Morgunblaðið - 28.07.1963, Side 1

Morgunblaðið - 28.07.1963, Side 1
24 síður 50 árgangur Miðað verði við 50°Io tollalœkkun á iðnaðarvörum beggja vegna Atlants- hafsins — CATT viðrœðum miðar vel í Génr Genf, 27. júlí NTB. Ohugnanlegar afleiðingar jarðskjálftans í Skoplje Hianntjón hefur þó orðið minna, en talið var í fyrstu — Hjálp berst hvarvetna að Belgrad, 27. júlí — AP-NTB FRÉTTASTOFU- og útvarps- íregnir frá Júgóslavíu í dag herma, að tala látinna og særðra í jarðskjálftanum mikla í Skoplje í g'ær kunni að vera mun lægri, en talið var í fyrstu. Frá því var skýrt í fréttum í gær, að forseti Öryggisráðs SÞ, Ahmed Benhima, hefði stöðvað fund til að skýra frá jarðskjálftanum og afleiðing- um hans. Þá var talið, að allt að 10.000 manns hefðu farizt. Um 500 lík eru nú fundin, en fullvíst er talið, að enn leynist hundruð líka í húsa- rústum. Þúsundir hafa særzt. Algert neyðarástand ríkir nú í Skoplje. Eldar loguðu um alla borgina í nótt, þar er ekkert vatn að fá, símasam-: band er rofið, og rafkerfi öll óvirk. Skemmdir eru mun meiri, en álitið var í fyrstu, og í út- varpsfréttum segir, að um 88% húsa í borginni séu í rústum. Hjálp og samúðarkveðjur ber- ast nú til Júgóslavíu hvaðanæva að, m.a. frá brezku og bandarísku ríkisst j órnunum. í alla nótt loguðu miklir eldar í Skoplje. Þegar í gær var tekið til höndum um að reisa bráða- birgðasjúkraskýli, en fjöldi eærðra var slíkur, að ekki var hægt að sinna þeim öllum, við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Þegar í gær varð að flytja nokkra tugi þeirra, sem mest voru særð- ir, til Belgrad. Meiri slíkir flutn- ingar eru fyrirhugaðir. Þegar í gær hafði tekizt að skipuleggja víðtæka hjálparstarf- semi. Alþjóðastofnanir hafa þeg- ar samþykkt að veita hjálp. M.a. hefur Rauði krossinn í Austur- ríki þegar sent nokkra járnbraut- arvagnafarma af meðulum og hj úkrunartækjum. Brezk yfirvöld buðu í morgun fjárhagsaðstoð, og er nú beðið eftir skýrslu brazka sendiherrans í Belgrad, svo að ganga megi úr skugga um, á hvern hátt fénu verði bezt varið. Þá hefur Kennedy Bandaríkja- forseti gefið yfirmönnum herja Bandaríkjanna í Evrópu fyrir- skipun um að gera það, sem hægt er, til að hjálpa. í alla nótt og morgun hafa hjálparsveitir staðið yfir húsa- rústum, og reynt að koma særð- um til hjálpar, en neyðaróp heyr- ast stöðugt úr rústunum. Helzta gistihús í Skoplje, Makedonia, hrundi gersamlega til grunna í sterkasta jarðskjálftakippnum í gærmorgun. í fyrstu var talið, að allir gest- irnir hefðu farizt. Eftir margra klukkustunda hjálparstarf hefur tekizt að finna 12 lifandi í rúst- unum, og er enn haldið áfram að grafa, í þeirri von, að fleiri kunni að vera á lífi. 187 gestir voru í gistihúsinu, og flestir í svefni, er jarðskjálftinn varð. Skýrt er frá því í blöðum í Belgrad í morgun, að verka- mannabústaður einn í Skoplje hafi algerlega hrunið til grunna í gær. Þar voru þá um 400 menn, og munu aðeins örfáir hafa slopp ið ómeiddir. Eitt mesta vandamálið er að koma þeim til hjálpar, sem hætt eru komnir sakir blóðmissis. Hef- ur almennum tilmælum verið FRÁ því var skýrt í Genf í morgun, að vel miðaði í við- ræðum þeim, sem undanfarið hafa staðið þar um tollalækk- A FIMMTUDAG kom til upp þots í Brooklyn í New York Hvít kona og blökkumaður lögðust á eina götuna til að hindra, að vöruflutningabif- reiðir gætu flutt byggingar- efni að sjúkrahúsi, sem er í smíðum. Blökkumenn krefjast meiri hlutdeildar í störfum í byggingariðnaði. Telja þeir sig þar afskipta. beint til almennings í Júgóslavíu, að fólk gefi sig fram til blóðgjafa. Hafa nokkrar þúsundir þegar orðið við þeim tilmælum. Fréttastofur á Norðurlöndum skýra frá því, að þar sé óttazt, að nokkrir Danir og Svíar hafi verið í hópi þeirra, sem létu lífið í Skoplje. Danska fréttastofan Ritzau skýrir frá því, að saknað sé 8 Dana, og sænskar fréttastofur segja, að 7 Svíar hafi verið á veg- um ferðaskrifstofu í Skoplje. anir, skv. tillögum Kennedys, Bandaríkjaforseta. Auk þess eru á dagskrá ýmsar tillögur, sem miða að því að auka alþjóða- viðskipti. í hópi sérfræðinganna, sem nú ræðasf við, eru fulltrúar frá Noregi. Viðræðurnar fara fram á veg- um GATT (Alþjóða tolla- og við skiptasamningurinn). Er hér um að ræða framhald viðræðna um tollalækkanir, sem fram fóru fyrr á árinu. Meginverkefni nefndc rinnar var að taka afstöðu tii tillagna Kennedys, Bandaríkjaforeeta, um tollalækkanir beggja vegna Atlantshafsins. Ætlunin var, að störfum væri lokið fyrir 1. ágúst, en nú hefur verið ákveðið, að aftur verði komið saman til funda 18. septemfoer. Það er haft eftir nefndarmönnum, að þeir telji, að miða eigi viðræður um tollalækkanir á iðnaðarvörum í framtíðinni við 50%. Hins vegar er tekið fram, að erfiðara kunni að ganga að semja um land- búnaðarvörur. Fulltrúi Bandaríkjanna á ráð- stefnunni, Michael Blumenthal, fór í dag til Washington, en þar mun hann gefa sérstökum verzl- unarfulltrúa Kennedys, Christi- an Herter, skýrslu um málið. Til starfa hjá Alþjóða kjarnorkustofnuninni DR. BJÖRN Sigurbjörnsson, sem undanfarin ár hefur starfað sem sérfræðingur Atvinnudeildar Há skólans í jurtakynbótum, mun takast á hendur nýtt starf til tveggja ára hjá Alþjóða kjarn orkumálastofnuninni í Vín í okt óber n.k. í stuttu samtali við Mbl. í gær sagði dr. Björn, að á vegum Al- þjóða kjarnorkumálastofnunar- innar störfuðu ýmsar undirdeild ir og myndi hann vinna fyrir eina slíka, er hefur með höndum leið beiningarstarf um notkun geisla virkra efna í landbúnaði þróunar landanna. Hefur dr. Björn kynnt sér hag nýtingu kjarorkunnar á þessu sviði í Bandaríkjunum og m.a. gert tilraunir hér heima með geislað korn. í Vín mun Björn vinna ásamt öðrum að undirbúningi þeirra verkefna, sem fengizt verður við í þróunarlöndunum og sækja ráð stefnur fyrir sérfræðinga, sem koma til með að vinna að þeim. Einnig getur verið um að ræða stuttar kynnisferðir til viðkom- andi landa. Dr. Björn mun eftir sem áður hafa umsjón með kornræktartil- stöður þeirra. Erum ánægðir með tilraunabannið — segja f REYKJAVÍKURHÖFN lá í gær rússneska hafrannsóknaskip ið „Academican Knipovich" frá Polar Institut í Murmansk, en skipið hefur í þessum mánuði tek ið þátt í alþjóðlegum hafrann- sóknarleiðangri, og rannsakað hafið milli V-Grænlands og Labrador. Að hafrannsóknum þessum standa m.a. Norðmenn, Danir, íslendingar, Bretar, Frakk ar og Kanadamenn auk Rússa. — Hið rússneska hafrannsóknar- skip heldur héðan til Murmansk. Fréttamaður Mbl. skrapp að líta á skipið þar sem það lá við Grandagarð í gær. Buðu Rússar fréttamanni um borð og sýndu rússneskir hafrannsóknarmenn í Reykjavík skipið, sem er 740 brúttótonn, smíðað í Rostock 1961. Rússarnir sögðu að um borð væri hópur 8 vísindamanna undir stjórn dr. Pakhowkov. Kváðu þeir rann- sóknirnar, sem staðið hefðu á tímabilinu 2.—20. júlí hafa eink um beinzt að seltumagni, hita- stigi og svifmagni sjávarins, auk þess sem sýnishorn hefðu verið tekin af botni o. fl. Skipið er út búið vörpu, og var m.a. veiddur karfi bæði við Labrador og Græn land til rannsókna. Kváðust Rúss arnir ánægðir með rannsóknirn ar, þótt endanlegar niðurstöður þeirra lægju ekki fyrir enn. Fara þær fram í Murmansk, og auk þess verður yfirmanni alls leið angursins, dr. Lee frá Lowestoft í Bretlandi, send sýnishorn, sem tekin voru, til rannsókna. Rússarnir kváðu samstarfið við hinar ýmsu þjóðir hafa verið mjög ánægjulegt, og sögðust von ast til að fara annan slíkan leið angur að sumri. í óspurðum fréttum tjáðu þeir fréttamanni Mbl. að þeir hefðu á hafi úti heyrt fréttirnar um samkomulagið um tilraunabann í Moskvu og voru allir sammála um að það væru mjög gleðileg tíðindi. Er fréttamaður Mbl. innti þá í framhaldi af þessu hvað þeir álitu um deilu Kína og Sov étríkjanna, kváðust þeir ekki vilja ræða hana. Þeir hefðu okki séð blöð lengi, og ekki heyrt am deiluna í útvarpinu. „En þegar við komum til Murmansk, sjáum við blöðin“, sögðu þeir. Rússar sýndu fréttamanni Mbl. rannsóknarstofur og margt ann að í skipinu, m.a. borðsalinn. Þar héngu á veggjum myndir af Len in og Dr. Knipovich, sem skipið heitir eftir. Auk þess voru þar tvö rauð pappaskilti allstór, og á þau letrað á rússnesku. Þýddu Rússarnir áletrunina á öðru spjaldinu svo: „Vinnið — lærið — og lifið. Kommúnisminn er takmark okkar“. Á hinu skilt- stóð: „Það er takmark okkar að hjálpa öðrum skipum að veiða fisk“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.