Morgunblaðið - 27.10.1963, Blaðsíða 6
6
MORZUN BLAÐID
Sunnudagur 2T. okt. 1963
Æs kulýðsíclagar við Vestmannsva to.
Sumarbúðirnar við Vest-
mannsvatn rísa af grunni
Samkomur til styrktar þeim í Borgarbío í dag
til og tvær hendur tómar. Nú er
búið að vinna fyrir um 900 þús.
krónur, og þar af eru rúmur
helmingur í skuld. Kirkjuráð, A1
þingi og Akureyrar-, Húsavík-
ur- og Sauðárkrókskaupstaðir
hafa lagt fram allmikið fé, en
auk þess hafa búðirnar notið
beins og óbeins stuðnings margra
einstaklinga og fyrirtækja. Mörg
fyrirtæki hafa jafnvel lofað
beinum fjárframlögum. Nokk-
urra tekna hefir verið aflað með
samskotum, merkjasölu á æsku-
lýðsdaginn og jólakortasölu, og
nú er í prentun ný gerð jóla-
korta með litmynd úr Akur-
eyrarkirkju. — Bandarískur
skiptinemi, sem hér var á veg-
um kirkjunnar, gaf 100 dali til
starfsins gegn því, að eitthvert
æskulýðsfélag legði fram sömu
upphæð. Félögin hafa brugðzt
vel við, og nú þegar hafa þess
konar fjárframlög borift frá fé-
lögunum á Sauðákróki, Siglu-
firði, Akureyri og Grenivík og
skil aðeins ókomin frá Ólafs-
firði.
Samt skortir nú fé tilfinnan-
lega til framkvæmda. Nk. sunnu
dag kl. 5 og 8% gengst Æsku-
lýðsfélag Akureyrarkirkju fyrir
samkomum í Borgarbíó til ágóða
fyrir sumarbúðirnar. Þar koma
fram m. a. Guðmundur Jónsson
óperusöngvari og Gunnar Eyj-
ólfsson leikari, sem skemmta
með söng og upplestri. Auk þess
verða sýndar kvikmyndir frá há
tíðahöldunum á Hólum og 1 Skál
holti.
— Við væntum þess, að Akur-
eyringar fylli húsið í dag sunnu-
dag, sögðu þremnningarnir að
lokum.
Sv. P.
Þaksperrurnar stungust
80-90 sm. ■ jörðu
SUMARBÚÐIRNAR við Vest-
mannsvatn í Aðaldal eru nú orðn
ar fokheldar, og gerir bygginga-
nefndin sér vonir um, að fram-
kvæmdum verði svo langt kom-
ið næsta vor, að þær geti þá tek-
ið til starfa og sfyrstu hópar
barna og unglinga komið þang-
að «1 sumardvalar. Margt er þó
enn ógert innanhúss, og rafmagn
hefir ekki verið leitt þangað
enn. Veldur því fjárþröng sam-
takanna, sem að búðunum
standa og allmikið fjármagn vant
ar enn til þess að hægt sé að
ljúka verkinu.
Mbl. átti nýlega tal við sókn-
arprestana á Akureyri, þá sr.
Pétur- Sigurgeirsson og sr. Birgi
Snæbjörnsson, og Gylfa Jónsson,
formann Æskulýðsfélag Akur-
eyrarkirkju, sem jafnframt er í
byggingarnefnd sumarbúðanna,
og ræddi við þá um framkvæmd-
ir eystra og framtíðarhorfur.
Sumarbúðirnar við Vestmanns •
vatn eru eign Æskulýðssam-
bands kirkjunnar í Hólastifti, en
séra Pétur er formaður þess.
Bygginganefnd skipa sr. Sigurð
ur Guðmundsson, prófastur á
Grenjaðarstað, formaður, sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson,
Hálsi og Gylfi Jónsson, Akur-
eyri.
Vinna hófst 28. maí 1962. Hús-
ið teiknaði Jón Geir Ágústsson,
byggingafulltrúi, Akureyri, en
yfirsmiður hefir verið Þorsteinn
Svanur Jónsson, trésmíðameist-
ari, Halldórsstöðum í Laxárdal.
Unnið hefir verið sumrin 1962
og 1963, og nauðsynlegt er, að
haldið verði áfram í vetur, en
eins og nú horfir, háir því bæði
fjárskortur og rafmagnsleysi.
Sótt hefir verið um það til Raf-
orkuráðs, að rafmagn verði leitt
að húsinu í haust, en endanlegt
svar hefir ekki borizt enn. Ef
hægt verður að vinna við innrétt
ingar í vetur, á að verða unnt
að hefja starfið í vor og taka við
fyrstu börnunum til dvalar. •
Mikill og brennandi áhugi ríkl
ir um málið meðal æskulýðsfé-
laga norðanlands, enda var
Æskulýðssambandið aðallega
stofnað til að sameina kraftana
um þetta verkefni. Auk þess
hafa margir aðrir sýnt mikinrf
'velvilja og stutt málið með ráð-
um og dáð. Æskúlýðsfélagar og
iðnaðarmenn frá Akureyri hafa
oft farið austur til sjálfboða-
vinnu og skozkur vinnuflokkur
starfaði þar lun tíma í fyrrasum-
ar.
Landið undir búðunum er inn-
an landamerkja Fagranesbæja
(Fagraness I og II og Fagranes-
kots), og er geíið af ábúendum
Læknir skrifar okkur
„upparmslegg" svofellt bréf:
♦ Hví ekki upparmur?
„Herra Velvakandi.
í dálki yðar í dag — 24. okt.
— segist „lesandi“ hafa flett
upp í bók Guðm. Hannessonar
um liffæraheiti og hafa fundið
þar orðið „upparmsleggur", en
ekki orðið „upphandleggur". —
Síðan segir orðrétt: „Skyldi það
vera léleg þýðing á enska orð-
inu „upper arm“? Hér er um
mikinn misskilning að ræða.
Upparmsleggur getur hvorki
vérið góð eða slæm þýðing á
„upper arm“ af því að upp-
armsleggur er, eins og þér tak-
ið réttilega fram, þýðing á lat-
þessara jarða, en þeir hafa sýnt
málefninu mikinn velvilja. Búð-
irnar standa norðvestan við
Vestmannsvatn undir hinni und-
urfögru Vatnshlíð, sem er vafin
í skógi og blómskrúði, og þar
er gnægð berja á haustin. Að-
staða til leikvallargerðar er þar
mjög góð, og svo er vatnið sjálft
kjörið til bátsferða.
Þegar hafizt var handa um
framkvæmdir, voru engir sjóðir
um neska orðinu humerus, sem er
upphandleggsbeinið — leggur-
inn. — Upphandleggsbein og
upphandleggur — „upper arm“
— er sitt hvað. Upphandleggur
er beinið — leggurinn, humerus
— með öllu því sena utan á því
er: vöðvum, sinum, taugum, æð
um, spiklagi og húð. Ég er
yður sammála um það að upp-
armsleggur sé leiðinlegt orð, en
Guðm. Hannesson hefur ekki
fundið annað betra. Samkvæmt
því heiti á beininu ætti upp-
handleggur •— „upper arm“ —
að heita upparmur. Orðið hefur
þó ekkt náð að festa rætur í
málinu sem sjá má af því, eins
og þér bendið á, að það hefur
ekki verið tekið upp í orðabók
Grímsstöðum í Mývatnssveit
24. október: —
Hér gekk yfir feikna mikið slag
veður í gær, eitt hið mesta, sem
hér hefur komið. Þak fauk af
tveimur hlöðum, og í annarri, á
Vogum, fauk 19 metra langur
steinsteyptur veggur. Hann tók í
sundur alveg niðri við jörð. Á
Syðri-Neslöndum íauk þak af
gömlum fjárhúsum, á Arnar-
vatni veggur í fjárhúsi, sem ver
ið var að steypa, og mikið af
heyi. Á Skútustöðum urðu tölu
verðar skemmdir á fjárhúsþök-
um. Víða fuku þakplötur að
meira eða minna leyti. Raflínu
staurar sunnan við vatnið íóru
að hallast undan veðrinu og
skekktust. Vantaði lítið á, að
rafmagnið færi. 5 smábátar við
vatnið fuku.
Þá fuku nýbyggð fjárhús á
Hofsstöðum. Fóru 2/3 hlutar af
þakinu og einn veggurinn. —
Fauk þakið í stórum stýkkjum
og lán að það fauk ekki á íbúð-
arhúsið. Sperrunar af húsinu
Sigfúsar Blöndals, eða hina
nýju orðabók Menningarsjóðs.
Á. V.“
♦ Hafnfirðingur kvartar
um miðasölu
Þá eru hér tilmæli kvik-
myndahússgests, sem okkur
virðast sanngjörn og á rökum
reist:
„Vegna þess áð ég las ný-
lega í Morgunblaðinu um það,
að aðsókn kvikmyndahúsanna
hefði stórlega minnkað, í seinni
tíð — líklega vegna sjónvarps-
ins, þá vildi ég mega láta frá
mér fara smávægilega athuga-
semd eða „uppástungu."
Væri ekki reynandi fyrir
kvikmyndahúsin að taka pant-
gengu 80—90 sm. niður I jörð-
ina.
Hefur tjónið hér í Mývatns-
sveit orðið mikið. Varð einhver
skaði á flestum bæjum, og járn-
plötur fuku 1 ' hundraðatali. —
Jóhannes.
—■ ■ ■ ■ >
Stálþili komið
fyrir í Rifshöfn
HELLISSANDI, 25. okt. — Fri
Rifi éru gerðir út 4 síldarbátar i
komandi síldarvertíð við Suð-
vesturland. Tveir eru þegar byrj-
aðir, Hamar og Skarðsvík, og hef
ur Hamar t'visvar komið inn með
síld.
Framkvæmdir við Rifshöfn em
nú í fullum gangi. Mánafoss kom
fyrir skömmu með stálþil, sem
sett verður niður í haust og bæt-
ir það allar aðstæður við höfnina.
Unnið er í veginum yfir Ólafs-
víkurenni og ganga framkvæmd-
ir samkvæmt áætlun. Standa von
ir til að vegurinn verði fullbúinn
á þessu ári. — R. Ó.
anir á aðgöngumiðum í síma,
og lofa fólki að taka þá rétt
fyrir sýningartíma, t. d. 15 min-
útum. — Nú er annað hvort
ekki tekið á móti pöntunum hér
í borginni, eða fólki sagt að
sækja þá 1 eða 2 klst. fyrir sýn-
ingartíma. — Ég spyr' því, er
hægt að ætlazt til þess að fólk
sem býr langt frá kvikmynda-
húsinu, sem það ætlar að
sækja, eða jafnvel í Hafnarfirði
eða Kópavogi, komi einni eða
tveim stundum fyrir sýningar-
tíma til þess að taka miða sína
og bíða svo þar til sýningin
hefst? Það eru því miður marg-
ir sem ekki geta „rúllað“ í all-
ar áttir í einkabílum, þó ótrú-
lega margir séu þannig settir,
að geta það. Ég geri ráð fyrir
að nokkrir, sem panta miða,
taki þá ekki, en ég er viss um
að það yrði mjög lág hundraðs-
tala, en hins vegar mjög marg-
ir sem „færu á bíó“, ef þessi
háttur yrði upptekinn víðar en
orðið er.
KvikmyndahúsgesturA
Sumarbúdir i smiðum.
ÞURRHLOBUR
ERH ENDINGARBEZTAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Sími 11467.
í