Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 27.09.1963, Síða 13
Föstudagur 27. sept. 1963 MORGUN BLAÐIÐ 13 Með starfsfræðslu í skólum færist atvinnulífið nær nemum Viðtal við tvo danska starfsfrœðslumenn TÍU daga starfsfræðslunám- skeiði fræðslumálastjórnarinnar fyrir liðlega 40 kennara er að Ijúka og þeir tveir erlendu menn, sem fengnir voru til að hafa þar kennslu á hendi á förum. En það eru sálfræðingurinn Sögard Jörgensen, umsjónarmaður danska menntamálaráðuneytisins með starfsfræðslu og Kai Sören- sen, sem annast starfsfræðslu fyrir kennara í Kennarakólanum danska. Fréttamaður Mbl. hitti þá snöggvast að máli í nýja Kennaraskólabyggingunni, er fyr irlestrum var að ljúka síðdegis á fimmtudag, og spurði þá nokk- uð um námskeiðið o. fl. f>eir sögðu að m. a. hefði verið rætt markmið og efni starfs- fræðslu, íslenzkt atvinnulíf, sál- ræn vandamál í sambandi við starfsval og fjallað um fyrir- komulag á starfsfræðslu í skól- um og í hve ríkum mæli ætti að stunda þar starfsfræðslu, og um skipulag á starfsfræðslu ann- ars staðar á Norðurlöndum. — Mundu þeir, sem sótt hafa þetta fyrsta starfsfræðslunámskeið fyr- ir kennara og skólastjóra á ís- landi fá skírteini þar að lútandi. Námskeiðið hefði gengið mjög vel. Ætla mætti, að á það hefðu ihelzt valizt færustu kennarar með áhuga á þessu viðfangsefni og það hefðj sjálfsagt lyft undir érangur. Þeir hefðu kviðið því nokkuð fyrirfram að það kynni að valda vandræðum að umræð- ur yrðu að fara fram á dönsku. En sér til mikillar ánægju hefðu þeir komizt að raun um að ís- lenzku kennararnir hefðu fullt gagn af fyrirlestrum og umræð- um sem fram færu á því máli. Starfsfræðsla í skólakerfinu hefði fyrst komizt verulega í gang í Danmörku með nýju skólalögun- um árið 1960, en þá var hafizt handa með 5000 manna kennara- námskeiði. Síðan hefði verið haldið áfram á sömu braut, með minni kennaranámskeiðum í starfsfræðslu. Annars staðar á Norðurlöndum væru skólamenn einnig að reyna að finna starfs- fræðsluform innan skólakerfis- ■■>»*»»* ins, og hefðu Danir og Norð- menn haft talsverða hvatningu frá sænska kerfinu en nýja sænska skólaskipunin, þar sem tvö síðustu kennsluárin skiptast mjög í sérnám, krefur beinlínis um uppfræðslu í skólunum um hin ýmsu störf. Hér á íslandi sé viðfangsefnið það sama, þó íslenzkir unglingar hafi í rauninni meiri kynni af almennum störfum en tíðkast á Norðurlöndum. Starfsfræðslan miði eiginlega að tvennu, að kynna skólanemendum störfin sem til greina koma og að setja umrætt starf í samband við þeirra eigin framtíð, svo það sé ekki aðeins einhver vinna sem þeir fá peninga fyrir. Eins er nauðsynlegt úti á landi, að einhver komi til að fræða börnin um þau störf sem fara fram of langt í burtu frá þeim. Aðal- markmiðið sé sem sagt að reyna að svo miklu leyti sem það er hægt að koma réttu fólki í störf við þéss hæfi. Stefnt sé nú að því að kennararnir í skólunum geti frá upphafi skólagöngu fjallað um hin ýmsu störf, svo að nemendurnir sjái möguleikana á að leggja þessa starfsgrein eða hina fyrir sig. Um leið fái skóla- nemar meiri skilning á margs konar störfum, þó þeir leggi þau ekki beinlínis fyrir sig, og skilji að öll störf eru jafn mikils virði, engin fínni eða ófínni en önnur. Þegar starfsfræðsla sé komin í gang í skólum, færist atvinnulífið nær og skólinn sé þannig þving- aður til að vera í nánara sam- bandi við athafnalífið. Starfs- fræðsla sé með þessu námskeiði að byrja í íslenzkum skólum, en allt slíkt taki tíma. Ekki séu öll vandamál leyst með því að koma nokkrum kennurum af stað með að fræða um hin ýmsu storf. Auk fræðslu kennaranna í skólunum, þurfi að fá sérstaka ráðgjafa, sem geti veitt persónuleg ráð og hag- kvæm, t. d. varðandi styrki og tilhögun náms. Afbrot unglinga fara minnkandi í Danmörku Þá notuðum við tækifærið til að spyrja þá Sögard Jörgensen og Kai Sörensen um afbrot unglinga og einkum umferðar- brot, sem heyrzt hefur að fari minnkandi í Danmörku meðan þau fara vaxandi hér á landi. Þeir sögðu það rétt, að undan- farin tvö ár hefði umferðarslys- um fækkað, þrátt fyrir það að bílum. fjölgi og umferð fari vax- andi. Erfitt sé að segja um af hverju þetta stafi. Sumir vilja halda því fram að í borgunum sé umferðin orðin svo mikil, að það dragi óhjákvæmilega úr um- ferðarhraða. En aðalorsökin muni þó sennilega sú, að meiri ráð- stafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir slys, t. d. með Framh. á bls. 15. Sögard Jörgense n og Kai Jörgenseu Úrskurði yfirnefndar um grundvöllinn mófmœlt STJÓRN Stéttarsambands bænda hefur mótmælt úrskurði yfirnefndar um verðlagsgrund- völl landbúnaðarafurða. Telur stjórnin, að mikið vanti á, að bændur geti unað við grund- völlinn, þó að lagfæringar hafi verið gerðar á einstökum lið- um. Sérstakri óánægju sinni lýsir stjórnin yfir eftirtöldum kostn- aðarliðum grundvallarins: Kjarnfóður: Fulltrúar fram- leiðenda í sexmannanefndinni í SÍÐASTLIÐINNI viku sleppti Anna Englandsprins- essa hinum konunglega pils faldi hennar mömmu sinnar og varð venjuleg ensk skóla stelpa. Anna er nú 13 ára gömul og há eftir aldri. Hún er nú komin í dýran kvenna skóla, um 25 km. frá Lond- on, þar sem skólagjöldin eru 60—70 þús. kr. á ári. En Anna er íyrsta brezka prins Anna prinsessa í hópi skólasystra sinna á leið til kirkju. Anna prinsessa gerist skólastelpa essan, sem fer í heimavistar- skóla. Fram að þessu hefur hún haft einkakennara heima í Buckinghamhöll. Elízabeth drottning fylgdi dóttur sinni með næturlest- ínni frá Skotlandi og kom henni fyrir í Benendenskólan um. Þetta er fyrsta ferð drottningarinnar frá Skot- lanai, siðan tilkynnt var að hún ætti von á barni. Þær mæðgurnar brostu til fólksins, sem safnazt nafði saman á brautarstöðinni. Anna var ekki enn búin að setja upp skólahattinn, sem er einn af þessum svoköll- uðu „búðingshöttum“ og skylduhöfuðfat nemenda. — En hvað hún er orðin stór hrópaði ein konan úr á- horfendahópnum upp yfir sig. — Hún er orðin stærri en hún mamma hennar, þó hún sé á hælalausum skóm, en drottningin á háum hæl- um. Benenden skólinn er rekinn með spartverskri reglusemi og aga, eins og flestir brezk- ir einkaskólar. Anna fær ekki nema tvö pund, eða inn an við 300 kr., í vasapeninga á 12 vikna námstímabili. Hún klæðist dökkbláum skólabún ingi og hefur ávalls bláan hatt á höfðinu. Hún verður í her bergi með þremur öðrum telp um og verður að búa um rúm ið sitt sjálf. Sagt er að hún hafi æft sig vel heima í höll inni síðustu vikuna. Skóla- systur hennar eiga að kalla hana Önnu, en starfsfólkið ávarpar hana Önnu prinsessu. Annars eru 3 aðrar prins- essur í skólanum, Sihin prins essa, 12 ára, og Mariasina prinsessa, 13 ára, sonardæt- ur Haile Selassie keisara i Ethiopiu og Basma, prins- essa 12 ár gömul, systir Huss eina konungs í Jórdaníu. Koma Önnu prinsessu í skólann breytir í engu skóla lífinu, lífvörður hennar flyt ur aðeins inn í dyravarðar- húsið við skólahliðið. lögðu til, að það yrði reiknað á 28,604 kr., en sú upphæð svar- aði til innflutnings á erlendu kjarnfóðri og sölu á innlendu fóðurmjöli frá fóðurmjölsverk- smiðjum að frádregnum 5% fyr- ir notkun annarra en bænda. Til stuðnings þéssari tillögu lögðu fulltrúarnir fram álit ráðunauta Búnaðarfélags Islands um kjam fóðurþörf vísitölubúsins. Þenn- an lið úrskurðaði yfirnefnd 23,595 kr. Tilbúinn áburður: Framleið- endur vildu reikna áburðinn 22,161 kr., þar sem heildaráburð arsalan svaraði þessari upphæð á bónda að meðaltali miðað við 6 þús. bændur og var tillagan auk þess studd með áliti ráðu- nauta um áburðarþörf vísitölu- búsins. Meiri hluti yfirnefndar úrskurðaði áburðinn 16,575 kr. Viffhald girffinga: Framleið- endur lögðu til, að viðhald girð- inga yrði reiknað 5,529 kr. eða 2,403 kr. hærra en síðast, en þessi liður hefur staðið óbreytt- ur frá 1950 nema sem svaraði verðlagsbreytingum, en girðing- ar aukizt á þessu tímabili um 1 km. á bónda fyrir utan afréttar- og beitilandagirðingar. Þennan lið úrskurðaði yfirnefnd 3,080 kr., sem er lægra en í fyrra. Vextir: Framleiðendur lögðu til, að vextir af eigin fé yrðu reiknaðir 7% og liðurinn í heild 35,730 krónur. Úrskurðaði yfir- nefnd vexti af eigin fé 6% og liðinn í heild 31,162 kr. Segir í greinargerð, að bændur hljóti að krefjast sömu vaxta af því, fé, er þeir leggi í landbúnað og hægt er að fá af sparifé í bönk- um og sparisjóðum. Annar reksturskostnaffur: Framleiðendur lögðu til, að liður þessi yrði 9,215 kr. og væri það í samræmi við úrtak Hag- stofunnar um þessi gjöld á hlið- stæðu búi og vísitölubúið er. Meirihluti yfirnefndar úrskurð- aði þann lið 7 þús. krónur. Stjórn Stéttarsambandsins er óánægð með fleiri liði grundvall- arins, sem segir skipta miklu máli. Telur hún að bændur nái ekki þeim tekjum, sem þeim eru ætlaðar, þar sem kostnaðarliðir séu vantaldir í grundvellinum. Bændur fái því ekki laun fyrir vinnu sína, sem þeim be- samkv. framleiðsluráðslögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.