Morgunblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 23
Sunnudagur 28. júlí 1963 THORGVHBLAÐIÐ 23 * myndinni sést litunarvél al þeirri gerð, sem sokkaverksmið jan á von á til landsins í næsta mánuði. íslenzkir nylonsokkar á jdlamarkaðinn Sokkaverksmiðjan EVA hefur á næstunni framleiðslu íslenzkra nylonsokka STOFNAÐ HEFUR verið hluta félag, sem hyggst setja upp verk smiðju á Akranesi til framleiðslu á nælonsokkum. Forráðamenn verksmiðjunnar skýrðu blaðinu frá því í gær að undirbúningur hefði staðið á ann að ár. Verið væri að breyta 270 ferm. húsnæði við Suðurgötu 126 á Akranesi til verksmiðjurekst- ursins. Búið væri að festa kaup á vélum til framleiðslunnar og einúi eigandi verksmiðjunnar hefði verið erlendis fjóra mánuði til að læra þessa iðngrein. Vonir stæðu til að framleiðslan gæti hafizt það snemma, að hægt væri að koma sokkum á markaðinn fyrir jól. Verksmiðjan hefur ver ið skírð Sokkaverksmiðjan Eva. Fyrir um það bil mánuði veitti bæjarstjórnin á Akranesi ein- róma bæjarábyrgð fyrir láni allt að tveim milljónum króna í þeim tilgangi að auka fjölbreytnina í atvinnulífi bæjarins. Vélakosturinn, sem er afar flók inn, er keyptur hingað frá sex 'löndum, Englandi, Þýzkalandi, Frakklandi, ftalíu, Sviss og Tékkóslóvakíu, og var leitazt við að kaupa fullkomnustu vélar — Sjötugur Framhald af bls. 17 og Jórunnar, eru nú orðin tutt- ugu og þrjú, og þrjú barna- barna-börn. Er hér stór ættbogi í uppsiglingu. Jón er forfallinn laxveiðimað- ur, og óþreytandi talsmaður þeirrar íþróttar á öllum tímum árs. Er mér sagt að hann sé líka fiskisæll með ágætum. Á vetr- um dvelst hann löngum við bóka safn sitt, því að hann er bók- elskur vel og á gott safn bóka. Ennfremur hefur hann mikla ánægju af því að grípa í spil við gesti sína og nágranna, og stenzt þá ekki reiðari en gáleysis legar sagnir. Hann hefur nefni- lega alltaf meldað rétt S. B. (Jón verður fjarverandi í dag). hverja á sínu sviði. Samið hef ur verið um að flytja inn hráefn ið, að minnsta kosti í fyrstunni, frá Ítalíu. Samkvæmt skýrslum Hagstof unnar er innflutningur á nylon- sokkum á síðasta ári um það bil 1,1 milljón pör, og gera eigendur Evu sér von um ná tiltölulega fljótlega 30% markaðarins. Kem ur þar tvennt til: Verðið verður fullkomlega samkeppnisfært við í DAG efna Farfuglar til göngu- ferðar á Ok. Lagt verður upp í ferðina kl. 9 árdiegis frá Búnað- arfélagshúsinu. Um verzlunarmannahelgina efna Farfuglar til tveggja ferða. Er önnur að sjálfsögðu í Þórs- mörk, verður farið bæði á föstu- dagskvöld og á laugardag kl. 2. Ráðgerðar eru gönguferðir um Mörkina að deginum til, en á kvöldin verða kvöldVö&ur og margt sér til gamans gert. Hin ferðin er í Gljúfurleit. innflutta nylonsokka, og innan lands mun aðeins verða sett á markaðinn fyrsta flokks vara. Þegar hefur venð samið um út flutning á annars flokks vöru til Belgíu, en það er ætlað að það verði um 25% af framleiðslunni. Vonir standa til að húsnæðið verði fullbúið innan mánaðar, en þá er von á vélunum. Er þá fram undan stillingar á þeim og munu koma hingað sérfræðingar frá framleiðendum vélanna. Áætlað er að um tvo mánuði þurfi til að stilla vélarnar, þannig að fram leiðsla geti ekki hafizt fyrr en í lok október. Meðan vélarnar eru stilltar svo og fyrsta ár fram- leiðslunnar munu sýnishorn af framleiðslunni verða send utan til athugunar. Um 25 manns munu starfa við framleiðsluna í byrjun. Verður ekið inn fyrir Búrfell svo langt sem komist verður. En síð- an eru ráðgerðar gönguferðir inn með Þjórsá, allt inn að Dynk, einum fegursta fossi á landinu. Á þeirri leið rennur Þjórsá í miklum gljúfrum og þar m.a. Gljúfurleitafoss. Miðvikudaginn 7. ágúst hefst 12 daga sumarleyfisferð. Verður henni þannig hagað í aðalatrið- um. Fyrst er ráðgert að aka að Veiðivötnum og í Tungnaárbotn- um verður ekið yfir Breiðbak að Steinstindi við Langasjó, þaðan er ráðgerð ganga um Fögrufjöll í Grasver og að Útfalli. Frá Gras- veri verður ekið um Faxasund og Fjallabaksveg-nyrðri í Eldgjá. Að endingu i verður ekið um Syðri- Fjallabaksveg til byggða á Rang- árvöílum. Upplýsingar úm ferð- irnar verða géfna á skrifstofu Farfugla að Lindargötu 50 öll kvöld vikunnar milli &,30 og 10. Síminn er 15937. Faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐJÓN INGVAR JÓNSSON Grettisgötu 48 B. andaðist 26. júlí síðastliðinn. Jóna Guðjónsdóttir, Karl Pálsson, Bjarni Guðjónsson, Sigrún Stefánsdóttir, og barnaböru. Séð suður Fögruf jöll og Langasjó Faríutfíar iara váða um helginu — Harris Tweed Framhald af bls. 10 — Það fer nú hrollur um mig í hvert skipti, sem ég sé Charlie í þessum groddalega klæðnaði, segir Moir Russell. Forfeður okkar iklæddust víst einhverju af þessu tagi, en ég tel það ekki sæma mönnum undir þrítugu. Ég reyni að koma Frazer til hjálpar og segi frá notkun föðurlandsbuxna á íslandi. — Þá skil ég hvers vegna íslendingarnir, sem koma til Edinborgar með Gullfossi, eru svona skrítnir í göngulagi, þegar þeir fara um borð á kvöldin, segir Russell, og slær þar með botninn í þessar um- ræður. ★ Margir bílar S. A. Newall eru í förum til og frá um eyj- una alla daga. Þeir færa vef- urunum garn, og sækja í stað þess fullofin tweed. Eitt tweed er 100 vefara-yards (800 fet) og fyrir að vefa það greiðir verksmiðjan 6 pund og 10 shillinga (um 780 ísl. k.). Verk ið tekur um 2Vz dag. Næst skoðum við hvar tek ið er við tweed-ströngum. Þeir eru strax teknir og gegn- umlýstir, til þess að finna vef- galla. Gallarnir eru merktir með hvítum þráðum, en í næsta sal sitja 10 konur og gera við þá. Þær draga strang ana yfir slá, þannig að ljósið frá gluggunum skín í gegnum þá og þær sjá hvítu þræðina. Ef viðgerð á einu tweedi tek- ur lengri tíma en 2 klst. er dregið af launum vefarans. Eftir viðgerðina er tweedið þvegið og þurrkað. Við það hleypur það um 10%. Loks komum við inn í salinn, þar sem síðasta höndin er lögð á verkið. Fjöldi kvenna vinnur þar við að kl-ippa af enda, sem kunna að standa út úr efn- inu, en síðan taka við vélar, er vefja það þétt saman í stranga, sem síðan er pakkað inn og staflað upp í geymslu, meðan beðið er eftir næsta skipi, sem flytur Harris- Tweed á heimsmarkaðinn. ★ Þegar við höfum tekið okk- ur sæti í rúmgóðri og vist- legri skrifstofu Roderic Mac Leod, spyr ég hann hvort treysta megi því, að allt Harr- is-Tweed sé handofið, en eng- ir bændanna hafi sett upp stórvirkar vélar og græði á tá og fingri. MacLeod hlær góðlátlega og segir svo: — Tweed-vefnaðurinn stend ur á svo gömlum merg hér á eyjunni, að engum dettur í hug sá möguleiki, að hægt sé að vefa í vélum. Menn hafa að vísu heyrt að það sé gert þarna handan við Minch, sem aðskilur okkur frá land- inu, en á slíkt athæfi væri litið sömu augum og landráð eða það, að drekka viskí án þess að hafa bjór með. Þrjót- amir, kollegar mínir á meg- inlandi Skotlands, sem nú selja framleiðslu sína sem Harris-Tweed, nota hins veg- ar vélar við vefnaðinn. — Annars verður endi á þetta bundinn innan skamms, þegar vinir mínir Moir og Chariie hafa flengt þessa þokkapilta með vendi réttvís- innar, segir Roderik MacLeod að lokum. — Ö. SKÁK Framhald af bls. 8 9. 0—0 Rbd7 10. Hcl c5 11. De2 Hc8 12. cxd Rxd 113. BxB DxB 14. RxR BxR 15. Ba6 Hc7 16. a3 Rb8 17. Bd3 Hfc8 18. dxc Hxc 19. HxH DxH 20. Rd2 Rd7 21. Re4 Dc6 22. Bb5 Dc2 23. Rc3 DxD 24. BxD Bb3 25. Hcl Kf8 26. Kfl a5 27. Kel Rc5 28. Bb5 jafntefli Næst kemur tapskák Frið- riks gegn Keres úr sömu umferð, svo og viðureign Pannos og Petrosjans. Þær tóku báðar tím- ann sinn. Önnur varð 86 leikir, en hin 111. B. P. Syndið 200 metrana 6ASII6HTER Japanskir gaskveikjarar 1AJTUMAH Umboðsmenn óskast. Einkaumboð: Eiríkur Ketilsson Garðastræti 2. — Sími 23472 — 19155. Öndvegis vara. Undra verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.