Morgunblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 20
20 KORCVISBLAÐIÐ Sunnudagur 28. júlí 1963 William Drummond: MARTRÖÐ 6 — Já, já, frú. En þá var eins og hún áttaði sig á spurningunni og bætti við. — Það gerir ekkert til, frú. Mig langaði ekkert til að láta hann verða barnahæiisdreng alla ævi, eins 0:g faðir hans var — með trefil um hálsinn Og tuskuhúfu .... og konu eins og mig. Ef hann getur komizt yfir ána og verið í félagsskap fína fólksins, eins og hann langar til, 'þá er það ekki nema gott. Hann er ailt sem ég á í heiminum, og 'honum er velkomið það, sem ég get látið af hendi rakna við hann. Þetta var óvenju löng ræða og Nora lagði í hana alla þá tilfinn ingu, sem hún átti til. Kit þorði ekki að andmæla einu orði Svona ást var göfugmannleg, enda þótc hún spillti þeim, sem fyrir henni varð. — Jæja, verið þér sælar frú sagði Nora, þegar hún hafði jafn að sig eftir þessa .æðu. — Bíðið andartak, Nora, sagði Kit snögglega. Hún greip töskuna sína dró upp úr henni fimm punda seðil og fékk gömlu kon- unni. — Nú ferðu beint og kaupir þér aimennilega kápu, sagði hún — Otg svo kemurðu ekkert aftur fyrr en þú ert orðin betri af kvefinu. Skilurðu það, Nora. Nora horfði á seilinn, eins Og hún hefði aldrei fyrr séð neinn slíkan, sem og vel getur hafa ver ið. Síðan tróð hún honum í töskuna sína. — Guð blessi yður frú, sagði hún. Síðan snuggaði hún og þerraði augun, og það var ekki kvefið eitt, sem vætti þau. —Eg vildi óska að mín vanda- mál væru svona auðveldlega leyst hugsaði Kit, þegar gamla konan hvarf út um dyrnar. — Æ, hjálpi mér! sagði Nora og kom þjótandi inn um dym- ar aftur. — Það kom skeyti til yðar, frú. Eg lagði það þarna upp á útvarpið. Kit þakkaði henni fyrir og um leið og gamla konan lokaði á eftir sér, gekk hún að sjónvarps taekinu, tók skeytið og reif upp umslagið. Það var frá New York og fná einu manneskjunni, sem hana langaði til að hitta. Hún las. KEM FLJÚGANDI FIMMTU DAG ELLEFU KVEÐJA BEA. Hún leit á tímasetninguna á skeytinu og fór að veltu því fyrir sér, hvort það mundi ekki hafa verið sent einmitt á þeirri stundu sem hún sat í leiguvagn inum og óskaði sér þess heitast, að Bea frænka væri komin. En vitanlega hafði það verið sent mörgum klukkustundum fyrr. Siminn tók að hringja en í fyrstunni tók hún ekkert eftir því Þetta voru svo dásamlegar gleði fréttir, að hún vildi ekki láta neitt rugla fyrir sér ánægjunni. Hún gekk að símanum með, skeyt ið í hendinni, og horfði á það. Tók síðan símann. — Halló, þetta er frú Newton. Og um leið og hún heyrði í sknanum greip hana skelfingar- hrollur. Það var röddin, þessi háa so. glandi brúðurödd. Aðeins var hún ekki nú ógnandi eða hótandi heldur klámfengin í lýsingu sinni á því, sem gerast mundi áður en hún dræpi hana í mánaðarlokin. — Þér hljótið að vera brjál- aður! æpti hún. — Hvað hef ég gert yður? Hver eruð þér? En röddin hélt áfram, eins Og straumur í skolpræsi, án þess að gefa orðum hennar gaum. Það var næstum eins og hún gengi fyrir vél, rétt eins og sá sem talaði væri uppfullur af ó- þverra síns eigin hugmyndaflugs. Hún hélt heyrnartólinu sem lengst frá sér ré.tt eins og það sjálft væri saurugt, en gat ekki lagt það frá sér. Hún lét það vaða áfram, en þegar þac loks ins þagnaði, æpti hún aftur. — Hver eruð þér? Hvað hef ég gert yður. Þá kom ekkert svar. Línan var dauð. Hún gjökti símanum aftur Of aftur og gat heyrt andardrátt hinumegin. En hún fann, að hún mátti ekki láta við svo búið standa. Hún varð að komast að því, hver þessi vitfirrimgur væri. En svo heyrði hún að hann var farinn úr símanum. Hún áttaði sig á því seinna, að hún hefði átt að hringja sam stundis á miðstöðina og fá að vita hvort hægt væri að rekja samtal ið. En hún var of ringluð til þess að hafa hugsun á því þá. Hún lagði frá sér símann Og stóð þarna með skeytið frá Beu frænku í hendinni, og horfði á símatólið, rétt eins og það væri lifandi vera, einhver eitruð padda. Og þessi óþverri, sem hafði glumið í eyrum hennar var held ur ekki betri en eitur. Hún lok aði augunum, hristi höfuðið og reyndi að harka þetta af sér. En það glumdi áfram í heila hennar þessi andstyggðar óþverri. Allt í einu hringdi bjallan aftur Það fó-r hrollur um hana. Hún ætl aði ekki að fara til dyra — hvað sem í boði væri. En þá áttaði hún sig á því, að þetta var dyrabjallan en ekki síminn. Hún hljóp til dyra og ætlaði að fara að opna, en datt þá í hug, að þarna mundi ó- freskjn komin í eigin persónu. Hún laigði eyrað að hurðinni. — Hver er þar? — Það' er ég. Það er Peggy sagði rödd Peggy úti fyrir. Kit opnaði og þarna stóð Peggy með litla krukku í hend inni. — Eg kom hérna með dá- lítið handa þér.... Hún þagnaði þegar hún sá framan í Kit. — Hvað í ósköpunum. ...? — Komdu inn, sagði Kit. Komdu inn. Hún hálfdró vin- konu sína inn og aflæsti síðan burðini og setti keðjnua á. r eggy leit á hana, eins og hún væri vitskert. — Afsakáðu, sagði Kit Hún gekk að borðinu, tok sér vindling og fór að reyna að kveikja í honum, en eldspýtan brotnaði og féll logandi niður á gólfábreið una. Hún steig á hana og reyndi svo að kveikja á annarri, en ár- ar.gurslaust. Peggy kom með kveikjarann sinn og gaf henni eld. — Er þér illt? sagði hún. — Nei, svaraði hún. — Nei. Henni var erfitt um mál Og að vissu leyti var henni illt. Af þessu taugaáfalli. — Það var maður í símanum áðan.... Hún hristi höfuðið rétt eins oig að losna við minninguna um það. — Hræðilegur maður... Peggy fór að snúast kring um hana, rétt eins og sjúkling og fékk hana til að setjast niður. — Eg ætla að ná þér í eitthvað að drekka, sagði hún. En Kit hristi höfuðið Það var ó sjálfráð hreyfing, næstum kippur. — Hver var þetta? sagði Peggy og settist á legubekkinn við hlið ina á henni og reyndi að róa hana með því að klappa henni á höndina. — Það veit ég ekki, sagði Kit. Hún laut fram og hélt annarri hendi fyrir augun. — Það var.. Hún þagnaði góða.sund og skalf en kom engu orði upp. En svo herti hún sig upp. — Hann sagði mér að hlusta. Hún var lengi að ná andanum. — Svo sagði hann það.... — Sagði hvað? spurði Peggy. Röddin var róleg og sannfær- andi, en nokkuð efablandin. Og það gat Kit skilið. Að sjá mann eskju i lyftunni, alveg eins og hún á að sér og koma svo að henni hálftíma seinna viti sínu fjær. — Sagði hvað? endurtók Peggy. — Og, það var eintómur ó- þverri fyrst. en svo .... Hún gat ekki haldið áfram. — Og þú hefur bara hitt einn þessara símaþrjóta, sem hafa á- stríðu til að hræða fulk, sagði Peggy og rey.ndi að gera lítið úr öilu saman. Og svo hvað? Kitf leit á Peggy. — Hann sagðist ætla að myrða mig áður en mánuðurinn væri úti. — Nú, já. Peggy stóð upp og fékk sér sjálf vindling. — Þú hefur þá lent á þessum minna rómantísku. Kit hallaði sér fram með al- vörusvip. Það var fullslæmt að vera í lífshættu, en að Peggy skyldi gera lítið úr því, var verra — Honum er alvara, sagði hún. Peggy blés frá sér reykjarstrók — Þeir láta nú alltaf eins ogþeim sé alvara, góða mín. Kit sat álút á legubekknum og Peggy fór Og náði í tvö glös og viskíflösku. — Eg er hrædd, Peggy! sagði Kit. Peggy hellti vel í annað glas- ið. Svo leit hún á Kit. — Já, það ertu, er ekki svo? Hún hellti í hitt glasið og kom avo með ó- blandaðan drykkinn til vinkonu sinnar. — Ættkðu ekki að hringja í hann Tony? Kit saup drjúgan sopa og visk íið barkaði kverkarnar hennar. En hún hresstist vel við það. — Hann er á þessum stjórnarfundi, sagði hún. — Eg hitti hann í kvöld og segi honum frá þessu. Peggy rétti henni vindlinginn, sem var farinn að reykja sig sjálfur í öskubakkanum. Láttu þetta ekki á þig fá, sagði hún — Maðurinn er að gera að gamni sínu. Líklegast er, að þú heyrir ekki f»á honum fram- skiptið, svaraði Kit dauflega. En nú kom að Peggy að verða óróleg. — Fyrsta skiptið? Hún starði á hana. — Áttu við, að þetta hafi komið fyrir áður? — Já, í gær. í þokunni. Það var sama röddin. — Og sagði þetta sama? Hót- aði að myrða þig? Kit kinkaði kolli. Munnsvipurinn á Peggy harðn aði. — Mér finnst þá, að þetta sé öllu mikilvægara en einn stjórn arfundur. Hún gekk að símanum — Hafðu engar áhyggjur. Eg skal sjálf hringja til Tony. Hún greip símann og hringdi. 5. kafli. Peggy var stórkostleg. Þegar hún náði sambandi við ungfrú Andrews, hinn ógurlega einka- ritara Tonys, sagði hún: — Já, ég veit að hann er á fundi. Náið þér í hann samt ungfrú Andrews Þetta er áríðandi. Það hefur kom ið nokkuð fyrir frú Newton. Peggy sneri sér að Kit. — Eg hef nú aldrei hinn þennan kven dreka hans Tony sagði hún, — en mig langar til að hafa með mér svipu þegar það verður. Eftir andartak var hún farin að tala við Tony. — Þetta er Peggy Thompson. Tony, þú verður að koma heim. Kit hefur sagt mér, hvað kom fyrir hana í þokunni í gærkvöldi. Já.... nú hefur það endurtekið sig. En í síman- um í þetta sinn. Það heyrðist urg í símanum. — Já, þú getur gert hvað þú viþ með að trúa því, sagði Peggy í önugum tón, — en það hefur komið fyrir aftur og hún veslingurinn er svo.... já, hún er mjög ringluð, vægast sagt. Aftur kom urg. — Jé, ég ætla að verða hérna þangað til þú ert kominn. Já auðvitað. En þú verð ur að sleppa þessum andstyygi leiga fundi ykkar. Aftur kom urg og Peggy lagði höndina yfir opið á símanum. — Viltu tala við hann elsk- an? Hann kemur um hæl. Kit hristi höfuðið. — Nei, Tony hún vill það ekki Hún er of taugaóstyrk. Já, ef þú nærð þér í leiguvagn. Hafðu engar áhyggjur. Eg skal vera hjá henni. SHUtvarpiö Sunnudagur 28. júlí. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir, 9:10 Morguntóleikar: — 10:10 Veður- fregnir. 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organleikari: Ragnar Björns- son). 12:00 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdeigstónleikar: Óperan „Ævintýri Hoffmans** eftir Jac- ques Offenbach (Listamenn frá Opera comique í París flytja. Stjórnandi: André Clutens. Ketill Ingólfsson kynnir). 15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 VeðuT fregnir). 17:30 Barnatími (Hildur Kalman): a) Leikrit: ,,Kálfur og krumrr»i**# Leikstjóri: Hildur Kalman. b) Saga: „Tígullrottningin hans Sigga litla“ eftir Hreiðar E. Geirdal (Andrés Björnsson les). 18:30 „Lýsti sól stjörnustól4*: Gömlu lögin sungin og leikin. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður- fregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur í útvarpssal: Jónatan (Tani) Björnsson frá Seattle syngur. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. a) „Söknuður eftir Tryggva Björnsson. b) „Sólskríkjan“ eftir Jón Lax- dal. c) „Hraustir menn“ eftir Rom- berg. d) „Til móður rninnar** eftlr Malotte. e) „Ævintýri á gönguför'* eftir Tryggva Björnsson. 20:15 Sagan af karlssyni: Stefán Jóns- son talar við Jóhannes Jósefs- son áttræðan. 20:45 Tónleikar.' 21:10 í borginni, — þáttur í umsjá Ásmundar Einarssonar blaða- manns. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 29. júlí. 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna'*: Tónleika^. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Lög úr kvikmyndum — 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Sveinn Kristinsson). 20:20 Organleikur í Dómkirkjunni í Reykjavík: Edward Power Biggs leikur tvö tónverk eftir Bach: Pastorale í F-dúr og Tokkötu í F-dúr. 20:40 Ólafsvaka, þjóðhátíð Færeyingaj Gils Guðmundsson rithöfundur les kafla úr bókinni „Færeyjar** eftir Jörgen Frantz Jakobsen, í þýðingu Aðalsteins Sigmunds- sonar. 21:05 íslenzk tónlist: a) Forleikur í Es-dúr op. 9 eftir Sigurð í>órðarson (Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur; Hang Antolitsh stj.). b) „Ár vas alda“ eftir í>órarin Jónsson (Karlakórinn Fóstbræö ur syngur. Söngstjóri: Jón Þórarinsson). c) Tilbrigði um íslenzkt rímna- lag eftir Árna Bjórnsson (Sin- fóniuhljómsveit íslands leikur; Olav Kielland stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Alberta og Jak ob' eftir Coru Sandel; XVIII. — sögulok (Hannes Sigfússon). 22:00 Fréttir, síldveiðiskyrsla og veð- urfregnir. 22:20 Búnaðarþáttur: Um viðhald bygginga í sveitum (I>órir Bald- vinsson arkitekt). 22:40 Kammertónlist: Einleikssónat« nr. 3 í Es-dúr eftir Bach (Pablo Casals leikur á knéfiölu). 23.05 Dagskrárlok. ^ — Þetta sagði Tony í fyrsta KALLI KÚREKI — * - * Teiknari: Fred Harman »j-/7 wt f jm'i-f »'i 'i— ------ ---------------------------------------- - *—; ■ ~ ^— Vagninn frá Albuquerque kemur koma á vagnstöðina. Er hann að verið hún. f hlað_ njósna um mig eða hvað? — Hæ-hó, gamli minn. Hema er v •— Skrambinn, þama er Kalli að — Guð hjálpi mér. Þetta getur ekki ég kominn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.