Morgunblaðið - 27.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1963, Blaðsíða 10
10 morcunblaðið Föstudagur 27. sept. 1963 Ovinsælasta dýr á íslandi SENNILEGA er minkurinn verst þokkaður af öllum dýr- um á Islandi. Refurinn er að vísu ekki vinsæll hjá þeim, sem hann veldur búsifjum, en menn líta' alltént á hann sem hluta af „íslenzkum menningararfi“. Góð- skáldin hafa jafnvel búið refnum ákveðinn sess í bókmenntum þjóðarinnar, en lítil líkindi virð- ast til, að hinu óþjóðlega að- skotadýri, minknum, muni hlotn ast slík upphefð. íslendingar hafa borið vissa virðingu fyrir refn- um, en tilfinningar þeirra í garð minksins eru með allt öðrum hætti, aðeins hatur og fyrirlitn- ing. Mörgum finnst það furðuleg óháttvísi löggjafarvaldsins gagn- vart rebba, sem gist hefur land- ið um aldaraðir, að mæla fyrir um eyðingu refa og minka í ein- tim og sama lagabálki, þó að þeirrar sjálfsögðu kurteisis- skyldu sé að vísu gætt að nefna refinn á undan. Samkvæmt lög- um þessum skal sérstakur em- bættismaður, veiðistjóri, hafa yfirumsjón með „útrýmingu varg dýra þessara“. Blaðamaður Morg unblaðsins spjallaði fyrir skömmu við þennan löggilta óvin refa og minka númer eitt, sem er Sveinn Einarsson, en hann hefur gegnt starfinu frá því það var sett á stofn, eða á sjötta ár. Umræðuefnið var minkurinn: Minkaeldi hefur nú verið bann að í landinu í fullan áratug, en rúmir þrír áratugir eru liðnir frá því fyrstu minkarnir voru flutt- ir til landins og minkabúum kom um, en ekki hefur hann drepið vaxinn lax að neinu ráði. Tekur minkurinn annars ál fram yfir alla aðra fæðu. í minkabælum finnst oft mikið af fuglsungum og hrúgur af silungi. Minkurinn hefur oft reynzt skæður í hænsna húsum, og veldur miklu tjóni á æðarfugli, sé hann ekki varinn. En ekki þarf þó nema eitt dýr til að eyðileggja varpland á ör- skömmum tíma. Margir hafa óttazt, að minkur mundi gera mikinn usla í hinu fagra og fjölbreytta fuglalifi við ■V* Ricnard liunon og Liz Taylor Aðdáendur þjarma að Liz Tavlor og Burton ELIZABETH Taylor og Ric- hard Burton áttu fótum fjör að launa á flugvellinum í Mexico City sl. sunnudags- kvöld þegar um 500 aðdáend- ur þyrptust að þeim og fögn- uðu komu þeirra til borgar- innar. f>au leituðu hælis í bólusetningarherbergi flug- stöðvarinnar, meðan mesti móðurinn rann af aðdáend- unum, og Elizabeth notaði tækifærið þar til að þurrka svitann af enni Burtons, — eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Koma þessara margumtöl- uðu leikara vakti að vonum mikla athygli í Mexico City. Þar ætla þau að dvelja nokkra hrið, meðan Burton leikur í nýrri mynd, sem nefn ist „Night of the Iguana“ og tekin verður í Mexico. Síðasta kvikmynd þeirra Liz Taylor og Burton „The V.I.P.“ var frumsýnd fyrir stuttu og luku kvikmynda- gagnrýnendur miklu lofsorði á myndina í heild. Kvikmynd- in var tekin í London, Ant- hony Asquith var leikstjóri og Anatole de Grundwald framleiðandi. Hún fjallar um vandamál nokki.rra manna, sem njóta mikils álits, þeirra á meðal er Liz Taylor, sem fer í sumarfrí til Jamaica, Burton, sem leikur eiginmann hennar, Louis Jourdan, ævin- týramaðurinn sem bíður eftir Liz á flugvellinum í London, Orson Welles og Rod Taylor. New York Times segir leik aukaleikaranna ekki síður at- hyglisverðan en aðalleikar- anna, og lýkur lofsorði á frammistöðu Jourdan, The Times telur leik Burtons í hlutverki eiginmannsins mjög góðan, einkum framan af, þegar hann kemst að ótryggð konu sinnar. ur, en hefur nú fækkað veru- lega þrátt fyrir þá erfiðleika sem á því eru að vinna hann í hrauni. Á síðustu árum hefur hann aðallega breiðzt út á Vest- fjörðum, og eru nýjustu minka- svæðin við ísafjarðardjúp og á Barðaströnd, en minkur hafði þó leynzt á þessum svæðum alllengi áður en hans tók að verða veru- lega vart. Síðastliðin tvö ár hafa verið drepnir um 2500 minkar á land- inu, hvort árið um sig. Árið 1960 voru drepnir um 3000 mink- ar og svipaður fjöldi árið áður, en 1958, þegar skipulagðar ráð- stafanir hófust til útrýmingar minki, voru drepinn um 3500 dýr. Gerir veiðistjóri ráð fyrir, að á þessu ári muni tala unn- inna minka verða eitthvað lægri en á s.l ári. Telur hann, að tek- izt hafi að útrýma u.þ.b. helm- ingi stofnsins á hverju ári og að tala minka í landinu sé nú 2- 3000. Virðist því hafa tekizt að halda minkinum allvel í skefjum. veiðistjóri þurfa að hækka þetta gjald til að örva áhuga manna á minkaveiðum. Öruggasta ráðið til að útrýma minki væri þó e.t.v. að ráða færustu veiðimennina á föstum launum allt árið um kring, og þá væri, jafnvel unnt að eitra fyrir minkinn í stórum stíl, en það hefur mjög lítið verið gert til þessa. Hefur hann aðal- lega verið veiddur í gildrur, með skotum og með hundum, en minkahundar á landinu eru nú 100-200. Einnig hefur komið fyr- ir, að minkur hafi farið í refaeit- ur. Flestir halda því fram, að ekki muni reynast unnt að útrýma minki hér á landi, en veiðistjóri kveðst annarrar skoðunar. Það sé að visu ekki hægt með nú- verandi skipulagi, en með því að ráða fasta veiðimenn til starfa muni unnt að útrýma minki hér á landi svo til algjörlega. Minkaskinn eru ekki verðmik- il hérlendis gagnstætt því, sem íð á fót. Þegar minkurinn fór að sleppa úr búunum gerðu menn sér í fyrstu von um, að hánn mundi ekki lifa íslenzka vetur- inn af. En þetta reyndist tálvon. Það var þó ekki fyrr en um 1940, sem minkurinn fór að valda hér verulegu tjóni, en þá var hann farinn að leita í varpeyjar og hólma og hænsnahús. Aður en hafizt var handa um skipulagðar ráðstafanir til út- rýmingar minki, fjölgaði honum allört, lagði sums staðar fuglalíf í auðn og drap smásilung í vötn- um. Minkurinn er tiltölulega meira skaðræðisdýr hérlendis en annars staðar, þar sem hér finn ast ekki þau dýr, sem hann nær- ist þar á að verulegu leyti, svo sem froskar eðlur og ýmsar teg- undir smáfiska og dýra sem menn leggja sér ekki til munns. Hér á hann hins vegar fárra annarra kosta völ. en leggjast á nytja- dýr. Yfirleitt drepur hann öll dýr, sem hann nær til og ræður við, allt upp í gæsir og lömb. Silungur er auðveld bráð. Mink- urinn gerir mikinn usla í sjálf- um fiskistofninum í ám og vötn Mývatn. Þess hefur þó ekki orð- ið vart að marki hingað til, enda er þar allt gert, sem unnt er, til að hefta útbreiðslu hans og sérstakur veiðimaður á varð- bergi allt árið. Tjón af völdum minks er nú miklu minna en það var áður. Hefur dýrunum fækkað að mun á síðustu árum, en á hinn bóg- inn er minkurinn nú dreifðari um landið og varari um sig. Þó til funda um mál, sem hann er hann ekki kominn um allt land. Hefur minks ekki orðið vart enn sem komið er í Múla- sýslum, Austur-Skaftafellssýslu og á hluta af Vestfjarðarkjálkan- um. Aðalminkasvæðin hafa verið Árnes- og Rangárvallasýsla, Vest urland allt vestur í Dalasýslu og á Norðurlandi Húnavatnssýslur skriflega. Hann gerði mönnum að fara fram úr vinstra megin. Engin baksýnisspegill var í bif- og Skagafjarðarsýsla. Mest hef- ur verið veitt af minki í Biskups tungum, á Mýrum og á Snæfells nesi. Fyrir nokkrum árum var minkurinn mjög útbreiddur í hrauninu i nágrenni Reykjavík- Hins vegar óttast veiðistjóri, að minkum kunni að fjölga aftur á næstu árum, þar sem áhugi veiði manna á minkaveiðum minnki, þegar minkinum fækkar og minna verður upp úr veiðunum að hafa, og gæti ástandið þann- ig orðið allalvarlegt eftir t.d. 2- 3 ár. Veiðimenn fá nú 200 kr. fyrir hvert minkskott, sem þeir leggja fram, og er það sama gjald og greitt var fyrir 7 áurum. Kvað er víða annars staðar. Þykja skinnin yfirleitt ekki falleg, nema helzt af hvolpum, sem veiddir eru frá septembermán- uði og nokkuð fram á veturinn. Að jafnaði nær minkurinn 6-7 ára aldri, en getur þó orðið allt upp í 10 ára. Karldýrið er all- miklu stærra en kvendýrið. Got- tíminn er aðallega um miðjan maí. Eru hvolparnir við fæð- ingu 3-4 cm að lengd, hárlaus- ir og blindir þar til þeir eru 5 vikna gamlir. Kvendýrið á 5-10 hvolpa, en yfirleitt komast ekki nema- 3-6 hvolpar á legg. Þola þeir illa kulda og bleytu. Er tal- ið, að á s.l. vori hafi minna af hvolpunum komizt á legg en oft áður vegna kuldanna. Kvendýrið elur eitt önn fyrir hvolpunum og skiptir karldýrið sér ekkert af uppeldi þeirra. Hittast for- eldrarnir yfirleitt aldrei nema um fengitímann, enda fer mink- urinn einförum, en heldur sig ekki í hópum. Vegna þess, hve kvendýrið verður að vera mik- ið á ferðinni um gottímann til þess að draga björg í bú, er auð- veldast að finna bælin á þeim unin tók til starfa um vorið í ið út 20. janúar 1913 og verzl- lýsingar: — Borgarabréf föður míns, Hermanns S. Jónssonar, var gef- tíma. Veitist hundunum þá létt að rekja slóðina. En „björninn“ er ekki alltaf unninn, þó að op bælisins sé fundið, því að það er yfirleitt lítið stærra en rottuhaus í þvermál og mörg göng að sama bælinu. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið i Kaup- mannahöfn, getiff Jiér lesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið daglega eg það er komið samdægurs í blaða- söluturninn ■ aðaljárnbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — Ilovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule.fra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.