Morgunblaðið - 27.07.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 27.07.1963, Síða 1
/ 20 siðtn! Hermenn og sjálfboðaliðar vinna að því að grafa látna og lifandi undan húsarústunum í Skoplje. Talið er að allt að 80% húsa í borginni séu fallin eða ónýt eftir jarðskjálftann. — Myndin símsend Mbl. frá Belgrad í gærkvöldi. — AP. Yíir 100 þúsund heimilislausir — Ástandið verra en efiir mestu loftárásir í heims- styrjöldinni—Vatns- rafmagns og símalaust bandslausj. Eldar loguðu víða í borginni í dag, og hermenn og sjálfboðaliðar unnu sleitu laust við að grafa dauða og lifandi upp úr húsarústunum. þjónustu sína og læknum og hjúkrunarliði, svo og nauðsynleg um lyfjum og blóðvatni hefur Framhald á bls. 19 (Jpphaf þúsund mílna ferðar er eitt skref — segir Kennedy og vitnar í kínverskan málshátt Washington, 26. júlí — AP KENNEDV forseti ávarpaði bandarísku þjóðina í útvarpi og sjónvarpi í kvöld. Ræddi hann samkomulagið í Moskvu, sem hann kvað vera „eins og sólar- • geisla í myrkrinu". — Kennedy sagði samkomulagið yera „sigur alls mannkyns, enda þótt það leysti ekki öll vandamál verald- arinnar". Forsetinn sagði samkomulagið mundi ekki leysa öll deilumál, né heldur verða til þess að komm únistar misstu sjónar á takmarki sínu. Ekki heldur yrði samkomu- lagið til þess að eyða styrjaldar- hættunni, né minnka þörf Banda ríkjanna og bandamanna þeirra á vopnaviðbúnaði, og náinni- efna- hagssamvinnu. En forsetinn bætti við: „En hér er um að ræða mikilvægt skref í rétta átt, skref í friðarátt, skref í áttina frá stríði“. Kennedy sagði að samkomulag ið sýni enga undanlátssemi við Sovétríkin né af þeirra hálfu. — „Það felur einfaldlega í sér al- menna viðurkenningu á hverjar hættur eru samfara frekari kjarn orkutilraunum“, sagði hann. — Kennedy endurtók að Bandaríkin hefðu æskt umfangsmeiri samn- inga, sem bönnuðu allar tilraunir og gerðu ráð fyrir víðtækari af- vopnun, en sagði að Sovétríkin væru ófáanleg til þess að sam- þykkja það eftirlit, sem liggja yrði til grundvallar slíku sam- komulagi. Forsetinn sagði að hér væri engu að síður um að ræða skref sem miðaði að því að draga úr spennu á alþjóðasviðinu og koma Framhal-i á bls. 19 FRiDRIK einn af 5 beztu skákmönnum — utan Rússlands, segir heimsmeistarinn Bélgrad, 26. júlí. AP - NTB - Reuter NÁLEGA tveir þriðju hlut- ar stærstu borgar suðurhluta Júgóslavíu, Skoplje, hrundu til grunna í miklum jarð- skjálfta þar í morgun. Talið er að jarðskjálftinn hafi átt upp'tök sín í miðri borginni, en í henni bjuggu um 270 þús. manns. í síðustu fregnum í gærkvöldi var sagt, að talið væri að nálega 10 þúsund manns hefðu farizt í jarð- skjálftanum og þúsundir slas- ast, en erfitt er að gera sér nákvæma grein fyrir mann- tjóninu þar sem fjöldi fólks er enn niðurgrafið undir rúst- um borgarinnar. Stórar íbúðabyggingar, sem reistar voru að heims- styrjöldinni lokinni, hrundu eins og spilaborg, og í hóteli einu fórust um 300 manns á nokkrum sekúndum er það hrundi til grunna. Sjúkrahús hrundu í borg- inni og háir það mjög björg- unarstarfi. Gripið hefur ver- ið til þess ráðs að setja upp bráðabirgðasjúkraliús í skól- um í nærliggjandi borgum. Hvaðanæva að berst nú marg vísleg aðstoð til Júgóslavíu, en þar í landi hefur verið ákveðin tveggja daga þjóð- arsorg vegna þessa atburðar. Jarðskjálftinn í Skoplje var svo öflugur að hann kom greinilega fram á jarðskjálfta mælum í Reykjavík að því er Veðurstofan sagði í gær. í Skoplje mældist jarðskjálft inn 9 stig. Algjört neyðarástand ríkir nú í Skoplje, sem er rafmagns laus, vatnslaus og símasam- Jarðskjálftakippurinn gekk yf ir borgina kl. 4:15 eftir ísl. tíma. Voru borgarbúar flestir í rúmum sínum, og munu margir hafa látizt þar. Mestur hluti borgarinnar lagð ist í rústir á nokkrum sekúndum, og grófst fjöldi manns undir rúst- usurn. Hermenn og sjálfboðaliðar hafa unnið að því í allan dag að grafa í rústunum, og seint í kvöld heyrðust angistaróp slasaðs fólks enn undir brakinu víðsvegar borgina. Nákvæmdr tölur eru ekki fyrir hendi, en sagt er að þúsundir manna hafi farizt. Á fundi Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna í New York í kvöld, stöðvaði forseti ráðsins, Ahmed Taibi Benhima, um- ræður og tilkynnti með- limum að þær fregnir hefðu bor izt frá Belgrad að allt að 10 þús. manns hefði farizt í jarðskjálft anum, og meira en 100 þús und manns hefðu misst heimili sín. Júgóslavneska stjórnin hefur tekið allar flugvélar landsins í Einkaskeyti til Mbl. Los Angeles, 26. júlí — AP HEIMSMEISTARINN í skák, Tigran Petrosjan, lýsti Frið- rik Olafssyni sem „einum af fimm beztu skákmönnum heims utan Rússlands“ í stuttu viðtali hér í dag. Hann bætti við: „Við höfum allir okka, veikleika, og veikleiki Friðriks virðist mér vera sá að hann leikur nokkuð handa hófskennt þegar hann er í tímahraki, en það gerist all- oft“. Aðspurður um hvaða sæti hann teldi að Friðrik hlyti á mótinu, sagði Petrosjan: „Við sjáum til á sunnudag“. í síðustu umferð mótsins á sunnudaginn teflir Friðrik við Panno frá Argentínu. — Svo sem kunnugt er nema fyrstu verðlaun á mótinu 5000 dollurum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.