Morgunblaðið - 09.07.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. júlí 1963
MORGVTSBLAÐIÐ
15
Belladonna, Perroux (fyrirliði), Forquet og Garozzo.
— Grein
sr. Benjamins
Framhald af bls. 10.
sína. Talið er að bók þessi muni
vekja feikna athygli í Englandi
og kannske valda byltingu í guð-
fræði þar. Ekki hefi ég heyrt
þess getið, að margir hafi orðið
til að rífa klæði sín út af henni,
enda eru Bretar rólyndir menn
og geta spjallað um hlutina í
bróðerni og öfgalaust. En ráð-
leggja vil ég S.A.M. að lesa ekki
þessa bók né neitt það, sem hagg
að getur kreddum hans, því að
hver veit nema hann fái flog
af vandlætingasemi og rjúki í að
skamma biskupinn. En það á
ekki við að skamma biskupa. Við
höfum þá aðallega til skrauts í
fallegu fötunum sínum, og er það
náttúrlega óttalegt glappaskot
af þeim að láta nokkurn tímann
nokkra skoðun í ljós. Þess vegna
bið ég biskupnum griða, og vona
að S.A.M. stökkvi ekki í hann,
þó að ég hafi dregið hann inn
í þetta mál. Enda hefur hann
sennilega ekki heyrt getið um
þennan snjalla gagnrýnanda
S.A.M. hér norður á íslandi, ann-
ars hefði hann varla þorað að
skrifa þessa bók.
ELDURINN OG ASKAN
Fyrir rúmum tuttugu árum
flutti dr. Sigurður Nordal nokkra
FJÓRÐA starfsári Vogaskóla
lauk með uppsögn landsprófs-
deilda 17. júní, en öðrum gagn-
fræðadeildum og barnadeildum
var slitið 31. maí.
í skólanum voru alls 1402 nem
endur, í 52 bekkjardeildum, 939
í 35 barnadeildum og 463 í 17
gagnfræðadeildum. Af þeim voru
193 í 3. og 4. bekk, sem skiptust í
alm. bóknámsdeildir, landsprófs-
deildir og verzlunardeildir. í
skólanum voru því 10 aldurs-
flokkar allt frá 7 ára deildum til
4. bekkjar gagnfræðastigs, en
Vogaskóli er fyrsti samskólinn,
sem byggður er og starfræktur
hér á landi (fyrir bæði barna- og
gagnfræðastig\.
Auk skólastjóra og yfirkenn-
ara störfuðu 55 kennarar við skól
ann, 36 fastir kennarar og 19
stundakennarar.
Félagslíf skólanemenda var
fjölþætt og gott, en þrengsli háði
þó mjög ýmsum æskilegum þátt-
um tómstundastarfs. Til nýjunga
má telja, að barnastúka var
stofnuð 1. des. sl. með 11 og 12 ára
börnum/ Hlaut hún nafnið Vinir,
og starfaði vel og við mikla þátt-
töku nemenda, en undir leiðsögu
kennara .
Vorferðir voru farnar að lokn.
um prófum. 12 ára börn fóru eina
dags för um byggðir Borgarfjarð
«r, gagnfræðingar fóru um hvita-
sunnu austur um Skaftafells-
sýslu að Skeiðarársandi, en á
sama tíma ferðuðust nemendur
landsprófsdeilda um Snæfells-
nes og Borgarfjörð. Heppnuðust
ferðir þessar hið bezta, nemend-
fyrirlestra um andleg mál í ís-
lenzka útvarpið og kallaði hann
þessi erindi: Líf og dauða. Þar
sagði hann margt viturlegt og
benti meðal annars á, að prest-
arnir væru að steindrepa kristin-
dóminn með andlegu volæði
sínu. „Neisti heilags anda er að
kafna í ösku útbrunninna kenn-
inga og siða. Enginn andlegur
leiðtogi hefur haft djörfung og
þrek til að moka öskunni burt“.
Ekki segir þessi ágæti rithöf-
undur þetta af því að hann sé
neinn óvinur Krists eða afneit-
andi þeirrar lífsskoðunar, sem
hann flutti. Hann segir: „Ég er
ekki jafnfullviss um nokkurn
hlut og það, að lifandi trúarlíf
í hreinasta skilningi þess orðs,
er hið æðsta hnoss, sem nokkur
maður getur öðlazt . . . við höf-
um ekkert betra fengið í stað
kristninnar". Þetta var því ekki
sagt af neinni óvild til kirkjunn-
ar, það voru varnarorð vinar,
sem til vamms sagði.
Meistarinn skírir sína læri-
sveina af heilögum anda og eldi.
Trúfræðilegir juðarar skrifa rit-
smíðar sínar í öskunni, hugsun
þeirra leggst eins og þoka yfir
sólskinslönd guðsvitundarinnar
og þannig umsnúa þeir iðulega
fagnaðarerindi drottins í ólundar
lega fjarstæðu.
En líklegast fyrirgefur guð
þeim, því að þeir vita hvað þeir
gera.
Benjamín Kristjánsson.
ur nutu fagurra byggða í veður-
blíðu undir leiðsögn kennara
sinna og skólastjóra. Framkoma
nemenda var í hvívetna til mesta
sóma.
Barnaprófi luku 127 nemendur
og stóðust allir. Ágætiseinkunn
hlutu 15 þeirra. Hæstu einkunnir
hlutu: Pétur Thorsteinsson 9,44),
Þorvaldur Karl Helgason (9,38),
og Erna Jónsdóttir (8,32).
í 1. bekk gagnfræðastigs hlaut
Sólveig Jónsdóttir hæstu eink-
unn í skólanum. Ágætiseinkunn
hlutu einnig Svandís Sigurðar-
dóttir (9,37) og Steinunn Sigurð-
ardóttir (9,11).
Unglingaprófi lukú 134 nem-
endur og 133 stóðust það. Hæstu
einkunn hlaut Kristín Hannes-
dóttir (9,47). Aðrir, sem hlutu
ágætiseinkunn: Baldur P. Haf-
stað og Hrafnhildur Ragnarsdótt-
ir (9,35), Stefán Friðfinnsson
(9,25), Þorlákur Helgi Helgason
(9,11) og Birgir Jakobsson (9,00).
Landspróf þreyttu 52 'nemend-
ur. Prófið stóðust 50 nemendur,
þar af hlutu 37 framhaldseink-
unn (6,00 eða meira), sem veitir
rétt til setu í menntaskóla eða
kennaraskóla. Hæstu einkunn
hlaut Guðrún J. Zoega (9,04 í
landsprófsgreinum). Er það sér-
staklegt afrek, þegar þess er gætt
að Guðrún er mjög ung, verður
15 ára 8. sept. n.k.
Gagnfræðaprófi luku 52 nem-
endur og stóðust allir. í almennri
bóknámsdeild varð Aðalsteinn
Hermannsson hæstur (8,24), en
í verzlunardeild hiaut Áslaug
Harðardóttir hæstu einkunn
Fjórar vasa-
bækur eftir
Paul Gallico
NÝLEGA hefur Penguinútgáfan
sent frá sér fjórar bækur eftir
Paul Gallico og nefnast þær
Jennie, Blóm handa frú Harris,
frú Harris fer til New York og
Ást á sjö kjörbúðum.
Paul Gallico er Bandaríkja-
maður af ítölskum og austurrísk-
,um ættum, fæddur í New York
árið 1897. Hann stundaði nám við
Columbia háskólann og á árun-
um 1922 til 1936 vann hann sem
blaðamaður íþróttaritstjóri, við
dagblaðið Daily News. Þá keypti
hann hús uppi á hæð einni í
South Devon og settist þar að
með hundinn sinn og 23 ketti.
Hann varð frægur rithöfundur
með bók sinni „The Snow Goose“,
sögu um Dunkirk, sem út kom
1941 og varð metsölubök. í stríð-
inu starfaði hann sem stríðsfrétta
ritari með ameríska hernum.
Paul Galico býr nú að nokkru
leyti í París og hefur skrifað
bækur, sem njóta mikilla vin-
sælda.
(8,36). Þessir fyrstu gágnfræðing
ar skólans heiðruðu skóla sinn
með myndarlegri og fagurri gjöf.
Gáfu þeir mikla fánastöng og ís-
lenzkan fána. Drógu þeir fánann
að húni fyrir útan skólann fyrsta
sinni, er skólastjóri hafði afhent
þeim gagnfræðingaskírteini.
Yið uppsögn deilda lýsti skóla-
stjórinn, Helgi Þorláksson, skóla-
starfi, þakkaði kennurum og nem
endum vel og trúlega unnin störf.
Margir nemendur hlutu verðlaun
fyrir námsafrek, frábæra háttvísi
og vel unnin trúnaðarstörf að
skóla. og félagsmálum. Samband
ísl. samvinnufélaga veitti þrem-
ur gagnfræðingum myndarleg
bókaverðlaun, en þeir hlutu eink-
unnina 10 í bókfærslu. Þessar og
aðrar gjafir og hlýhug allan í
garð skólans þakkaði skólastjóri.
Að lokum mælti hann ýmis
árnaðar- og þakkarorð til braut-
skráðra nemenda og árnaði þeim
öllum fararheilla til meira náms
eða annarra starfa.
Málflutningsskrifstofa
JÓHANN RAGNARSSON
Vonarstræti 4. — Sími 19085.
héraðsdómslögmaður
Benedikt Blöndal
héraðsdomslögmaður
Austurstræti o. — Sími 10233
ENSKA bridgesambandið hefur
nýlega tilkynnt hvernig liðin á
Evrópumótinu, sem fram fer í
Baden-Baden, verði skipuð. —
Kvennaliðið er þannig skipað:
P. Gordon, R. Markus, A. Flem-
ing, J. Moss, P. Juan og D. Shan-
ahn. Fyrirliði verður hinn kunni
spilari Harold Franklin. Lið þetta
er mjög sterkt og er reiknað með
að það endurheimti meistaratitil-
inn, sem England missti óvænt á
síðasta móti.
Sveitin, sem keppir í opna
flokknum fyrir England að þessu
sinni, er eingöngu skipuð heims-
frægum spilurum. Þeir hafa allir
tekið þátt í heimsmeistarakeppn-
um og samanlagt hafa þeir keppt
í 61. skipti á Evrópumótum. Með-
alaldur sveitarinnar er óvenju
hár eða 52 ár, en þótt þá skorti
ef til vill úthald, þá vegur reynsl-
an upp á móti og vel það.
Sveitin er þannig skipuð: J.
Flint, M. Harrison-Gray, K.
Konstam, T. Reese, B. Schapiro
og J. Tarlo. Fyrirliði sveitarinn-
ar er Louis Tarlo.
Hér er um að ræða reynda spil-
ara, sem yfirleitt geta spilað hvor
á móti öðrum og notað þrjú kunn
sagnkerfi jöfnum höndum, þ.e.
Acol, Cab og Le Petit Majeur.
Gera enskir bridgeunnendur sér
góðar vonir um, að sveit þessari
takist að sigra á þessu Evrópu-
móti og þannig fá að taka þátt í
næstú heimsmeistarakeppni.
Allt bendir til að 18 sveitir
muni keppa í opna flokknum á
Evrópumótinu í Þýzkalandi og 16
sveitir í kvennaflokknum. Með-
limir Bridgesambands Evrópu
eru 19 og er því Portúgal ein'a
landið, sem ekki sendir sveit til
keppni í opna flokknum. Portú-
gal, ísland og Pólland senda ekki
sveitir til keppni í kvennaflokki.
Útboð
TilbOð óskast í smíði og uppsetningu skilveggja
á 2. hæð í nýbyggingu Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Uppdrátta og lýsinga má vitja í Sparisjóð Hafnar-
fjarðar miðvikudaginn 10. júlí 1963 milli kl. 2 og
4 síðdegis, gegn 500 kr. skilatryggingu.
Sparisjóður Hafnarfjarðar.
Ljósmæðraskóli íslands:
Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur
skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en
30 ára. Heilsuhraustir, heilbrigðisástand verður nán-
ar athugað í Landsspítalanum. Konur, sem lokið
hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi ganga
fyrir öðrum. Eiginhandarumsókn sendist forstöðu-
manni skólans í Landsspítalanum fyrir 31. júlí n.k.
Umsókninni fylgi aldursvottorð, heilbrigðisvottorð
og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er.
Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna
ljósmóðurumdæmi að loknu námi, skulu senda vott-
orð um það frá viðkomandi oddvita.
Landsspítalanum, 5. júlí 1963.
Pétur H. J. Jakobssor..
Ath.: Umsækjendur ljósmæðraskólans eru beðnir
að skrifa á umsóknina greinilegt heimilisfang, og
hver sé næsta símstöð við heimili þeirra.
Yfir 1400 nemendur
í Vogaskóla sl. vetur
HAPPDRÆTTI KÁSKÚLA íslands 7. fl. 1 á 200.000 kr. .. 1 - 100.000 — .. .26 - 10.000 — .. 90 - 5.000 — .. 980 - 1.000 — .. Auka vinningar: .. 200.000 kr. .. 100.000 — .. 260.000 — .. 450.000 — .. 980.000 —
Á morgun verður dregið í 7. flokki. 1.100 vinningar að fjárhæð 2.010.000 krónur. / í dag eru seinustu forvöð að endurnýja. 2 á 10.000 kr. .. 1.100 .. 20.000 kr. 2.010.000 kr.