Morgunblaðið - 11.07.1963, Síða 22

Morgunblaðið - 11.07.1963, Síða 22
22 MORCUNBZ A P Fimmtudagur 11. júlí 1963 Hópur meistara a golfmótinu nyr&ra GOLFÞING íslands 1963 verður háð á Akureyri á morgun fimmtu dag. í beinu framhaldi af því verður íslandsmeistaramót í golfi 1963 haldið á Akureyri dag- ana 11—14 júlí. Hefst keppnin með öldungakeppni, sem er tvenns konar, forgjafarlaus og með forgjöf. Sú keppni fer fram fimmtudaginn 11 júií, og er 18 holu keppni. Þann sama dag fer KsjpSíííís; Jóhann Eyjólfsson er einn bezti kylfingur Reykjavíkur. fram flokkakeppni, og taka í henni þátt sveitir frá Akureyri, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Allir þátttakendur á landsmót- inu eru hlutgengir i flokkakeppni þessa, en sez beztu menn hvers byggðarlags mynda hverja sveit. Hér er einnig um 18-holu kep’pni að ræða, forgjafarlausa. ir 72 holu keppni. Föstudaginn 12. júlí hefst svo sjálft meistaramótið. Verður keppt í þremur flokkum. Meist- araflokkur, en í honuan eiga rétt til þátttöku golfleikarar, sem hafa forgjöf 6 eða minna, leikur 18 holur á föstudag, 36 holur á laugardag og 18 holur á sunnu- Sfernberg hættulegn meiddur Bandaríski heimsmethafinn í stangarstökki, Sternberg, sem stokkið hefur 5.08 m og biður það afrek staðfestingar sem heimsmet, varð fyrir alvarlegu slysi á dögunum. Hann var við fimleikastökk af stökkbretti og misttókst stökk og kom niður á höfuðið. Meiðslin eru í hálsi og hrygg og segir læknaskýrslan í gær að möguleikar á varanlegri lömun „séu miklir“. Sternberg er kornungur afreksmaður sem nýverið skaut upp á stjörnuhimininn. dag, eða 72 holur alls. Sigurveg- ari í þessum flokki hlýtur sæmd arheitið golfmeistari íslands 1963. Meðal þátttakenda í þessum flokki eru núverandi golfmeist- ari, Óttar Yngvason fra Reykja- vík svo og fyrrverandi golfmeist- arar, Jóhann Eyjólfsson og Ólaf- ur Ág. Ólafsson, frá Akureyri Magnús Guðmundsson, Gunnar Sólnes, Gunnar Konráðsson, Sig- tryggur Júlíus- son, og frá Vest- m.eyjum Lár- us Ársælsson, Gunnlaugur Ax- elsson og Kristján Torfason. Er ekki að efa að keppni verður geysihörð og spennandi. Fyrsti flokkur, en í honum eru golfleikarar með forgjöf 7—12, leikur einnig 72 holur eins og meistaraflokkur. Þar er og margt liðtækra manna og eiga þeir efalaust eftir að koma við sögu síðar, þó að eigi verði þeirra getið hér. 2. flokkur leikur alls 36 holur, 18 á fimmtudegi og 18 á sunnudegi. Þetta er bandaríski blökkustúd- entinn Bob Hayes, sem nýlega setti heimsmet í 100 yards hlaupi — er samsvarar 9,9 sek í 100 m. Skozkf unglinga lið til KR í kvöld Leikur 5 leiki / Rvik, Eyjum og á Akranesi í KVÖLD er væntanlegt á veg um K.R. . skozkt unglingalið, Drumchapel Amateur FC. Mun liðið leika hér 3 leiki, 2 leiki í Vestmannaeyjum og sennilega 1 leik á Akranesi. Drumchapel er úthvertfi í Glas gow og rekur félagið 3 lið, yngri en 16 ára, yngri en 17 ára og yngri en 18 ára, og hefur í öll- um flokkum verið meðal sterk- ustu félaga Skotlands. Til marks um styrkleika liðanna er það, að á 12 mánuðum 1961-1962 hurfu 18 leikmenn yfir til atvinnufé laga frá félaginu. Undanfarin ár hefur bezta liðið tekið þátt í hraðkeppni í Ruhr héraðinu í Þýzkalandi og í vor varð félagið nr. 2, en ald- urstakmarkið er þar hærra en hjá Drumchapel. Fyrir nokkru vann félagið hraðkeppni í Glas- gów, Glasgow Junior Charity Cup, og kemur það lið hingað. Þátttakendur verða 14 leik- menn og 2 fararstjórar, og er annar þeirra Bell, þjálfari St, Mirren, en hjá því félagi eru 4 fyrrverandi Drumchapel dreng Daufur arangur og skemmtiteg á frjálsiþróttamóti ÍR i gær ÁRLEGT frjálsíþróttamót ÍR fór fram á Laugardalsvellinum í gær. Það var eins og veður- guðirnir fengju boð um mótið því skömmu fyrir það dró fyrir sól og kólnaði eins og frjáls- íþróttamenn hafa svo oft þurft að kenna á. Fátt var áhorfenda að mótinu en þátttaka allgóð, einkum í kvennagreinum, og þó afrek hafi ekki verið stór eða mikil voru Ijósir punktar innan- um. if Hörkukeppni Hörkukeppni 6 manna varð í 100 m hlaupi. Þar var m.a. Banda ríkjamaður sem hér dvelur og hef ur áður fyrr náð góðum árangri. Valbjörn vann eftir harða keppni við kornungan pilt Einar Gísla- son. Valbjörn fékk 11.4, Einar 11.5 og tveir fengu 11.6 Skafti Þorgrímsson og Úlfar Teitsson. Bandaríkjamaðurinn fékk 11.8 Svona tvísýn keppni er óvanaleg hér og gerir öll mót skemmtileg þó árangur nú hafi ekki verið góður vegna mótvinds. í 800 m hlaupinu bitust þeir stíft Kristján og Helgi Hóim. Kristján var sterkari á síðustu 100 metrunum og vann. Úlfar Teitsson var öruggur sig urvegari í langstökki en herzlu- mun vantaði á gott afrek. Sjö stúlkur reyndu sig í lang stökki — óvanaleg þátttaka og reyndar settu kvennagreinar svip á þetta mót. Mótið var mjög umfangsmikið — 15 greinar en gekk furðu vel Starfsmannahópurínn var í fjöl- mennasta lagi í þetta sinn og margar gamlar ÍR-stjörnur þeirra á meðal og settu svip á mótið. Helstu úrslit urðu þessi: 80 m. grindahlaup kvenna: Sigríður Sigurðardtótir, ÍR 14.3 Kristín Kjartansdóttir ÍR. 14.9 Kringlukast: Þorsteinn Löwe, ÍR 43,10 Friðrik Guðmundsson, KR 42,06 Langstökk: Úliar Teitsson, KT 6,89 Einar Frímansson, KR 6,73 100 m. hlaup sveina: Jón Þorgeirsson, ÍR 13,0 Geir V. Guðjónsson, ÍR 13,0 Einar Þorgrímsson, ÍR 13,1 Kúluvarp sveina: Erlendur Valdimarsson, ÍR 16,76 Valbjörn í samein- uðu liði Norðurlanda LIÐ Norðulandanna í frjálsum íþróttum, sem keppa á við úr- valslið Balkanlandanna á móti í Helsingfors síðar í þessum mán uði hefur nú endanlega verið val ið. Einn fslendingur komst í liðið. Það er Valbjörn Þorláksson, sem var valinn, sem þriðji maður í tugþraut. Tvö forföll hafa verið boðuð. Thyge Thögersen, Danmörku, boðaði forföll í maraþonhlaupi og Finninn Jorma Kamha er meiddur og getur ekki verið með í tugþraut. í hans stað keppir í þrautinni landi hans, Mikko Haa pala. Eftir þessar breytingar saman- stendur lið Norðurlanda af 29 Finnum, 15 Svíum, 13 Norðmönn um, 1 Islending og 1 Dana. Lið Balkanlanda skipa 20 Júgó slavar, 19 Rúmenar, 13 Búlgaríu menn, 7 Grikkir og 4 Tyrkir. en góð keppni Kristján Óskarsson, ÍR 13,10 100 m hlaup: Valbjörn Þorláksson, ÍR 11,4 Einar Gíslason, KR 11,5 800 m hlaup: Kristján Mikelsson, ÍR 2.00.2 Helgi Hólm, ÍR 2.00.7 3000 m hlaup: Halldór Jóhannesson, KR 9.04.3 Gunnar Karlsson, Breiðablik 10.15.8 Hástökk: Jón P. Ólafsson, ÍR Halldór Jónasson, ÍR Valhjöm Þorláksson, KR 1.95 1.75 1.75 4.20 3.80 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, KR Heiðar Georgsson, ÍR 1000 m boðhlaup: ÍR 2:05.6 KR-unglsv. 2:07.4 4x100 m boðlilaup kvenna: ÍR — A-sveit 56.4 ÍR — B-sveit 62.8 Langstökk kvenna: Sigríður Sigurðardóttir, ÍR 4.98 María Hauksdóttir, ÍR 4.53 Kringlukast kvenna: Hlín Torfadóttir, ÍR 25,37 Sigrún Einarsdóttir, KR 25,03 Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR 56,18 Kristján Stefánsson, ÍR 55,23 Úrslit í 2. flokki í KVÖLD fer fram úrslitaleikur landsmóts 2. fl. frá síðasta ári, en þeim leik tókst eklti að ljúka á -réttum tíma. Leikurinn fer fram á Melavelli og hefst kl. 20:30 og eigast þá við Fram og Vestmannaeyingar, en þessi lið sigruðu í sitt hvorunvriðli. Þetta er annað árið í röð sem ÍBV kemst í úrslit í þessum flokki og 'verður skemmtilegt að sjá hvort liðinu tekst betur en 1961, en þá tapaði það fyrir ÞróttL ir. Markvörður Drumchapel leik- ur hér í síðasta sinn fyrir félag- ið, en eftir heimkomuna verður hann atvinnumaður hjá 1. deild- ar liðinu Airdrie. Fyrsti leikurinn verður á föstu dagskvöld á Laugardalsvelli gegn KR, síðan fara Skotarnir til Vestmannaeyja, en á þriðju- dag leika þeir gegn Fram á Melavelli og sunnudaginn 21. júlí á Laugardalsvelli gegn úrvalsliði Reykjavíkur. 19,09 í kúluvarpi 67,39 í sleggjukasfi NORSKI stangarstökkvarinn Kjell Hövik setti nýtt norskt met á miklu móti í Bislet á mánudaga kvöld. Hann stökk 4.55 m. Tomas sek Tékkóslóvakíu vann keppn- ina með 4.70 m. Tveir Norðmenn voru í næstu sætum með 4.20. Margir. góðir árangrar náðust á þessu móti. Norska stúlkan Berit Töien setti nýtt Norður- landamet í langstökki, stökk 6,17 metra. Margir erlendir gestir voru á þessu móti og settu sterkan svip á það. Mest lof fékk Zivotski Ungverjalandi í sleggjukasti. — Hann setti vallarmet 67,39, átti 5 gild köst og það styzta 65,42. Landi hans Varju setti vallar- met í kúluvarpi, 19,09 m. í fyrstu tilraun. Síðan átti hann 4 ógild og loks 18,94. Af því helzta öðru sem þó hvarf í skuggann má nefna Rasmussen Nor. 72,32 í spjóti, Hammarsland 3.50,0 í 1500 m og 5 aðrir Norð menn undir 3.57,0. Bunæs Noregi 47,6 í 400 m hlaupi. Simon Ungv. 14.13,2 í 5 km hlaupi og Tellesbö Nor. 14.17,4. Þrístökk Sukari Jap an 15,59. 800 m Bentzon Noregi 1.51,5. Frábær árangur tugþrautarmanns Formósumaðurinn Yang Chuan Kwang sem fyrr á þessu ári setti heimsmet í tugþraut keppti I Stokkhólmi í gær. Hann sigraði í 110 m grindahlaupi á 14,5 sek. og varð annar í stangarstökki með 4,90 m. Bandaríkjamaður- inn Pennel vann stangarstökks- keppnina með 5.00 m. Námskeið í frjálsum íþróttum Frjálsíþróttadeild KR hefur á- kveðið að efna til námskeiða I frjálsum íþróttum og verða þau bæði fyrir pilta og stúlkur. Námskeiðin verða á Melavellin- um á þriðjudaga og fimmtudaga kl. 2í>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.