Morgunblaðið - 09.07.1963, Blaðsíða 3
Þríðýudagur 9. júlí 1963
MORCVISBT. 4 Ð 1 Ð
3
EITT helzta umræ-ðuefni hús-
mæðranna yfir kaffibollanum
þessa dagana er skorpulaus
ostur, sem nú streymir inn á
markaðinn. Reyndar hafa
fleiri en húsmæður myndað
sér skoðanir um ostinn og eru
dómar manna allmjsjafnir,
sumir telja hann óætan, aðrir
eru mjö.g hrifnir af honum og
telja hann nýtast mun betur
en ostinn með vaxinu, sem til
skamms tíma var borinn fram
á hverju heimili. Það er ekki
ætlun okkar að misbjóða mat-
arsmekk manna með umsögn
um gæði ostsins heldur lang-
ar okkur að bjóða lesendan-
um í heimsókn í ostagerð
Mjólkurbús Flóamanna, þar
sem skorpulausi osturinn er
framleiddur fyrir innanlands-
markað og til útflutnings, en
Þjóðverjar hafa samið um
kaup á 400 tonnum af honum
ílatið, sem síar ostaefnið frá mysunni. — Ljósm. Sv. Þormóðsson.
Skorpulaus ostur
tíl Þýzkalands
Heimsókn í ostagerð Mjólkurbús Flóamanna
á þessu sumri.
Þegar við komum í ostagerð
mjólkurbúsins á dögunum,
hittum við Örn Vigfússon,
ostameistara, sem numið hef-
sem þið sjáið hérna, segir
Örn, og bendir okkur á þrjú
gímöld, sem bera þýzkt verk-
smiðjumerki. Mjólkin er leidd
hérna inn, blönduð mjólkur-
búsihs að hafa aðeins eina teg
und í takinu. En á vorin og
haustin framleiðum við fleiri
tegundir, eins og t. d.
Schweitzer, Tilsitter, Camem-
bert, brauðosta og mysost.
— Hvað vildirðu segja um
ostasmekk ísltndinga?
— Það er augsýnilegt að
fólkið vill ekki sterkan ost.
Við höfum gert tilraunir til
ýmissa nýunga í ostagerð, en
viðtökur kaupendanna hafa
ekki verið eins góðar og við
vonuðum.
— Hvað fer mikill hluti
móttekinnar mjólkur í osta-
gerðina?
— Af um það bil 130 þús.
lítrum, sem berast hingað
daglega, fara 35 þús. í osta,
en það samsvarar 3,5 tonnum
af þurrefni.
— Og þið eruð að hefja út-
flutning á ostinum?
— Já, við erum að ganga
frá fyrstu sendingunni til
Þýzkalands. Það verða 400
tonr, ' sem Þjóðverjarnir
ast saman á botninum og mys-
an rennur niður um ræsi á
gólfinu. í þessu íláti er ostur-
inn síðan pressaður og látinn
í form.
— Hvað er osturinn lengi í
þessum formum?
— Klukkutíma. Þá er hann
kældur og látinn liggja í því
næturlangt. Því næst flytjum
við hann yfir í annan klefa,
þar sem hann er saltaður,
geymdur í pækli í þrjá sólar-
hringa. Osturinn er svo hafð-
ur í rúma viku við 20 gráða
hita og áfram um fjögurra
vikna skeið í 10—12 gráða
heitum klefa.
— Og þá er hann tilbúinn
til sölu?
— Já. Fyrir innanlands-
markaðinn skerum við hann
niður í 15 kílógramma stykki,
sem sett eru í sellófanumbúð-
ir, en fyrir útflutning eru
stykkin mun stærri.
— Og hvað eru það svo
margir, sem vinna við osta-
gerðina?
— Það eru alls 8, sem vinna
í þessari deild. Það er aðeins
lítill hluti af þeim mikla
fjölda, sem starfar á vegum p
búsins. Maður er alltaf að sjá
ný andlit á þessum stað og
þegar skipt er niður í deildir
hefur maður varla nokkurt
tækifæri til að kynnast fólk-
inu nema nánustu samstarfs-
mönnum.
í Örn Vigfússon, ostameistari, nieð skorpulausa ostinn, sem fer
á markað hérlendis.
ur list sína í Danmorxu, og
fylgdi hann okkur um allt
yfirráðasvæðið sitt og sýndi
okkur hvernig osturinn verð-
ur til frá því að komið er
með nýmjólkina í búið.
— Fyrsta stigið í ostagerð-
inni fer fram í þessum körum,
sýrugerlum og hleypt. Jafn-
framt er hún hituð upp i 3
klukkustundir.
— Þetta er eingöngu skorpu
laus ostur, sem þið framleiðið
núna
— Já, það er miklu hag-
kvæmara yfir mesta annatíma
Á HÁDEGI í gær var vindur
orðinn norðanstæður hér á
landi en hægur. Undanfarna
viku hefur verið vestlæg
átt og þokusamt á V-landi, en
þar var nú bjartviðri. ísinn er
nú skammt undan landi á
Vestfjörðum. Litlafell til-
kynnti þannig kl. 03,45 í gær
ísspöng 2 sjóm. norður af
Kögri. Lengd spangarinnar
var 4,6 km frá austri til vest-
urs en breiddin 2,8 km. Mikið
af rekís var vestan spangar-
innar.
nið'ur osti til útílutnings.
kaupa, allt skorpulaus ostur.
Til samanburðar má geta þess,
að innanlands seljast um 300
tonn á ári.
— Eru ekki einhverjar
fleiri afurðir fluttar út?
— Jú, þurrmjólk og undan-
renna eru fluttar út til
Austur-Evrópuríkj anna.
Nú er kominn tími til að
hleypt sé úr einu karinu og
er lögurinn látinn renna í
stórt ferkantað ílát. Nokkrir
starfsmenn renna sigti fyrir
strauminn en ostaefnið safn-
— Hvað vilt þú sem fag-
maður segja um gagnrýni
neytendanna á ostinum?
— Það tekur sennilega
nokkurn tíma að venjast nýj-
ungum. Danskur sérfræðing-
ur, sem var hér á dögunum,
var mjög ánægður með
skorpulausa ostinn. Danir, sem
standa mjög framarlega á
sviði mjólkurafurða, fram-
leiða mikið af þessum osti og
kunna vel við hann og ég býst
við að lík verði reynslan hér
heima áður en langt um líður.
STAKSTEINAR
„Ójafnaöarstefna“
„Jafnaðarmaður" ritar grein í
„Þjóðviljann" s.l. sunnudag um
kjarabætur ríkisstarfsmanna
undir fyrirsögninni „Launahækk
anir og ójafnaðarstefna“. í grein-
inni segir m.a.:
„Kjaradómur embættismanna
hefur kveðið upp úrskurð og
breytt allri þeirri stefnu, sem
ríkt hefur í launamálum opin-
berra starfsmanna síðustu ára-
tugi. Hálaunin eru hækkuð mik-
ið, en lágu launin lítið. Það er
stefnt að því að auka ójöfnuð.“
í greininni segir ennfremur:
„Hálaunaðir embættismenn
hafa nú skammtað sér og sinni
stétt, eins og þörf var á. Nú
þarf alþýða manna — ófaglærð
og faglærð — að hefjast handa
og hækka sín lágu laun og stytta
vinnutíma. Fyrirmyndirnar eru
þegar fengnar“.
„Einmitt baráttumál
B. S. R. B.“
t hinum tilvitnuðu ummælum
birtist margvíslegur misskilning
ur — beinn'og óbeinn.
f fyrsta lagi er það misskiln-
ingur, að „kjaradómur embætt-
ismanna" hafi að eigin frum-
kvæði ákveðið hinn mikla mun
hæstu og lægstu launa hjá rík-
isstarfsmönnum, eins og látið er
að liggja í greininni. Forsvars-
menn beggja aðila, ríkissjóðs og
ríkisstarfsmanna, höfðu á því
fullan skilning, að í ríkara mæli
þyrfti að taka tillit til menntun-
ar starfsmanna og ábyrgðar en
gert hefur verið, og m.a.s. gerðu
ríkisstarfsmenn kröfur um, að
hæstu laun yrðu allmiklu hærri
en kjaradómur ákvað þau að
lokum. Þetta kom vel fram í
samtali, sem „Þjóðviljinn“ átti
við einn af fulltrúum BSRB
daginn eftir að kjaradómur kvað
upp úrskurð sinn, en þar sagði
m.a.:
„Þýðingarmest tel ég þó, sagði
Haraldur Steinþórsson ennfrem-
ur, að í þessum fyrstu samning-
um, sem Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja hefur átt kost á,
hefur tekizt að fá staðfesta meg-
instefnu samtakanna. Með fjölg-
un launaflokka er gert mögu-
legt að taka aukið tillit til mcnnt-
unar, ábyrgðar og sérhæfingar
í starfi, en það eru einmitt bar-
áttumál BSRB“.
Leiðrétting —
en ekki „fyrirmynd“
Það er einnig misskilningur hjá
greinarhöfundi, að á úrskurð
kjaradóms beri að líta sem „fyr-
irmynd“ fyrir aðrar stéttir og að
þær geti byggt kröfur um launa-
hækkun á kauphækkun ríkis-
starfsmanna nú. Þvert á móti er
það viðurkennt af flestum, að
á launahækkun ríkisstarfsmanna
beri fyrst og fremst að líta sem
leiðréttingu þeim til handa, þar
sem þeir hafi á undanförnum ár-
um dregizt aftur úr öðrum stétt
um, enda mundu launahækkan-
irnar ekki verða ríkisstarfsmönn
um til þeirra kjarabóta, sem til
er ætlazt, ef aðrar stéttir fengju
þegar í stað hliðstæðar hækkan-
ir á sinum launum. Einnig blað
það, sem „Jafnaðarmaður“ skrif-
ar grein sína i „Þjóðviljinn“,
virðist hafa á þessu fullan skiln-
ing, því að það sagði i forystu-
grein fyrir nokkrum dögum:
„ ... á þessu sviði höfum við
dregizt svo mjög aftur úr, að
ástandið í launamálum opin-
berra starfsmanna var orðið með
öllu óþolandi. Við hljótum að
keppa að því, að launamálum
opinberra starfsmanna sé þann
ig háttað, að þessi mikilvægu
störf séu eftirsóknarverð, svo
að ávallt sé þar völ beztu starfs
krafta, sem unnt er að fá“