Morgunblaðið - 27.10.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.1963, Qupperneq 12
12 MORGUNBLADID Sunnudagur 27. okt. 1963 JMiMgtiitlMtofrffr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. HVERNIG FÆRI ÞÁ ? TTvernig færi í íslenzku þjóð- félagi, ef allir fengju nú allt sem þeir krefjast? Það sætir vissulega engri furðu, þótt þessari spurningu sé varpað fram nú, þegar hvers konar kröfum rigpir eins og skæðadrífu yfir bjarg- ræðísvegina og þjóðfélagið. Hvernig færi til dæmis, ef krafa um 40% kauphækkun eða jafnvel aðeins brot af þöirri hækkunarkröfu næði fram að ganga? Alþjóð veit, að á þessu ári hafa þegar orðið miklar al- mennar kauphækkanir. Það er ennfremur vitað, að fjár- festing hefur vaxið um 27% frá því í fyrra. Hins vegar hef ur þjóðarframleiðslan aðeins aukizt um 4%. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur hvað ger- ast mundi' ef nú yrðu á ný lagðar verulega auknar byrð- ar á útflutningsframleiðsl- unna og atvinnuvegi lands- manna yfirleitt. Rekstur at- vinnutækjanna hlyti áð stöðv- ast, útflutningsframleiðsla og gjaldeyrisöflun að lamast, og nýtt verðbólguflóð að flæða um allar gáttir. Þetta er það sem hlyti að gerast, ef uppfylla ætti þær stórfelldu kröfur, sem nú eru uppi á hendur útflutnings- framleiðslunni. Hið sama hlyti að gerast, þótt ekki næði fram að ganga nema nokkur hluti þessara krafna, þar sem vitað er að stór hluti framleiðslunnar berst þegar í bökkum vegna þess aukna til- kostnaðar, sem lagður hefur verið á atvinnutækin síðustu misseri Niðurstaðan hlyti því að verða sú,^að ef allir fengju á pappírnum allt það, sem þeir gera kröfu um í dag, að efiginn fengi í raun og veru neitt. Sú skriða, sem þá félli, mundi þvert á móti sópa burtu efnahagslegu jafnvægi og leiða til glundroða og upp- lausnar, sem enginn fær séð fyrir endann á í dag. Þetta eru ekki innantómar fullyrðingar, heldur blákald- ar staðreyndir, byggðar á reynslu, sem öll þjóðin hlýt- ur að þekkja. SAMA BARÁTTAN að bæri vott mikilli gleymsku, ef íslending- ar héldu að aðeins núverandi ríkisstjórn hafi þurft að berj- ast við kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. All- ar ríkisstjómir undanfama áratugi hafa orðið að heyja þe^a sömu baráttu. Meira að segja vinstri stjómin háði hana. Hún lét verða sitt fyrsta verk haustið 1956 að framkvæma' beina kauplækk- un og taka að nnkkru leyti þá kauphækkun af almenn- ingi, sem kommúnistar og Framsóknarmenn höfðu knú- ið fram með pólitískum verk- föllum veturinn 1955. Kommúnistar hikuðu ekki við það þá að segja þjóð- inni að kauphækkanir væm *ekki aðeins skaðlegar, held- ur bæri og þjóðamauðsyn til þess að lækka kaupgjald. Og það gerðu þeir rétt eftir valdatöku sjáfrar vinstri stjómarinnar. 1 tíð Viðreisnarstjómarinn- ar hefur þjóðarframleiðslan aukizt og þess vegna hefur verið mögulegt að rísa und- ir verulegri kauphækkun. En síðustu misseri hafa kröfum- ar á hendur framleiðslunni ekki verið í neinu samræmi við raunverulega greiðslu- getu hennar eða framleiðslu- aukningu. Þess vegna stend- ur þjóðin nú frammi fyrir þeim vanda í dag, sem raun ber vitni. íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að gera sér Ijóst, að kaupgjald þeirra og lífskjör verða að miðast við arðinn af bjargræðisvegum 'þeirra. Greiðslugeta atvinnu- veganna verður að vera mæli kvarðinn í kaupgjaldsmálim- um. Ef framleiðslan ekki get- ur risið undir kaupgjalds- greiðslum sínum og öðmm tilkostnaði, þá hafa kaup- hækkanir enga kjarabót í för með sér. Þær hljóta þvert á móti að leiða til verðþenslu og kjaraskerðingar. Þetta ætti reynslan að vera búinn að kenna íslenzku þjóðinni. Því miður brestur vemlega á að svo sé. En fyrr en síðar hljóta íslendingar að bera gæfu til þess að skilja einföldustu lögmál efnahags- lífsins, og miða kröfur sín- ar hendur bjargræðisvegum sínum við raunverulega greiðslugetu þgirra. ÞRJÁR DÓMKIRKJUR egar biskupsstóll var lagð- ur niður í Skálholti um aldamótin 1800 var biskup- setur flutt til Reykjavíkur. Kirkjan í Reykjavík varð þá heimiliskirkja biskups og höfuðdómkirkja landsins, og Komið hefur í ljós að fé hef- ur verið tekið úr sjóði þeim, sem stofnaður var í minningu Önnu Frank í Þýzkalandi og það notað til að koma á fót verksmiðju, sem framleiðir falska peningaseðla. Grunur hef- ur beinzt að hjónunum, frú Rosenthal-Nydahl, sem *er ritari Önnu Frank-félagsins, og eig- inmanni hennar, vom Hoevel frí- herra og prentmyndasmið, og hafa þaU bæði verið handtekin. Fyrir nokkrum vikum lýsti faðir Önnu Franks, Otto Frank, því yfir, að ekki væri allt með’ felldti með fjárstjórn félagsins. En það var fyrst þegar maður nokktfr fann fjóra poka af 10 marka seðlum, sem lögreglan komst á sporið. Peningarnir Anna Frank höfðu verið illa prentaðir og vonlaust að koona þeim inn á markaðinn. Lögreglumennirnir eru þeirr- ar skoðunar, að það hafi verið vom Hoevel sem átti upptökin, !hann hafi talið konu sína á að daga sér fé úr sjóðnum, og færa það inn í bækurnar, að þeir rynnu til styrktar ungum Gyð- ingum frá ísráel, sem nú stunda nám í Þýzkalandi. • Fréttir herma, að Lee Radzi- will, prinsessa, systir Jacqueliné Kennedy, og skipakóngúrinn Aristotéles Sokrates Onassis, séu að hugsa um að ganga í hjóna- hefur verið það ^íðan. Dóm- kirkjan á Hólum, sem nú er 200 ára gömul, hélt hinsveg- ar áfram að vera dómkirkja og verður að teljast það enn þann dag í dag. Nú þegar nýtt og veglegt guðshús hef- ur verið reist í Skálholti verð- ur sú kirkja að teljast dóm- kirkja, án tillits til þess hvort biskupi verður fengið þar að- setur fyrr eða síðar. í hugum almennings og kirkjunnar manna er hin nýja dómkirkja í Skálholti þegar orðin eitt höfuðhof kristn- innar í landinu. Þar er nú tekið að vígja presta að nýju, og þar mun verða haldið uppi fjölþættri kirkjulegri starfsemi. Menn greinir að vísu á um það, hvort biskup eigi að sitja í Skálholti. En óhætt er að fullyrða að þeirri skoðun vaxi mjög fylgi, að þá fyrst sé endurreisn Skálholts lokið úr niðumíðslu og vanrækslu, er þar hefnr verið endurreist biskupsset- ur. Á íslandi eru þannig í dag þrjár dómkirkjur, dómkirkj- an í Reykjavík, höfuðborg landsins, og dómkirkjumar í Skálholti og á Hólum. Hin fomu biskupssetur eiga vax- andi rúm í hugum þjóðar- innar. Er það hið mesta fagn- aðarefni. Kirkju og kristni- hald í landinu þarf að efla. Nýleg mynd af Radziwill prin.ses.su og Onassis. í fréttunum band og tengdafóllc hennar í Washington sé hreint ekkert ánægt með þann ráðahag. Nú er talið fullvíst, að hinar tíðu ferðir forsetafrúarinnar til Grikk lands séu farnar til að reyna að telja systu'þ'sinni hughvarf. Lee Radziwill, sem er 30 ára gömul, er gift pólskum prinsi, Stanislav Radziwill, sem nú er kaupsýslumaður í London. Kennedy-fjölskyldan hefur litl- ar mætur á honum og fer hann aldrei með konu sinni, þegar hún heimsækir þau til Banda- ríkjanna. Hann er alveg óþekkt- ur maður þar vestra og getur á engan hátt skaðað pólitískan feril forsetans. En um Onassis gegnir öðru máli. Onassis hefur oftar en einu sinni reynt að leika á stjórn Bandaríkjanna. Ekki alls fyrir löngu var honum stefnt fyrir rétt vegna þess hann hafði i^eynt að gera svikasamninga við bandarísku stjórnina. Onassis mætti ekki fyrir rétti, en borg- aði í kyrrþey um 200 millj. kr. til að þagga málið niður. — Verði hann nú svili forsetans mun það án efa hafa áhrif á pólitískan frama Kennedys. Radziwill prinsessa hefur dval- ið í allt sumar á skemmtisnekkju Onassis, Christina. Þangað kem- ur margt gesta, en tvær mann- eskjur hafa aldrei sézt þar í sumar: Maria Callas, óperusöng- kona, og Stanislav Radziwill prins. Það er vandi að vera prins og fá eki leyfi til að giftast stúlku af borgaralegum ættum. Nú vill Kristján prins af Hann- over, bróðir Frederika Grikk- landsdrottningar, giftast 17 ára gamalli stúlku, Mireille Durty, dóttir belgísks kaupsýslumanns, sem vinnur fyrir stjórn Efna- hagsbandalagsins í Bruxelles. Prinsinn sjálfur er 44 ára. Að sjálfsögðu hefur ættin mót- mælt þessari giftingu og* Páll kóngur og Frederika eru nú kom in til Múnshen á leynilegan fjöl- skyldufund. Þau hafa hótað öllu illa, m.a. að svipta hann for- stjóraembætti málmvinnslufyrir- tækis í Wels í Austurríki, sem er fjölskyldufyrirtæki. En prins- inn er ákveðinn og kveðst fús til að afsala sér titli og auðæfum og segir að brúðkaupið fari fram að mánuði liðnum í Aust- urríki. Josephipe Baker rambar nú á barmi gjaldþrots. Takist henni ekki að greiða 9 milljónir króna fyrir 18. næsta mánaðar, til að bjarga eignum sínum í Suð- ur-Frakklandi, þar sem hún býr með öllum fósturbörnum sínum, verður hún gjaldþrota. En ^ietta er bara fyrsta af- borgun, samtals skuldar frú Josephine 24 millj. kr. Eign hennar í Suður-Frakklandi er þó virt á nærri 50 milljónir, en Josephine vill helzt ekki þurfa að selja hana. Hún hefur nú beðið Dani um hjálp og þeir vinna nú baki brotnu að því að reyna að út- vega henni fjármuni, Hún vill launa þeim með því að gefa dönskum sjóði alla eignina, sem gæti fengið tekjur af því að reisa hótel og sumarhús á eign- inni og leigt það út. En það eru mörg ljón á veginum, m.a. rík- ir óvissa-um það hvort lagalega sé þetta mögulegt. Eins og kunnugt er hefur Josephine Baker tekið fóstur- börn víða að úr heiminum, af ýmsum kynþáttum, og búa þau í sátt og samlyndi á eign henn- ar í Suður-FrakklandL i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.