Morgunblaðið - 11.07.1963, Page 3

Morgunblaðið - 11.07.1963, Page 3
Fimmtudagur 11. júlí 1963 VORCVNB 14 fí 1 Ð 3 í ÚTLÖNDUM myndast oftast ýmis hjátrú á lækningamátt og náttúrur afbrigðilegra linda, heitari eða kaldari en almennt gerist eða ef stað- setning þeirra er með undar- legum hætti. Við Mývatn eru nokkrir slíkir staðir, en þegar heimamenn eru innt'ir eftir lækningum og göldrum í sam- bandi við sund og böð í gján- um, þá hrista þeir bara höfuð ið. Lýsingarorð þeirra um böð in eru aðeins: Hressandi eða skemmtilegt og kveða gjarnan greinilega að samhljóðum. Við Mývatn eru tveir slíkir baðstaðir í iðrum jarðar, Stóra gjá og Grjótgjá. Stóragjá er skammt sunnan -við Reykja- hlíð, en Grjótgjá er nokkru sunnar og austar. Er með góðu móti hægt að komast í gjárn- ar fótgangandi frá Reykja- Ugluspegillinn í Stórugjá kom skyndilega syndandi út úr berginu í stúiknaiaugina og rak upp tröllslegt öskur. Uppi varð fótur og fit með meyjunum og þær skræktu og flýðu út um aila móa. hlíð, a.m.k. fyrir hresst fólk og ólatt. >á er einnig jarðbað skammt upp með veginum í Námaskarð og er þar hægt að taka sér gufubað. i Siðareglur í náttúrunnL Blaðamenn Mbl. voru ný- lega á ferð í Mývatnssveitinni og sóttu í gjárnar. Grjótgjá er í rauninni margir kílómetrar á lengd, en sundstaðurinn er ofan við Voga. Er ekið um stund eftir hrjúfum vegi og blasa þá við tveir litlir hellis munnar. Þegar inn er komið er gengið niður bratta, grýtta skriðu, en í botninum er rúm góð laug full af 45 stiga heitu vatni. Það skal tekið fram, að annað opið er fyrir konur, en hitt fyrir karla. Eru laug arnar tvær og aðskildar og er baðast án sundfata. Blaðamennirnir voru svo ó- heppnir, að þeim var sagt áð- ur hvort væri hvað, þannig að þeir misstu af því ævintýri að finna það út sjálfir á raun- vísindalegan hátt. Verða hér ekki gefnar neinar upplýsing- ar um þetta mál og skiltin, sem eiga að gfefa þetta til kynna eru svo lítil, að hæglega má láta sér yfirsjást um þau. Geta lesendur þessa greinar- korns eftir sem áður borið fyr ir sig ókunnugleik þegar norð ur kemur. Vatnið í gjánni er mjög nota legt, þegar ofan er komið og er hægt að synda nokkur sund tök fram og til baka. Hyggj- um við, að staður þessi mundi falla í kramið hjá þeim, sem árla morguns liggja í bleyti í soðpottunum í Sundlaugun- um og Sundlaug Vesturbæjar. ÞEGAR við vorum í gjánni, var þar fyrir einhver norrænn kongress undir forustu Jakobs Benediktssonar. Bar þar markt á góma. Svíi einn spurði, hvar miðasalan væri og var hann fræddur því, að hún væri hvergi. Hann var einnig upp- lýstur um það, að gjáin væri ekki almenningseign, heldur mundu bændurnir eiga landið. Norðmaðurinn spurði þá: — Hvað? Vilja þeir ekki græða peninga? Einhver lét þau orð falla, að þeir væru of heim- spekilega sinnaðir til þess að spekúlera í fimmköllum. Undraðist hinn norræni kon- gress yfir þessu máli og kvað það enn sannast, að engum væri landinn líkur. Lífshættuleg kímni. Stóragjá er nær Reykjahlíð. Vatnið í henni er kaldara og þægilegra til sunds. Það mun vera um 25 stiga heitt. Gjáin er löng og mjó og vaxin blá- gresi. Klettaveggirnir eru brattir u.þ.b. 10—15 metrar, þegar gengið er eftir botni gjárinnar. Þar eru hellismunn ar og um þá er lazt til sunds í piltalaugarnar tvær, en hand an við nokkuð hátt tagl er svonefnd stúlknalaug, opin. Þarna er til siðs að baðast án sundfata og þykir annað kveif arskapur og stertimennska en ekki mun þó bannað að klæð ast að vild við sundið. Þarna heyrðum við söguna af mesta húmorista, sem við höfum enn af spurnir. Lagði hann sig í bráða lífshættu fyr ir gamansemi sína. Sagan er svona: MAÐUR nokkur, miðaldra, sér vitur, hrekkvis og mikill uglu spegill, en sundmaður með af- brigðum, bjó í Mývatnssveit fyrir mörgum árum. Eitt sinn er fólk hafði gengið til baðs í Stórugjá og hann var að synda í piltalauginni, sá hann ljós- glætu á þriggja mannhæða dýpi. Datt honum nú í hug, að hér væru göng yfir í stúlkna laug og hugðist skjóta meyjun um skelk í bringu. Hann kaf- afði niður í gegnum löng og mjó göng og skaut síðan upp úfnum hausnum í stúlknalaug inni, eins og hann hefði komið út úr berginu og rak upp trölls legt öskur. Varð nú uppi fótur og fit með meyjunum. Æptu þær og skræktu og þustu síðan upp bakkann og út um alla móa. Munu aðrir eins skræk- ir ekki hafa heyrzt í Mývatns sveit svo elztu menn muni. Karli þótti vel að verið, hló hátt og mikinn, en lét þess jafníram getið, að þarna hefði hann komizt í bráða lífshættu. Reynt hefur verið að kafa þessi göng síðan, en ekki hafa Verkfalli frestað á síðustu stundu Bandarísk járnbrautafélög vilja losna v/ð 65 þúsund óbarfa starfsmenn Washington, 10. júlí (NTBý FIMM félög járnbrautar- etarfsmanna í Bandaríkjun- um höfðu boðað verkföll frá miðnætti í nótt, en í kvöld til- kynnti Kennedy forseti að verkföllunum hefði verið frestað meðan rannsóknar- nefnd kannar allar aðstæður. Á nefnd þessi að skila áliti síðar í mánuðinum. Um 195 þúsund félagsmenn eru í verkalýðsfélögunum fimm, en auk þeirra hefði verkfallið náð til hálfrar milljónar járnbrautarstarfs- manna, og lamað alla flutn- inga með járnbrautum. Áður hafði Kennedy forseti boðizt til að vísa deilunni í gerð og fela Arthur Goldberg hæsta- réttardómara að miðla málum, en því neituðu járnbrautarstarfs- mennirnir. Mikið ber á milli í deilunni, en aðallega stendur það í vinnuveitendum að þurfa að ’halda starfsmönnum, sem þeir segja nú algerlega óþarfa. Talsmenn járnbrautarfélag- anna segja að mauðsynlegt sé að gera róttækar breytingar á rekstri þeirra, og losna við starfs fólk, sem verkalýðsfélögin hafa neytt félögin til að halda, jafn- vel þótt tæknilegar framfarir hafi leitt til þess að þeirra er nú ekki lengur þörf. Þannig verða félögin til dæmis að hafa kynd- ara í dráttarvögnum, jafnvel þótt vagnarnir séu knúðir dísilvél- um, þar sem kyndara er ekki þörf. Áætla talsmenn brautanna að félögin þurfi árlega að greiða síðari tíma afreksmenn hlotið erindi sem erfiði. Flóð og f jara i reglunni. Upp með veginum að Náma skarði er jarðbað í nýlegu húsi.. Því er skipt í tvennt, fyr ir konur og karla og í baðklef ann rýkur um 50 stiga heit gufa. Það er ungmennafélagið sem sér um þetta bað og þar er hægt að taka sér eftirminni legt bað, eftir fagran dag við Mývatn, án endurgjalds. Ættu Mývetningar að hafa það í huga, að ferðamenn eru ekki of góðir til þess að greiða smá ræði fyrir það, sem þeim er gott gert. ÖLL þessi heilsa, sem þarna er fólgin í iðrum jarðar, varð til umræðna um drykkjuskap þar um slóðir. Heimamenn gerðu lítið úr þeim plagsið og töldu Skagfirðinga gjarna mega hafa vinningin í þeim efnum. Var okkur sögð sú saga að 1930 hefði engin maður í Skútustaðahreppi undir fimm- tugu bragðað vín eða tóbak. Margir eldri menn hafi hins- vegar staupað sig og tekið 1 vörina og sumir verið í vond um málum. Nú væri að vaxa upp ný kynslóð sem sennilega væri hvorki betri né verri, en almennt gerist. Margt fleira mætti rekja um baðstaði Mývetninga, fróð- legt og skemmtilegt, en nú verður þetta mál látið niður falla. um 6000 milljónir dollara (um 26 þúsund milljónir króna) til 65 þúsund starfsmanna, sem í rauninni séu algjörlega óþarfir — þar á meðal til 40 þúsund kynd ara. Skipakomur Akranesi, 10. júlí: — M.s. Hvassafell kom í morgun með 30 standarða af timbri til Kaupfélagsins í Borgarnesi. Skip ið var svo hlaðið að það flaut ekki inn Borgarfjörð, sagði Hall freður hafnsögumaður. Lætur Kaupfélag Borgfirðinga bíla sína aka timbrinu héðan inn í Borgar nes. M.s. Tröllafoss kom hingað í dag með ýmsar vörur. M.s. Askja, leiguskip Sements verksmiðjunnar hleður í dag sem enti út á land. STAKSTEIMR Fjölbreyttur áróður Barátta kommúnista gegn varnarstöðvunum hér á landi og þátttöku þjóðarinnar í varnarsam starfi lýðræðisþjóðanna hefur verið mjög margbreytileg og á hverjum tíma miðazt við það, hvers konar áróður þeir hafa talið líklegastan til að hljóta ein- hvern hljómgrunn meðal þjóðar innar. Undanfarið hafa þeir lagt á það megináherzlu að útmála ógnir kjamorkustyrjaldar og hafa talið það rök í baráttunni gegn varnarstöðvunum. Náði' þessi á- róður kommúnista hámarki fyrir síðustu alþingiskosningar með birtingu „dauðaskýrslunnar“, sem þeir viðurkenna þó sjálfir að hafi verið gersamlega mis- heppnað áróðursbragð, enda eru þeir víst fáir utan raða einföld ustu kommúnista, sem telja, að það geti dregið eitthvað úr hætt unni af kjamorkusprengjum að krossað sé við kommúnista! „Hættulegar skoðanir“. Einn hinna margumtöluðu SÍA manna, sem nú hefur það að at- vinnu að skrifa forystugreinar um „vinnuþrælkun“ í „Þjóðvilj- ann“, Björgvin Salómonsson, hef ur lýst því vel í einni af leyni- skýrslum SÍA, hvemig kommún istar hafa hrökklazt úr einu víg- inu í annað í áróðrinum gegn varnarstöðvunum, en í leyni- skýrslum SÍA-manna segir á ein um stað: „Á bls. 5—6 (í skýrslii frá Aust ur-Þýzkalandi) stendur: „sam- kvæmt marxiskri herfræði verð ur kjarnorku- og vetnisstríð ekki útkljáð á nokkrum klukku- stundum“. Við bendum á, að þetta brýtur algerlega í bága við barátturök okkar gegn herstöðv unum, og teljum við hætíulegt, ef slíkar skoðanir kæmust á kreik meðal hernámsandstæðinga hér. Við vekjum athygli ykkar á, að málflutningur hemámsandstæð- inga hefur breytzt nokkuð frá því er áður var, þ.e. í stað þess að leggja höfuðáherzlu á svívirðingu við ástkæra fósturjörð og þá hættu, sem efnahagskerfi og menningu þjóðarinnar stafar af hersetunni, er aðaláherzlan nú lögð á tortímingarhættuna vegna tilkomu nýjustu gereyðingar- vopna“. (Rauða bókin. bls. 261 til 262). Leiðir á eigin „nöldri“ Hinn síbreytilegi áróður komm únista í varnarmálum virðist þó ekki hafa nægt til að viðhalda áhuga þeirra á málinu. í SÍA- skýrslu um flokksstjórnarfund „Sósíalistaflokksins“ í árslok 1958, þar sem ráðherrar komm- únista í vinstri stjórninni ját- uðu að hafa verið „hvatamenn þess, að samið hafi verið um frestun á endurskoðun herstöðva samningsins í nokkra mánuði 1956“, segir svo um ræðu Einars Olgeirssonar um þefcía mál: „Hans tal lýsti algjöru vonleysi í her- stöðvamálinu". Það er augljóst, að kommúnist ar eru sjálfir orðnir dauðlciðir á eigin „nöldri“ um þetta mál, og segir svo í skýrslunni af ræðu eins helzta stuðningsmanns Lúð- víks Jósepssonar á Austurlandi: „Jóhannes Stefánseon frá Nes- kaupstað flutti tölu. Taldi hann það mikinn harm, ef (vinstri) stjórnin spryngL Taldi hann her stöðvamálið vera algjört aukaat- riði og kvað menn hafa litlar áhyggjur af slíku í Múlasýslu. Kvaðst hann leiður á nöldri um þetta mál og fáránleg sú hug- mynd að ætla að setja slíkan hé- góma á oddinn, hvað þá fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um það“. Síðan segir: „Gunnar Ben ediktsson tók í svipaðan streng“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.