Morgunblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 10
10 MORCVTSBLAÐIB Sunnudagur 28. júlí 1963 ÍIEWALL’S --y.^A?WWW. ... ------- TRADE HARRIS TWEED HANDWOVEN BY THE CROFTERS OF HARRIS & LEWIS IN THEIR OWN HOMES BECD. Vörumerki Nawall-verk- smiðjuunar FRÆGASTA ullarefni, sem notað er í fatnað er sennilega Harris Tweed. Harris er suð- urhluti Long Island, sem er stærst og nyrzt Ytri Hebrides- eyja, en Harris Tweed er ofið um allar eyjarnar, Lewis, Uist og Barra. Áður voru miklar fiskveiðar á Hebrideseyjum, en miðin eru nú svo til þurr- ■ — - " í ; , : I Síðasta stig framleiðslunnar. Konurnar klippa enda af efninu- Styrjöld um Harris - Tweed Heimsókn í spunaverkssmiðju í Stornoway á Hebrideseyjum ausin-og Tweed nær eina út- flutningsvaran. Harris Tweed er þekkt um allan heim og hefur því ver- ið búinn tryggur markaður, sem aðeins er hægt að vinna á löngum tíma. Það var því mikið reiðarslag fyrir íbúa Hebrideseyja, er ullarfram- leiðendur á meginlandi Skot- lands, tóku fyrir nokkrum ár- um að selja dúka sína undir vörumerkinu Harris Tweed. Aukið framboð kom þannig af stað verðfalli, auk þess sem hærri flutningskostnaður er oway síðastliðið vor, stóðu yfir mikil málaferli milli ull- arframleiðenda þar og á meg- inlandinu vegna upptöku vöru merkisins. Halda Hebrides- eyjamenn því fram að hefð- bundin skilgreining á Harris Tweed sé svohljóðandi: „Harr is Tweed er hrein skozk ull, sem er lituð, spunnin og hand ofin á Ytri Hebrideseyjum". Málaferlin snúast í raun og veru um það, hvort þessi skil- greining sé orðin hefð og því ólöglegt að kalla meginlands- framleiðsluna Harris Tweed. eina kú nokkrar kindur og hænsni. Fyrst komum við inn í ull armóttökuna, eða geymsluna. Newall kaupa um 1,5 millj. punda af ull, aðallega frá skozka meginlandinu, á ári, og er hún öll hvít. Þarna eru háir staflar af- ull, og vinna nokkrir rnenn við það að aka henni í næsta sal. Við eltum þá þangað og komum þá inn í litunarhúsið,og slær þá megn um ullarilm fyrir v-it okkar. Þar er ullin látin í litunarker og soðin. Aðeins fáeinir höfuð litir eru notaðir' á þessu stig-i en næst er ullin fullþurrkuð og síðan sett í geymsluhólf, rauð í eitt, græn í annað o.s. frv. Fyrir framan geymsluhólf- in er autt steingólf og op á því miðju. Þegar ullin er blönduð, er komið með hana í pokum í því hlutfalli, sem við á, og pokunum raðað kringum opið. Ef ullin á að verða grá, er t.d. 1 poki af hvítri ull á móti einum af svartri. Margar litablöndur eru mjög flóknar og ullin ná- kvæmlega vegin í pokana. Tveir menn standa við opið HARRIS TWEED WOVEN IN LEWIS í gólfinu, þegar við komum inn, og grípa til skiptis hand- fylli úr sex ullarpokum og kasta niður um gatið, þar sem blásari tekur við ullinni og blæs henni upp í næsta her- bergi. Glerveggur er á milli, svo að blöndunarmennirnir geta fylgzt með árangrinum af starfi sínu. Glerherbergið er orðið hálft af grænni ull. Hnoðrarnir eru á stærð við snjóflyksur. Þegar blönduninni er lokið og blásturinn hættur er dyr- unum lokið upp og ullin flutt í þæfingu og spuna, sem fer fram í geysistórri vélasam- stæðu. Inn í annan enda sam- stæðunnar er ullinni hvolft úr trogum en út um hinn koma þræðirnir. Þeir eru þó ekki tilbúnir fyrir vefstólinn, Þræð irnir eru digrir og haldlitlir, þegar hér er komið sögu, ekki ósvipaðir lopa þeim, er ís- lenzkar konur prjóna háleista úr. Þeir eru því leiddir upp á aðra hæð, þar sem þeir eru snúnir saman í stórri vél. Er þræðirnir koma út úr henni eru þeir orðnir geysisterkir, svo að ekki er hægt að slíta þá milli handa sér. Nú er bandið tilbúið. Á annarri hæð starfa nokkr ir menn við að vefa dúka í mjög fornfálegaum vefstólum. — Ég hélt að allur vefnað- urinn færi fram utan verk- smiðjunnar inni á heimilun- um, segi ég við MacLeod. — Já, í þessum stólum vef- um við einungis dúka með nýju mynztri í tilraunaskyni. Þeir dúkar eru svo sendir á vörusýningar og ef einhver pantar þá, getum við hafið nýja framleiðslu. Tízkan breyt ist í sífellu og auðvitað verð um við alltaf að eiga þá liti og þau mynztur, sem menn vilja hverju sinni. Umboðs- menn okkar víðs vegar um heim reyna einnig að gefa okkur hugmynd um tízkuna í heimalandi sínu, og við send um þeim sýnishorn, ofin hér í verksmiðjunni Við höfum í þjónustu okkar nokkra sér- menntaða menn, sem vinna eingöngu að uppfinningum nýr»a gerða af Harris Tweed. — Er mikill munur á sm’ekk kaupendanna í hinum ýmsu löndum spyr ég. — Já, geysilegur, svarar MacLeod. Ameríkumenn eru t.d. ekkert fíknir í efni með gulum eða grænum lit í. Þeir vilja heldur grá, blá eða brún. Skotar og Englendingar vilja þykkari og þyngri efni, en suðurlandabúar ljós og létt- ari. — Harris Tweed er aðallega notað í jakka og frakka, en eru nokkur brögð að því að menn láti skera sér buxur úr því efni? Nú setur mikinn hlátur að MacLeod og Russell, og líta þeir á Charlie Frazer. Þá tek ég eftir því að hann er ein- mitt í tweed-buxum. Framhaid á bls. 23. „Crofter“ við vefstól sinn. frá Hebrideseyjum en megin- landinu og hið upphaflega Harris Tweed því dýrara en það nýja. Aðeins 5 spunaverksmiðjur eru á Hebrideseyjum og allar í Stornoway á Lewis. Mest- öll ullin er hins vegar keypt frá meginlandinu, spunnin og lituð í verksmiðjunum 5 og dreift á heimili víðs vegar um eyjarnar. Síðan eru dúkarnir sóttir, skoðaðir, þvegnir og þeim pakkað inn, en spuna- verksmiðjurnar flytja þá út frá Stornoway með vörumerk inu Harris Tweed og nafni framleiðandans. Þegar blaðamaður Morgun blaðsins var á ferð í Storn- Ég kynntist tveimur lög- fræðinganna, sem fluttu mál Hebrideseyjamanna, þeim Moir Russel og Charles Fraz- er, sem báðir eru frá Edin- borg. Með þeim fór ég í heim- sókn til eins skjólstæðinga þeirra, S. A. Newall & Sons Ltd. sem er næststærsta spuna verksmiðjan í Stornoway. Roderik MacLeod, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins tók vel á móti okkur og sýndi okkur verksmiðjuna. Um 2500 manns vinna hjá fyrirtækinu, en aðeins fáir þeirra starfa 1 verksmiðjuhúsinu. Flestir eru smábændur (crofters), sem hafa vefnað að aðalat- vinnu, en hokra auk þess með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.