Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 24
139. tbl. — Þriðjudagur 25. júní 1963 ^iaamtis 90»U3±S N909S0H Banaslys í ung lingavinnuf lokki Tólf ára drengur beið bana í gær, er hann varð undir bíl, þar sem hann var að vinna í ungl- ingavinnuflokki á gagnfræða- skólalóðinni í Kópavogi. Slysið varð um 3-leytið, er 10 200 st. bor- holn í Nórao- fjulli MÝVATNSSVEIT 24/6. — Vndanfarið hefur verið bor- að eftir jarðhita I Náma- fjalli. Hefur verið borað bátt á 3ja hundrað metra niður í jörðu og er hitinn í jarðholunni kominn yfir 200 stig. Er búizt við gufu gosi þá og þegar. Jarðboranirnar eru eini liðurinn í þeim rannsókn- um, sem nú er verið að vinna að í sambandi við væntanlega byggingu kísil- gúrverksmiðju við Mývatn. — Jóhannes. Lítil síldveiði RAUFARHÖFN, 24. J ání. — Lítil síldveiði var um helgina, en eitt og eitt skip fékk J-ó sild. Þessi ski*. lönduðu á Raufarhöfn um helgina: Svanur ER 216 mál, Skarðsvik 378, Hilmir KE 254, Sigurður Bjarnason 236, Mána- tindur 50, Sigurhjörg 240, Bjarni 802, Haikion 90, Halldór Jónsson 766, Helgi Flóventsson 654, Von- in KE 350 og Kópur 700. Byrjað var að bræða í gær- kvöldi og gengur sæmilega. Kom in, eru 33 þús. mál á land í Rauf arhöfn. — ELnar. unglingar voru að hreinsa skóla- lóðina undir stjórn flokksstjóra. Var þeim skipt í tvo flokka, ann- ar rakaði saman rusli og grjóti, og hinn mokaði upp á vöruflutn- ingabíl. Einn drengjanna, sem var að raka, hljóp þá allt í einu að bílnum og virðist hafa ætlað að hlaupa upp á varadekk, sem er framan við vinstra afturhjól. En hann mun hafa hrasað ein- hvern veginn og féll haiÆV-fyrir afturhjólið. Bílstjórinn vissi ekki af honum og fór hjólið yfir dreng inn miðjan. Beið hann þegar bana. Þetta er þriðja banaslysið á börnum, sem orðið hefur, af völd um bifreiða í Kópavogi á þessu ári. Lögreglah í Kópavogi mun gefa Mbl. upp nafn drengsins, strax og náðst hefur til ættingja. Hann er úr Kópavoginum. Fö' morgar velt- ur ó veginum AKUREIRI, 24. júní — Um kl. 3 aðfaranótt sunnudags valt Voiks wagenbifreið, sem ekið var með ofsahraða eftir Hörgárbraut norð an Glerárhverfis. Bifreiðin var að fara fram úr annarri bifreið, er stúlka sem ók bílnum missti vald á honum með þeim afleið- ingum að hann valt margar velt ur eftir veiginum og síðan út á tún. Þrennt var í bifreiðinni, tvær stúikur og piltur. Sú sem ók kast aðist út úr bílnum og lá meðvit undariaus á veginum. Fólkið var alit flutt á sjúkrahús. Stúlkurn- ar, sem báðar eru siasaðar, eru þar enn. En bilturinn var fluttur heim, skrámaður og marinn. Fólk ið var ódrukkið og orsök slyss- ins eingöngu talin hin ofsahraði akstur. Bíllinn er talipn nær ónýtur. — St. E. Vonir um ElliÖa- árnar brugðust Aðeins 13 laxar komnir á land í gær Síldarverðið 150 kr. málið YFIRNEFND Verðiagsráðs sjáv- arútvegsins (síldardeildar N. og Austanlands) úrskurðaði á fund sínum í gærkvöldi, að verð á síld, sem veidd er á Norður- og Austurlandssvæði, og fer til vinnslu í síldarverksmiðjur á verðiagstímabilinu 10. júní til 30. september 1963, skuli vera hvert mál (150 lítrar) kr. 150,00. Verðið er miðað við, að síld- in sé komin í löndunartæki verksmiðjanna. Ef síld er flutt með sérstök- um flutningaskipum til fjarliggj andi innlendra verksmiðja, taka síldveiðiskipin þátt í flutnings- kostnaði, er nemur kr. 16,00 fyr- ir hvert mál síldar, er dregst frá framanskráðu verði. Seljendur sildarinnar skili síldinni í umhleðslutæki móttak- anda. (Frá Verðlagsráði sj á var útvegsins). Syndið 200 metrana EKKI veðrur sagt að Jónsmessu straumurinn svonefndi hafi bætt úr ástandinu í Elliðaám svo sem veiðimenn höfðu vonað, Þrátt fyrir strauminn, sem nú er að Ijúka, og þá staðreynd að vatni hefur verið bætt í árnar, er lítil breyting til batnaðar í þeim, og í gærdag höfðu alls veiðst þar 13 laxar, sem vart fylla hálfa fyrstu síðuna í veiði- bókinni. Veiði hefur nú staðið í Elliða- ám frá 5. júní eða í nær 20 daga og er afraksturinn sem sagt lið lega hálfur lax á dag. Jónsmessustraumurinn, sem heita má að hafi verið síðasta von manna um að úr rættist, var 21. júní og er honum því að ljúka. í gær voru nokkrir laxar í Fossinum, 27 laxar komnir upp fyrir teljara, og þrír veiddust þá um morguninn, þar af einn 13% pd. lax, sem Þorvaldur Jóns son fékk á Steininum. Er það stærsti laxinn úr ánum til þessa Dagsbrún og Hlíf semja Á FUNDI sem haldinn var í Verkamannafélaginu Dagsbrún s.l. laugardag, samþykktu félags- menn samkomulag það sem samn inganefndir höfðu komið sér saman um. Vinnuveitendur hafa einnig samþykkt það fyrir sitt leyti. Aðalatriði samkomulags- ins er sem hér segir: Allt kaup í hinum almenna samningi aðila,, dags. 2. júní 1962, skal hækka um 7,5% til viðbót- ar þeirri 5% hækkun, er kom til framkvæmda 24. jan. og 1. febr. Fiskvinna er greidd hefur ver- ið samkv. 1. texta, skal greiðast skv. 2. taxta. Vinna í frysti- tækjum og í klefum við af- greiðslu á ís í frystihúsum greið ist skv. 5. taxta. Hafnarvinna er greidd hefur verið skv. 2. taxta skal greiðast skv. 3 taxta. Allt yfirvinnukaup mánaðar- kaupsmanna, ^em unnið hafa 2 ár eða lengur hjá sama vinnu- veitanda, skal hækka um 5% á sama hátt og fastakaup þeirra. Þá var í fyrsta skipti samið um fast kaup drengja innan 16 ára. Það er sem hér segir: 15 ára kr. 23,80, 14 ára 20.00. Samningurinn gildi frá og með 23. þ.m. og til 15 okt 1963. Hliðstæðir samningar voru gerðir milli Vinnuveitendaféiags Hafnarfjarðar og verkamanna- félagsins Hlifar. Ósamið hjá verkakvenna- félögunum I gær var samningafundur fulltrúa Verkakvennafélaganna Framsóknar í Reykjavík og Fram tíðarinnar í Hafnarfirði annars vegar og Vinnuveitendaféiags Hafnarfjarðar og Vinnuveitenda- féiags íslands hins vegar. Samn- ingar tókust ekki. -1 sumar. Varðmaðurinn við Elliðaárnar tjáði fréttamanni Mbl. í gær að ekki hefði sézt mikill lax á Elliðavogi. Er því fyrirsjáanlegt að komi ekki eitthvað óvænt fyrir, séu Elliðaárnar að heita úr leik þetta sumarið, og verð- ur það að teljast til mikilla tíð- inda miðað við reynslu fyrri ára. Ekki eru menn á einu máli um ástæðurnar fyrir þessu und- arlega laxleysi, og eru skýring- arnar trúlegast jafnmargar viði- mönnunum. Eitt virðast menn þó sammála um, að því er frétta- ritari Mbl. hefur komizt næst þ.e. að einhversstaðar sé maðk- ur í mysunni, þótt engum getum verði að því leitt á þessu stigi málsins með hverju móti það má vera, og vill Mbl. engan dóm á það leggja. Ók aftan undir vörubifreið f GÆRMORGUN, kl. 10—11, ók Simka bifreið aftan undir Merce- des Benz vörubifreið á Reykja- nesbraut, rétt sunnan við Foss- vogsbrúna og skemmdist mikið. Bílstjórinn slapp með blóðnasir. TOGARINN Narfi landaði Grimsby sl. fimmtudag og föstudag 302 tonnum af fryst um hausuðum fiski, sem fryst ur var um borð. Var þetta fyrsta ferð togarans eftir breytingar á skipinu. Aflinn er seldur á föstu verði, og feng ust fyrir hann rúmlega 17 þús und sterlingspund. Mynd þessi var tekin um borð í Narfa í Grimsby, og sjást þar þeir Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður (t.v.) og Jó- hannes Sigurbjörnsson (t.h.), sem var skipstjóri á togaran um þessa ferð. Milli þeirra er M. B. F. Ranken, fulltrúi fé- lagsins, sem smíðaði frysti- vélar Narfa. (Sjá fleiri mynd- ir sem Geoffrey Pass og AP tóku, ásamt frásögn á bls. 10.) IXIauthólsvík* in opnuð' Sjóbaðstaðurinn í Nauthólsvík hefur nú verið opnaður. Er það með seinna móti vegna óhagstæðr ar tíðar og sakir þess að þar hef- ur verið unnið að ýmsum endur- bótum. Fjaran hefur verið lag- færð og skeljasandur settur í vor. Sandur sá, sem eigendur sand- dæluskipsins Sandeyjar gáfu í fyrrahaust, var að mestu horfinn niður í mölina í fjörunni. Er fjaran nú hin skemmtilegasta, og er vonandi að borgarbúar hafi á- nægu af að dvelja þarna á góð- viðrisdögum. Að gefnu tilefni skal athygli borgarbúa vakin á því, að hættu- legt er að láta börn og unglinga leika sér á gúmbátum og vind- sængum á sjónum. Erfitt er að stjórna þessum tækjum, sem geta áður en varir rekið til hafs, sokk. ið eða hvolft. Kvikmyndir Osvaldar Ameríku og Moskvu KVIKMYNDIR þær sem Osvald- ur Knudsen hefur gert á undan förnum árum og sýndar hafa verið hér á landi, gera nú víð- reist og eru farnar að vekja at- hygli jafn í Moskvu sem í Ame- ríku. Er rússneskir kvikmyndamenn komu hér vegna rússneskrar kvik myndaviku ekki alls fyrir löngu sáu þeir nokkrar ai myndum Osvaldar og fengu með sér kvik mync’. þá, sem hann hefur gert af Hornströndum, til að sýna á kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Nú hefur Osvaldi borizt boð frá nefnd kvikmyndahátíðarinnar um að koma á hátíðina, sem verð ur dagana 7. júlí til 21. júlí. Á hátáð þessari eru bæði sýndar full langar myndir oig styttri fræðslu Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.