Morgunblaðið - 11.07.1963, Page 10
MOnCVNBLAÐIÐ
r
Fimmtudagur 11. júll 1963
i©
Framfarir í hlaupum
) Eftir Vin Hólnn
STÖÐUGT eru að berast
fréttir um, að heimsmet hafi
verið sett í hinum ýmsu í-
þróttagreinum. Það er sama
hvað metin eru ótrúleg, það
koma alltaf einhverjir nýir
menn, sem bæta þau. Eru
engin takmörk fyrir mann-
legri getu? Hve hratt munu
spretthlauparar framtíðarinn-
ar hlaupa 100 metrana? Hvað
hátt verður stökkið í há-
stökki?
Árið 1934 gf hinn frægi,
finnski Olympíuhlaupari,
Nurmi út töflu, þar sem hann
skýrði frá skoðunum sínum
í sambandi við takmörkun
mannlegrar getu. Þar hélt
hann því meðal annars fram,
að 100 metrarnir yrðu aldrei
hlaupnir hraðar en á 10,1
sekúndu.
Þeir sem fylgjast með íþrótt
um, vita, að þarna hafa spá-
dómar Nurmis brugðizt. Tveir
menn, Armin Hary frá Þýzka
lándi og Harry Jerome frá
Kanada, háfa þegar brotizt í
gegn um íþróttahljóðmúr
• Nurmis með því að bruna
hundrað metrana á 10 sekúnd-
um sléttum.
Þeir eru þó ekki hinir einu,
sem tekizt hefur að sanna, að
erfitt sé að spá fyrir um getu
mannsins. Hámörk Nurmis í
flestum öðrum greinum hafa
hlotið sömu örlög, sérstak-
lega í köstum og stökkum.
Sum takmörkin í hlaupum
standa enn óhögguð, þótt spá-
dómarnir í lengri hlaupum
hafi algjörlega brugðist, þ.e.
einmitt í þeim greinum, sem
Nurmi sjálfur átti heimsmet-
in í. Til gamans er hér tafla
um framfarirnar í hlaupunum,
í fyrsta dálki vegalengdin í
metrum, í öðrum dálki spá-
dómar Nurmis og í þriðja
dálki heimsmetin eins og þau
eru nú í dag í mínútum og
sekúndum.
LAW OF
GRAVITy
'B.EFEALED1
Of presekt pav
RESEARCHERS SUCCEEO
IN MARNESSING "ANTI-
GRAVITV''FORCES...
THUS CREATING WEIGMT-
LESSNESS RIGHTHERE
ON EARTH...THEN
MOUNTAIN-HIGH
ROCKETS COULD BE
LAUNCHED UKE
FEATHERS/
n
PROPELLANTS
56ALL0NS
-
"OJT LOOSE" FROM
EARTH'S GRAVITATIONAL
PULL.THE GIGAHTIC
BOOSTER WDULD NEED
VERV UTTLE ROCKET
POWERTO REACH
cr~v~ SPACE '
® !«l «Y COIUMKA FEATURES INC. WOSED SIGHTS EESEPVED
ÞYNGDARLÖGMÁLINU AFNEITAÐ — Ef rannsóknarmönnum
nútímans tekst að beizla gagnþyngdarkraftana og þannig fram
leiða þyngdarleysi hér á Jörðunni, verður hægt að skjóta fjallhá-
um geimförum upp eins og fjöðrum. Þegar þau eru laus við hið
sífellda tog þyngdaraflsins, þurfa þau sáralitla orku til þess að
ná geimnum.
100 10,1 10,0
200 19,8 20,0
400 44,8 44,9
800 1:44,8 1:44,3
1000 2:19,6 2:17,8
1500 3:43,5 3:35,6
5000 13:57,5 13:35,0
10000 29:35,0 28:18,2
Þetta sýnir, að mannleg
geta er óútreiknanleg. Hvað
orsakar það, að maðurinn get-
ur alltaf bætt sig? Það er við-
urkennt, að afrek í íþróttum
séu ekki aðeins háð líkamlegu
atgervi heldur og sálrænu á-
standi. Trúin á, að hægt sé
að gera eitthvað betur, leik-
ur stórt hlutverk. Gott dæmi
um þetta er draummílan.
Þegar Roger Bannister
hljóp fyrstur manna míluna
á skemmri tíma en fjórum
mínútum, var eins og að hann
hefði opnað flóðgátt. Þótt
þúsundir hlaupara hafi reynt
árangurslaust að gera draum-
inn að veruleika í fjöldamörg
ár, var það þó ekki fyrr en
einum manni tókst að ná
markinu, að fjöldinn treysti
sér til að gera það líka. Eftir
Bannister komu margir hlaup
arar, sem brutu niður fjögra-
mínútna-múrinn, og ekki að-
eins það, heldur fóru töluvert
undir fjórar mínútur í mílu-
hlaupum sínum.
Tækniframfarir
Þá er komið að hinum raun-
verulega tilgangi þessarar
greinar: að ræða um tækni-
framfarirnar, sem orðið hafa
í æfingakerfum íþróttamanna
síðustu tugina. Því hvað sem
trú, sálarástandi eða öðru
líður, þá er það æfingarkerfi
íþróttamannanna, sem byggir
þá upp til hinna stóru afreka.
Það var lengi trú manna, að
til þess að verða góður lang-
hlaupari, væri ekki um annað
að ræða en að hlaupa langt
og mikið. Sömuleiðis þurfti
kastari bara að kasta og kasta
eins oft og hann gæti, til þess
að ná upp á stjörnuhimininn
í íþróttunum. Nú vita menn,
að slíkt er ekki nóg.
Til þess að byggja upp lík-
amann: vöðvana og taugakerf
ið sem stjórnar þeim, þarf
oft að fara hálfgerðar króka-
leiðir. Það hefði verið hlegið
fyrir tuttugu árum, ef lang-
hlaupari hefði sagt, að hann
æfði hlaup með því að hvíla
sig. Þetta á sér þó stað í dag.
1 svokölluðum „hléæfing-
um“ hafa hlauparar tekið upp
það fyrirkomulag, að í stað-
inn fyrir að hlaupa langt,
hlaupa þeir aðeins 200 metra
hæga spretti í einu með stutt-
um hléum á milli. Afrek lang-
hlaupara byggjast mest á af-
köstum hjartna þeirra, og það
hefur komið í ljós, að þau
styrkjast mest í hléunum!
Svipað á að gera, þegar æfa
skal upp vöðvastyrkleikann:
láta vöðvana vinna rösklega
Og taka vel á í stuttan tíma,
með góðum hvíldum á milli æf
inga. Það hefur verið uppgötv-
að með rannsóknum bæði í
Þýzkalandi og Bandaríkjun-
um, að til þess að vöðvi
stækki eins hratt og hægt er,
þarf hann ekki að taka á
nema 6 sekúndur á hverjum
degi. En hann verður að reyna
á sig til fullnustu eða að
minnsta kosti 80-90% af hin-
um mesta styrkleika sínum.
Á þessari uppgötvun bygg-
ist nýtt kerfi til æfinga, sem
nú er mjög vinsælt. Kerfið,
sem helzt mætti kalla „átaks
æfingar“ reynir að ná til allra
vöðva líkamans með því að
láta íþróttamennina fram-
kvæma alls konar mismun-
andi stuttar átaksæfingar í
mörgum stellingum. Á þann
hátt og án mikilla hreyfinga
er íþróttamaðurinn undirbú-
inn undir grein sína, í hvaða
íþrótt hann svo er.
Aðalfundur
félags ísl.
bókaverzlana
AÐALFUNDUR félags íslenzkra
bókaverzlana var haldinn í skrif
stofu Kaupmannasamtaka íslands
að Klapparstíg 26, þriðjudginn
11. júní sl.
Formaður félagsins Lárus Bl.
Guðmundsson flutti skýrlu
stjórnarinnar um störf félagsins
á liðnu ári.
Lárus Bl. Guðmundsson var
endurkjörinn formaður félagsins
til eins árs.
Meðstjórnendur til tveggja ára
voru kosnir: Kristinn Reyr og
Kristján Jónsson.
Meðstjórnandi til eins árs, var
kosinn Jón Baldvinsson.
Fulltrúi í stjórn Kaupmanna
samtakanna var kosinn Lárus Bl.
Guðmundsson, en til vara Krist-
ján Jónsson.
Fundurinn gerði einróma álit
um verðlagsmál, þess efnis, að
afnema beri nú þegar verðlags-
ákvæði á ritföngum og pappírs-
vörum hvers konar.
Gera ser rangar hug-
myndir um veðurfarið
HÉR HAFA dvalizt 1 nokkra
daga Sidney G. King, einn af
forráðaimönnum Cook-ferðaskrif-
s‘ funnar í London, og H. Guy
Valentine, einn af for-
stöðumönnum Wagons-Lits
ferðaskrifstofunnar í París. Hafa
þeir ferðazt töluvert um landið
á vegum Geirs Zoega og í för
með þeim hefur verið Jóhann
Sigurðsson, forstjóri íslenzku
ferðaskrifstofunnar í London.
Þeir héldu heimleiðis í gær
og ræddu stuttlega við frétta-
menn í skrifstofu Flugfélags fs-
lands skömmu fyrir brottför. Bar
ferðalöngunum saman um að ís-
land hefði upp á margt að bjóða
og sögðu, að áhugi ferðamanna í
Evrópu beindist æ meira að
norðrinu. Þó væri það svo, að
þorri ferðamanna vildi njóta
sumars og sólar í sumarfríinu.
En eftir að hafa ferðazt um
landið hefðu þeir komizt að raun
um að hér væri líka hægt að
njóta sumarblíðunnar og hug-
myndir manna erlendis um veð-
urfar á íslandi væru rangar.
Náttúra landsins væri hins
vegar það, sem laða mundi fólk
hingað. Þeir voru beðnir um
vinsamlegar ábendingar um það,
sem betur mætti fara og minnt-
ust þeir þá á, að merkingu vega
og leiða væri töluvert ábótavant
— og á flestum stöðum, sem at-
byglisverðjr gætu talizt, væri
ekkert til að gefa ókunnugum
ferðalöngum slíkt til kynna. Létu
þeir vel af þjónustu á veitinga-
húsum, en fannst hins vegar að
meira mætti t.d. sníða aðstöðu
við þarfir ferðamanna að Gull-
fossi og Geysi. Á jarðhitasvæð-
unum væri heldur ekki nægilega
vel merkt hættusvæði, því al-
mennt áttaði fólk sig ekki á
hversu hættulegt það gæti verið
að fara of nærri hinum vellandi
hverum.
Sögðust báðir hafa hug á að
leiða ferðamenn æ meir að ís-
landi, en þessar tvær ferðaskrif-
stofur, sem vinna saman, eru
með stærstu stofnunum sinnar
tegundar í heiminum.
Örn Ó. Johnson, framkvstj.
Flugfélagsins, þakkaði þeim að
lokum fyrir komuna og óskaði
góðrar heimferðar.
Pólskum rithöfundum
sagt til syndanna
INlefndir „dauðyfli6* og sagðir
of neikvæðir og hikandi
Varsjá, 9. júlí NTB-AFP: —
Edward Ochab, ritari pólska
kommúnistaflokksins, gagnrýndi
pólska rithöfunda harðiega í
ræðu, sem hann hélt í íniðstjóm
flokksins í dag. Sagði hann að
margir þeirra ættu á hættu að
verða þegar í stað reknir úr
flokknum, sökum þess að þeir
stæðu honum fyrir þrifum.
Ochab réðist á marga kommún-
istíska rithöfunda og kvað þá
vera neikvæða og hikandi í bar-
áttunni fyrir stefnu flokksins á
sviði hugmyndafræðinnar. Veik-
leiki rithöfundasamtakanna í Var
sjá væri vel þekktur, og áhrif
þeirra á aðra rithöfunda hefðu
nú verið minnkuð.
Ochab sagði að afstaða alltof
margra rithöfunda, sem meðlimir
væru í flokknum, væri of nei-
kvæð og hikandi Ef minna væri
um dauðyfli og þeir rithöfundar
væru færri, sem ekki gætu bar
ist fyrir hugmyndum flokksins
innan hans, myndu menntamenn
í kommúnistaflokknum geta haft
meiri áhrif, sagði hann.
Ochab tók einnig stórt upp I
sig er hann ræddi um sócíalist-
iska raunsæi í bókmenntum og
listum. Skoraði hann á kommún-
^istiska rithöfunda að berjast gegn
utanaðkomandi hugmyndum og
að fá rithöfunda, sem ekki eru 1
flokknum, til þess að skipta um
skoðun og taka þátt í uppbygg-
ingu sósíalismans.
Marfelli neitar
öllum sökum
London 9. júlí — AP—NTB
ÍTALSKI kjarnorkufræðing-
urinn Giuseppe Martelli sagði
fyrir rétti í dag að hann hafi frá
upphafi til enda barist einn gegn
sovézkum flugumönnum. Mar-
telli er sem kunnugt er ákærð-
ur fyrir njósnir í þágu Sovét-
ríkjanna. Sagðist Martelli hafa
gert sér ljóst að ekki þýddi fyr-
ir hann einan að eiga við leyni-
þjónustu Sovétríkjanna, en hann
hafi hins vegar viljað athuga,
hverju hann þó fengið áorkað.
Neitar hann öllum sakargiftum.
Martelli sagði fyrir réttinum
að hann hefði tekizt á hendur
ferð til Vínarborgar, þar sem
hann átti að hitta marga aðila.
Kvaðst hann hafa farið til þess
að afla sér sem mestra upplýs-
ingá. Kvað hann ástæðuna fyrir
því að hann hafi ekki gert lög-
reglunni aðvart eftir Vínarferð-
ina vera þá, að hann hefði vitað
að flugumönnum Rússa mundi
berast það til eyrna. Martelli
neitaði síðan þeim ákærum að
hann hafi látið Rússum í té upp-
lýsingar og ennfremur að honum
hafi verið kennt að ljósmynda
leyndarskjöl. Kvaðst hann aldrei
hafa verið kommúnisti.
7/7 sölu
Benz diesel fólksbifreið, árg.
’60.
Chverolet ’55, mjög góður.
Benz 180 ’55. Skipti á ódýrari
bíl æskileg.
Chevrolet ’55 sendibíll hærri
gerð.
SUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3. SUnar 19032, 2001*