Morgunblaðið - 28.07.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.1963, Blaðsíða 24
Augtýsingaráblfa Utanhussauglýangar aBskonar skilti on. 168. tbl. — Sunnudagur 28. júlí 1963 Lítil veiði vegna veðurs í FYRRADAG var nokkur síld- veiði á Reyðarfjarðardýpi og á miðnætti á föstudag hafði síld arleitinni á Raufarhöfn verið til- kynnt um afla 50 skipa, er feng- ið höfðu um 20 þús. tunnur á þei msloðum. í gær var aftur á móti engin veiði. Bræla var komin á austursvæðinu og við Langanes var rok. Veðrið var aftur á móti mun hagstæðara á vestursvæðinu, en þar hafði ekki orðið síldar vart. Á Raufarhöfn var í gær komið gott veður, sóiskin og hiti. Er vonazt til að veður muni senn batna á svæðinu sunnan Langa ness og má búast við einhverri veiði þar í dag. Á föstudaginn flaug Tryggvi Helgason yfir vestursvæðið, að Selsskeri og Kolbeinsey en fann enga síld. Veggir hrynja í Kópavogi í hvassviðrinu á föstudagskvöid hrundi hluti einnar álmu nýrr- ar skólabyggingar á Digranestúni i Kópavogi. Unnið hefur verið að þessari byggingu í sumar og átti að taka þrjár kennslustofur í notkun upp úr áramótum. Skóla húsið verður samsett úr nokkr- um einnar hæðar álmum, sem tengdar verða saman með göng um. Veggimir eru hlaðnir og stóðust þeir ekki vindhviðurn- ar, sem um þá næddu í fyrra- kvöld, enda höfðu þeir engan stuðning og voru ekki búnir að ná þeirri hörðnun, sem nauðsyn- leg er. Heisismel í stongarstökki BANDARÍKJAMAÐURINN John Pennell setti nýtt heims- met í stangarstökki á föstu- dag í landskeppni Bandaríkj- anna og Pólverja. Stökk Penn ell 5.14 metra. Fyrst hafði verið tilkynnt að hæðin væri 5.11 en við nánari mælingu reyndist hún 5.14 m. I — Ertu þarna blessaður Ljómi minn, segir Sigríður Jóna við jar pa klárinn sinn. Sigríður vel haldin hjá 25 ieitarmönnum í Álfakróki Fréttamaður l\ibl. náði fundi hennar þar í gærmorgun í GÆRMORGUN um kl. 6 kom fréttamaður Morgun- blaðsins fyrstur blaðamanna á fund Sigríðar Jónu Jóns- dóttur, þar sem hún lá og svaf í kofa gangnamanna frammi í Álftakróki á Arnar- vatnshæðum. Fréttamaður- inn gat aðeins haft skamma viðdvöl í Álftakróki og varð því miður að vera svo harð- brjósta að láta vekja Sigríði, því að tíminn var naumur, ef koma ætti frásögn af þessum fundi í blaðið í dag. — Alls fylgdu Sigríði 25 leitarmenn á fimm bílum og voru menn allir utan tveir sofandi, með- an fréttamaðurinn stóð við. Voru þeir svefns þurfi eftir langar vökur og erfiðar göng- ur við leitina að gömlu kon- unni. Komu sumir þeirra ekki í Álftakrókskofa fyrr en Færeysku skipbrotsmenn- irnir voru 3 tíma í ísnum í GÆRMORGUN var eftirlits- skipið Poseidon komið það nærri Islandi með færeysku skipbrots- mennina, að hægt var að hafa samband við það gegnum ís- lenzku loftskeytastöðina. Átti fréttamaður þá tal við skipherr- ann, Wilhelm Dahmen. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur nú fyrir hádegi og munu skipbrots- menn fara saindægurs með leigu- flugvélum frá Flugfélagi íslands tU Kaupmannahafnar. Fer fyrri vélin strax eftir komu skipsins og hin kl. 5 í dag. Dahmen skipherra sagði að Blikur hefði lent í ís, er hann var að reyna að komast inn til hafn- ar við Hvarf og rifnað gat á fyrstu lest. Reyndi skipstjórinn fyrst að komast út úr ísnum, en tókst ekki. Voru skipbrotsmenn um borð í 1% klst., en neyðar- skeyti hafði verið sent út. Þá fóru þeir í bátana. Þeir höfðu 4 björgunarfleka, tvo björgunar- báta og einn mótorbát, 7 báta alls. En skipbrotsmenn eru 40 talsins, 16 skipverjar, 22 farþeg- ar, þar af 19 fiskimenn. í hópn- um eru tvær konur. Eftirlitsskipið Poseidon kom að skipbrotsmönnum eftir að . þeir höfðu verið 3 V2 tíma í bátunum. Veður var slæmt úti fyrir, en inni í ísnum var logn og þoka. Gekk vel að ná skipbrotsmönnum um borð og ekkert varð að nein- um þeirra. Sagði skipherrann að þeim liði vel um borð í Poseidon. Blikur var með 700 lestir af farangri, þar af 5 báta, sem fiski- mennirnir voru með, því mikið af farangrinum var til nýrrar færeyskrar fiskibækistöðvar, sem átti að setja upp á Eggersey, og einnig benzín og salt til veið- anna. tveimur. stundum áður en fréttamaður komst þangað. Kalman Stefánsson, bóndi í Kalmanstungu, á mestar þakkir fyrir að hafa komið fréttamanni alla þessa leið, sem enginn gerði ráð fyrir að fara þyrfti, því að búizt var mun fyrr við leiðangrinum ofan af Arnarvatnsheiði nið- ur í Kalmanstungu. Er fréttamaður hitti Sig- ríði var hún svefndrukkin, en áttaði sig von bráðar og var þá hin hressasta í máli og gaspraði við okkur. Þessi 66 ára gamla frómleikssál hefur enn einu sinni hrifizt úr svað- ilför í öræfum íslands, en þær hefur hún margar farið um dagana. Leitarmönnum var ekkert að vanbúnaði, þótt för þeirra seinkaði nokkuð fram yfir það, sem við var búizt. Hér fer á eftir ferða- saga fréttamanns Morgun- blaðsins. Sú gleðifregn barst laust fyrir kl. 4 síðdegis á föstudag, að hinn aldni ferðalangur Sigríður Jóna Jónsdóttir væri fundin heil á húfi norður við Skammá við Arnar- vatn mikla, en áin rennur milli Réttarvatns og Arnarvatns. Ekki þarf að rekja upphaf ferðar Sig- ríðar, því að það hefur verið gert hér í fregnum blaðsins. Fréttamenn héldu þá þegar í bifreið héðan úr Reykjavík og voru komnir að Kalmanstungu klukkan 7 á föstuydagskvöld. Þar sem sýnt var eftir nokkra dvöl í Kaimanstungu, að Jeið- angurinn myndi ekki ná þangað Ljósm. vig. fyrr en í fyrsta lagi kl. 5 um nðtt ina, vildi fréttamaður MbL freista þess að komast til móts við leiðangurinn og senda þaðan fregnir um talstöðvar bílanna. Var því haldið af stað á jeppa frá Kalmanstungu á 11. tíman- um um kvöldið eftir ágætar mót- tökur á gamla og góða íslenzka vísu hjó rausnarhjónunum Kristó fer Ólafssyni og húsfreyju hans. Annar fréttamanna hélt suður á bóginn til Reykjavíkur en hinn norður á heiði. Haldið var fram með Norðlingafljóti yfir torfær- ur og hellubungur Hallmundar- hrauns. Var þá tekið að rökkva. Þar mættum við fréttamönnum Visis, sem höfðu fyrr um kvöld- ið haldið fram á heiðar, en voru snúnir við og ætluðu að bíða leiðangursins í Vopnalág, þeim sögufræga banastað útilegu- manna. Þeir ventu þó sínu kvæði í kross, er við héldum áfram og fylgdu í slóðina. Var svo haldið allt norður, þar sem farið er vest ur yfir Norðlingafljót á Hellu- vaði, stórgrýttu og illfæru. 0 Þorvaldsháls mun áreiðanlega illgrýttasti vegur á landi hér, sem farinn er á bifreiðum enda gegnir furðu, að nokkurt farartæki skuli komast yfir hann óbrotið. Liðug ur akstur og góð leiðsögn Kal- mans bónda bjargaði þó öllu heilu í höfn. Áð var á svonefnd um Hæðasporði, sem er neðsti hluti Arnarvatnhæða. Skömmu áður en komið var yfir fljótið sá um við svifljós, er virtust koma upp langt norður á heiði og héld *um við því, að leiðangurinn kynni að vera í vanda staddur. Meðan svartast myrkur var dvöldumst við um kyrrt í Hæða sporði, en héldum af stað enn á ný, er bjart var orðið og kom- umst áfram þennan einstæða tröllaveg í Álftakrók, en þar er gangnakofi Reykdæla, en þeir eiga upprekstur á Arnarvatns heiði norðan Norðlingafljóts. Birti heldur yfir okkur, er við sáum, að ekki færri en fimm bílar voru komnir að gangnakof- ,anum, sem nýlegt 14 manna skýli. Þar og í bílunum sváfu leitarmenn ásamt Sigríði. Einn hafði lagt sig úti undir beru lofti og vafið sig teppi og vaknaði þeg Framh. á bis. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.