Morgunblaðið - 20.10.1963, Page 6
6
MORCUNBLADIÐ
Sunnudagur 20. okt 196S
NÚ HEFUR verið ákveðið að
halda áfram kvikmyndinni
„Something’s Got to Give“, sem
er, eins og menn minnast, sein-
^sta kvikmyndin, sem Marilyn
Moonroe lék í. Kvikmyndinni
var aldrei lokið vegna hins svip-
lega andláts þessarar frægu leik-
konu fyrir rúmu ári.
Doris Day hefur tekið að sér
hlutverk Marilyn, en gagngerð-
ar breytingar hafa verið gerðar
á hlutverkinu. Til dæmis var
persónanna eru þó óbreytt og
söguþráðurinn sömuleiðis: —
kvikmyndin fjallar um nýgiftan
mann, sem skömmu eftir gifting-
una kemst að því að fyrri kona
hans er enn í lifenda tölu, en
hann hélt hún væri látin. Og
ekki nóg með það, hún gerir
ítrekaðar tilraunir til að sigra
hann aftur.
Doris Day vill fyrir alla muni
að almenningur gleymi að kvik-
myndin var að nokkru leyti
samin gagngert fyrir Marilyn,
og hefur því farið fram á breyt-
ingar, sem hæfa henni sjálfri
betur. Ennfremur hefur hún
krafizt þess, að þau atriði, sem
Marilyn lék í, líti ekki dagsins
Ijós, þannig að ekki verði hægt
að gera samanburð.
Audrey Hepburn hefur verið
heldur dauf í dálkinn upp á síð-
kastið. Hvert óhappið hefur rek-
ið annað, eiginmaður hennar,
Mel Ferrer veiktist alvarlega og
nú hefur önnur sorg barið á
dyr: elskulegi hundurinn henn-
ar, Famous, v£Ugð fyrir bíl í
Hollywood og lét lífið. Mel Ferr-
er gaf Audrey hundinn, áður en
þau giftust, og varð hann strax
mjög hændur að eiganda sínum.
Hann hefur ferðast með henni
milli landa og beðið eftir henni
í kvikmyndaverinu. Sorg leik-
konunnar er því skiljanleg. —
Audrey Hepburn hefúr undan-
farna mánuði leikið í kvikmynd-
inni „My Fair Lady“.
. ★
I siðustu viku fæddust tvö
börn, sem vert þótti um að geta
í heimspressunni. Annað var
dóttir Vladimir Askenasy og Þór-
unnar Jóhannsd., sem gefið var
heitið Nadia. Það þykir tíðind-
um sæta hve sterklegar hendur
barnið hefur og segir í fréttum,
að engan þurfi að undra þó þær
hendur eigi eftir að slá fimlega
nótur píanóborðsins. — Hitt
barnið var sonur Hussein Jór-
daníukonungs o" Munu prins-
Þórunn og Nadia.
essu, sem er ensk að uppruna.
Þetta er annar sonur þeirra hjóna
og hlaut hann nafnið Feisal, í
höfuðið á frænda konungsins,
Feisal írakskonungi, sem var
myrtur í uppreisn fyrir nokkr-
um árum.
í fréttunum
baðsenunni frægu breytt. í stað
þess að synda nakin í sundlaug
tekur Doris Day sér ærlegt sápu-
bað. Ennfremur var nafni kvik-
myndarinnar breytt og heitir nú
,Move Over Darling". Nöfn
Soraya, fyrrum drottning í
Persíu, hefur nú gefið út sjálfs-
ævisögu. örlög þessarar ungu
konu hafa mjög verið til umræðu
um gjörvallam heim síðan hún
skildi við keisarann í Persíu árið
1958. Hún lýkur lofsorði á hann
í bók sini og dáist að siðferðilegu
'og andlegu þreki hans. Þau hafi
ekki eignast neina erfingja og
við því hefði ekki verið að bú-
ast að hann afsalaði sér konung-
dómi hennar vegna.
Hún segir ennfremur, að hún
hafi leitt hugann að því í fyllstu
alvöru, að fara til Afríku og
vinna fyrir dr. Albert Schweitz-
er. En foreldrar hennar hefðu
talið það óráðlegt heilsu hennar
vegna.
Soraya hugleiðir nú að fara að
leika í kvikmyndum.
• ER KVENNASKÓLINN
A RANGRI LEIÐ?
Kæri velvakandi! í dálkum
þínum 17. þ.m. birtist grein,
sem felur í sér dylgjur um og
árás á einn elzta og virðuleg-
asta skóla borgarinnar, Kvenna
skólann í Reykjavík. Greinar-
höfundar, sem kalla sig „Tvær
fyrrverandi námsmeyjar" þessa
skóla, segjast takmarka mál sitt
við „menntun unglingsstúlkna
á íslandi"; grein þeirra snertir
þó'Kvennaskólann eingöngu, en
svo sem kunnugt er veita
fleiri skólar hér á landi ungl-
ingsstúlkum menntun.
Greinarhöfundar benda rétti
lega á það, að stofnun Kvenna-
skólans var á sinni tíð merkur
atburður, enda hefir skólinn
rækt mikilvægt hlutverk . . .
„og hélt gildi sínu í allra aug
um, þar til nú fyrir nokkrum
árum, að aðstæður hafa breytt
svo um. að hinn upprunalegi
tilgangur er að engu orðinn“.
Á þessum tvíræðu orðum er
engin skýring gefin, og munu
margir þeir, sem ókunnir eru
ágætu starfi Kvennaskólans,
bæði fyrr og nú, skilja hana sem
dylgjur um að skólinn hafi á
síðustu tímum brugðizt hlut-
verki sínu. Þennan skilning
staðfesta „Tvær fyrrv. náms-
meyjar" síðar í greininni, þeg
ar þær tala um stefnuskrá, sem
skólanum var sett við stofnun
hans, og ekki hefir tekizt að
framfylgja“.
í samræmi við þetta bregða
þær upp mynd af skólastarf-
inu, meðan það — að þeirra á-
liti — var enn á réttri braut og
þær námsmeyjar skólans. Þær
hafi fengið þjálfun í umgengn-
isvenjum og háttprýði, kennslu
í hannyrðum og kynnzt“ því
þeli, sem heimilisbragur getur
áorkað í mismunandi myndum“.
Aftur á móti er þess ekki getið
með einu orði, hvað nú sé kennt
í Kvennaskólanum, né heldur
finnst í allri greininni eitt við
urkenningarorð um skólann
eins og hann er nú. Ætli hann
sé hættur að kenna námsmeyj-
um sínum háttprýði og hannyrð
ir?
• FORN IIEFÐ OG KRAFA
NÚTÍMANS
Ég er ekki nákunnugur
Kvennaskólanum, en þekki
samt nokkuð til hans eins og
ég tel mig þekkja til flestra
skóla í Reykjavík. Ég hika ekki
við að telja hann með allra
fremstu skólum landsins. Hann
á sér lengri sögu en flestir aðr-
ir framhaldsskólar, og honum
hefir tekizt vel að samræma
kröfur breyttra tíma sinni fornu
hefð. Minnug þeirrar mennta-
hugsjónar, sem skólanum var
sett í upphafi, hefir stjórn hans
ekki látið freistast til að tví-
setja í kennslustofur, þó að það
hefði getað forðað henni frá
óánægju þeirra umsækjenda,
sem verður að vísa frá vegna
þrengsla. Um þessa staðfestu
er Kvennaskólinn einn allra
framhaldsskóla í Reykjavík.
Fátt væri fjær þeirri menntun
arhugsjón kvenna, sem skólan-
um er ætlað að þjóna, en ráp
unglingsstúlkna fram á kvöld
milii heimilis og skóla. Skiln-
ingi þeirra á gildi heimilislífs-
ins yrði það vissulega ekki til
eflingar.
Einmitt þessa takmörkun
námsmeyjafjöldans gera grein
arhöfundar að umræðuefni. Að
sókn að skólanum er meiri en
hann fær annað. Hann tekur
það ráð að láta prófeinkunnir
umsækjenda ráða, hverjar fá
inngöngu, tekur við stúlkum
með hæstu einkunnum, meðan
húsrými endist. Ég deili ekki
um þessa reglu; hún er kannski
ekki gallalaus. En einhverri
hlutstæðri reglu verður skóli
þó að fylgja, og „Tveer fyrrv.
námsmeyjar" benda ekki á
neina aðra. Ég skil það vel, að
konu, sem sjálf á menntun sína
Kvennaskólanum að þakka,
sárni, þegar dóttir hennar fær
þar ekki inngöngu. Slík von-
brigði má þó ekki.taka alvar-
lega. Synjun um skólavist
vegna þrengsla er engin út-
skúfun. Stúlkan á eftir sem áð
ur margra kosta völ. Það er
sú meginbreyting, sem orðið
hefir í skólamálum, síðan
Kvennaskólinn var stofnaður.
Að minnsta kosti má gremja
vegna synjunar ekki leiða til
þess, að gamlar námsmeyjar
varpi rýrð á skóla sinn. Hin
mikla aðsókn, sem kvennaskól-
inn nýtur og gerir honum fært
að velja úr umsækjendum, er
einmitt órækasta vitnið um það,
að skólinn er á réttri leið og
Hussein og FeisaL
Búizt er við að Eddie Fisher
muni skipta um trú á næstunni,
en þegar hann giftist Elizabeth
Taylor tók han kaþólska trú. —
Han hefur verið orðaður við
þýzka ljósmyndafyrirsætu, sem
heitir Renate Boeck, og er mót-
mælatrúar. —
rækir vel hlutverk sitt. Hin
stórhuga kona, sem beitti sér
fyrir stofnun Kvennaskólans,
ætlaðist vissulega ekki til þess,
að hann stæði í stað, heldur
lagaði sig að breyttum mennt-
unarkröfum þjóðfélagsins, svo
að hann uppfyllti þær hverju
sinni jafn vel og hún ætlaði hon
um að gera á sinni tíð. Þeirn
hugsjón hefir hann reynzt trúr.
Það er að mínu viti misskiln
ingur hjá „Tveimur fyrrv.
námsmeyjum", að stúlkur með
barnaprófseinkunn „9“ séu sjálf
kjörnar til æðri vísindalegs
náms. Um þá hæfni veitir
barnaprófseinkunn engan úr-
skurð. En yfirleitt munu þær
hafa góða hæfileika til þess
bóklega og verklega náms, sem
skólinn ætlar þeim. Þeir hæfi-
leikar eiga rétt á að þroskast.
Sú menntun fer ekki í bága við
'móðurhlutverk konunnar.
Þvert á móti: Við hana vex
námsmærin að þroska og reisn
og hefir því síðar af meiru að
miðla börnum sínum.
Vegna þess mikilvæga hlut-
verks, sem Kvennaskólinn hefir
rækt og mun lengi rækja 1
menntun þjóðarinnar, tek ég ein
dregið undir þá kröfu „Tveggja
fyrrv. námsmeyja“, að hann
verði efldur og honum fengin
rýmri húsakynni. Við hittum
kannski ekki strax á óskastund
ina. Þó ætti vel við að vígja
hina nýju byggingu ekki síðar
en á aldarafmæli skólans.
Matthías Jónasson.
Velvakandi harmar að í bréfl
„Tveggja fyrrv. námsmeyja"
skyldi sneitt að Kvennaskólan-
um eins og hann er nú. Við
litum ekki á að svo hefði ver-
ið. Hitt var okkur ljóst að
gremja námsmeyjanna fyrrv.
var til komin af því, að þær
fengu ekki inni í skólanum fyr
ir sínar eigin dætur, og getum
við ekki séð að nokkur með-
mæli séu betri, einum skóla til
handa, en þau. Velvakandi vill
undirstrika að einmitt mikilhæf
stjórn núverandi skólastjóra,
frú Guðrúnar Helgadóttur og
kennaraliðs hennar, veldur því
að skólinn heldur vöku sinni.
Þess vegna er enn skiljanlegra
að þeim sem ekki fá notið hinn
ar frábæru kennslu fyrir böm
sín, sem þar er látin í té, falli
það miður, að koma ekki þang
að dætrum sínum. Við skulum
vona að skólinn eflist og auk-
ist og fleiri slíkir risi með þjóð
vorri.