Morgunblaðið - 20.10.1963, Síða 20
sem hann var að koma út úr
hótelinu og bjóst til eftirlits-
göngu niður með skurðinum
langa, sem nú var verið að
moka ofan í í óðaönn.
— Jaeja, Hermann. Þá er
strengurinn kominn í jörðina.
— Já. Þetta hefur nú gengið
vel. Þú hefðir átt að sja til
okkar í morgun, þegar við vor
um að draga strenginn út.
Halarófan var víst á annan
kílómetra. Þetta er bráðdug-
legt fólk.
— Hann hefir reynzt nógu
langur?
— Ég var nú smeykur um
tíma, að hann næði ekki. Ég
var hérna uppfrá við kefiið
og fannst minnka ískyggilega
ört á því. Loksins hætti það
að snúast, en þá var ekki eft-
ir á því nema 20 m spotti.
Það stóð glöggt.
Ég slóst í för með Her-
Framhald á bls. 19
Rétt í þann mund er blaðið
var að fara í prentun í gær-
kvöldi hafði það spurnir af því
að ekið hafði verið á konu aust-
ur í Flóa í Árnessýslu. Mun
konan hafa slasast mikið og
var flutt á sjúkrahúsið á Selfossi
en síðan átti að flytja hana til
Reykjavíkur. Ekki reyndist
kleift að fá nánari upplýsing-
ar um slysið þar sem lögreglan
mun hafa verið upptekin við
Tekinn fyrír
bókohnupl
1 GÆR um hádegisbilið var
drukkinn rnaður staðinn að
því að stinga inn á sig tveim-
ur bókum og tveimur útlendum
tímaritsheftum í Bókaverzlun
Lárusar Blöndal í Vesturveri.
Málið upplýstist á staðnum og
lögreglan var til kvödd og mað-
urinn tekinn til athugunar.
Mjnðmnr-
grindnrbrotnnði
Bæ, Höfðaströnd, 19. okt.:
í gær skeði það að Gröf á Höfða-
strönd, að bóndinn þar, Ólafur
Jónsson, var að vinna við dráttar
véL Var hann með kaðal og var
að reyna hann, en kaðallinn
slitnaði og féll þá bóndinn á
steinstéttarhorn og slasaðist. —
Var hann fluttur á sjúkrahús í
gær illa haldinn af slæmu mjaðm
argrindarbroti. — Björn.
Akureyri, 19. október.
EINS og kunnugt er af frétt
hér í blaðinu gaf Flugmála-
stjórnin SkíSahótelinu í Hlíð-
arfjalli þriggja kílómetra lang
an jarðsímastreng í fyrri viku.
Hermann Sigtryggson, íþrótta
fultrúi, hafði spurnir af streng
þessum fyrra miðvikudag,
fékk heimild eigenda til að
sækja hann á fimmtudag og
sótti hann upp á Vaðlaheiði á
föstudag með aðstoð tveggja
þekktra skíðamanna, Magnús-
ar Guðmundssonar og Guð-
mundar Tulinius og 20—30
pilta úr Gagnfræðaskólanum.
Rafveita Akureyrar Iagði til
sterkan vörubíl og kefli til að
vefja strenginn á.
Eftir helgina var fengin
dráttarvél með plógi til að
grafa skurð fyrir strenginn
frá Lögmannshlíð og upp að
hótelinu, eða langleiðina þang
að. Á föstudagsmorgun var
allt tilbúið undir niðurlagn-
ingu strengsins.
Fór þá fram annað „herút-
boð“, bæði í Menntaskólanum
og Gagnfræðaskólanum, og
náði kvaðningin til 56 ungl-
inga, 33ja pilta og stúlkna úr
MA og 23ja pilta úr GA. Auk
þeirra fóru 4 fullorðnir, eða
alls 60 manns.
Með birtingu á föstudag
hélt hinn vaski hópur til fjalls
og brátt stóðu 120 hendur
fram úr ermum svo að um
munaði.
Ég kom upp í fjallið skömmu
eftir hádegi til að virða fyrir
fúsar hendur og sigurglöð
fúsar hendur og siguyrglöð
andiit. Ég hitti Hermann Sig-
tryggsson fyrstan manna, þar
Hermanm Sigtryggsson íþróttafulltrúi t. v. og hinn gamalkunni
skiðafrömuður Hermann Stefánsson.
Kona verður fyrir
bíl og stórslasast
rannsókn þess og læknirinn á Sel
fossi að annast um sjúklinginn.
Landlega
Akranesi, 19. okt.: —
Nú er hann á ANA 5—6 yindstig.
Bensi er á sjó í dag og önnur
trilla til Sigrún landaði 205
tunnum síldar í gær og Haraldur
1-00 tunnum. Landlega er hjá
síldarbátunum í dag.
leggja síma
Skólanemar
Harður
árekstur
Merkjasaía fyrir blinda
5 blind börn í . Blindravina-
í GÆR kl. 16.00 varð harð-
ur árekstur á mótum Miklu-
brautar og Eskihlíðar. Bíll,
sem hafði komið austan
Miklubraut rakst þar á
hlið bíls, sem hafði komið
vestan brautina og beygt inn
í Eskihlíð. Bílstjórarnir voru
báðir einir í bílunum, skrám-
uðust báðir en ekki alvarlega.
Bílamir stórskemmdust, ann-
ar snerist við og kastaðist
langa leið.
Bœndaskólinn á
Hólum fullsetinn
æ, H'öfðaströnd.
Bændaskólinn á Hóiluim var
ítitur þann 16. þ.m. af hinum
ýskipaða skódastjóra, Hauki
örundssyni.
Al'ls sóttiu 32 um skólavist, en
reir eru enn ókomnir. Skólinn
r því fu.lilskipaður. Á Hólum er
ð mestu nýtit kennaralið. Auk
kólastjóra eru kennarar Hólrn-
irn Jósepsson, Stefán Jónsson,
teSán Þorlóiksson tæknifræðing-
ur, Kári Árnason leikfimikenn-
' ari og lífcur til að Árni Péturs-
son, sem var skólastjóri í fyrra
verði enníreimur kennari. Undan-
farin ár hefir verið eitt mötu-
neyti fyrir bæði sólasveina og
starfsfólk en nú verða mötu-
neytin tvö, annað fyrir starfslið
búsins en hitt fyrir nemendur.
Á búinu verða á fóðrum 550 fjár,
60 nautgripir og 50—60 hross.
Björn
skólíinum
HIN árlega merkjasala félagsins
er í dag. Á fjársöfnun þessa dags
byggir félagið að mestu starf-
semi sína, sem er hjálp til
blindra manna.
í skóla félagsins eru nú 5
blind börn við nám. Þar er þeim
kennt allt það sjáandi börnum
er kennt á þeirra aldri. Mikil
áherzla er lögð á handavinnu og
kennslu í þeim iðngreinum, sem
bezt eru fallnar sjónlitlu — eða
sjónlausu fólki. Nokkrir nemend
ur hafa legt stund á hljóðfæra-
leik og orðið vel ágengt.
Skóli þessi hefur starfað í 30
ár eða frá 1933, en á þessu ára
bili hafa fallið úr nokkur ár,
sem engin blind börn eða ung-
lingar hafa verið á skóla aldri.
Á þessu tímabili hafa um 20
nemendur verið í skólanum. —
Flestir hafa nemendur verið 5
samtímis, fyrstu ár skólans og
svo nú þennan vetur. Skólimn
var fyrst til húsa í Elliheimilinu
við Hringbraut,\en er nú í Bjark-
argötu 8. Fyrsti kennari skólans
var frú Ragnheiður Kjartans-
dóttir frá Hruna, en nú síðari
árin hefur Einar Halldórsson ver-
ið aðalkennari hans.
Vinnustofur félagsins hafa
verið starfræktar frá stofnun
þess, þar hefur blindu fólki ver-
ið kenndur sá iðnaður, sem þeim
hefur bezt hentað, þeir, sem
ekki hafa, eftir nám sitt hjá fé-
laginu, starfað sjálfstætt, hafa
ílengzt í vinnustofunnL Þar er
nú aðallega unnið að burstagerð
og körfugerð, áður var nokkuð
unnið að vefnaði.
Heimilið að Bjarkargötu 8 er
einn liður í starfsemi félagsins,
þar búa nokkrir blindir menn
við mjög hagstæð kjör, þar er
og heimavist fyrir blind börn,
sem í skólanum dvelja.
Það sem félagið vinnur nú
helzt að, að undanskildu því,
sem þegar er sagt, er að afla sér
fleiri segulbandstækja, sem lán-
uð eru blindum mönnum með
söguefni þeim til yndisauka,
Félagið á nú aðeins nokkur
tæki, en þarf að eignazt fleiri
svo þessi starfsemi gæti náð til
fleiri blindra manna. Félagið er
að safna sér spólusafni af sögum
eða nokkurskonar bókasafni í
þessu skyni.
Til þess að auka megi þessa .
starfsemi þá þarf merkjasalan
að ganga vel og er það á valdi
hvers einstaklings hve vel má
hjálpa blindum mönnum, að
þessu sinni.
Góðir íslendingar, leggið hér
hönd að verki, og látið ekki hina
ungu gesti yðar, synjandi frá
yður fara.
Frá Blindravinaf. íslands.
Tvímennings-
keppnin
HAFNARFIRÐI — Nú stendur
yfir tvknenningskeppni hjá
bridgefélaginu og eru _ þessir
efstir eftir 1. umiferð.: Árni og
Sævar 158 stig, Böðvar og Stígur
153%, Reynir og Kristján 148%,
Einar og Haukur 139, Hilmar og
Sveinn 137, Sæmundur og Bragi
134 stig.
Næsta umferð verður spiluð á
miðvikudagskvöld kl. 8. Að tví-
menningstkeppninni lokinni, en
spilaðar verða 3 umiferðir, hefst
sveitakeppni. — Næstkomandi
laugardag verður vetrarfagnaður
í AJjþýðuihiúsimu.