Morgunblaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1963, Blaðsíða 2
HORGUNBL~ABIB fyaugardagur 27. júlí 1963. Merkur vinur íslands í heimsókn — dr Max Adenauer, borgarstjóri í Köln í GÆRMORGUN kom hingað til lands dr. Max Adenauer, borgarstjóri í Köln, sonur kanzlarans. Hann mun dvelja hérlendis og ferðast í fjórar vikur. Með honum er 16 ára gömul dóttir hans, Bettina og tvítug frænka þeirra, Bárbel Reiners. — Eg hafði lofað dóttur minni íslandsferð, ef hún stæði sig vel í skólanum, sagði Adenauer í stuttu samtali við Mbl. í gær. Eg hefði nú senni lega samt farið, bættí hann við brosandi. Blaðamaður Mbl. hitti dr. Max Adenauer í gær í Ás- grímssafninu, en hann kom þar, ásamt stúlkunum og dr. Jóni Vestdal. — xxx — Þetta er í þriðja skipti, sem ég kem til íslands, sagði borg arstjórinn, fyrst 1930, síðan 1954 og svo nú. Þér eruð ekki heppnir með veður, sögðum við, en Adenauer vildi ekki gera mikið úr því. Veðrið var ágætt í gær, sagði hann, sjáið þér ekki hvað ég er orðinn brúnn. Eg veit líka, að það á eftir að skána. Á sunnudaginn skrepp ég til Grænlands, þang að hef ég ekki komið áðúr. Við spyrjum Adenauer, hvort hann sæi miklar breyt ingar frá 1954. Mikil ósköp, sagði hann strax, allar bygg ingamar hér í Reykjavík. Borgin er eins og einn stór byggingarstaður. Hvað er að fregna frá Þýzka landi? Fréttir frá Þýzkalandi eru í blöðunum, sagði Adenauer. Eg get þó sagt það, að þýzk stefna hefur verið mörkuð og það er ekki útlit fyrir neinar breytingar á stefnu þýzku stjórnarinnar. Þýzk-franski samningurinn er ánægjulegt skref í samvinnu þessara ná- grannaþjóða og mun ekki breyta neinu, eins og sumir virðast ætla. -- XXX ----- Hvað viljið þér segja um samvinnu lands yðar og ís- lendinga? SAMVINNA Þýzkalands og íslands hefur alltaf verið mjög góð frá fornu fari. Þetta sam band hefur fremur aukizt en hitt, og fjöldi íslenzkra stúd enta nema nú í Þýzkalandi. Eg vil fagna því innilega, að mál íslands vegna landhelginnar hefur nú náð fram að ganga. Þess má geta að dr. Adenau er er form. þýzk-íslenzka fé- lagsins í Köln og er það stærst slíkra vinafélaga við önnur lönd í Köln. Félagið nær yfir Nordrhein-Westfalen og er dr. Adenauer, kanzlari, meðlimur í féiaginu. DR. MAX ADENAUER skoðaði myndirnar í Ásgríms safninu og var einkum forvit inn um Húsafellsmyndirnar, sem þar eru nú, því að hann er á förum upp að Húsafelli, þar sem hann mun m.a. fara á hestum í Surtshelli. Ðr. Max Adenauer í Ásgrímssafni ásamt dóttur sinnu og frænku. Æ skulýösskemmtun BORGARNESI, 26. júlí. — A aunnudaginn kemur verður hald in nýstárleg skemmtun í Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði. Eir það aeskulýðsskemmtun, sem er ein- vörðungu fyrir unglinga á aldrin um 14—20 ára. Hafa sýslunefnd- ít Mýra- og Borgarfjarðarsýslu haft til athugunar hvað hægt vceri að gera til þess að gefa unglinguim kost á heilbrigðum skemmtunum við þeirra hæfi. Svo hagar til að unglingum inn an 16 ára aldurs er bannaður að gangur að almennum dansleikj- um í héraðinu í því skyni að fylgj ast með slíku banni hafa verið tekin upp vegabref unglinga í héraðinu, og stendur til að fylgja þeirri skyldu frekar eftir á næst- unni. Sýnist mönnum ekki rétt að banna unglingum allar skemmtanir við sitt hæfi. Hefir því verið hlutast til um að koma upp sérstakri æskulýðsnefnd, sem mun ásamt héraðslögreglunni annast undirbúning þessarar skemmtunar. Takist hún þannig að menn verði ánægðir með hana er ráðgert að æskulýðsnefndin haldi fleiri slíkar skemmtanir. Þess má geta að báðar sýslunefnd ir héraðsins lögðu fram nokk- urt fé af mörkum til æskulýðs- starfsemi. Skemmtunin á sunnudagskvö'ld ið er eingöngu fyrir unglinga á aldrinum 14—20 ára, og verða þeir að sýna skírteini um aldur sinn. Þeim unglingum sem reyna að koma með áfengi á skemmti staðinn verður framvegis meinað ur aðgangur að slíkum samkom- um. Æskumenn munu sjálfir ann- ast gæzlu á staðnum undir eftir- liti héraðslögreglunnar. Ráðgert er að skemmtunin hefjist kl. 9 stundvíslega, en húsirvu verður lokað kl. 10. — H. 40 skipbrotsmönnum var bjarg- að af ísjökum og bátum á síðustu stundu Færeyjngarnir af Bliki koma til Reykjavíkur í kvöld í KVÖUD er þýzka eftirlitsskipið Poseidon væntanlegt til Reykja- víkur með skipbrotsmennina af færeyska flutningaskipinu Bliki, sem fórst á miðvikudagskvöld við Hvarf, eftir að hafa rekizt á ísjaka. Skipbrotsmenn eru 40 'talsins, ekki 35 eins og talið var í fyrstu og í hópnum eru einnig farþegar Líður þeim öllum vel. Útgerðarmaðurinn, Z. Niclasen hefur í huga að sækja skipbrots mennina til Reykjavíkur með flugrvél. Danska blaðið B.T. hefur náð sambandi við skipstjórann á Bliki Hans Nicolai Jatnagard, en þetta er í annað skipti, sem hann miss ír skip, án þess að áhöfnina saki. I september 1961 var hann með á- ætlunarbátinn Tjald, er hann rakst á skipið Colorado á Eyrar- sundi, ag 240 farþega sakaði ekki Skipstjórinn lýsir skipbrotinu við Grænland þannig í samtalinu vð B.T.. Nokkrum stundum fyrir mið- nætti rakst Blikur á ísjakahröngl svo að stefnið rifnaði. Sjórinn fossaði inn, og fljótlega varð ljóst að lekann var ekki hægt að stöðva. Sjóherstöðin í Grönnedal heyrði neyðarkall frá okkur, og Katalínu-flugbátur var sendur á staðinn. Katalínan fann Biik og gat leiðbeint þýzka eftirlitsskip inu Poseidon til Bliks. — Þá voru allir, bæði farþegar og áhöfn, húnir að yfirgefa skipið. Sumir v *u í bátum, en aðrir á isjökum. Poseidon kom á staðinn á sein ustu stund, því að nokkrum mín- útum síðar hafði þétt þoka grúfzt yfir allt svæðið, svo að þýðingar laust hefði verið að leita skip- brotsmannanna. Óvenju mikili ís er á þessum slóðum. Blikur var einungis sjö ára gamalt skip. Hann var á leið frá Færeyingahöfn til Hvarfs me<5 útbúnað til nýs fiskivers, sem Færeyingar eru að koma þar upp á Eggersey. Um borð voru fjórir fiskibátar, íbúðarbraggar, salt benzín og vistir. Úhgerðarmaðurinn hefur skýrt svo frá, að mjög erfitt sé að sjá ísjaka á ratsjá. Þeir þurfi að vera mjög stórir til þess. Hans Nicolai Jatnagard, skipstjóri IVIesta síldveiði- nóttin í fyrrinött AÐFARANÓTT föstudags var mesta síldveiði, sem verið hefur hingað til á þessu sumri. Frá því kl. 7 á fimmtudagsmorgun til jafnlengdar á föstudag fengu 64 skip 29 þús. mál og tunnur. Sildin fékkst á öllu austursvæð- inu að heita má. í gær var vitað um afla 20 skipa með um 10 þús. tunnur. ★ Raufarhöfn, 26. júlí í dag fengu þessi skip afla suður í Reyðarfjarðardjúpi (afli í tunnum): Höfrungur II. 400, Björgúlfur 800, Björgvin 200, Sel ey 550, Snæfugl 160, Mars 150, Jón Gunnlaugs 250, Akurey 500, Víðir SU 400, Gissur hvíti 500, Lómur 900, Guðmundur Péturs 600, Ingiber Ólafsson 700, Draupn Ingi R. í 7.-8. sæti SVÆÐISMÓTINU í Halle (Þýzka landi), sem Ingi R. Jóhannsson, hefir tekið þátt í, er lokið. Efst nr várð Portish með 14 vinn- inga, annar Larsen með 13, Ivkov og Robatsh 12 hvor og verða þeir að heyja einvígi um hvor verður í þriðja sæti, því að ein ungis þrír halda keppni áfram, 5.—6. eru Malik og XJhlman með 11 hvor, 7.—8. Ingi R. og Trifonu vic 10%. — Allir, sem voru fyrir ofan Inga, eru stórmeistarar að einum undanskildum. f síðustu umferð mótsins gerði Ingi jafntefli við Trofonuvic. Þetta er sterkasta mót, sem Ingi hefir tekið þátt í, og er frammistaða hans með miklum ágætum. ir 450, Þráinn 650, Ver 350, Stef- án Árnason 400, Sigurður Bjarna son er að háfa, þegar þetta er sent, sennilega á annað þúsund tunnur. Ljósafell, Rán SU og Gullfaxi hafa einnig fengið eitt- hvað. Síldin í Reyðarfjarðardjúpi er mjög góð söltunarsíid og fer öll í salt á hafnimar frá Seyðisfirði og suður úr. Vestan Langaness varð ekkert Bátahrakn- ingar í Kópavogi KL. AÐ GANGA tíu í gær- kvöldi slitnaði vélbátur frá bryggju á sunnanverðu Kárs- esi í Kópavagi og bar fljótt út Kópavog Og út á Skerjafjörð Eigandi bátsins fékk þá lítinn trillubát að láni og fór við annan maon á eftir vélbátn um. Svo illa vildi til, að kaðall festist í skrúfu trillubátsins og rak hann nú stjómlausan út voginn og fram á Skerja- fjörð. Á meðan bar vólbátinn að landi á Alftanesi og skemmdist ekki vitund. Gerð ar voru í skyndi ráðstafanir til þess að koma mönnunum á trillubátnum til hjálpar en Skerjafjörður ber nafn með rentu. Öttuðust menn, að þá kynni að reka upp á sker. Fjöldi manna fylgdist með því úr landi, er trillubátinh bar út fjörð. Laust eftir kl. hálftólf bar hann a<5 landi við Shell-bryggjuna. Sakaði þvi engan, hvorki báta né menn. vart við síld í dag. Veður er nú tekið að spillast heldur á öllum miðum fyrir Norðurlandi, Norð- austuriandi og Austurlandi, og veðurspá er óhagstæð. í dag var saltað af miklu kappi á öllum söltunarstöðvum hér á Raufarhöfn. — Bakkafoss lestaði njjöl til útflutnings. ★ Eskifirði, 26. júlí í morgun komu þessir bátar inn með síld, aflinn í tunnum: Steingrímur trölli 100, Guðrún Þorkelsdóttir 150, Jónas Jónas- son 250, Þorbjörn GK 700 og Keilir 300. Síldin er allsæmileg. Síldarbræðslan hefur hafið móttöku eftir aukninguna og breytinguna, sem á heríhi voru gerðar. Hún á að geta brætt 2500—3000 mál á sólarhring. Byrjað er að salta á tveimur af þremur söltunarstöðvum, en sú þriðja byrjar á morgun. ,Þær eru Auðbjörg, Askja og Fram- nes. — G. W, Petrosjan orðinn efstuv Fiiðrik í 3. sæti LOS ANGELES, 26. júlí: —. Tigran Petrosjan er nú efstur á Piatrigorsky-skákmótinu fyrir 14. og síðustu umferðina, sem tefld verður á sunnudag. Vann hann biðskák sína við Panno. Keres vann biðskákina við Frið- rik Ólafsson, en Najdorf og Res- hefsky sömdu jafntefli. Þá vann Reshevsky skák sína við Keres, sem var ótefld úr 11. umferð. Staðan er nú þessi: 1. Tigran Petrosjan...... 8 2. PaulKeres............. 7% 3. Friðrik Ólafsson ...... 7 Miguel Najdorf......... 7 5. Samuel Reshevsky.......6% 6. Svetozar Gligoric......6 7. Oscar Panno ........... 5 Pal Benkö ..............5 í síðustu umferð eigast við Gligoric og Keres, Reshevsky og Petrosjan, Najdorf og Benkö og Friðrik Ólafsson og Panno.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.