Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIB Miðvikudaj^tr 17. júlí 1963 Kveðjusamsœti verður haldið þriðjudaginn 23. júlí kl. 20,00 fyrir PAUL O. EINARSSON OG FRÚ WINNIPEG, CANADA (sonur Guðfinns Einarssonar, Patreksfirði). — Þeir ættingja og vinir þeirra, sem vilja vera við- staddir, vinsamlegast hringi í síma 22705 19. og 20. júlí. Skuldabréf Nokkur smá, en örugg fasteignatryggð skuldabréf til 8i/2 árs, vextir 7%, eru til sölu á genginu 65. Einnig kr. 10 þúsund í Sogsbréfum með gjalddaga í nóvember 1964. Væntanlegir kaupendur sendi tilboð til Mbl. sem fyrst, merkt: „Þagmælska — 5194“. Stúlka óskast í skartgripaverzlun. Skemmtileg vinnuskilyrði. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Skai'tgripa- verzlun — 5063“. Gaboon Nýkomið smáskorið finnskt gaboon 5x10 fet í þykktum 16 — 19 og 22 mm. Krisiján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. — Sími 13879 og 17172. Lilli ferðaklúbhurinn fer næstu helgi í Hraunteig og á sunnudag komið í Skálholt. Pantið farseðla tímanlega hjá Ferða- skrifstofunni Útsýn. Litli ferðaklúbburinn. Færeyski söngkórinn heldur síðustu opinberu samkomu sína í Tjarnarbæ í kvöld kl. 7. — Allir hjartanlega velkomnir. Hinar vinsælu stálvörur frá G. A. B. I. S. Nýkomnar „Party“ sett Vínkönnur Kaffikönnur Steikarföt Barnadiskar Barnamál Ávaxtaföt o. fl. Gefið gjafir frá G. B. Silfurbúðinni. G.B. Silfurbúðin Laugavegi 13. - Sími 11066 - Laugavegi 55 - Utan úr heimi Framhald af bls. 12. Vináttuslit Þegar slitnaði upp úr vináttu þeirra Mao Tse-tungs og Krús- jeffs, kölluðu Rússar vísinda- menn sína heim frá Kína og fjöldi kinverskra nemenda sneri heim frá Sovétríkjunum. Einn- ig skáru Rússar niður lánveiting- ar, sem Kínverjar höfðu reikn- ar með til frekari framkvæmda. Þrátt fyrir þetta ber flestum heimildum saman um að Kínverj rr eigi nú nægilegt magn af alutonium til að nota í all marg- ar sprengjur af svipaðri gerð og þær, sem Frakkar hafa gert til- raunir með að undanförnu. í eina kjarnorkusprengju svipaða þeirri, sem varpað var á Hiros- hima í lok síðustu heimsstyrj- aldar, þarf sex kíló af pluton- ium. Áætlað er að hver af fjór- um kjarnakljúfum Kínverja framleiði það magn á tveimur irum. ★ Kínverjar telja að þegar þeim íefur tekizt að sprengja sína fyrstu kjarnorkusprengju, auð- veldi hún þeim hagstæða lausn ýmissa þeirra mála, sem þar eru efst á baugi, svo sem: aðild að SÞ, „frelsun" Formósu, landa- kröfur á hendur Indverjum o.fl. Á Vesturlöndum er hins vegar íkki litið á það sem sérstakt itórmál þótt Kínverjar takist fyrsta sprenging. Flestum er þó Ijóst að sú sprenging verður vart til að bæta sambúðina við Kína, og á það jafnt við um komm- únistaríkin í Evrópu og Vestur- /eldin. oyndið 200 metrana SR. GISLI BRYNJÓLFSSON: ■ Bli ER LANDSTÚLPI ÞAÐ er haft eftir austfirzkum bónda — frambjóðanda fram- sóknar — að hvergi munu lífs- kjör nú betri heldur en á ís- landi. Þótt e.t.v. þyki sumum, að maðurinn hafi tekið munn- inn heldur fullan, (enda erfitt að gera slíkan samanburð svo að úr verði skorið), þá er hitt víst, að hér er afkoma fólks mjög góð, ágæt saman borið við það, sem er víða í stærri og auðugri löndum og ekki síður ef borið er saman við það, sem þjóðin átti við að búa fyrir fáum áratugum. En þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir þessa almennu og al- mennt viðurkenndu velmeg- un, þá mun öllum stéttum þjóðfélagsins þykja sinn hlut- ur of smár, öllum einstakling- um sinn skammtur of lítill, sem hann fær að njóta af nægtaríku borði okkar auð- uga lands. Svo er t. d. með bændur og aðra þá, sem sveita störfin stunda. En það er deilt um það, hvert er hið rétta verð á fram- leiðslu bóndans. Það er ekkert óeðlilegt. Það er líka deilt um það, hve kaupið á áð vera hátt hjá öðrum stéttum þjóðfélags- ins. — Og það er deilt um fleira. Það er m.a.s. deilt um það, hver sé hin raunverulega afkoma bóndans og hvort hún hafi batnað eða farið versn- andi hin síðari ár. Þetta er undir ýmsu komið, ekki sízt útsjón, afköstum og dugnaði bóndans sjálfs, því að óvíða nýtur maðurinn þeirra kosta sinna betur heldur en í bónda stöðunni, enda þótt ennþá sé það sannleikur að mikið á hann undir sól og regni. Nýlega átti blaðið Suður- land tal við bónda austur í Mýrdal, Gísla Skaftason á Lækjarbakka. Hann tilfærir nokkrar tölur til að sýna hvernig búskapurinn hafi gengið sl. ár. Skulu þessar töl- tölur nefndar hér: Búið er 18 kýr og 100 kind- M ur, auk þess 50 kindur, sem börnin eiga. Yinnukrafturinn er: þau hjónin og 15 ára son- ur þeirra. Þeim finnst það létt verk að gegna þessum skepnum. Hvemig er svo afkoman? Tekjurnar eru um 200 þús. kr. af kúnum og um 80 þús. kr. af fénu. Að frá dregnum tilkostnaði verða tekjurnar 116 þús. Það fá þau þrjú fyrir vinnu kína við búið. Þetta eru kaldar og hreinar tölur og þær gefa okkur all- góðar upplýsingar um afkomu þessa bónda. Hann segir, að liðið ár, árið 1962, sé sitt bezta búskaparár, og þó hefur hann búið í aldarfjórðung. Það sýn- ir, ásamt svo mörgu öðru, að rétt hefur verið stefnt í land- búnaðarmálum á þessu kjör- tímabili. Það kom líka fram í viðtali Morgunblaðsins við landbúnaðarráðherra nú ný- lega, að heildartekjur af land- búnaði hafa farið ört vaxandi hin síðustu ár. Þær voru sem hér segir: Ár 1958 kr. 795 millj. — 1961 — 1045 — — 1962 — 1195 — og hafa þannig vaxið um 400 millj. eða rösklega 50% á þeim árum, sem hér inn ræðir. Eins og aðrar greinar at- vinnulífsins í landinu hefur landbúnaðurinn tekið miklum framförum síðan viðreisnin hófst. Það er bjart yfir framtíð landbúnaðarins á íslandi nú. En eins og landbúnaðarráð- herra segir í fyrrgreindu sam- tali, „hlýtur hún að byggjast á því, að þeir, sem við land- búnað vinna, hafi ekki lakari kjör en þeir, sem stunda önn- ur störf. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn, að landbúnaður á ís- landi verði ávallt þróttmikill og blómlegur.“ WWI HÆSTIRÉTTUR hefur nýlega kveðið upp athyglisverðan dóm, er fjallar um ábyrgð bifreiða- verkstæða á bifreiðum þeim, er þau hafa undir höndum til við- gerðar. Var málið höfðað af Kristni Á. Kristjánssyni gegn Bilaverinu h.f. í Hafnarfirði, og krafðist stefnandi bóta að upp- hæð kr. 80.400 auk vaxta. Málavextir eru sem hér segir: Aðfaranótt fimmtudagsins 2. júní 1960 var brotizt inn í bif- reiðaverkstæði Bílavers h.f. við Reykjavíkurveg í Hafnárfirði og bifreið stefnanda G-124, sem þar var til viðgerðar, stolið. Þjóf- urinn, sem var undir áhrifum áfengis, ók bifreiðinni til Reykja víkur og víðsvegar um bæinn. Síðan ók hann áleiðis til Grinda víkur, en skammt sunnan við Hafnarfjörð ók hann út af veg- inum með þeim afleiðingum, að bifreiðin stórskemmdist. Stefnandi reisti bótakröfur sín- ar á því, að gæzlu stefnanda á bifreiðinni hefði verið ábótavant, þar sem hún hefði verið ólæst, lykillinn staðið í kveikjulásnum og auðvelt fyrir þjófinn að kom- ast með hana út af verkstæðinu. Stefnandi krafðist sýknu og hélt því fram, að varzla bifreið- arinnar hefði að öllu leyti verið forsvaranleg. Ósannað væri, að •lykillinn hefði verið í kveikju- lásnum og jafnvel þótt svo hefði ekki verið hefði þjófurinn átt auðvelt með að ræsa vél bifreið- arinnar með því að tengja beinL Af þessum ástæðum og þar sem þjófnaðurinn á bifreið úr læstu verkstæði væri svo óvenjulegur atburður, leiddu engin rök til þess að leggja bótaábyrgð á eig- anda verkstæðisins, og engin skylda hvíldi á stefnda að þjóf- tryggja bifreiðar þær, sem í hans vörzlum væru. Héraðsdómur sýknaði Bílaver- ið h.f. af kröfum stefnanda og taldi, að frágangur á bifreiða- verkstæði stefnda hefði verið eins og venja væri á slíkum stöð uð og öllum, sefn við þá skiptu mætti vera kunnugt um. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu og segir svo í for- sendu að dómi réttarins. „Bifreiðaverkstæði stefnda stendur rétt við fjölfarinn veg nokkurn spöl frá mannabyggð, og er það læst og mannlaust að næturþeli. A bakhlið þess eru stórar dyr, bæði á réttingaverk- stæði og málningaverkstæði. Var hurðum læst að innanverðu með lokum og járnteinum að ofan og neðan. Á hurðum eru minni dyr, sem ganga má um, þá er aðal- hurðir eru lokaðar. Hurðum hinna minni dyra er læst með hrökklás og skrá. Gluggar verk- stæðisins eru með tvöföldum smá rúðum 33x37 cm að stærð. Síðar segir, að ljóst sé, að bif- reiðin G-124 stóð á „mannlausu verkstæði stefnda aðfaranótt 2. júní 1960, ólæst og var kveikju- láslykill hennar augsýnilegur og tiltækur hverjum þeim, sem inn á verkstæðið var kominn, hvort heldur lykillinn var á veggnum eða hann var í bifreiðinni sjálfri, og enginn tálmi var á bifreiða- dyrum verkstæðisins, er torveld- aði aðskotamanni að opna þær innan frá. Varzla stefnda á bif- reiðinni var af þessum sökum ófullkomin, svo sem raun bar vitni, og verður því að dæma hann til að greiða (stefnanda) bætur fyrir spjöll þau, sem urðu á bifreiðinni af völdum töku- manns hennar“. Dómkvaddir matsmenn höfðu metið bifreiðina og skv matá. þeirra nam tjón stefnanda kr, 63.000.00 Var Bílaverið h.f. dæmt til að greiða þá upphæð auk vaxta og kr. 7.000.00 í málskostn að fyrir báðum réttum. Truloiunarhringar afgreiddir samdægurs HALLDÓR Skolavörðustig 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.