Morgunblaðið - 28.07.1963, Síða 17
Sunnudagur 28. júlf 1983
ÍUORCVISBLAÐIÐ
17
Jón Guðmundsson
forstjóri sjötugur
I ÐAG stendur farsæll athafna-
maður á sjötugu. Fullu nafni heit
ir hann Sigurður Jón Guðmunds
son. En í daglegu lífi heitir hann
aðeins Jón, — og til aðgreining-
ar frá öðrum ágætum Jónum, er
hann venjulega nefndur Jón í
Belgjagerðinni. Þá vita allir við
hvern er átt.
Jón er Barðstrendingur, og
fer ekki dult með það. Hann
er fæddur að Látrum í Rauða-
sandshreppi, og þar ólst hann
upp við ástríki góðra foreldra
og sæmileg efni, eftir því sem
þá gerðist. í upphafi aldarinnar
sagði lífsbaráttan til sín fyrr en
hún gerir nú. Tólf ára fór hann
að stunda sjó með föður sínum,
og eftir það starfaði hann mest
á sjó um aldarfjórðungs skeið.
Tvítugur innritaðist hann í
Stýrimannaskólann og lauk það-
an prófi 1915. Upp frá því var
hann ýmist háseti, stýrimaður
eða skipstjóri á allskonar fiski-
skipum, togurum og selföngur-
um, unz hann lét af sjómennsku,
tæplega fertugur, vegna van-
heilsu.
En er honum eldnaði krank-
leikinn gerði hann sér ljósa grein
fyrir því, að ekki dygði að halda
að sér höndum, þó að í land
væri komið. Hann hafði fyrir
barnmörgu heimili að sjá og
kreppa og atvinnuleysi herjaði
á þjóðfélagið. Réðist hann þá
fyrst til Magnúsar Th. Blöndal
og veitti netaverkstæði hans for-
Stöðu um nokkurn tíma.
Árið 1934 stoffnaði Jón svo
Belgjagerðina, í félagi við tvo
vini sína, sem seinna seldu hon-
um sína hluti og gengu úr fyrir-
tækinu. Jafnótt og börn Jóns
uxu úr grasi aðstoðuðu þau föð-
ur sinn við framleiðsluna og
reksturinn. Þannig varð iðnrekst
ur Belgjagerðarinnar snemma
sannkallað fjölskyldufyrirtæki
og er svo enn.
Árið 1942 stofnaði Jón svo
Skjólfatagerðina h.f., sem nú er
Stórfyrirtæki á islenzkan mæli-
kvarða, og sér um sjötíu manns
fyrir fastri atvinnu. Eru þessi
fyrirtæki nú að Ijúka við að
reisa stórhýsi við Bolholt 6 hér
í Reykjavík, og byggja þau vel
við vöxt.
Undirritaður kynntist ekki
Jóni Guðmundssyni fyrr en að
stríðslokum. Þá talaðist okkur
svo til, að ég yrði bílstjóri hans
í skyndiferð, sem hann þurfti
að fara norður í land. Farkostur-
inn var stór og þungur sex
manna bíll. Hafði ég aldrei fyrr
ekið svo stórum bíl, og gat þess
að ég myndi aka rólega, á með-
an ég væri að venjast bílnum.
Jón tók þessu fálega, og sagði
sem svo: að annaðhvort gæti ég
ekið bíl, eða ég gæti ekki ekið
bíl! Auk þess kvaðst hann skyldi
segja mér til, ef með þyrfti, og
fannst mér það vel boðið, því
Jón hefur ekki bílpróf.
Lögðum við svo af stað, einn
fagran haustmorgun, og það stóð
ekki á því, að hann segði mér
til. Reykjavíkurmegin við Elliða
árnar upphófust ámæli og að-
finnslur, sem stóðu linnulaust
upp að Ferstiklu. Það var fyrsti
áfangi. Honum fannst ég fara
alltof hægt, og ekki þyrfti ég
alltaf að vera að skipta um gír,
því að hans bíll væri nefnilega
kraftmikill og hraustur bíll, er
ekki ætti í neinu skylt við þess-
ar vélavana smátíkur, sem ég og
mínir líkar nefndu bíla!
Jæja, Jón vildi fara Dragann,
og það varð svo að vera. Veg-
urinn var grafinn og ógreiðfær
eftir langvarandi rigningar, og
þar kom, að bíllinn skriplaði
í lausamöl, lenti út af með
vinstra framhjólið, tók niðri.
Ðjóst ég nú við því versta, en
þá brá >vo við, að Jón sagði
ekki neitt, heldur steig út, leit
á vegsumerki og mælti síðan:
„Þetta gerir ekkert til góði. Við
bíðum bara þangað til einhver
kemur og hjálpar okkur“.
Skömmu seinna bar þar að vega
vinnubíl, sem kippti í okkur.
Ég held að þetta litla atvik
lýsi Jóni nokkuð vel. Meðan
allt gengur sæmilega er hann
skapheitur og lætur móðan mása,
en æðrulaus og góðviljaður, þeg-
ar á reynir.
Eftir þetta gekk ferðin vel og
stórtíðindalaust, — en marga
þurfti Jón að hitta að máli, sér-
staklega í nágrenni við Víðidals-
ána. Oftast kom hann færandi
hendi: einn fékk veiðihjól, ann-
ar taum og spúna, þriðji bók,
— og eftir því sem norðar dró
voru sýnishornin í aftursætinu
alltaf að týna tölunni, ekki til
kaupsýslumanna, heldur til
hinna, sem þurftu þeirra við. í
Þingeyjarsýslunni fór hann úr
úlpunni sinni og skildi hana eft-
ir hjá bónda, er vanhagaði um
skjólflík.
Gamall orðskviður segir eitt-
hvað á þessa leið: „Það á eng-
inn neitt, nema það, sem hann
gefur“. Sé þetta rétt, þá á Jón
í Belgjagerðinni áreiðanlega
töluvert til.
Kvæntur er Jón ágætri konu,
Jórunni Guðnadóttur, ættaðri
úr Árnessýlu. Varð þeim hjón-
um átta barna auðið, og eru sex
á lífi: tvær dætur og fjórir syn-
ir, öll búsett í Reykjavík. Enn-
fremur ólu þau upp fósturson
og kostuðu hann til háskólnáms.
Tvo sonu misstu þau hjón, ann-
an á unga aldri, en hinn nálægt
tvítugu. Lézt hann af slysförum
og var harmdauði öllum, er
hann þekktu. Barna-börn Jóns
Framh. á bls. 23.
Hrefna Bryndís Þórarinsddtti'
HREFNA B-RYNDÍS Þórarins-
dóttir andaðist á Landsspítalan-
um í Reykjavík þann 21. þ.m.
Hrefna fæddist í Reykjavik 20.
marz 1925, yngst fimm barna
þeirra hjóna Sigríðar Gísladótt-
ur og Þórarins Jónssonar, skip-
stjóra. Hrefna ólst upp í foreldra
húsum, að loknum skyldunámi
hóf hún nám við Gagnfræða-
skólann í Reykjavík og starf-
aði síðan við vérzlunar og
skrifstofustörf í Reykjavík. Árið
1937, þegar Hrefna var 12 ára
gömul, drukknaði faðir hennar
af togaranum „Snorra Goða“,
það var mikið áfall fyrir fjöl-
skylduna ems og að líkum lætur
og breytti lífsviðhorfum hennar
og framtíðaráætlunum. Foreldr-
ar Hrefnu höfðu ráðizt í að
byggja nýbýli í Mýrasýslu á
hluta af landi Hvítsstaða við
Urriðaá. Þangað var fjölskyldan
flutt og þar ætlaði faðir henn-
ar að hefja búskap að lokinni
vertíð árið sem hann drukknaði,
en það breyttist eins og fyrr
segir. Ekkjan fluttist til Reykja
víkur aftur með fjögur barn-
anna, en elzti sonur þeirra kvænt
ist og hóf búskap í Borgarfirði.
Fjölskyldan flutti nú aftur í
sitt gamla heimili, Hverfisgötu
98a, Reykjavík, en brátt minnk-
aði hópurinn því eldri börnin
kvæntust og stofnuðu eigið
heimili en Hrefna varð eftir hjá
móður sinni. Þá var það sem út-
þráin greip hana, hún fór vest-
ur um haf og stundaði ýmis
störf í Bandaríkjunum. Ekki
festi hún rætur vestra, hún kom
heim aftur eftir árabil og hóf
skrifstofustörf hjá stóru fyrir-
tæki hér í borg. Þar vann hún
í nokkur ár eða þar til hún
giftist og stofnaði heimili árið
1960.
Framtíðin brosti við henni
björt og fögur, eiginmaður henn
ar, Sigurður Guðmundsson mál
arp”'":"*"ri hófst nú handa með
at' tu naði, að byggja
þeim n unitíðarheimili að Safa-
mýri 56, en þá syrti að, Hrefna
veiktist af erfiðum og hættuleg-
um sjúkdómi, var lögð inn á
Landsspítalann og lá þar þungt
haldin mánuðum saman. Lífsþrá
hinnar ungu konu og umhyggja
lækna og hjúkrunarliðs virtist
hafa betur að minnsta kosti um
stundarsakir, hún fékk heimfar-
arleyfi frá spítalanum og gat
haldið heimili með aðstoð móð-
ur sinnar og eiginmanns. Því
miður var aðeins um stundar-
bata að ræða, leiðin lá aftur í
sjúkrahús og nú tók við árslega
í Landakotsspítala. Var það erf-
iður tími og hörð barátta við
sjúkdóminn sem þjáði hina ungu
konu. Enn sigraði lífsþrótturinn
og vonin um bata. Hrefna braut
skráðist af sjúkrahúsinu laust
fyrir síðuStu áramót, batinn kom
hægt en hún hafði góða" von um
að sjúkdómurinn væri nú á und-
anhaldi. Hún flutti með eigin-
manni sínum í nýju íbúðina,
glæsilegt framtíðarheimili sem
allir þrá að eiga, leiðin virtist
björt og greið á ný, það var sem
lífsþráin og æskan mundi bera
sigur úr býtum, en maðurinn
með ljáinn var næsta leiti og
beið þolinmóður færis. Skyndi-
lega veiktist Hrefna aftur og nú
var engin lífsvon. Hún var flutt
í Landsspítalann og lézt þar eft-
ir rúman sólarhring.
Það er mikill harmur kveð-
inn að eiginmanni hennar sem
svo skamma stund naut sam-
vistanna við hina ástríku ungu
konu og móður hennar, sem gerði
allt sem hún gat henni til styrkt
ar og hjálpar í veikindum henn-
ar, meðal annars með því að
halda heimili fyrir eiginmann
hennar og son í hinni löngu
sjúkdómslegu.
Ég bið Guð að blessa litlu stúlk
una sem fæddist í þennan heim
í upphafi sjúkdómslegu móður
sinnar og kvaddi svo fljótt. Guð
styrki hina lífsreyndu móður
og ekkju, eiginmanninn sem
annaðist eiginkonu sína af ástúð
og umhyggju og nú ber harm
sinn í hljóði og hinn unga son
Hrefnu, Sigurð Þór, sem nýtur
umhyggju og ástúðar systur
Hrefnu og eiginmanns hennar,
svo og systkinin sem eiga á bak
góðri systur að sjá.
FrændL
ÚDÝRIR
karlmannaskór
" í-
Seljum á morgun og næstu daga karl-
mannaskó með leður- og gúmmísóla.
Gataða og ógataða.
Verð aðeins kr. 210,00 — 265,00 — 269,00.
Skóbúð Austurbæjar
Laugavegi 100
ÓDYRIR
karlmannasandalar
Seljum á morgun og næstu daga meðan
birgðir endast fjölmargar gerðir af
karlmannasandölum.
Verð kr. 117,00 — xá7,00.
Skóbúð Austurbæjar
Laugavegi 100
ODÝR
barnaskófafnaSur
Seljum á morgun og næstu daga fjöl-
margar gerðir af barnaskófatnaði. —
Þar á meðal barnasandala fyrir telpur og
drengi.
Verð kr. 75,00 — 146,00.
Skóbúð Austurbæjar
Laugavegi 100