort væri! Og þegar
þér hafið heyrt það, sem maður-
inn hefur að segja, þá gefið hon-
um andartak til að komast burt,
en komið svo í setustofuna mína
og gefið skýrslu. Það gerir ekk-
ert til þó að þér sjáizt, því að þá
verðum við að vera tilbúin að
láta til skarar skríða.
— Þér vilduð víst ekki lána mér hundinn yðar augnablik?
Allt í lagi, sagði Les og brosti
til hennar.
XV. kafli.
Klukkan hálfsjö sátum við frú
Storey, ásamt Horace í setustof-
unni okkar, í miklum spenningi.
Horace hafði verið sagt frá því,
að gildran væri þegar lögð. En
síðan hafði hvesst og skipið hjó
talsvert. Bæði vegna þess og svo
af æsingnum, leið mér fjanda-
lega.
Horace leit á úrið sitt á fárra
sekúndna fresti. — Ef við hefð-
um dyrnar opnar, gætum við séð
hvern, sem gengi eftir ganginum
sagði hann.
— Vissulega, svaraði frú Stor-
ey. — Og hann mundi sjá okkur,
og þá heyrðum við ekkert nán-
ara um samsærið.
Hún gekk fram og aftur um
gólfið og var óróleg. En allt í
einu laut hún höfði og hlustaði
við hurðina. Nú er einhver að
fara framhjá, sagði hún með
hörkulegu brosi. — Og læðist á
tánum.
Horace þaut þegar upp, en hún
benti honum að vera kyrrum.
Við gáfum svo samsærismann-
inum — eða hver það nú var —
nægt tóm til að komast inn í
geymsluna, en þá gaf frú Storey
merki til að hreyfa sig. — kann-
ske hefur hann ekki nema stutta
sögu að segja, sagði hún. — Við
verðum að vera viðbúin að grípa
hann þegar hann kemur út.
Við læddumst hægt fram eftir
Og ganginn á enda. Stálhurðin,
sem vissi út á þilfarið, var aftur.
Við stóðum og snerum bökum
að henni. Ef maðurinn, sem um
vr.i að ræða skyldi opna hana
ofurlítið til að gá að mannaferð-
um, gat hann ekki séð okkur bak
við hurðina. Dyrnar að vistar-
verum Tanners læknis var til
hægri við okkur, en geymsludyrn
ar til vinstri.
Nokkrar mínútur liðu. Horace
andaði snörlandi, rétt við eyrað
á mér. Þessi spenningur fór að
verða óþolandi. Á hurðinni að
baki mér var gægjugat og ég leit
út. Ef ég hallaði höfðinu, gat ég
séð ljósa hárið á Les Farman,
þar sem hann stóð á þilfarinu
við næsta glugga. Sólin var sig-
in, en þó ekki orðið dimmt.'Eftir
stellingunni á höfðinu á Les að
dæma, hlustaði hann með at-
KALLI KÚREKI
”oi!-timer/ drop that
RIFLE, ORTH’NEXT
ONE BUSTS YOUR ARM!
- *
Teiknari; Fred Harman
[X COME T TELL YOU WHAT
1AFOOLYOU AEEFOR
| RUNWIW’ AWAY--AN'
T’FETCH YOU BACKf
Fleygðu frá þér þessari byssu,
gamli minn, eða næsta skot fer gegn-
um handlegginn á þér.
— Kalii, skjóttu ekki, ég er að koma
til þín.
— Hvað ertu að gera hérna. Ég
hélt að þú værir lögreglan eða eitt-
hvað álíka.
— Ég kom til að segja þér hvers
konar kjáni þú ert að hlaupast á brott.
Og ég ætlaði að ná í þig aftur.
hygli. Hann gat ekki séð mig.
— Ég hvíslaði að frú Storey
og sagði henni frá þessu. — Það
er gott, sem komið er, sagði hún
brosandi.
Ég horfði á Les þangað til
hann gekk burt yfir þilfarið.
— Les er farinn, sagði ég og
við störðum öll á dyrnar fyrir
framan okkur, eins og köttur
horfir á músarholu.
Ég sá hurðarsnerilinn snúast
hægt, og fékk ákafan hjartslátt.
Dyrnar opnuðust ofurlítið en svo
ekki meira — líklega hefur það
verið til þess að gefa okkur tæki
færi á að sjá eftir ganginum. En
þar var enginn maður. Þá kom
hönd í lj’ós hinumegin við hurð-
ina, þreifaði eftir skráargatinu
og stakk í það lykli. Svo opnaðist
hurðin meira og maður læddist
út.
Þetta var einn þjónninn í hvít-
um vinnufötum og með derhúfu.
í fyrstunni gat ég ekki séð fram-
an í hann. Hann horfð; enn eftir
ganginum, læsti dyrunum á eftir
sér og dró út lykilinn, án þesj
að líta á hann. Horace sagði ró-
lega:
— Hvern fjandann ert þú að
gera hér?
sflútvarpiö
Þriðjudag“ur 25. júní:
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum.
18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Einsöngur, Grace Bumbry syngur
franskar óperuaríur.
20:20 Frá Mexikó; II. erindi: Innráa
Spánverja, nýlendutímabilið og
baráttan fyrir sjálfstæðinu.
(Magnús Á. Árnason).
20:45 Tónleikar: Píanókonsert í Es«
dúr (K449) eftir Mozart.
21:10 Upplestur: Guðmundur Frímana
les frumsamda smásögu.
21:45 Tónleikar: Laurindo Almeida
gítarleikari og fleiri flytja létt
lög.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Lög unga fólksins (Bergur
Guðnason).
23:00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 26. júní:
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Lög úr söngleikjum — 18:50 Ti|«
kynningar —» 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir
20:00 Varnaðarorð: Sigurður M. Þor-
steinsson, varðstjóri, talar um
umferðarmál.
20:05 íslenzk tónlist: Lög eftir Friðrik
Bjarnason.
20:26 Brautryðjendur íslenzkrar s>und«
menntar; III. erindi: Björn Lúð-
víksson Blöndal (Guðlaugur Jónm
son, lögreglumaður).
20:50 Tónleikar.
21:10 Erindi: Verferðir og veiðistöðvar
við ísafjarðardjúp (JóhanA
Hjaltason, kennari).
21:40 Tónleikar í útvarpssal:
„Andstæður** fyrir fiðiu, klarl«
nettu og píanó. eftir Béla Bar-
tók (Ingvar Jóna<sson, Gunnar
Egilsson og Þorkell Sigurbjörne-
son leika).
22:00 Veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn 1 Ai«
aska“ eftir Feter Groma; IV.
(Hersteinn Pálsson).
:30 Næturhljómleikar: Sinfónáa nr,
4 op. 47 eftir Prokofjefí.
23:10 Dagsknárlok.