Morgunblaðið - 28.07.1963, Side 2

Morgunblaðið - 28.07.1963, Side 2
MORGUNBLAÐID Sunnudagur 28. júlí 1963 2 xniim HÉR er í stórum dráttum það sem vitað er um ferðir Sigríðar í villu hennar á Arnarvatnsheiði og stutt rabb við bana sjálfa. Kunn ugir segja Sigríði einkar vinsæla og er henni alls- staðar vel tekið. Hið 66 ára líf hennar er nú orðið brotasilfur gamallar konu. í ljósi þess ber að skoða þau kynni, er við höfum af henni í gegnum þessa stuttu frásögn. í STÓRUM dráttum er ferða- saga Sigríðar sú, að hún held- ur frá Kalmannstungu síðari hluta laugardags og kemst seint um kvöldið í Álftakróks kofa. Þar dvaldist hún sunnu dag allan fram á kvöld vegna hvassviðris og kulda. Með kvöldinu leggur hún þó af stað og mun á mánudag hafa komizt að gamalþekktum fjallakofa norður við Amar- vatn mikla, sem Hliðskjálf nefnist. Kofi þessi er nú ekki lengur íbúðarhæfur, svo hrun inn er hann og af sér genginn Allt bendir til þess að á þriðju dag hafi Sigríður svo verið inn Ljóma, þar sem hann stóð á beit með hálsband og dró á eftir sér trossu. Er sýnilegt að Sigríður hefir sprett ai honum og tekið út úr honum beizlið síðan lagzt fyrir og að líkindum sofnað í gæruskinni sínu og öðrum búnaði og að líkum vaknað eitthvað utan við sig og þá ráfað af stað á inniskónum einum, en í regn fötum og öðrum hlífðarklæð- um. Síðan hefir hún ekki fund ið pjönkur sínar á ný. þar sem matföng voru, ekki held ur hestinn. Eftir ógreinilegum slóðum að dæma hefir hún ráfað eitt hvað út á Stórasand, en þó aldrei farið langt frá mæði- veikigirðingunni, sem liggur innan úr hjöllum Langjökuls og að Réttarvatni við Réttar- vatnstaniga. Nú hefjast hin óraunhæfu æfintýri, þau er Sigríður segir frá, þar sem hún þykist hafa hitt útlendinga, sem höfðu byggt lóranstöð, er hún nefndi Glerskóga. Voru þar segulmagnaðar plötur er hún gat fyllt krafti með því að styðja svipu sinni á þær. En þá tóku þeir af henni svip- una og hún hefir ekki séð villt orðin og búin að tapa hestinum og öllum farangri sínum. Hún hafði nærst á eggjum, harðfiski og smjöri fram að þeim tíma, frá því hún fór úr Kalmannstungu. Á fimmtudagskvöld komu veiðimenn eftir 9 tíma ferð £rá Hveravðllum og höfðu þeir leitað eftir föngum á leið sinni. Tjölduðu þeir við Amarvatn og urðu strax um kvöldið varir við jarpa hest- hana síðan. Þá vildu þeir setja hana á spítala, en hún vildi finna hest sinn og halda á- fram. Gáfu þeir henni víta- mínsprautur, því að annars segist hún ekki hefði haldið þrótti allsendis matarlaus. Að lokum ósættist hún við út- lendingana og þeyttu þeir henni þá með segulkrafti yfir sexþætta girðingu. Fleira í þessum dúr sagði Sigríður leitarmönnum. Nú kom þar, að hinn misk- unnarlausi tími neyddi okkur til að vekja gömlu konuna, einkum til að við gætum fengið af henni mynd og rabbað við hana örskamma stund. Fyrst var hún fáskiptin og þótti við gráðugir í mynda- tökur. — Þekkið þið ekki græðgi, sagði hún við okkur. — Þekk irðu ekki græðgi, sagði mað- urinn við lækninn er hann bað hann um brennivín á pelann sinn. — Eru þetta ekki verstu hrakningar, sem þú hefir lent í, Sigga? — Verst og ekki verst. — Veiztu það Sigga, að við vorum að reikna það út, að þessi leit að þér kotsaði eins og útgerð meðal togara, sagði Kristleifur. — Kostar og kostar. Ég rabbað við hana örskamma ég var og hét, og ekki ailtaf fyrir mikið kaup, segir Sigga. — Hvað er maðurinn að skrifa? — Hann er að skrifa um alla þessa menn þína, Sigga mín. — Já, það mætti vera minna Bílar leitarmanna við gangnakofann i Álftakróki í gærmorgun. mætti ekki vera of bráður, segir Sigríður er hún lítur út um kofadyrnar í Álftakróki. en jafnara. Þeir eru nú bara 25 með mér núna. Það er ýmist að þeir hópast að eða ég hef ekkert. Þeir réðu því sjálfir, hvort þeir leituðu að hræinu. Hann Kristófer í Kalmannstungu sagðist ætla að leita að mér, en ég sagði honum að hann mætti ekki vera of bráðlátur. — Ekki eins og útlending- arnir? — Nei. Ég hitti þá nú ekki eiginlega lifandi í eigin mynd, en þeir voru þarna og kink- uðu ákaft kolli. Svo heldur fólk að ég sé rugluð. Gekk alla leið á Hveravelli á skón- um. Matarlaus. Auðvitað var mér orðið kalt. Ég kallaði á hjálp og þá komu þeir. Ertu kominn þarna Ljómi minn. Ósköp er að sjá þig, Færðu enga tuggu. Finnst ykkur hann ekki fallegur? Sjáiði fæturna á honum. Þeir eru ekki bólgnir? Er það? Eða blessuð bringan. Þarna kúrði ég eina nóttina undir bring- rmni á Ljóma. Finndu sjálfur Kristleifur. Og Kristleifur skreið und- ir Ljóma og staðfesti, að það væri notalegt að stinga köld- um hausnum fram niiili fram- fótanna á Ljóma. __ Blessaður karlinn minn, segir Sigga. En nú er tíminn þrotinn og við Kalman verðum að halda af stað, ef þetta á að ná sunnudagsblaðinu. Sigga þarf að halda áfram að hvíla sig, þótt hún hafi fengið góða hvíld og aðhlynningu hjá veiðimönnunum við Arnar- vatn, sem gáfu henni heita súpu og háttuðu hana niður í rúm. Því miður gátu þeir ekki látið vita um fundinn, því að þeir höfðu enga tal- stöð, en þeir vissu um leit- ina gegnum útvarp sitt. Við kveðjum Siggu þar sem hún er að gæla við Ljóma sinn. Hún féllst eftir nokkurt þóf á að hætta við framhald ferðarinnar að þessu sinni. Hún segist ætla að hvíla sig nokkra daga, en leggja svo upp á ný. Hún er búin að fara 48 ferðir um Kaldadal og ætlar að hafa þær 50. Hér lýkur brotajárni af hraðferð norður á Arnavatns heiði á vit Sigríðar Jónu, hinn ar þekktu hestakonu. vig. Kalman Stefánsson, bóndi i Kalmanstungu, heldur í Ljóma. Þannig fannst klárinn með háls- hnnríi pinii saman. — Sigríður Framhald af bls. 24. ar er komið var á staðinn. Ljómi hinn jarpi 22ja vetra hestur Sig- ríðar stóð í hesthúsinu en leitar menn höfðu riðið honum berbakt framan frá Arnarvatni. Nú var úr vöndu að ráða fyrir okkur fréttamenn, sem komnir voru 16 klukkustunda leið allt inn í óbyggðir til þess eins að hitta leitarmenn og þó fyrst og fremst hinn hrakta ferðalang. Við vöktum leiðsögumann leið angursins Kristleif Þorsteinsson bónda á Húsafelli, en hann hafði þá náð að sofa í nokkrar klukku stundir, því að bifreið sú, er hann var í, kom í kofann upp úr miðnætti. Fararstjóri leitarflokks ins var Jóhannes Briem fulltrúi Slysavarnaíélags íslands, en leið angurinn skipuðu skátar úr Reykjavík og Hafnarfirði ásamt ferðamönnum er dvalið höfðu á Hveravöllum. Kristleifur sagði okkur laus- lega hrakningasögu Sigríðar, en hún var ekki sem skýrust, því að svo er að sjá sem gamla konan telji sig hafa ratað í ævintýri, sem ekki fá samrýmzt raunveru leikanum. Það er ekki að undra, því að líkindum hefir hún verið villt og matarlaus í þrjá sólar- hringa og að minnsta kosti einn þessara daga verið mjög kaldur, nokkurra stiga frost og öklafönn. Sigríður sagði, að Þorseinn hefði verið það sem þjáði hana mest, og bendir það til þess, að hún hefði verið að vafra um Stórasand eða þar um slóðir. Hrakningasaga Sigríðar er á bls. 2, svo langt sem hún nær. f gærdag kl. 4 kom leiðangur- inn í Kalmanstungu og hélt það an áð vörtnu spori til Reykjavík- ur. _ aiWHÍfcf#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.