Morgunblaðið - 27.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 ---------- Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Gullna hliðið þess að þau hsefa bezt átökun| þar og framferði. Er þá illa konx ið fyrir klæðunum andlegra® merkingar. Eru slíkar mannlegar samvist-t ir lítt þroskavænlegar, að flækj-< ast um örvita og nakinn, manrw dómslega séð, með öllU án brúð-i kaupsklæðanna veglegú. Menn mótmæla og skírskota til mannúðar, er ritningin talar um kvöl syndagjalda. En sum vellíðan er flótti und- an óhjákvæmilegum afleiðing- um spilltra lifnaðarhátta. Það er oft ömurlegt að horfa upp á þjáningar fólks, sem sveip- að hefur um sig klæðum syndar og ástríðna, og stendur svo allt i einu nakið og verður að hefjast handa að vinna sér brúðkaups-< klæði heilbrigðs lífs. Áður en læknislyf nútímans komu til, gat þar einatt að líta sannkallað- ar vítiskvalir, unz nautnaþorst-< inn var brunninn burt og sjúkl-< ingurinn t. d. farinn að meta nátt úrlegri svölun, ómengað vata milli vara sér. Illa vöndu barni líður illa á siðsemdarheimili, . óþrifnum manni er kvöl að snyrtilegum híbýlum. En framtíðarvelferð barnsins og sönn lífsgleði bygg- ist á, að haldið sé að mönnum í uppvexti góðum siðum og þjóð- þrif eru mjög því háð, að menn semji sig að sæmilegum híbýla- háttum. En átök eru því samfara og kvöl getur slíkur þroski út- heimt. Jesús sagði: „Guðsríkið er hið innra með yður.“ Ríkin tvö eru tæplega í tvenn- um stað. Stillt vötn ein spegla himin- inn. Fagurt umhverfi verður að eiga sér samsvörun í sjálfum okk ur, sjálft himnaríki, brúðkaups- salur guðspjallsins, verður manni í hversdagsklæðum van- þroskans myrkrið fyrir utan með kvöl og angist. Hið góða getur þannig birzt sekum manni sem refsing og jafnvel hefnd, þótt í rauninni sé um að ræða upphaf sælu og ham- ingju og sönn Guðs miskunn sé að verki. Miklu máli skiptir hvar við erum, en miklu mestu hvernig við erum sjálf. Guðspjallið um brúðkaupsklæðin hefur þann sannleika að kjarna. Brúðkaupssalurinn er engin ó- hult höfn manni án innri við- búnaðar. Hið góða er göfugs manns sál, Guði gefin og vígð honum. Slík mannssál er sjálft himnaríki og skapar það í kring- um sig á vegum ævarandi þroska og eilífs vaxtar.. Hið vonda er andstæða þess, en þar með er ekki sagt, að spillt mannssál sé eilíflega glötuð. Hið syndum spillta verður að komast í snertingu við hið góða, að það umbreytist til þess, að- lagist því sér til blessunar og framtíðarsælu, þótt kvöl kosti sú umbreýting og þjáningu. Menn kunna söguna um sál synduga bóndans, er kona hans kom inn fyrir hið gullna hlið í trássi við sjálfan frelsarann og hefur skáldið gert þjóðsöguna naesta eftirminnilega. f rauninni er þessi saga alltaf að gerast og hér er um að ræða guðdómlega sjónjeikinn. Gamla konan í þjóðsögunni og leiknum leitaði fast á hið gullna hlið. Brúðkaupsklæðin eru nekt okkar mannanna og fátækt frammi fyrir Guði, bæn okkar fyrir sjálfum okkar og þeim sem við elskum, að' himnaríki opnist og taki sér bústað í hjörtum okkar. Nú er vetur genginn í garð. Guð gefi að hann færi okkur blessun. Skjóls er þörf. Gleym- um ekki í vetrarbyrjun brúð- kaupsklæðum Guðs miskunnar. Hvað sem ' essu líður má ætla, að brúðkaupsklæði guðspjalls- ins tákni svar mannsins við kalli Guðs, hvort hann aðeins sé kall- aður, þ.e. komi til brúðkaupsins, eða að hann sé einnig útvalinn, þ.e. bregðist fullkomlega vel við því, færi sér til hins ýtrasta í nyt hina miklu gjöf þess. Mikill rithöfundur telur, að ekki sé hægt að dæma mann til glötunar vegna hins vonda í hon- um, vegna þess að því hljóti að líða bezt í verri staðnum. En þess ber að gæta í þessu sambandi að úrslitaspurning mannlífsins fjallar ekki um.vel- líðan — vanlíðan, heldur þroska — vanþroska. Gleðinnar dyr þurfa ekki að vera hið gullna hlið sælunnar sönnustu, þeirrar að gróa — öðl- ast líf, sem vissulega er það. SO FARAST 1 FLÓÐUM Teheran, 24. okt. — AP: — Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa látið lífið, er fljótið Aabs- houran flæddi yfir bakka sína í borginni Kermanshah, rétt við landamæri írans og íraks. Renn ur fljótið gegnum borgina miðja og gætti flóðsins um mestan hluta hennar. Vitað er um 50 manns, sem meiddust meira eða minna. OI-AV SLETTO LÁTINN Geilo, 24. okt. NTB: —- Rithöfundurinn Olav Sletto er látinn, 77 ára að aldri. Hann starfaði lengst af sem kennari og skólastjóri en eftir hann hafa komið út fjölmörg ritverk, skáld sögur, leikrit, ritgerðir og ævi- söguþættir. Hann skrifaði meðal annars fjögurra binda ljóðaflokk um goðsagnapersónuna Loka. Brúðkaupsklæðanna verðum við að afla okkur fyrr eða síð- ar, en því miður eru nógir veizlustaðirnir, þar sem hægt er að vera án þess að gerðar séu kröfur um viðhafnarbúning. Það er til, að menn fari á mannamót í vondum klæðum í bókstaflegum skilningi, vegna Flosi skemmtir sér konunglega. Olafur Flosason syngur Carioea. ,Það kemur í Ijós í kvöld' „Nú verð ég að fara. Fólkið bíður eftir mér.“ Við sáum það, að útvarps- salurinn var fullskipaður á- heyrendum, eða eins og Flosi orðaði það: fullskipaður létt- lyndum íþróttamönnum og konum.“ Og Flosi þaut eins og byssu 'brenndur inn í salinn, og byrj aði nú upptakan á þættinum. Við viljum ekki spilla á- nægju útvarpshlustenda með því að segja þeim, hvað þar fór fram, en-sjón er sögu rík- ari, og birtum við því mynd- ir frá upptökunni, sem Mynd- iðn tók. 20. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið. Matt. 22, 1—14. ÁÐUR fyrr fengu menn stund- um brúðkaupsklæði að láni, er efnahagurinn leyfði ekki kaup þeirra. „Hann giffi sig í jakkanum mínum,“ mælti fátækur bóndi um mann, er síðar varð auð- ugur. Maður nokkur austan fjalls gifti sig. Kona frá næsta bæ við prestssetrið ræddi mjög um, hve brúðkaupsklæði brúðgumans hefði verið óvönduð. Presturinn, — ömmubróðir hans var Bjarni skáld Thorarensen — lét þögn verða, er hann gekk fram í eld- húsið og mælti: „Ég gifti mann- inn, en ekki fötin.“ Allir kunna orð Hergilseyjar- bóndans: „Ek hefi vánd klæði ok ^iryggir mik ekki, þó at ek slíta þeim eigi gerr; ok fyrr mun ek láta lífit en ek geri eigi Gísla þat gott, sem ek má, ok firra hann vandræðum." Hluti guðspjallsins um brúð- kaupsklæðin er torskilinn: „Manni af götunni" er troðið í brúðkaup og svo er honum fundið til foráttu að vera ekki í viðhafnarklæðum. Sú skýring er til, að venja hafi verið, að gestir fengi brúðkaups- klæði hjá þeim, sem stóð fyrir veizlunni. Gesturinn í guðspjall- inu hafi ekki viljað þekkjast gott boð að þessu leyti. NÚ er vetrardagskrá útvarps- ins að hefjast. Eins og venj- an er, þá er vandað til efnis og það nýnæmi, sem helzt er á dagskránni, er skemmtiiþátt ur Flosa Ólafssonar. Ekki er vitað enn, hVað hann heitir, en við höfum grun um, að þar inuni kenna ýmissa grasa. Við brugðum okkur í út- varpssal og hittum Flosa Ólafs son að máli og inntum hann eftir, hvað hér væri á ferð- inni. Flosi kvaðst varla vita það sjálfur, en það ætti eftir að koma í ljós í kvöld. Bað hann okkur að hinkra við um stund og sjá, hvað gerðist. „Fyrirgefðu,“ sagði Fiosi. Hlustendur leika leikþátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.