Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 1
24 siður
- .n ri.i r rai—n-~ - -- ~ ~*1 ■ — ~
Níðbréfin ekki rituö
á ritvél Helanders?
Stokkhólmi, 26. sept. (NTB)
f GÆR komu tveir ritvéla-
sérfræðingar fyrir rétt í
Helander-málinu í Stokk-
hólmi. Norskur sérfræðing
ur var kallaður fyrir af
verjanda Helanders og bar
fyrir réttinum, að ómögu-
legt væri að segja með
nokkurri vissu á hvaða rit-
vél af gerðinni „Halda“,
níðbréfin hefðu verið skrif
uð. —
Við réttarhöldin í máli Hel-
anders biskups 1952 komust
sænskir ritvélaséríræðingar
að þeirri niðurstöðu, að bréf-
in hefðu verið skrifuð á rit-
vél, sem Helander biskup
hafði til umráða og var það !
þungt á metunum, er dómiur
var kveðinn upp í máli hans.
Það, sem sænsku sérfræð-
ingarnir lögðu til grundvallar
niðurstöðu sinni var, að galli
kom fram, er stórt M var rit-
að á ritvél Helanders, en þessi
galli var sjáanlegur á níðbréf-
unum.
Norski sérfræðingurinn, sem
kom fyrir réttinn í dag, Per
Övrebö, segir hins vegar, að
sami galli og var á ritvél Hel-
anders hafi verið á mörgum
ritvélum af gerðinni „Halda“.
Þetta sé verksmiðjugalli og
því hafi níðbréfin geta verið
skrifuð á allar ritvélar, sem
framleiddar voru með þessum
galla.
Framh. á bls. 23
A þriðjudaginn fæddi Tam* <s>
ara kona sovézka geimfar-
ans Germans Titovs dótt-í
ur og á myndinni sjást hinir
stoltu foreldrar virða litlu
stúlkuna fyrir sér. Hún vó 18;
merkur, er hún fæddist. Dótt
ir Titovs er fyrsta barn, semi
geimfara hefur fæðst að af-!
lokinni geimferð. Titov-hjón-
in eignuðust dreng fyrir
nokkrum árum, en hann lézþ
sjö mánaða gamall.
Eins og kunnugt er, er Tit-'
ov annar geimfari Sovétríkj-
anna. Fór hann geimferð sína
sumarið 1961, var 25 klukku-j
stundir í geimnum og fór 17
hringi umhverfis jörðu.
Erhard
kanzlari
16. okt.
Bonn 26. sept. (NTB)
Eftirmaður Adenauers
kanzlara Vestur-Þýzkalands
Ludwig Erhard vinnur em-
bættiseið sinn 16. okt. n.k.
Adenauer mun láta af em-
bætti kanzlara 15. okt, en
hann verður áfram formaður
Kristilega demókrataflokks-
ins og tekur sæti á þingi.
Adenauer er nú 87 ára,
hefur hann verið kanzlari
Vestur-Þýzkalands í 14 ár.
Forsætisráðherrar Norður-, .. .
Kmyerjar
landa hittast í Rvík að hausti ski?,n; **“■
lordæma
!
Olafur Thors segir ánægfu-
legan samhug hafa ríkt á
fundinum i Höfn
f GÆR lauk tveggja ðaga fundi
forsætisráðherra Norðurlanda og
stjórnarnefndar Norðurlanda-
ráðs. Fréttaritari Mbl. í Kaup-
mannahöfn ræddi við Ólaf Thors
forsætisráðherra að fundinum
loknum. Sagði forsætisráðherr-
ann m.a., að fundurinn hefði ver-
ið nytsamlegur, þar hefði verið
skipzt á skoðunum um málefni,
sem vörðuðu Norðurlöndin í
heild, en auk þess hefðu ráðherr-
arnir fengið tækifæri til persónu
legra viðræðna.
Næsti fundur forsætisráðherra
Norðurlanda verður haldinn í
Reykjavík á komandi hausti.
Á fundinum í Kaupmannahöfn
var m.a. rætt um endurskipu-
lagningu á starfsemi Norður-
landaráðs og tillaga stjórnar-
nefndarinnar um þetta mál sam-
þykkt.
Einnig var ákveðið að á fundi
Stjórn Eisenhowers sökuð
um fjármálaspillingu
Washington 26. sept. (NTB).
1 DAG voru birtar í Bandaríkj-
unum niðurstöður rannsókna
hermálanefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings á innkaupum
til hersins sl. 5 ár. I skýrslu
nefndarinnar, er stjórn Eisen-
howers fyrrv. forseta gagnrýnd
harðlega fyrir að hafa ívilnað
einstökum mönnum, er um inn-
kaup nauðsynlegra hráefna á
vegum hersins var að ræða. Er
forsetinn fyrrverandi gagnrýnd-
ur persónulega í skýrslunni. Seg-
ir, að hann hafi vitandi vits látið
nokkra menn hagnast óhóflega á
þvi, að Bandaríkin þurftu af ör-
yggisástæðum að kaupa miklar
birgðir tins, gúmms, olíu o. fl
í skýrslunni segir. að í sam-
bandi við birgðakaup stjórnar
Eisenhowers til hersins, hafi
mönnum verið ívilnað af stjórn-
málalegum og persónulegum á-
stæðum. Einnig er stjórnin sök-
uð um að hafa gert ónauðsyn-
leg innkaup til þess að tryggja
hagnað einstakra kaupsýslu-
manna.
Nefndin, sem lét umrædda
skýrslu frá sér fara, samþykkti
einróma að gera hana heyrum
kunna. Hins vegar lagði hún á-
Fremh á bls 2
Norðurlandaráðsins í Stokk-
hólmi í febrúar nk., verði m.a.
rædd samvinna Norðurlanda með
tilliti til ástandsins í markaðs-
málum Evrópu og raunhæfar að-
gerðir til eflingar samvinnu
Norðurlanda á sviði menningar-
mála.
Hér á eftir fara fréttaskeyti
frá Rytgaard, fréttaritara Mbl. í
Kaupmannahöfn, og NTB
Moskvu, 26. sept. (NTB)
Kaupmannahöfn, 26. sept. i BLÖÐ í Sovétríkjunum
Að loknum fundi forsætisráð- / skýrðu frá því í dag, að kín-
herra Norðurlanda hafði frétta- verskir landamæraverðir í
ritari Mbl. í Kaupmannahöfn tal Sinkiang hefðu skotið inn yfir
af Ólafi Thors forsætisráðherra.
Sagði Ólafur Thors, að fundur-
inn hefði verið nytsamlegur, þar
hefði verið skipzt á skoðunum
um málefni, sem vörðuðu Norð-
urlöndin í heild, en auk þess
hefðu ráðherrarnir fengið tæki-
færi til persónulegra viðræðna
og væri það mjög nauðsynlegt
gagnkvæmum skilningi.
„Á fundinum kom í ljós“,
Framh. á bls. 23
landamæri Sovétríkjanna á
eftir flóttafólki. Fara blöðin
mjög hörðum orðum um at-
hæfi Kínverja.
Sagt er, að Kínverjar hafi
hvað eftir annað reynt að
koma í veg fyrir, að fólki tæk
izt að flýja til Sovétríkjanna |
með því að skjóta á eftir því, j
en enginn flóttamaður hafi ]
fallið á landamærunum.
Manns leitað vegna um-
fangsmikilla fjársvika
Talinn hafa svikiÖ nær
milljónir af bönkum með
fölskum ávísunum
LÖGREGLAN í Reykja-
vík hefur síðan á miðviku-
dagskvöld leitað manns
eins í borginni og nágrenni
hennar. Er maður þessi á-
kærður fyrir að hafa á 6-
löglegan hátt gefið út ávís-
anir, sem námu nær 2
millj. kr. á tvo banka, án
þess að innstæða væri fyr-
ir hendi, og fengið ávísan-
irnar greiddar, í þriðja
bankanum. Er Mbl. vissi
síðast til um tvöleytið í
nótt, var maðurinn enn ó-
fundinn.
Nánari atvik munti þau,
að því er Mbl. fékk upp-
lýst í gær, að Landsbanki
íslands kærði téðan mann
að kvöldi þess 25. þ. m.
fyrir að hafa gefið út ávís-
anir að upphæð samtals
rúmlega 1,9 millj. kr. á ávís
anareikninga í Útvegs-
banka íslands og Sam-
vinnubanka íslands, sem
Landsbankinn hefði síðan
keypt
Mun hér, að því er talið
er, vera um að ræða brot
á venjum, hjá tveimur
gjaldkerum eins bankanna
Mun báðum gjaldkerunum
hafa verið vikið frá starfi
í gær, vegna brota á regl-
um bankans.
Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarlögregl. hefur
þessa manns verið leitað
síðan kæran barst, en án
árangurs, að því er síðast
er til spurðist.