Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 13
Sunnudagur 28. júlf 1963
MORCVNBLAÐ1Ð
13
Fögur hátíð
VÍGSLA Skálholtskirkju sl.
sunnudag tókst með ágætum. At-
höfnin var fögur og tilkomumikil.
Vegna óhagstæðs veðurs komu
þó miklu færri til Skálholts en
ella hefði orðið. Af þeim sökum
var einnig óhægt að haldast við
úti nema þar sem menn gátu
komizt í skjól. Engu að síður
þótti mönnum hátíðlegt að sjá
hina löngu skrúðgöngu presta og
biskupa. Þeir, sem inni í kirkj-
unni voru, nutu alls, er fram fór
að fullu. Orgelleikur og söngur
tókst svo vel, að menn töldu sig
ekki hafa í annað sinn betra
heyrt. Öllum kemur saman um,
að sjálf sé kirkjan hið fegursta
hús, falli vel inn í umhverfið og
sé hið innra aðlaðandi en þó
virðuleg.
Mikil velvild
r
Formaður prestafélagsins
sænska, hálærður guðfræðidokt-
or, sagði frá því, að hann hefði
aldrei heyrt Skálholts getið fyrr
en hann kom hingað til íslands á
raunum. Vonandi verða myndir eins og þessi ekki teknar aítur.
REYKJAVÍKURBRÉF
« Laugard. 27. júlí
prestafélagsfund 1956. Á slíku
þurfa menn sízt að furða sig.
Þekking okkar á sögu annarra
þjóða og merkisstöðum í þeirra
•löndum er í brotum. Þurfum við
þó oft meira á slíkri þekkingu að
halda um aðra en þeir um okkur.
Enda vita ekki ýkja margir er-
lendis mikið um land okkar eða
þjóð, þó að öðru hverju rekist
menn á þá, sem merkilega mikið
vita. Endurreisn Skálholtsstaðar
og vígsla dómkirkjunnar er þess
vegna ekki atburður, sem vænta
megi að veki athygli víðsvegar
utan íslands. Því eftirtektarverð-
ari er sú velvild, sem víða að
hefur orðið vart af þessu til-
efni. Koma margra góðra gesta
sannar hana og boð til þeirra
byggðist á því, að þeir sjálfir eða
félagsskapur, sem þeir eru full-
trúar fyrir, höfðu þegar áður
sýnt málinu áhuga og velvild.
Ýmsir, einkum í Danmörku og
Noregi, hafa gefið ótrúlega háar
fjárhæðir til kirkjunnar og Skál-
holtsstaðar. Allir góðir íslending-
ar hljóta að vera þessum mönn-
um þakklátir fyrir vinarhug
þeirra.
Verður biskups-
setur endurreist
í Skálholti?
Þjóðkirkjan hefur nú tekið við
umráðum Skálholtsstaðar. Það er
því á hennar valdi, þ.e. biskups
og kirkjuráðs, hvað héðan í frá
verður þar gert, að sjálfsögðu
innan ramma laga og réttar.
Kirkjunni er t.d. í sjálfsvald sett
að koma þar upp kirkjulegum
lýðskóla utan hins almenna skóla
kerfis, svo sem nú virðist ákveð-
ið. Biskupsstóll verður hinsvegar
ekki endurreistur í Skálholti
nema með samþykki löggjafar-
valdsins. Margir telja, að endur-
reisn Skálholts sé ekki fullnuð
fyrr en biskup hafi fengið þar að-
setur á ný. Um slíkt má enda-
laust deila Víst er það, að margs-
konar óhagræði mundi af því
leiða, ef biskup væri ekki búsett-
ur í Reykjavík. Er og hvergi
meiri þörf á honum en þar sem
mannfjöldinn er mestur. Hugsa
má sér að hafa biskupa fleiri en
einn, en því fylgir kostnaður,
ekki svo lítill. Það er ekki nóg að
hola biskupi niður, þó að í Skál-
holti sé. Einmitt seta á slíkum
stað mundi kosta mun meiri um-
búnað og risnu en í Reykjavík,
og virðist hæpið að leggja í slíkt
einungis fyrir metnaðarsakir.
Umræður um þetta mega þó bíða
um sinn. Nú er það fengið, að
hinn fornfrægi sögustaður hefur
á ný fengið skammlausa ytri á-
sýnd.
Ófagurt hljóð
úr horni
Engin regla er án undantekn-
inga og ánægja manna yfir end-
urreisn Skálholts á sér einnig
sína undantekningu. Þjóðviljinn
hefur hvern daginn eftir annan
helt úr skálum reiði sinnar af
þessum orsökum. Hann hefur al-
mennt fundið að kirkjubygging-
unni og einn blaða ónotazt út af
því, að allmargir afbrotamenn
skyldu náðaðir í sambandi við
vígslu Skálholtskirkju. Er nú að
heyra annað hljóð úr strokki
hans en þegar hann árum saman
heimtaði algera sakaruppgjöf til
handa þeim ólánslýð, sena gerði
aðför að Alþingishúsinu í marz
1949. Fyrir það fólk dugði ekki
einföld náðun, heldur var haldið
upp á myndun vinstri stjórnar-
innar 1956 með almennri sakar-
uppgjöf því til handa. Geðvonzk-
an yfir vígslu Skálholtskirkju
birtist þó bjánalegast þegar Þjóð-
viljinn sendir yfir Matthías Jo-
hannessen dag eftir dag hnútu
fyrir að hafa gerzt svo djarfur að
yrkja kvæði um kirkjuna og
birta það á vígsludegi hennar!
Ekki ein báran
stök fyrir
kommum
Ekki er ein báran stök í hrell-
ingunum, sem ganga yfir komm-
únista um þessar mundir. Fyrir
kosningar fóru forystumenn
þeirra ekki í sínum hópi leynt
með að eftir kosningar hygðust
þeir mundu hreinsa til í flokkn-
um. í eldhúsræðu sinni, rétt eftir
að samkomulagið hafði verið gert
við Þjóðvörn, sneyddi Einar Ol-
geirsson að mestu eða öllu að
minnast á Þjóðvörn en lagði ríka
áherzlu á styrk sósíalistaflokks-
ins. Úrslitin urðu kommúnistum
hinsvegar svo mikil vonbrigði, að
þeir drógu inn klærnar. Á aðal-
fundi Sósíalistafélags Reykjavík-
ur talaði Einar sem sannur frið-
arhöfðingi um nauðsyn þess, að
allir stæðu saman og létu ýfingar
niður falla. Þjóðvarnarmennirnir
sumir a.m.k. virðast þó ekki á
þeim buxunum. Formaður Sósíal-
istafélagsins, Páll Bergþórsson,
veðurfræðingur, sakar þá um
klofningsstarfsemi og það, sem
enn verra er, „Rússaróg“. Af því
tilefni segir hann:
„Næst skulum við svo skoða
hversu máttugur þessi Rússaróg-
ur hefur reynzt sem lífsafl stjórn
málaflokks á íslandi. Hvaða ár-
angur hefur hinn mjóróma söng-
ur Þjóðvarnar með öskurkór auð-
valdspressunnar borið? Hann hef
ur lukkast þetta svo ljómandi vel
að Þjóðvarnarflokkurinn, sem
settur var til höfuðs Sósíalista-
flokknum, varð i seinustu kosn-
ingum að leita á náðir þessa höf-
uðfjanda síns til þess að geta boð-
ið fram“!
Ekki er nú friðvænlegt undir
niðri, þegar upp úr sýður með
þessum hætti á milli þeirra, sem
fyrir örfáum mánuðum sórust í
fóstbræðralag í augsýn alþjóðar.
Staðreyndir ráða
meira en
kenningahelsi
Þetta er þó minnstur hluti
af raunum kommúnista. Hinn
árangurslausi sáttafundur Sov-
éthöfðingjanna og Kínakomma
gerir að verkum að hriktir
í skjám kommúnista um heim
allan. Trú þeirra hvílir á því, að
fyrir hendi séu óhagganlegar —
vísindalega staðfestar — kenn-
ingar, sem kommúnistar einir
hafi uppgötvað, sem leiða hljóti
til alsældar mannkynsins, eftir að
þeir hafi náð vödum. Nú er kom-
ið í ljós, að fullt ósamkomulag
ríkir um túlkun kenninganna
meðal helztu forsvarsmanna
þeirra.
Sannleikurinn er sá, að þótt
um kenningar sé deilt í orði
kveðnu, þá er þar að mestu um
orðaleik að ræða. Á bak við
býr djúpur skoðanaágreiningur,
sem sprettur af ólíkum hugsun-
arhætti, hagsmunaágreiningi,
mismunandi þjóðerni og þjóðfé-
lagsaðstæðum. Þegar á reynir
rýkur kenningamoldrykið út í
veður og vind. Eftir standa ger-
ólíkir hagsmunir og vandamál,
sem verða því torleystari sem
þau um stund duldust vegna
kenninga moldviðrisins.
Krúsjeff sýnir
Kínverjum
fyrirlitningu
Erfitt er að hugsa sér meiri
fyrirlitningu en Krúsjeff sýndi
kínversku sendinefndinni meðan
hún dvaldist í Moskvu. Til þess
að forðast að taka á móti henni
brá hann sér úr bænum, þegar
hún kom í fyrstu. Sú fjarvera
varð þó ekki til þess að hann léti
vera að tala við þá, sem hann
fýsti að hitta. Spaak, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, flaug á eftir
Krúsjeff til að spjalla við hann
einmitt um sömu mundir og
kenningaviðræðumar voru að
hefjast í Moskvu, að Krúsjeff
fjarstöddum. Eftir að hann hafði
rabbað við Spaak, fór Krúsjeff á
ný til Moskvu til þess að taka
þar á móti Kadar hinum ung-
verska og síðar til þess að vera
staddur við upphaf samninga við
Bandaríkin og Bretland um bann
við helsprengjutilraunum. — Að
sjálfsögðu var það ekki einber
tilviljun, að þessar umræður
skyldu einmitt látnar hefjast í
Moskvu samtímis sem kenninga-
viðræðurnar við Kínakomma
áttu sér þar stað.
Krúsjeff vill bersýnilega, að
það fari ekki fram hjá neinum,
að aðalágreiningurinn milli hans
og Kínakomma sé hvort vísvit-
andi skuli stefn'. út í kjarnorku-
stríð. Vel má þó vera, að í þessu
sé meiri eða minni leikaraskapur.
Jafnframt því sem Krúsjeff ögr-
ar Kínverjum, vill hann láta
Vesturveldin skilja, að nái hann
ekki samkomulagi við þau, þá
geti hann hvenær sem er samið
við Kínverja. Eftir stendur að
Krúsjeff hitti ekki kínversku full
trúana fyrr en ráðstefnan með
þeim var raunverulega farin út
um þúfur, og þá til þess að biðja
þá vel að lifa!
Bíða og sjá hvað
setur
Nærri má geta, hvílíkum glund
roða þessi ágreiningur veldur
meðal hinna sanntrúuðu komm-
únista, þeirra sem enn trúa á
kenningaruglið, hér á landi sem
hvarvetna annars staðar. Kínavin
ir hér voru og ekki lengi að birta
bréfið fræga frá Kínverjum, sem
Moskvustjórn bannaði að birt
væri í hennar landi og lét leon-
stjórnirnar í Austur-Evrópu einn
ig gera í sínum löndum. Fæstir
mundu þá hafa óttast þann sam-
setning, svo torlesinn sem hann
er, því að hann minnir meira á
endileysur Erasmus Montanus
hjá Holberg en skrif nútíma-
manna. Raunin mun sú, að flest-
ir kommúnistar hér slái enn úr
og í, bíði og sjái hvað gerist. Sú
skoðun lýsti sér strax í skrifum
Magnúsar Torfa Ólafssonar, en
kemur einnig heim við stefnu
kommúnistaforingjanna í Aust-
ur-Evrópu þó að af ólíkum á-
stæðum sé að nokkru.
Sletzt hefur upp á vinskapinn
milli Sovétstjórnarinnar og lepp-
stjórnarinnar í Rúmeníu. Sovét-
stjórnin ætlaði nýlega að fá hin-
ar leppstjórnirnar í lið með sér
til að kreppa að Rúmeníustjórn.
Hinir lepparnir reyndu að skjóta
sér undan að þurfa að taka af-
stöðu í ágreiningnum, sem á yfir-
borði er meira talinn lun efna-
hagsmál en beinlínis um stjórn-
mál. Þykir sýnt, að leppstjórn-
irnar séu ekki undir niðri vissar
um, hverjir ofan á verði að lok-
um í sjálfu Sovétrússlandi og
vilji a.m.k. nota sér örðugleika
Krúsjeffs til þess að festa sjálfa.
sig í sessi hver í sínu heimalandi.
Þannig eru óheilindin og sjálfs-
hyggjan yfirsterkust um leið og
á bjátar fyrir yfirdrottnaranurru
Bann við kjarn-
orkutilraunum
Samningur Bandaríkjamanna,
Bretlands og Rússlands um bann
við kjarnorkutilraunum er mikils
verður. Hann nær þó ekki til
allra kjarnorkutilrauna þeirra
ríkja, því að neðanjarðartilraunir
sýnast ekki munu hætta. Samn-
ingurinn tekur heldur ekki til
annarra ríkja. Frakkar og Kín-
verjar munu því halda áfram til-
raunum sínum, en væntanlega
verður þeim ekki veitt aðstoð til
þeirra af samningsaðilunum.
Tilraunabannið felur og engan
veginn í sér að kjarnorustríð sé
óhugsanlegt. Þau þrjú veldi,
sem að samningnum standa, búa
nú þegar yfir svo miklum birgð-
um kjarnorkuvopna, að þau gætu
gereytt heimsbyggðinni. Er því
rétt að hafa hóf á bjartsýni sinni,
þrátt fyrir þessa samningsgerð,
jafnframt því sem henni ber að
fagna, því hún er sannarlega
spor í rétta átt
Góður hagui
ríkisssjóðs
Skoplegt er að sjá upphlaup
Tímans og Þjóðviljans yfir hin-
um góða hag ríkissjóðs og þeirri
fyrirhyggju að leggja nú lögúm
samkvæmt fé til hliðar, er grípa
megi til, þegar versnar í ári. Því-
lík skynsemi er síður en svo eftir
kokkabókum stjórnarandstæð-
inga. Nú þykjast þeir vilja hóf-
semi í skattheimtu. Almenningur
þekkir þá hófsemi af sárri raun.
Aðferð Eysteins Jónssonar var
öll önnur en Gunnars Thorodd-
sen. Eysteinn Jónsson hafði það
að meginstefnu að áætla fjárlög
vitlaust til þess að hafa úr sem
mestu að moða utan fjárlaga. Þá
gerði hann sér leik að því að fá
stórkostlegum tekjuafgangi út-
hlutað, þó að sýnt væri að af því
stafaði geigvænleg verðbólgu-
hætta. Nú er með viturlegri fjár-
málastjórn tryggður góður hagur
ríkissjóðs jafnframt því sem unn-
ið er á móti verðbólgu.