Alþýðublaðið - 04.01.1930, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
nm kjör bifreiðarstjóra í tveim
borgum, Hamborg og Berlín. í
fymefndu borginni er vinnutím-
inn 60 stundir á viku, þannig að
bifreiðarstjórinn vinnur í 6 daga
10 stundir á dag, en á frí sjö-
unda daginn. Sumarleyfi er 10
dagar fyrir j)á, sem verið hafa
iár í vistinni, en 7 dagar fyrir þá,
er ekki hafa verið nema 6 mán-
uði. Fyrir frídaga og sumarleyf-
isdaga fær bifreiðarstjórinn borg-
að 91/2 mörk — 10,25 ísl. kr.
dag hvem. I Berlín er v.innutím-
inn enn þá styttri, ekki nema 48
stundir á viku, eða til jafnaðar
8 stundir á dag (en má fara
sipp í 12). Frídagur eftir sex
vinnudaga, Sumarleyfi frá 5 tij
12 dagar.
I Vínarborg er vinnutími bif-
reiðarstjóra talinn frá því hann
íekur bifreið úr geymslu og þar
til hann skilar henni aftur, en
þurfi bifreiðarstjórinn að bíða
eftir að geta tekið eða skilað
bifreið, reiknast það sem vinnu-
timi. Alls er vinnutíminri 10
stundir, en þar frá dragast tvœr
stundir til máltíða, svo hann er
raunverulega að eins átía stund-
ir. Frídagur er sjöunda hvern
dag. Sumarleyfi með fullu kaupi
S hálfan mánuð eftir fimm ár, en
vika eftir eitt ár á sama stað.
Loks má geta þess, að í Sví-
þjóð er vinnutími bifreiðarstjóra
ákveðinn 8 stundir samkvæmt al-
inennum lögum um vinnutíma.
Eftirvinna er þó leyfð (með sér-
stökum skilyrðum). Einn dagur á
viku hvíldardagur. Sumarleyfi
ein vika, eftir sex mánaða vinnu
hjá sama félagi.
III.
Þess er vert að geta, að al-
menning varðar um vinnutíma
bifreiðarstjóra frekar en vinnu-
stundir flestra annara stétta, þvj
menn eiga líf sitt undir þvi, að
bifreiðarstjórar séu aldrei preytt-
tr. Vegirnir okkar eru þannig, að
ékki er hægt að aka bifreið í tíu
mínútur út úr bænum, án j>ess
að fara margoft framhjá stöð-
um, þar sem það gæti orðið far-
þegum eða bifreiðarstjóra sjálf-
,um að bana, ef hann misti valdið
yfir bifreiðinni, eða væri eitthvað
utan við sig í bara eina sekúndu.
Þrjátíu km. á kfukkustund _cr
ekki mikil ferð á bifreið, en er
þó liðugir 8 metrar á sekúndu
(átta metrar eru átta væn skref
meðalmanns). Þegar nú er at-
hugað, að erlendar hagskýrslur
sýna, að 3/i hlutar allra slysa við
vélar verða tvær síðustu stundir
vxnnutímans (þegar menn tdfcg
að þreytast), ætti flestum að vera
augljóst, til hve mikilla slysa er
stofnað með hinum takmarka-
lausa vinnutíma islenzkra bifreiða-
stjóra.
Margir tala um hvað við eigum
að sýna útlendingum, er hingað
koma á þessu merkilega ári 1930.
Ég skal nú ekkert segja um hvað
viö eigum að sýna þeim, en eitt
af því sem við ættum ekki að
sýna þeim eiu út-andskotaðir bif-
reiðarstjórar.
ólaf ur Pridriksson.
Erlesstl sína&keyti*'
Lundúnum, FB., 3. jan.
Lát þýzk-rússneskra bænda-
barna.
„United Press“ tilkynnir:
Frá Berlín er símað: 52 börn
hafa nú látist úr mislingunum í
einangrunarstöðinni í Hammer-
stein. Sum bamanna hafa einnig
fengið lungnabólgu.
Önnur Haagsamkundan sett.
Frá Haag er símað: Önnur
Haag-samkundan var sett í dag.
Lundúnum, FB., 4. jan.
Slys.
Frá Shrewe í Ohio í Banda-
ríkjúm N.-Ameríku er símað:Slys
varð hér með þeim hætti, að
stór fólksflutningabifreið rakst á
faiþegalest. A. m. k. 8 menn
biðu bana og 6 meiddust hættu-
lega. I fólksflutningabifreiðinni
voru 18 knattleikarar frá mið-
skólanum í Burbank.
Bruni i þjóðþlnghússbyggingu
Bandarikjanna.
Frá Washington er símað: Eld-
ur kom upþ í gærkveldi i Capí-
tol, þjóðþinghússbyggingu Banda-
ríkjanna. Herbergi, sem viðauka-
skjalasafn var geymt i, brann
innan, en þar, sem herbergi þetta
er á fjórðu hæð í byggingunni,
var alt í flóði á neðri hæðunum,
þegar búið var að slökkva eldinn.
Skaðinn af skjalaeyðileggingunni
er áætlaður 7 þúsurid dollarar.
(Eftirprentun bönnuð.)
Ágætur skautais
er nú á tjörninni og ætti fólk,
sem því getur komið við, nú að
nota tækifærið og fá sér hressandi
skautasprett meöan góða veðrið
helzt.
Bruni á Þórshöfn.
Frést hefir, að bruni hafi orðið
á Þórshöfn við Þistilfjörð. Siminn
þangað er bilaður, svo að nánari
fiegnir hafa ekki náðst.
., m 11 m mt-uM
„Dagsbrúnar“fundur
verður í kvöld kL 8 í -templara-
salnum Bjargi við Bröttugötu.
Auk almennra félagsmála verður
þar rætt um deiluna um kaup
sjómanna á línuveiðurunum og
um bæjarstjórnarkosningarnar.
KL 91/2 heldur Halldór Kiljan
Laxness ræðu Guðjón Benedikts-
son segir fréttir af Siglufirði. —
Félagar! Sækið fundirm vel og
stundvLslega.
Messur
á morgun: í dómkirkjunni kL
11 séna Bjarrii Jónsson, kL 2
barnaguðsþjónusta, séra Friðrik-
Hallgrímsson. Engin gíðdegis-
messa. í fríkirkjunni kl. 5 séra
Árni Sigurðsson. í Landakots-
kirkju og Spítalakirkjunni í Hafn-
arfirði kl. 9 f. m. hámessa, kl.
6 e. m. guðsþjónusta með pre-
dikun. I Aðventkirkjunni kl. 8 e.
m. séra O. J. Olsen. Umræðuefni:
„Hinn gamli sáttmáli borinn sam-
an við hinn nýja.“ — Samkomur:
Sjómannastofunnar kl. 6 e. m. í
Varðarhúsinu. Á Njálsgatu 1 kl.
8 e. m.
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks-
ins
er í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu, sími 2394. Kjörskrá er þar
til sýnis.
Háskólinn. '
Heimspekideild háskólans hefir
mæit með því, að Barði Guð-
munásson verði settur eftirmaður
Páls Eggerts Ólasonar. Páli var
forseti heimspekideildarinnar.
Hefir Ágúst H. Bjarnason verið
kosin deiidarforseti í hans stað.
1 l
L
Unglingastúkan .Bylgja*
heldur jólatrésfagnað á þriðju-
dnginn kemur fyrir skuldlausa
félaga. Sjá nánar tilkynningu hér
að framan!
Kærufrestur
um kjörskrána hér i Reykjavík
er útrunninn kl. 12 í nótt.
Auðvaldsblððin og kaup línuskipa-
sjómanna.
,Mgbl.' fjandskapast að venju
við samtök sjómanna, og ,Vísír‘
e'tir pað, eins og hann er vanur
þegar auðvaldsliðið er að ybba
sig gegn því, að sjómenn og verka-
menn fái þolanlegt kaup. Það
var eitthvað annað hljóðið í
,Mogga‘ þegar hann var að hæla
Guðmundi Hannessyni og iækn-
unum fyrir samtökin og stéttartil-
finninguna, heldur en nú, þegar
hann úthúðar Sigurjóni Óláfssyni
og sjómönnum fyrir samtök þeirra.
Læknarnir hafa líka yfirleitt miklu
hærri tekjur en sjómenn.
Veðrið.
Kl. 8 í morgun var 1 stigs hit
til 5 stiga frost, 3 stiga frost í
Reykjavík, Úilit hér um slóðir:
Breytileg átt, víðast norðaustan-
kaldi. Úrkomulaust að mestu.
Togaramir.
,Andri‘ kom af veiðum í gær-
kveldi með um 900 kassa ísfiskj-
ar og „Geir“ í gær frá EnglandL
(Jm da§inn og veglura,
Næturlæknlr
er í nótt Sveinn Gunnarsson
Óðinsgötu 1, sími 2263, og aðra
nótt Einar Ástráðsson, Pósthús-
stræti 7, 2. hæð, sími 2014.
UNGLINGASTÚKAN UNNUR. —
Jólafagnaður félagsins verður i
Góðtemplarahúsinu 10. janúar
kl. 7 síðdegís. Aðgöngumiðar
verða afhentir á fundinum á
morgun.
UNGLINGASTÚKAN BYLGJA —
heldur jóíatrésfagnað fyrir með-
limi sína þriðjudaginn 7. þ. m.
kl. 6 e. h. í Góðtemplarahúsinu.
Þeir meðlimir stúkunnar er standa
i skuld við haaa, geta þvi að
eins fengið aðgang að skemtun-
inni, að þeir gieiði eða semji um
áfallna skuld um leið og þeir
vitja aðgöngumiða. Aðgöngu-
miðar verða seldir á mánudag
frá kl. 1—7 e. h. í Góðtemplara-
hásinu og kosíá 1 krónu.
Gæzlumaður.
Rikísprentsmiðjan.
Eigendaskifti urðu að prent-
smiðjurmi „Gutenberg" um ára-
mótin. Er hún nú ríkisprent-
smdðja. Prentsmiðjustjóri er
Steingrímur Guðmundsson.
Næturvörður
er næstu viku i iyfjabúð Reykja-
víkur og lyfjabúðinni „Iðunni“.
Sjómannafélag Reykjavikur
heldur fund kl. 2 á morgun í
íþróttahúsi „K. R“. vlð Vonarstræti.
Rætt verður um deiluna um kjörin
á linuveiðaskipunum. Skorað er á
alla sjómenn, sem ætla að vinna
á skipvmum i vetur, að sækja
fundinn.
Bjarni & Guðmundur
hafa flutt klæðavinnustofu sína
í P sthússtræti 13, næsta hús við
Hótel Borg.
Bæjarstjórnarkosningarnar
í Neskaupstað við Norðfj'írð og
i yestmannaeyjum fara fram í
dag, en á Akureyri um miðbik
mánaðarins.
Atþýðublaðiö
er 6 síður í dag.
Hermann Jónasson lögreglustjóri
hefir beðið Alþýðublaðið að
geta þess, að út af ummælum
„MgbL“ í dag og orðum, sem
fallið hafi á síðasta bæjarstjórnr1
arfundi, muni hann skrifa greina-
flokk í blaðið „Ingólf“ (sem er
kosningablað „Framsóknar“-i
flokksins), þar sem hann taki tii
athugunar athæfi manna á gaml-
árskvöldum undanfarið, hvernig
löggæzlan hafi verið framkvæmd
þá og afstöðu bæjarstjórnarinnar,
flokka og ýmsra einstaklinga, til
lögreglumála Reykjavíkur.
Eœkur.
Byltlngln i Rússlandt eftir Ste-
fén Pétursson dr. phii.
JlmiOur er ég uefndm*', effia
Upton Sindaír. Ragnar E. Kvara*
þýddi og skrifaði eförmáia.
Kommúniaia-ávarpíd eftír Karl
Marx og Friedricfa Engel*.
Byltlng eg Ihald úr „Bréfi tíl
Láru".
JriúsflS við Norðará". ísIeneS
laynllðgreglasaga., afar-speananði.
Fást í áfgreiðsia Alþbl.