Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 15
Sunnudagur 28. júlí 1963 MORGVP/BLAÐIÐ 15 tíðindi d i A FIMMTUDAG náðist í Moskvu eamkomulag milli fulltrúa Bret- lands, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna um takamarkað bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. Er hér um merk þáttaskil að ræða, því að segja má, að nær óslitnar deilur stjórnmálamanna hafi staðið um þetta atriði, allt frá því atómöld hóf innreið sína. SÍmkomulag þetta náðist vissu lega ekki án fyrirhafnar. Ótelj andi ræður hafa verið fluttar um xiauðsyn þess, í aðalstöðvum Sam einuðu þjóðanna í New York, í Genf, Washington, London og Moskvu. Stundum hefur virzt, að nú væri samkomulag á næsta leiti, en þá hefur aftur dregið úr vonum, og mánuðir liðið, án þess, að nokkuð miðaði. Hvergi hefur verið eins mikið «m þessi mál rætt og í Genf. Fulltrúar stórveldanna á þeim fundum hafa árum saman talið borgina annað heimili sitt. Sum ir þeirra hafa orðið að heyja harða baráttu til að missa ekki sjónar á veruleikanum, eftir að hafa haft sáttafundi að aðal- starfi mánuðum, ef ekki árum saman. Niðurstaðan varð að lokum sú, að þríveldin sættust á hálfan sigur, frekar en engan. Þau komu sér saman um að leggja bann við öllum tilraunum með kjarnorku vopn, nema neðanjarðartilraun um, en méð þeim er erfiðast að fylgjast, komi ekki til sérstakt eftirlit. Þótt enn skorti því á fullt sam komulag, eru flestir stjórnmála- menn þeirrar skoðunar, að mikil ástæða sé til að fagna unnum sigri. Það er útbreidd skoðun í þeirra hópi, að hér sé um að ræða stærsta skref í samkomulagsátt, sem stigið hefur verið, allt frá órinu 1945. Fréttamaður þekktr- ar fréttastofu hafði þessi ummæli eftir kunnum stjórnmálamanni. er fréttist um samkomulagið: „Þetta kann að vera fyrsta meiri háttar hlákan í kalda stríðinu“. Mörgum hugmyndum hefur verið varpað fyrir borð á undan förnum árum. Fáar þeirra hafa þó hlotið aðra eins útreið og hug anyndin um stóra, alþjóðlega eft irlitsstofnun, sem hefði það að meginverkefni að hindra samn- ingssvik, og stuðla að allsherjar afvopnun. Kæmi til þess, að stórveldin semdu einnig um bann við neðan jarðartilraunum, er hætt við, að því yrði ekki framfylgt nema með eftirliti. Þá yrði að vera hægt að senda sérfræðinga til þeirra staða, þar sem grunur lékí á, að tilraunir hefðu verið fram kvæmdar á laun. Sams konar eft irlit yrði einnig nauðsynlegt, setti að vera hægt að framfylgja állsherjar afvopnun. II Segja' má, að fyrsti þáttur síð ustu tilrauna til að semja alls herjar bann, nái yfir tímabilið 31. október 19'58 til 15. september 1961. Að þeim umræðum, sem þá fóru fram, áttu aðeins Bretland, Bandaríkin og Sovétríkin aðild. Eitt sinn virtist, að nú væri sam komulag að nást. Aldrei tókst þó að semja um alþjóðlegt eftir lit. í upphafi vildu Bandaríkin og Bretland, að samkomulag yrði gert um 170—180 alþjóðlégar eft irlitsstöðvar, víðsvegar um heim. Auk þess var talið, að nauðsyn- legt væri að koma á fót eftirlits aaíndum, sem kannað gætu grun samlegar jarðhræringar. Sovét- ríkin höfnuðu þessum tillögum. Þau töldu, að með þessu væru Vesturveldin aðeins að reyna að !koma því svo fyrir, að þau gætu sent njósnara sína til Sov étríkjanna undir fölsku yfir- skini. Þann tíma, sem engar tilraunir voru gerðar, vegna yfirlýsinga þríveldanna þess efnis, héldu um ræður um algert tilraunabann á fram. Enn náðist ekki árangur, þar eð ekki samdist um alþjóð- legt eftirlit. Þessar viðræður fóru endanlega út um þúfur, er Sovét ríkin tóku á nýjan leik upp til- raunir með kjarnorkuvopn, 1. september 1961. Þá voru sprengd um 40 tilraunavopn, þ.á.m. eitt rúmlega 50 megatonn að styrk- leika. Þá komust vonir um samkomu lag í lágmark, og 15. september var viðræðum slitið. Áhugi fyrir tilraunabanni fór þó síður en svo dvínandi. Hópur vísindamanna benti á hættuna, sem stafaði af slíkum tilraunum, sérstaklega í andrúmsloftinu, á yfirborði jarð ar og í sjó — þ.e.a.s. öllum teg undum tilrauna, sem leiddu af sér geislavirkni í slíkum mæli, að heilsu manna væri stefnt í voða. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna komu fram kröfur þess efnis, að nýjar tilraunir yrðu gerðar til að ná samkomulagi. Umræður á Allsherjarþinginu leiddu til afvopnunarráðstefnu 17 ríkja, sem tók til starfa í Genf 14. marz 1962. 18 lönd áttu að vísu að taka þátt, en Frakkland skarst úr leik. Smærri þjóðir, sem aðild áttu að ráðstefnunni, reyndu að finna leiðir til samkomulags, en Bret land, Bandaríkin og Sovétrík- in gátu aldrei fundið viðunandi lausn á gömlu vandamálunum. Árangurslausar viðræður stóðu í 15. mánuði, og Þrándur í Götu var eftirlit, eins og fyrr. Hlé hef ur nú staðið yfir í Genf undanfar ið, og engar viðræður farið þar fram. Fulltrúar Vesturveldanna í Moskvu nú, þeir Averell Harri- man, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna og Hailsham lá varður, vísindamálaráðherra Bretlands, auðvelduðu lausn, með því að undanskilja það vandamál, sem erfiðast var að finna lausn á — eftirlit með til raunum neðanjarðar. Nær samn ingurinn nú ekki tíl slíkra lil- rauna. Þær tilraunir, sem bann er lagt við skv. Moskvusamn- ingum, eru þær, sem valdíð geta tjóni á heilsu mannkyns, eða valdið stökkbreytingum. III Meginmunur á samkomulagi því, sem nú hefur náðst, og samn ingstillögu þeirri, sem Bretland, Bandaríkin settu fram í fyrra, er sá, að nú er tekið fram, að sam komulaginu megi segja upp. Hver aðildarþjóðin fyrir sig get ur afturkallað aðild sína, ef til koma „sérstakir, óvenjulegir at- burðir", sem lúta að kjarnorku málum, og „leitt geta hættu yfir viðkomandi ríki“. Uppsagnar- frestur er 3 mánuðir. í samningstillögu Bretlands og Bandaríkjanna, sem fram korn 26. ágúst í fyrra, var að vísu um að ræða þrjár greinar, sem viku að uppsögn, en á annan hátt en nú. Bandarískir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að samningur- inn nú gefi aðilum frjálsari hend ur í þessum í þessum efnum, en orðið hefði, skv. tillögum í fyrra. Orðalagið nú nær einnig til sér hvers þess neyðarástands, sem leitt gæti af skyndikjarnorkutil raunum Kínverja, eða annarra landa, sem nú hafa ekki yfir að ráða kjarnorkuvopnum. í upphafi samningsins segir, að það sé megintilgangur Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að „koma á, eins fljótt og unnt er, samkomulagi um allsherjar- og algera afvopnun, sem háð verði alþjóðlegu eftirliti, skv. meginstefnu S.Þ. . . .“ Hér er lögð meiri áherzla á að hraða beri afvopnun, en fram kom í tillögu Bretlands og Banda ríkjanna í fyrrahaust. Moskvusamningurinn er í fimm greinum, eða einni færri en tillögurnar frá í fyrra. í fyrstu grein er kveðið svo á, að hver aðildarþjóðanna skuli banna hindra „og ekki framkvæma" neinar kjarnorkutilraunaspreng- ingar, eða aðrar kjarnorkuspreng ingar í andrúmsloftinú, geimn- um eða neðansjávar — hvorki í landhelgi né utan hennar. Þýðingarmesta setningin er „ . . . ekki framkvæma" neinar tilraunasprengingar. Þessi var- nagli var ekki sleginn í eldri tii- lögunum. í annarri grein er rætt um breytingar, sem síðar kynnu að verða gerðar. Þar segir, að gerist fleiri ríki aðilar að samkomulag- inu, þá þurfi meirihluta þeirra, þ.á.m. þríveldanna, til að breyí- ingartillögur nái fram að ganga.ú tillögunum í fyrra var talið rétt, að 2/3 hluta atkvæða þyrfti til. Þá er hvergi að finna í nýju samningunum þá grein eldri til lagna, er víkur að „sprengingum í friðsamlegum tilg«ngi“. Bret- land og Bandaríkin lögðu til á sl. ári, að slíkar sprengingar mætti gera með því skilyrði, að samkomulag allra ríkjanna þriggja kæmi til. Því er nú aðeins um að ræða eina tegund leyfilegra kjarnorku tilraunasprengina, p.e. sprenging ar neðanjarðar. Þá er fast á kveðið um það í nýju samningunum, að Bandarík in, Bretland og Sovétríkin munu „forðast að valda, hvetja til eða á neinn annan hátt taka þátt í framgvæmd neins konar kjarn orkusprenginga neins staðar“. Þetta ákvæði er til komið með það fyrir augum, að koma í veg fyrir, að eitthvert aðildarrikj- anna láti önnur ríki, sem ekki eru aðilar að samkomulaginu, fram kvæma tilraunir fyrir sig. Þar er meðal annars átt við Kína, Frakkland, ísrael og allmörg önn ur ríki, sem gætu komið á fót kjarnorkuher á komandi árum. IV Hernaðarsérfræðingar á Vest urlöndum hafa að undanförnu rætt, hvað af slíku banni, sem nú hefur verið samið um, muni leiða. Hefur verið reynt að leiða að því líkur, hvort einhver samn ingsaðilinn, þá fyrst og fremst Bandaríkin annars vegar og Sov étríkin hins vegar, muni hagnast hinum fremur á samkomulaginu. Þetta er fyrst og fremst undir því komið, hvaða árangri má ná með tilraunum neðanjarðar. Ber flestum, sem um þetta hafa rit- að, saman um, að Bandaríkin standi framar Sovétríkjunum á sviði smærri kjarnorkuvopna, sem reyna má neðanjarðar. Hins vegar standi Sovétríkin nú fram ar sviði stórkjarnorkuvopna, sem nú hefur verið tekið fyrir tilraun ir með. Vísindamenn greinir á um, hvers árangurs megi vænta á hernaðarsviði, með tilraunum neðanjarðar. Þó er ríkjandi skoð un sú, að þær geti eklci leitt til sama árangurs og tilraunir í and rúmsloftinu, og neðansjávar. Þá eru menn ekki á einu máli um heildarstyrk kjarnorkuherja Syndið j 200 j metrana Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Fullyrða má þó, að Bandaríkin eigi meira magn kjarnorkuvopna. Þá er sú skoðun einnig ríkjandi, að Bandaríkin eigi yfir að ráða fjölbreyttari kjarnorkuvopnum, Útbreidd skoðun er það hins vegar ,þótt ekki aðhyllist hana allir hernaðarsérfræðingar Bandaríkjastjórnar, að tilraunir Sovétríkjanna á síðari árum, hafi fært þeim forystu á þremur svið um kjarnorkushernaðar: • Þeir hafa gert mjög vel heppn aðar tilraunir með gagnflaug ar, þ.e. flaugar, sem beitt yrði gegn flugskeytum með kjarn orkuhleðslum, og kæmu er- lendis frá. • Þá er talið, að Sovétríkin haíi náð lengra í því að búa lang dræg flugskeyti sín þeim ör yggisútbúnaði, sem varið gæti þau fyrir gagnflaugum óvin arins. • í þriðja lagi er augljóst, að Sovétríkin hafa náð lengra í því að smíða risakjarnorku- sprengjur. Þeir hafa sprengt stærstu kjarn orkusprengju til þessa, 58 mega tonn. Augljóst er, að sovézkar sprengjur af ákveðinni stæð og þyngd hafa að geyma meiri sprengikraft en jafnstórar og þungar bandarískar sprengjur. • í ljósi þessara upplýsinga telja margir, að Sovétríkin muni hagn ast meira á banninu, hernaðar- lega séð, en Vesturveldin. Þau hafi náð lengfife í smíði þeirra tækja, sem úrslitaþýðingu myndu hafa í kjarnorkustyrjöld. Þykir ekki loku fyrir það skotið, að stærstu kjarnorkusprengjur Sov étríkjanna myndu eyðileggja stærsta hiuta ratsjár- og varnar kerfis Bandaríkjanna, yrðu þær sprengdar í lofti yfir meginlandi N-Ameríku. Segja má því, að niðurstaðan, þ.e., hvor aðilinn hagnist raun verulega á banninu, sé undir því kominn í fyrsta lagi, hvernig samningurinn verður í fram- kvæmd, í öðru lagi, hver er raun verulega vígstaða stórveldanna í kjarnorkukapphlaupinu, — og loks, hvort reynist þyngra á met unum, tæknileg og vísindaleg á- hætta, eða hugsanlegur ávinning ur á stjórnmálasviðinu . Einn helzti sérfræðingur um hernaðarmál í bandarískri blaða mannastétt segir: „Sennilega er enginn sá maður til í Washing- ton nú, sem getur fullyrt, hvort tilraunabann brýtur í bága við þjóðarhagsmuni eða ekki.“ Hitt efast enginn um, að til- raunabann kemur í veg fyrir, að mannkynið verið drepið eða af- myndað með tilraunum einum saman. GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUR Þingholtsstræti 8 — Siirn 18259 GUSTAF A. SVKINSSON hæstaréttarlögmaður Simi i 11 71. Þórshamri við Templarasund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.