Morgunblaðið - 11.07.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 11.07.1963, Síða 20
20 ltöORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. júlí 1963 HIILBHIT F00TI1IER: H Æ T I T IJ L I E - G U R FARMUR 30 ■ ^ú, já. Þegar stormurinn var. Og fékk laeknirinn þér sprautuna á eftir? — Nei. Til hvers hefði hann átt að gera það? — Til þess að þú gaetir spraut- að þig sjálf, ef þörf gerðist. — Jæja, það gerði hann. nú ekki. Eg hef aldrei haft hönd á þessu áhaldi. Frú Storey hvíslaði einu eða tveimur orðum í eyrað á Les Farman, og skipstjórinn fór aftur upp stigann. Adeia og Frank sendu hvort öðru skelft augna- tillit. Húsmóðir mín sneri sér að laekninum. _ Ég býst við, að eftir að þér höfðuð gefið Adelu sprautuna, hafið þér hreinsað áhaidið og komið því á sinn stað í öskjunni á hillunni. 1— Ég býst við því, svaraði hann ólundarlega. Slíkt og því- líkt gerir maður ósjálfrátt, án þess að hugsa um það. — Þér þurftuð ekkert að nota sprautuna eftir þetta? — Nei. ■— Fór Adela strak út úr lækn- ingastofunni? •— Nei, hún dokaði þar vlð dá- litla stund og við röbbuðum sam- an. — Þá er það hugsanlegt, að hún hafi tekið sprautuna að yður óvörum? Augun ætluðu út úr höfðinu á honum. — Nei! æpti'hann. — En þér getið ekki svarið, að hún hafi verið á sínum stað, eftir að Adela fór út. Hann sá, að hann hafði gengið í gildru. Hann beit á vörina og andaði órólega. Frú Storey sneri nú athygli sinni að Adelu. — Tókstu virki- lega sprautuna, þegar læknirinn sá ekki til? — Nei, svaraði Adela. — Ég var að segja þér, að ég hef aldrei snert hendi við henni. — Hvár varstu nokkrum mín- útum fyrir kiukkan sjö í morg- un? — í rúminu, sofandi, sagði Adela og glápti á hana. Það var eins og frú Storey gleymdi þeim. Hún sló vindiingi við handarbakið og gekk burt um leið og hún kveikti í honum, og var eins og hugsi. Adela og Tanner virtust vera slegin. Sann- leikurinn var sá, að við horfðum öll á hana með kvíða, og gátum o :kur til um, hverju hún ætlaði að skella á okkur næst. Allt i einu kom Les Farman niður stigann og hafði með sér tvö vitni í viðbót, Jepson, einn af þjónum í matsal, og Hankley þjón á A-þilfari. Án þess að lita á þá, sagði frú Storey: — Jepson, viljið ér endurtaka það, sem þér yoruð að segja skipstjóranum áðan. Þjónninn, sem var rösklegur og laglegur ungur maður, naut þess sýnilega að vera þarna miðdep- illinn. — Já, frú, sagði hann, — rétt skömmu fyrir sjö í morg- un.... — Bíðið andartak, hvernig get ið þér munað tímann svo ná- kvæmlega? — Af því að hr. Laghet var á gangi á þilfarinu, frú. Á hverj- um morgni kemur hann upp.... ég á við kom hann upp og var vanur að ganga nokkra hringi í þilfarinu, svo að það skeikaði ekki fremur en klukku. — Og hvað voruð þér að gera? — Ég var að þurrka af hús- gögnunum í borðsainum. — Haldið þér áfram. — Þá heyrði ég einhvern ganga upp stigann. Dyrnar á borð salnum voru lokaðar, en ég sá út á milli gluggatj^ldanna. Þarna var frú Holder. Hún leit eitt- hvað skritilega út, svo að ég veitti henni betur eftirtekt, en hún sá mig ekki. Hún bíður rétt innan við hurðina, þangað til hr. Laghet gengur fram hjá og stekk ur þá til hans. Og svo stóðu þau t na og töluðu saman. — Gátuð þér heyrt, hvað þau sögðu? \ — Nei, frú. Það er að segja ekki nema eitt eða tvö orð. Adela hafði hlustað á JepsOn, eins og steingerð af hræðslu. — Húsbóndinn var bálvond- ur, og mér fannst frúin vera að gráta. Það er að segja andlitið á hcnni var allt afmyndað, en ég sá engin tár. Hann vill sleppa frá henni, en hún heldur honum föst- um og er óðamála. Þau voru rétt við dyrnar inn í ganginn. — Sögðuð þér skipstjóranum, hvað þau sögðu? — Já, frú, þau verða æst og þá fór ég að heyra til þeirra. Húsbóndinn segir: „Ekki túskild- ing!“ Hún segir eitthvað, sem ég heiyrði ekki og hann svarar og segir: „Það er engin rómantisk endurminning." Hún segir: „Hor- ace, barnið okkar?“. Og hann segir: „Já, þú segir það!“ Og svo grét hún og hékk í honum, en hann ýtir henni frá sér og hún dettur. — Og hann kemur bölvandi inn í ganginum, hélt Jepson á- fram. — Hann lítur við og segir við hana: „Mér er alveg sama, hvort hann giftist þér eða ekki. Hversvegna kemurðu ekki dem- antinum í peninga?" Og svo hleypur hann niður stigann. — Hann er að Ijúga, sagði Adela, hás. — Þetta gæti nú samt líkzt honum Horace, svaraði frú Stor- ey þurrlega. — Er það kannski ekki satt, að þú hafir hitt hann á þiifarinu í morgun? — Jú, en það var ekkert sögu- legt við það. Við hittumst bara af tilviljun. — Um hvað talaðirðu við Hor- ace? — Um Frank Tanner. Frank sagði, að það yrði alveg úti um sig, ef Horace ræki hann burt að ástæðulausu. Ég var að biðja Lorace að gefa honum vottorð upp á það, að læknisþjónusta hans hefði verið óaðfinnanleg. — Og þú varst að gráta? spurði frú Storey þurrlega. Adela var nú að gráti komin. — Ég var ekkert að gráta. Frú Storey sneri sér aftur að Jepson. — Hvað gerðist svo eftir að hr. Laghet fór niður stigann? — Frú Holder kemur inn, ut- an af þilfarinu og Tanner læknir kemur út um dyrnar að bóka- safninu, hinumegin- við mig. Hann faldi sig þar en ég hafði ekki séð hann fyrr. Þau talast ekkert við. Frú Holder hristir bara höfuðið til hans og fer nið- ur stigdnn. Læknirinn gengur aftur eftir, gegnum bókastofuna. Annað sá ég ekki. Frú Storey sagði við Adelu: —Hvert fórstu? - Inn í herbergið mitt, svar- aði hin, æst. — Hankley! sagði frú Storey við hinn þjóninn. — Sáuð þér frú Holder snemma i morgun? Hankley var okkar þjónn, lit- ill,- uppþornaður maður, með andlit eins og grímu. — Já, frú. — Segið mér nánar frá þvi. — Jú, frú, þegar ég var að koma frameftir gegnum ganginn stjórnborðsmegin á A-dekki, sé ég hana koma upp stigann fram frá. — Nei, æpti Adela tryllings- lega. — Þér getið svarið, að þetta hi fi verið frú Holder? — Vitanlega, frú. Hún var í ljósrauðum undrfötum með rauðu belti, sem ég hef oft séð hana í. — Þér eruð viss um, að hún hafi verið að koma upp? — Já, frú. Þegar hún sneri til hliðar, sá ég á bakið á henni. Hún sá mig ekki. — Hvenær var þetta? Hugsið yður nú vandlega um. — Eitthvað um klukkan sjö, frú. Ég athugaði það ekki alveg nákvæmlega, frú, en það var rétt um klukkan sjö. — Þetta er lygi! æpti Adela. — Ég fór aldrei niður fyrir A-dekkið. Og ég sá Horace aldrei aftur. Ég sver það! Frú Storey hélt áfram að reykja og horfði á hana óræðu augnatilliti. — Ef ég hef farið niður sagði Adela, — þá hefur það bara ver- ið af því að ég hef verið komin framhjá mínu dekki og orðið að koma upp aftur. Frú Storey svaraði þessu engu. — Frank! æpti Adela, frá sér af hræðslu. — Segðu "henni, að ég gæti ekki hafa gert það. Segðu henni, að ég hafi aldrei haft þessa bölvuðu sprautu handa rr.illi. Tanner var náfölur í framan. Hann vætti varirnar. — Það er satt, sagði hann. — Adela snerti aldrei þessa sprautu. — Þér getið ekki svarið upp á það. — Vist get ég það! Klukkan þrjú í gær, var hún á sinum stað í öskjunni, hjá hinum. Eg sá hana þar sjálfur. — Hversvegna sögðuð þér það ekki, fyrst þegar ég spurði? — Ég var búinn að gleyma því. — Þetta snögga minni yðar er ekki sérlega sannfærandi. — Ég sver það! Ég skyldi sverja það fyrir rétti, eða hvar sem væri! — Hvernig stóð á því, að þér gáðu í öskjuna klukkan þrjú í gær? — Það var af engri sérstakri ástæðu. Mér varð litið á hana. Ég mundi ekki, hvort ég hafði sett hana á sinn stað, svo að ég gáði að, hvort hún væri þar.... Adela kom alls ekki í lækninga- stofuna eftir það, og dyrnar voru læstar þegar ég var þar ekki. — Ég skil, sagði frú Storey þurrlega — En hvernig komst, þá sprautan hingað í laugina, úr því hún var læst inni í lækninga- stofunni? Hann skynjaði, að hann var að- (' s að flækja sig enn meir og ranghvolfdi augunum. — Þér hafið ekki sannað, að það sé sama sprautan. — Jæja, við skulum þá ganga að þessu öðruvísi. Hvað er orðið af sprautunni, sem var í öskjunni klukkan þrjú í gær? Þessu gat hann ekki svarað. Við gátum öll séð, að hann var í þann veginn að bugast. — Tókuð þér hana þaðan sjálf- ur? spurði hún lágt. — Nei. Húsmóðir mín breytti snögg- lega um efni. — Ætlið þér að giftast frú Holder, þegar við komum í land? spurði hún. — Nei, svaraði Tanner. — Svo hátt gæti ég aldrei hugsað. Frú Storey brosti þurrlega. — Hvernig stendur þá á því, að hún gengur með hringinn með rauða steininum, sem þér voruð áður með á litla fingri? Það er dálítið eftirtektarvert, af því að frú Holder á svo marga miklu verðmætari hringa. — O, það er bara vináttugrip- ur, tautaði hann. — Jæja. Andlitssvipurinn á frú Storey varð allt í einu ógn- andi. — Ég vil halda því fram, að þið frú Holder hafið sett þetta á svið í. morgun, til þess ð hafa KALLI KUREKI -X - * Teiknari; Fred Harman peninga út úr Horace, sem þið gætuð gift ykkur fyrir. — Nei.... nei.... sagði hann lágt. — Það er bersýnilegt, sam- kvæmt vitnisburði Jepsons, að frú Holder notaði þar gamalt og alþekkt bragð, til þess að fá máli sínu framgengt. Það mistókst, og ég vil halda því fram, að þá hafið þið komið ykkur saman um að ryðja Horace úr ve>gi, til þess að tryggja ykkur það, sem hún átti að erfa eftir hann, samkvæmt erfðaskránni hans. — Nei, hvíslaði hann ágndofa. — Og hvert fóruð þér svo eftir þetta atvik á þilfarinu? — Inn í herbergið mitt. —■ Þér stefnduð alls ekki í þá átt. Þér þekkið hvern krók og kima á skipinu. Ég vil halda því fram, að þér hafið farið niður stigann að aftan og svo gengið fram eftir B-þilarinu, að dyrun- um, sem opnast út að stiganum hérna rétt fyrir ofan okkur. r „Jimmie vissi, að þið mynduð finna þessa ’38 kaliber kúlu í Sam Aiken og frá því gat hann ekki kjaftað sig. Hann játaði allt“. Meðan Jimmie Jenkins bíður eftir réttarhöldunum, halda Kalli og sá gamli heim á leið. „Frænka heldur, að þú hafir drepið Sam. Hún borgaði Jimmie 150 dollara fyrir að þegja yfir því.“ „Ef þú hefðir ekki komið til skjalanna, þá mundi ég sjálfur halda það enn þann dag í dag“. Heima á búgarðinum, hugsar frænka um það, hvort sá gamli muni hafa komizt undan til Mexico. „Hann er bévaður asni, en ég sakna nöldursins í honum. Það verður ólíkt hérna fyrst hann er farinn. ailltvarpiö Fimmtudagur 11. júlí. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Á frívaktinni**, sjómanna* þáttur (Sigríður Hagalín) 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Danshljómsveitir leika. — 18.5Í Tilkynningar. — 19:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 íslenzkir söngvarar: Gunnar Guðmundsson kynnir nýja hljómplötu. 20:30 María Curie; I. erindi: Uppvöxt- ur og æskuár (Sigurlaug Árna« dóttir). 20:55 Tónleikar: „Konsertdansar** eft«» ir Stravinsky (Ensk kammer- hljómsveit leikur; Colin Ðavij stjórnar. 21:15 Raddir skálda: Þorsteinn Ö. SLophenscn *eM kvæði eftir Þórodd Guðmunds- son, Stefán Jónsson rithöfundur les smásögu. „Á skilnaðarstund** og Jón Óskar les frumort ljóö. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarinn 1 Al- aska" eftir Peier Groma; XI* (Hersteinn Pálsson). 22:30 „Konungurinn og ég": Rafn Thorarensen kynnir lög úr söng leik eftir Rodgers og Hammer- v stein. (Meðal söngvara: Deborah Kerr, Yul Brynner og Rita Mor- ene). 23:15 Dagskrárlok. Föstudagur 12. júli. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. « 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna"; Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Harmonikulög. — 178:50 Til« kynningar. — 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð* mundsson og Tómas Karlsson). 20:30 „Shéhérazade", lagaflokkur eftýp Ravel (Victoria de los Angel« es syngur við undirleik hljóm* aveitar). 20:45 Frásaga: Stjörnuhrap (Gunnay Róbertsson Hansen leikstjóri) 21:06 Tónlist fyrir trompeta og hljóm sveit eftir Vivaldi og PurceU (Roger Voisin ug Armando Ghitalla leika með Unicom hljómsveitinni; Harry Ellis Diclc son stjórnar). 21:30 Útvarpssagan: ,Alberta og Jakob# eftir Coru Sandel; XIV. (Hann« es Sigfússon). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Keisarmn í Al- aska" eftir Peter' Groma; XIX. (Hersteinn Pálsson). 22:30 Menn og músik; II. þáttun Tjaikovsky (Ólafur Ragnar Grímsson hefur runsjón á hendi) 23:15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.