Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 12
12 MOÉGUNBL’ADIÐ Sunnudagur 28. júlí 1963 wgpmditfttfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. ^ Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ''***!' Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðxlstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. AUKA HRÓÐUR LANDSINS 17era má að við íslendingar * séum nokkuð metnaðar- fullir og löngum hefur hér þótt gott hól erlendra manna um íslenzk afrek, sumt af því verðskuldað, annað sjálfsagt miður. Hinu verður þó varla neit- að — og yfir því skulum við gleðjast — að meðal okkar eru afreksmenn á mörgum sviðum, hvort heldur litið er til lista- og menningarmála eða íþrótta, andlegra eða lík- amlegra. Og sú staðreynd má gleðja íslenzka hugi, án þess að menn ofmetnist. Þessar hugleiðingar vakna í tilefni af þeim afrekum, sem íslenzkir skákmenn hafa ver- ið að vinna. Hér í fámenninu hafa fundizt einstaklingar, sem í hinni erfiðustu andlegu þraut jafnast á við þá, sem beztir hafa fundizt meðal mill j ónaþ j óðanna. Frammistaða Friðriks Ól- afssonar á einhverju erfiðasta skákmóti, sem háð hefur ver- ið, er með þeim ágætum, að segja má, að í rauninni hafi tilviljanir valdið því, hvert hinna efstu sæta hann skip- aði. Á þessu móti keppa tveir af beztu skákmönnum Rússa, og raunar nær allir sterkustu skákmenn heims. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, telur Petros- jan, heimsmeistari í skák, að Friðrik sé einn af fimm beztu skákmönnum heims, utan heimalands heimsmeistarans, Rússlands. En þótt Friðrik hafi borið hróður landsins lengst, er hann ekki sá eini. ððru skákmóti staðið sig með Ingi R. Jóhannsson hefur á prýði og fleiri mætti til nefna. íslendingar þakka afreks- mönnum sínum og samgleðj- ast þeim. DRAUGAGANG- UR ALÞÝÐU- BLAÐSINS llltaf öðru hverju verður vart reimleika á Alþýðu- blaðinu. Heyrist þá úr djúp- unum drungaleg rödd löngu liðins tíma. Sem betur fer hræðast nútímamenn yfir- leitt ekki draugagang og hafa því flestir gaman að fyrir- gangi þessa draugsa. En það er með Alþýðu- blaðsdrauginn eins og aðra drauga, að hann lifir í heimi •íns tíma og skilur ekki ann- •ð ástand en það, sem þá ríkti. Þess vegna er erfitt fyrir þá, sem nú eru uppi, að komast í samband við hann. Nútíma- menn skilja ekki vel þanká- gang hans, né hann þeirra. Þess vegna er líka ástæðu- laust að vera að eyða orðum að kenningum afturgöngunn- ar um þjóðnýtingu, eignaupp- töku. og andlega forsjá „drauga“, sem halda að þeir séu í heiminn bornir til þess að bjarga fólkinu frá því að sjá sjálft fótum sínum forráð. Þess vegna lætur Morgun- blaðið draugaleiðara Alþýðu- blaðsins afskiptalausa. GEÐILLIR fjegar Gunnar Thoroddsen, * fjármálaráðherra, greindi frá hinum góða hag ríkisins fyrir nokkrum dögum, glödd- ust landsmenn almennt. En margir voru forvitnir að vita, hvernig málgagn Framsóknar flokksins, Tíminn, mundi taka þessu. Mundi blaðið gleðjast eins og aðrir? Og svarið fengu menn von bráðar. Tíminn var hinn geð- versti út af þessu og hafði allt á hornum sér. Hér væri um að ræða skattrán og hvers kyns óstjórn. Ekki var þetta þó rök stutt, sem varla var heldur von, því að allir vita, að bæði skattar og tollar hafa stórlega verið lækkaðir á undanförn- um árum. En gaman væri að biðja málgagn Framsóknarflokks- ins að tíunda, hve oft Ey- steinn hefði staðið fyrir lækk- unum tolla og skatta meðan hann var fjármálaráðherra. Gjarnan mætti það líka skýra frá því, hve oft hefði verið tekjuafgangur sem lagður hefði verið til hliðar, eins og nú er gert, eða hvort það kynni eftir allt að vera svo, að gjöldin hefðu yfirleitt hækkað samhliða tekjunum og öllu hefði verið eytt. MERK TILRAUN Cýslunefndir Mýra- og Borg ^ arfjarðarsýslu hafa á kveðið að efna til sérstakn skemmtana fyrir unglinga ; aldrinum 14—20 ára, þar sen æskumenn munu sjálfir ann ast gæzlu, undir eftirliti hér aðslögreglunnar og stjórn; skemmtunum. Hér er um að ræða framtak sem víðar þyrfti að gef; gaum. Æskulýðurinn þarfn ast hollra og góðra skemmt- MABURINN hefur nú lykl- ana að öllum leyndarmálum flugtækninnar. Hann hefur lært að hagnýta margs konar leiðir til þess að fljúga, með- al annars út í himingeiminn sjálfann. Samt sem áður stendur hann agndofa gegn þeirri aðferð, sem flugan notar. Eftir að hafa rannsakað flugtækni flugunnar varð franska dýra- fræðingnum, Antione Magn- „Flugan ætti alls ekki að geta flogið" varð Frakkanum Ant- oine Magnan að orði, þegar hann með aðstoð geysihrað- fara kvikmyndtökutækja rann sakaði hvernig flugurnar fljúga, og hvernig þær hreyfa vængina. Það kom nefnilega í ljós, að þær blaka þeim ekki eins og fuglarnir gera, heldur hreyfa þá þannig, að væng- broddarnir skrifa átta í hverju vængjataki. Hvernig flýgur fiugan? an, þannig að orði: „Flugan ætti alls ekki að geta flogið.“ En flugan getur ekki aðeins flogið, hún setur auk þess met. Fiðrildi eitt til dæmis getur flogið í einum áfanga yfir Atlantshafið, og engi- sprettur geta sveimað í stór- um hópum 500 kílómetra. Drekaflugan flýgur letilega með 40 kílómetra hraða, þegar hún er að leita að bráð, og ein fluga, Hjartaflugan, getur náð hraða, sem samsvarar 130 kílómetrum á klukkustund. Geysihraðgeng kvikmynda- tökutæki voru notuð til þess að ljóstra upp leyndarmáli flugunnar. Það var auðskilið, að hún flýgur með þvi að blaka vængjum sínum. Hún gerir það þó ekki á sama hátt og fuglinn. f hverju vængtaki skrifa vængbroddarnir tölustaf inn 8. Þannig fær hún bæði þrýsting framávið og uppá- við. Skordýrin er sú lífstegund, sem beztar rætur hefur fest á jörðinni. % af öllum dýra- tegundum er skordýr. Þú hef- ur eflaust skoðað stjörnur himinsins á björtu vetrar- kveldi og fengið þá tilfinn- ingu, að þær væru óteljandi. Þó er það þannig, að fyrir hverja stjörnu, sem þú sérð, 2ru til yfir 100 tegundir af ikordýrum. Núna er skráðar um 700.000 tegundir skor- lýra. Þér finnst þetta ef til vill urðulegt, þar sem þú verður /analega ekki svo mikið var /íð skordýrin. Þetta er vegna þess, hve skordýrin eru smágerð. „Beina grind“ þeirra er útvortis skel, sem hindrar ásamt hinu ófull komnu öndunarlterfi þeirra allar stærðir sem eru meirt en venjulegar húsmýs. Skordýr- in anda í gegn um örlitlar holur, sem liggja í röð eftir endilöngum hliðum þeirra. En smæðin hefur þó ekki hindrað, skordýrin að notast við ýmsa tækni í áramilljón- eftir Vin Hólm ir, sem við mennirnir hrósum okkur af að hafa fundið upp. Blóð skordýranna er á sama hitastigi og umhverfið. Iðju- semi þeirra ákveðst þess vegna af veðrinu. Sé kalt eru skordýrin dauf og seinfara. Sé heitt eru þau fjörug og fljót í ferðum. Hinn frægi stjörnufræðing- ur, Harold Shapley, segist geta mælt hitastig loftsins með því að athuga hraða maur- anna, þegar þeir leggja af stað frá búi sínu í leit af fæðu. Sum skordýr hafa skæri á fótunum, sem þau nota til þess að klippa niður plöntur í matinn. Önnur hafa lækna- sprautur til þess að deyfa með fórnarlömb, áður en þau gæða sér á þeim. Fiðrildi sjúga upp fæðu sína á svipaðan hátt og þegar þú fyllir sjálfblekung- inn þinn, og sumar blóðsugur hafa ótrúlega næma hitamæla til þess að segja sér í hvaða átt fórnardýrin séu. Þegar drekaflugan á flugi veiðir önn ur skordýr, myndar hún eins konar körfu úr hinum sex fótum sínum, sem hún hremm ir þau í. Skordýr hafa oft ótrúlega næm skynfæri. Sumar karl- vorflugur hafa svo næmt lykt- arskyn, að þær geta fylgt lykt- um úmi í marga kílómetra og þannig uppgötvað kvendýrin. Hryggdýrin og þar á meðal maðurinn hafa flest skynfæri sín á höfðinu, vegna þess að heilabú þeirra er þar. Það er nefnilega mikið atriði, að taugaboðin fari sem styztu leið á milli skynfæra og heila. (af sömu ástæðu verðum við að reikna með, að vitverur frá öðrum hnöttum hljóti að vera með höfuð, ef þær hafa heila). Skordýrin hafa engan heila, aðeins taug eftir endilöngu bakinu með taugahnúta á stangli. AJ þessum ástæðum eru skynfærin ekki nauðsyn- lega á höfðinu. Engisprettur hafa „eyrun“ á hliðum sínum og Katydidar hafa þau á fram leggjunum fyrir neðan hnén. Mörg skordýr hafa bragðskyn færin neðst á fótum sínum, þannig að þau „bragða" á matnum um leið og þau „traðka“ á honum! Þannig mætti lengi telja. Skordýrin geta ekki hugsað. Allt sem þau gera, fram- kvæma þau af eðlishvöt (inst- inct). Þau geta ekki lært neitt. Öll þeirra kunnátta við að afla sér fæðu eða að verjast er meðfædd. Allar þeirra gerðir verða að vera fullkomnar (og eru það) strax í fyrsta skifti, sem þær eru framkvæmdar. Ef lirfa, sem er að spinna hjúp sinn, er stöðvuð í miðju kafi og færð á annan stað, byrjar hún aldrei á nýjum hjúp, heldur heldur áfram þar sem hún var trufluð, og er þes vegna dauðadæmd. Gerð- ir hennar eru svo markaðar, að hún kann ekki að snúa við og byrja upp á nýtt. ana. Boð og bönn nægja ekki, heldur verður að beina at- hafna- og skemmtanaþrá æskulýðsins á réttar brautir. Vonandi verður meira gert áf því í framtíðinni en hingað til að koma á slíkum skemmt- unum æskufólksins. Síldarsöltun SL. MÁNUDAG nam síldarsölt un á Seyðisfirði 14.686 tunnum og skiptist þannig á stöðvarnar: Hafaldan 4458 tunnur Sunnuver 3988 tunnur * Ströndin 3326 tunnur Sókn 1308 tunnur Borgir 1119 tunnur Neptún 487 tunnur Valtýr Þorsteinsson, sem á nýja söltunarstöð á Seyðisfirði, flutti hluta af starfsliði sínu á Raufarhöfn til Seyðisfjarðar 1 gær og er nú tilbúinn að hefja söltun á Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.