Morgunblaðið - 27.10.1963, Page 13

Morgunblaðið - 27.10.1963, Page 13
MORCUNBLAÐIÐ 13 n h Sunnudagur 27. okt. 1963 Við ströndina (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) ■*** ^ «*» ■ ^ ^ ^ 4** ^ ^ «^» -»» REYKJAVÍKUBBRÉF Annar hvinur í tálknum Öðru vísi hvein í tálknum tals- manna kommúnista og Framsókn ar í útvarjSsumræðunum nú á dögunum en lengst af gerði á Al- þingi íslendinga í fyrravetur. Þá gekk "hnífurinn ekki í milli þeirra, enda höfðu þeir þá kosn- | ingabandalag um ýmsar þýðing- j armiklar nefndir. Strax vai- bent á, hvað fyrir Framsóknarmönn- um vekti. Þeir væru að leika vinstri flokk fyrir kosningar í þeim tilgangi að fá eitthvað af vinstri kjósendum til að veita sér styrk til að knýja sig eftir kosn- ingar inn í ríkisstjórn með nú- verandi stjórnarflokkum og þá ekki sízt Sjálfstæðismönnum. — Flestir forystumenn kommún- ista tóku eða þóttust taka þessi bellibrögð Framsóknar gild vegna þess að þeir vonuðu, að þar rrveð liti út fyrir, að þeirra eigin einangrun væri rofin. Her- bragð Framsóknar heppnaðist að svo miklu leyti, að í bili telur hún sig ekkert þurfa á samúð kommúnista að halda. Hún hefur hrint þeim úr öllum nefndum í Alþingi, þar sem hún hefur styrk til, einnig þar sem hún í fyrra studdi þá bróðurlega. Af þessum sökum ganga nú heitingarnar á milii. Þær mega aðra einu gilda. Eysteinn „marði44 það ekki Þrátt fyrir sigurvinningá sína yfir kommúnistum drýpur fýlan af formanni Framsóknar. Hann opnar ekki svo sinn munn, að hann fjölyrði ekki um, að stjórn- arflokkarnir hafi „marið“ þar í _ sumar. Allir vita, að stjórnar- flokkarnir meira en aðeins „mörðu“ sigur í kosriingunum. Fylgi nær 56% kjósenda telst hvarvetna til stórsigra, jafnt hér á landi sem annars staðar. Ey- steinn „marði“ þaðhinsvegar ekki upp í ráðherrastólinn við hliðina á Ólafi Thors og Bjarna Bene- diktssyni. Þar af kemur reiði hans nú og ásakanir í garð ráð- herranna og þá einkum þeirra Ólafs og Bjarna um, að þeir hafi lýst ás.tandinu öðruvísi fyrir kosn ingar en þeir geri nú. Þess vegna sagði hann í ræðu sinni: „Núverandi ríkisstjórn hefur yfirleitt ekki traust og bætist það ofan á annan vanda, að mönnum varð það á, að sleppa henni með meirihluta gegnum kosningar. Að vísu byggðist það. á blekking- um eins og nú má heyra á þeim játningum, sem ráðamenn flytja é torgunum“. Þessi ásökun kemur þó ekki sem bezt heim við það, er ræðu- maður hafði áður sagt: '„Helzt er að sjá, af stjórnar- blöðunum, og ræðum ráðamanna, að þeim finnist það eitt hafa mis- tekizt, að halda niðri kaupinu og afurðaverði til bænda og megin- stefnan sé óbreytt, þrátt fyrir ó- farirnar". Ef stefnan er óbreytt í hverju er þá ósarry;æmi fyrir kosningar og eftir? Eysteinn segir: „Þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson sögðu ýmist, að það yrði að horfast í augu við allan vandann í einu, eða að þessar ráðstafanir myndu koma í veg fyrir hina stöðugu síendurteknu ráðstafanir ár frá ári. —. Sem sagt, hér var fundin lausn- in í eitt skipti fyrir öll-.“ ..Iíefur viðreisnin tekizt eða ekki?“ Vonbrigði formanns Framsókn ®r yfir þyi, að „merja“ ekki að- stöðu til að semja um stjórnar- setu með þeim Ólafi og Bjarna ruglar hann illilega í ríminu. Allt, sem þeir hafa sagt um efnahagsmálin eftir kosningar, er í fullu samræmi við það, sem þeir héldu fram fyrir kosn- ingar. Við síðustu áramót hélt Ólafur Thors t.d. ræðu, sem síð- an hefur oft verið vitnað til, ekki sízt í Tímanum. í þeirri ræðu var aðalviðfangsefni hans að svara þessari spurningu: „Hefur viðreisnin tekizt eða ekki?“ Spurningunni svaraði Ólafur m.a. svo: „Ég skal strax kveða'upp úr með það, að í vissum aðalefn- um hefur viðreisnin tekizt bet- ur en björtustu vonir stóðu til. Hins vegar játa ég hispurslaust, að enn hefur ekki tekizt að ráða niðurlögum verðbólgunnar, enda þótt rétt sé að þjóðin standi í dag betur að vígi en fyrir þremur árum til að fást við hana. En takist ekki að sigrast á verðbólgunni, gleypir hún fyrr eða síðar ávexti þess, sem bezt hefur ' tekizt. Er þá unnið fyrir gýg og beinn voði fyrir hönd- um.“ „Hiik óráðna gáta“ Síðar í ræðu sinni segir Ólaf- ur Thors: „Ég kem þá að hinni óráðnu gátu, þ.e.a.s. hvort takast megi að stöðva sig á þeirri óheilla- braut sífelldra hækkana kaup- gjalds og verðlags á víxl, sem við höfum búið við síðustu tvo áratugina. Þetta er hin mikla spurning. Er hægt að stöðva sig eða er það ekki hægt? Á því veltur mikið og meira en hér skal rakið. Þegar rætt er um verðbólg- una manna á meðal, kveður allt- af við sama tcérinn,. að við sé- um á villigötum. En nú spyr ég; úr því að allir virðast sammála um þetta meg- inatriði, hvernig stendur þá á því, að vaðið er áfram í villu og svfma. Já, i villu og svíma. Er það nú ekki einmitt svarið? Er ekki ástæðan fyrir því, að menn stöðva sig ekki á þessari óheilla- braut, einmitt sú, að reynslan er ekki spurð ráða? Sama sagan hefur endurtekið sig æ ofan í æ. Allir, sem öðl- uðust trúnað launþega, hafa sett metnað sinn í að gera sem hæstar kröfur á hendur atvinnu- rekendum. Atvinnurekendur Svara oftast því sama, að þeir séu einskis megnugir. Þá ef leit- að til ríkisins um greiðslu af al- mannafé á því, sem á fnilli ber. Stundum' hefur það verið gert, en stundum ekki. Og oft er þá beitt verkfallsvopninu og venju- lega eru sögulokin hin sömu, Laugard. 26, okt ' kauphækkanir í einu formi eða öðru, fyrst ein stéttin, síðan fylgja allar hinar í kjölfarið. Oftast leiðir þetta svo fljótlega til lækkunar á gengi krónunn- ar, hvort sem það er viðurkennt með formlegri breytingu strax eða ekki. Þá étur hækkað verð- lag strax alla kauphækunina og þá sjá allir, að til einskis var barizt. Menn fá einungis fleiri og smærri krónur. Launþegar eru þá engu bættari. Ekkert hef- ur skeð annað, en að sá-skuld- ugi hefur hagnazt en sparifjár- eigendur tapað.“ „Sókn stjórnar- andstæðinga“ Síðastliðinn gaimlársdag birt- ist og hér í Morgunblaðinu ára- mótagrein eftir Bjarna Benedikts son. Þar segir m.a.: „Hin ófrjóa kaupgjaldsbarátta og þar af leiðandi vöxtur dýr- bíðar og verðbólgu er eini vett- vangurinn, þar sem stjórnar- andstæðingar hafa verið í sóikn.” Annars staðar í greininni seg- ir: „Á sl. vori viðurkenndu allir, að sanngjarnt og mögu'legt væri að hækka •nokkuð kaup við hina lægst launuðu. En því miður var ekki látið við það sitja, heldur fengu aðrir, sem betur voru stæð ir , einnig hækkanir og það mun meiri en hinir, sem verst voru sebtir. Sj'ál'fsagt er að viður- kenna, að þetta var ekki einung- is að kenna skemmdarstarfsemi kommúnista og Framsóknar- manna, heldur réði þarna einnig miiklu venjuleg hágsmunatog- streita og félagsmetnaður, til við- bótar kæru'leysi sumra atvinnu-; rek^nda, sem skáka í því skjóli, | að þeir geti sebíð með einhverj um ' hæbti "velt auknum kostnaði yfir á almenning. Það er einmibt í svo gruggugu vatni, sem skemmd arverkamenn telja sér tilvalið að veiða.” „Stefna að öngþveiti“ Síðan" segir: „Taka verður bverju viðfangs- efni eins og það er, hvorki magna það né mirinka í huga sér. Þrátt fyrir það, þótt sannað sé með óvéfengjanlegum skýrs'lum, að lífskjör helztu launastétta séu nú allt að því 10% betri en 1956 og meira en 40% betri en 19'50 og 'hlutur launþega af þjóðar- tekjum hafi á löngu árabili sízt farið minnkandi, þá verður að viðurkenna, að kjör hinna lægst launuðu eru lakari en skyldi, eftir kapphlaupið í sumar. Sem betur fer virðist hagur þjóðar- búsins vera slíkur, að unnt ættti að vera að gera á þessu leiðrétt- ingu, ef skriða þeirra betur stæðu fylgdi ekki á eftir. Umlausnþessa reynir á víðsýni og staðfestu, bæði atvinnurekenda óg forystu- manna verkalýðsins. Allsherjarhækkanir koma eng- um að gagni, heldur stefna ein- ungis til nýrra vandræða. Þess vegna ber að takmarka hugsan- legar hækkanlr við þá, sem verst eru staddir og helzit þurfa á að halda. Fyrirfram þarf að gera sér grein fyrir hvernig það verði gert og hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér varðandi hækkanir á vöruverði o.þ.h., enda verður að gera þær gagnráðstafanir, sem skynsamleg ar eru. Þetta er mögulegt ef for- ystumenn verkalýðsins í raun og veru vilja. Bf þeir hinsvegar varpa hagsmunum umbjóðenda sinna fyrir borð og stefna að öngþveiti til að gera stjórninni erfibt fyrir, er að taka því. Þeir ættu þó af margfenginni reynslu að vera búnir að sjá, að slíkar aðfarir eru þeim sízt til fram- dráttar.” „V erðbólgumeini9 seint læknaS“ í "ræðu sinni við setningu Lands'fundar Sjálfstæðisflokks- ins hinn 25. apríl s.l. ræddi Bjarni Benediktsson enn þessi mál og sagði þá m.a.: „Að sjálfsögðu bitnar það jafnt á allra flokka mönnum í hinum miklu almannasamtökum, ef þeim er beitt til að efla verðbólgu, auka dýrtíð og torvelda löglega lýðræðisstjörn í landinu. Verð- bólgumeinið verður vafalaust seinlæknað, á meðan vald þess- ara miklu samtaka er notað heil- brigðum stjórnarháttum til hindr unar. Hitt yrði þó enn skaðsam- legra, ef látið væri undan of- beldinu og meirihluti þjóðarinn- ar kúgaður til að láta af stefnu sinni. Slíkt má aldrei verða.“ Þessar tilvitnanir sanna, svo að ekki verður um villzt, að því fer fjarri, að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafi haldið öðru fram í þessum efnum fyrir kosn- ingar, en þeir gera nú. Þeir báru ótvíræðum orðum fram aðvar- anir sínar. Því miður var þeim ekki sinna. Þess vegna blasir nú við það öngþveiti, sem þeir sögðu fyrir, ef ekki yrðu teknir upp aðrir Starfshættir. Nú gera allir sem allra hæstar kröfur, því aS enginn þorir að verða afbur úr. Viðfangsefnið er að tryggja hinn heillaríka árangur viðreisnarinn- ar. Enn er unnt að gera það, e£ menn kunna fótum sínum forráð. Verði ekki að gert, blasir í senn við öngþveiti í launamálum og stöðvun útflutningsframleiðslu þjóðarinnar. Hverjir vilja í raun og veru ljá lið sitt til að svo hörmulega fari? Allar launa- hækkanirnar hafa hins vegar ekki enzt til þess að bæta hag hinna verst stæðu, svo sem skyldi. Finna verður ráð til að bæta úr því, jafnframt því sem sjávarútveginn má ekki hindra í að starfa áfram. Hver efndi til gengislækkunar- Ieiksins? 1 allt sumar hafa Framsóknar- menn dreift því út um landið, að gengislækkun væri á næsta leiti. Þúsundir manna í öllum byggð- um landsins hafa orðið áheyr- endur þessa söguburðar. Fæstum duldist hvaðan hann var sprott- inn né í hvaða skyni hann var í frammi hafður. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Framsóknar- broddarnir gera sig seka um slík fjörráð. Vorið 1961 lýsti formað- ur SÍS berum orðum yfir, að af a 1 me n n u m kauphækkunum mundi leiða gengislækkun. — Nokkrum vikum síðar voru ein- mitt í hans eigin heimabyggð gerðir hinir alræmdu svikasamn- ingar, sem kváðu á um algerlega óraunhæfa kauphækkun. Nokkr- um vikum þar á eftir sagði Ey- steinn Jónsson í viðtali við Tím- ann hin eftirminnilegu orð: „Nú kemur samdrátturinn." Framsóknarbroddamir þótt- ust með aðgerðum sínum vera búnir að ’tryggja, að sá samL dráttur, sem þeir frá, upphafi höfðu fullyrt að mundi fylgja í kjölfar viðreisnarinnar en ekki hafði orðið, hlyti nú að skella á. Þeir töldu, aí hinar almennu ó- raunhæfu ksíúphækkanir hlytu annað tveggja að leiða til alls- herjar samdráttar og atvinnuleys is eða gengislækkunar. Eins og á stóð var gengislækkun eina ráðið til að koma í veg fyrir samdrátt, atvinnuleysi, höft og hömlur. Þess vegna var geftgislækkunin þá val in. Nú veitir stórbættur hagur þjóðarinnar aukið svigrúm. Þess vegna er, svo fremi samkomulag náist um skynsamlegar aðgerðir, unnt að láta af þeim ljóta gengis- lækkunarleik, sem Framsóknar- broddarnir enn hafa efnt til. Fordæma eigin aðgerðir Formaður Framsóknarflokksins talar nú um það sem algert hneyksli, ef halda eigi „niðri kaupgjaldi og afurðaverði með lagaboðum". Af þessu tilefni er eðlilegt að menn<’ spyrji, hver hafi verið úrræði Framsóknar gegn verðbólgu fyrr og síðar, þegar hún hefur fengið einhverju ráðið? Þá hljóta menn að minn- ast: Gengislækkunar og kaupbind- ingar vorið 1939. Gerðardómslaga 1942. Yisitöluskerðingar og annarra bindingarákvæða í desember 1947. Gengislækkunar vorið 1950, ásamt tillögu um að almennar kauphækkanir leiddu sjálfkrafa til gengislækkunar. Festingar verðlags og kaup- gjalds' ásamt vísitöluskerðingu I ágúst 1956. Tilrauna til vísitöluskerðingar og kaupbindingar í nóvember 1958. Samþykktar niðurgreiðslu verðlags og launa í janúar 1959. Við Framsókn ætti að vera óþarft að deila um, að allar þess- ar ráðstafanir eða fyrirætlanir hafi verið gerðar eða fyrirhug- aðar af ríkri nauðsyn, því að um þær allar hafði hún ýmist for- Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.