Morgunblaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 8
/
8
MORCUNBLAÐID
ÞriSjudagur 29. okt. 1963
NÝJAR VÖROR
Snyrtiaskja LUCKYAR
Hrukkukrem
Megrunarkrem
frá COSPER, sem framleiðir
allar snyrtivörur fyrir Tízku-
skóla Luckyar í París og Fé-
lag franskra sýningarstúlkna.
Dr. juris Björns Þórðar-
;: ,V.I
l
&
Tízkuskóli
ANDREU
Skólavörðustíg 23. — Sími 20-5-65.
Innritun daglega. Flokkum fjölgar:
1. Venjuleg 6-vikna námskeið.
2. Sérstakir tímar fyrir konur,
sem vilja megra sig.
3. Snyrtinámskeið.
4. Flokkar fyrir stúlkur á aldr-
inum 11—13 ára.
5. Einkatímar.
Aðeins fimm í flokki.
Námskeiðin byrja 4. nóv.
NU ER HVER SÍÐASTUR AÐ
TRYCCJA SÉR EINTAK AF BÓKINNI
%
FJQLSKYLDAN
og HJÓNABANDID
en hún fjallar um dýpstu og innilegustu
samskipti karls og konu, þ. á. m. um ást-
ina, kynlífið, frjógvun, getnaðarvarnir,
barnauppeldi, hjónabandið og hamingj-
una.
Höfundar: Hannes Jónsson fclagsfræðingur
Pétur H. J. Jakobsson, forstöðumaður fæðingar-
deildar Landspítalans. . .
dr. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari.
Sigurjón Björnsson, sálfræðingur.
dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor.
Höfundarnir tryggja gæðin, efnið
ánægjuna.
Þessi bók á erindi til allra kynþroska
karla og kvenna.
FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN
Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 19624.
PÖNTUNARSEÐILL: (Póstsent um land allt) —
Sendi hér með 150 kr. fyrir eintak af Fjölskyldan
og hjónabandið, sem óskast póstlagt strax.
(Sendið greiðsluna í póstávísun eða ábyrgðarbréfi).
sonar minnzt á Alþingi
Nafn:
Heimili:
í UPPHAFI fundar Sameinaðs
þings í gær minntist Birgir
Finnsson Björns Þórðarsonar
fyrrv. forsætisráðherra er lézt
25. okt. sl. Fer ræða Birgis hér
á eftir:
Dr. juris Björn Þórðarson,
fyrrverandi forsætisráðherra,
lézt í sjúkrahúsi hér í bæ að-
faranótt síðastliðins föstudags,
25. okt., eftir nokkurra ára van-
heilsu, 84. ára að aldri. Hann átti
um nær tveggja ára skeið sæti í
ráðherrastól hér á Alþingi, og
vil ég því leyfa mér að minnast
hans nokkrum orðum, áður en
gengið verður til dagskrár.
Björn Þórðarson var fæddur í
Móum á Kjalarnesi 6. febrúar
1879. Foreldrar hans voru Þórð-
ur bóndi þar Runólfsson bónda í
Saurbæ á Kjalarnesi Þórðarson-
ar og kona hans, Ástríður
Jochumsdóttir bóndá í Skógum
í Þorskafirði Magnússonar. Hann
brautskráðist úr Lærða skólan-
um í Reykjavík vorið 1902 og
lauk lögfræðiprófi í háskólanum
í Kaupmánnahöfn snemma árs
1908. Næsta sumar var hann full-
t.úi hjá bæjar- og héraðsfógetan-
um í Bogense á Fjóni, en kom
hingað heim um haustið, settist
að í Reykjavík og gerðist mál-
flutningsmaður við yfirréttinn.
Hann var settur sýslumaður í
Vestmannaeyjum 1909—1910,
stundaði síðan málflutning og
var jafnframt starfsmaður í fjár-
málaskrifstofu stjórnarráðsins
öðru hverju á árunum 1910—
1912'og hafði auk þess á hendi
setudómarastörf. Hann var sett-
ur sýslumaður í Húnavatnssýslu
1912—1914, settur sýslumaður í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslum
1914—1915, varð þá aðstoðar-
maður í dómsmálaskrifstofu
stjórnarráðsins, síðan fulltrúi þar
til ársloka 1919, gegndi dómara-
störfum í forföllum bæjarfóget-
ans í Reykjavík nokkra mánuði
á árunum 1916 og 1917 og skrif-
stofustjóraembætti í dóms- og
kirkjumáladeild stjórnarráðsins
1918—1919, hafði á hendi.fyrir
atvinnu- og samgöngumáladeild
stjórnarráðsins og síðar atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytið úr-
skurðun sveitarstjórnar- og fá-
tækramála 1916—1928. Hann var
hæstaréttarritari á árunum 1920
—1928 og jafnframt útgefandi
hæstaréttardóms, en varð lög-
maður í Reykjavík í ársbyrjun
1929 og gegndi því embætti þar
til hann varð forsætisráðherra
16. desember 1942. Ráðuneyti
hans lét af störfum 21. október
1944. 1945 var hann skipaður
formaður Alþingissögunefndar
og ritstjóri Alþingissögunnar, og
gegndi hann þeim störfum fram
til ársins 1956, er þeirri útgáfu-
starfsemi lauk. Ýmsum nefndar-
störfum öðrum gegndi hann um
ævina, var formaður húsaleigu-
nefndar Reykjavíkur 1919—1926,
formaður merkjadóms Reykja-
víkur 1919—1928, í yfirkjör-
stjófn við prestskosningar 1920
—1928, formaður verðlagsnefnd-
ar 1920—1921, skipaður í lands-
kjörstjórn 1922, formaður yfir-
skattanefndar Reykjavíkur 1922
—1928, skipaður sáttasemjari í
vinnudeilum 1926 og ríkissátta-
semjari 1938—1942. Forseti Nem-
endasambands menntaskólans í
Reykjavík var hann frá stoinun
þess, 1946, meðan honúm entist
heilsa, og félagi í Vísindafélagi
íslendinga varð hann 1927.
Ljóst er af því, sem hér hefur
verið rakið um opinbef störf
Björns Þórðarsonar, að hann hef«
ur notið mikils og sívaxandi
trausts þeirra aðila,^ sem um
veitingu embætta og trúnaðar-
starfa hafa fjallað. Þegar á skóla-
árum þótti hann vel faílinn til
forustu. Hann var virðulegur í
fasi, skyldurækinn og traustur,
starfsamur og vandvirkur. Hann
var lærður og glöggskyggn laga-
maður og samdi allmörg rit og
ritgerðir um lögfræðileg og sögu-
leg efni. Doktorsprófi í lögum
lauk hann við Háskóla íslands
árið 1927. Hann vann mikið og
gott starf við útgáfu Alþingis-
sögunnar og ritaði sjálfur veiga-
mikinn hluta hennar, sögu sjálf-
stæðismálsins 1874—1944. í störf-
um sáttasemjara sýndi hann lagni
og þolinmæði, í embættisstörf-
um reglusemi og festu. Gleggst
vitni um þann trúnað dg traust,
sem hann naut, ber það, er hon-
um var á umbrotatímum styrj-
aldaráranna falið það vandasama
hlutverk að veita forustu ríkis-
stjórn, sem skipuð var utanþings
mönnum. Hér skal ekki dæma
um stefnu og störf þeirrar stjórn-
ar, en fullyrða má, að Björft
Þórðarson vann með samráðherr
um sínum af einlægum hug, lagni
og festu að framkvæmd þeirrar
stefnu, sem ríkisstjórn hans hafði
markáð sér. Og það féll í hlut
Björns Þórðarsonar að vera for-
sætisráðherra á hinni sögulegu
og hátíðlegu stund, er íslenzkt
lýðveldi var endurreist að Lög-
bergi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Hér hefur verið lýst þeim þátt-
um í persónuleika Björns Þórð-
arsonar, sem flestum urðu auð-
sæir vegna opinberra starfa hans,
virðuleik þeim og trúmennsku,
sem hann var gæddur. Þeir, sem
kynntust honum nánar, þekktu
hann að hvoru tveggja í senn:
hátíðleik og gamansemi, strang-
leik og góðvild.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að votta minningu þessa
merka manns virðingu sína með
því að rísa úr sætum.
Skipulagslög, fulln-
ustu dóma og
vaxtalækkun
MJÖG stuttur fundur var í Efri
deild í gær. Bjarni Benedikts-
son, dómsmálaráðherra, gerði
grein fyrir dagsektarheimild sem
landlæknir hefur farið fram á.
Kvað ráðherrann þessa heimild
mundi greiða fyrir að nauðsyn-
leg skjöl bærust landlækni. Var
samþykkt að vísa frv.„til 2. um-
ræðu og nefndar.
f Neðri deild gerði Emil Jóns-
on, félagsmálaráðherra, grein
fyrir stjórnarfrumvarpi - um
skipulagslög. Bjarni Benedikts-
son, dómsm^laráðherra, fylgdi úr
hlaði frv. um fullnustu refsidóma,
sem kveðnir hafa verið upp á
Norðurlöndum.. Að lokum gerði
Eysteinn Jónsson grein fyrir
frumvarpi um vaxtalækkun, sem
allir þingmenn Framsóknar-
flokksins flytja í Neðri deild.
Skipulagslög
Emil Jónsson, félagsmálaráð-
herra, kvað elztu lög um skipu-
lagsmál vera að
stofni til frá
1921, en braut-
ryðjandi á
þessu sviði hefði
verið Guðm.
Hannesson pró-
fessor. í skipu-
lagslögunum frá
1921 hefði verið
gert ráð fyrir að skipulagsskylda
næði til þeirra staða á landinu,
er hefðu 500 íbúa eða fleiri og
samkvæmt núgildandi lögum
næði skipulagsskyldan til sveit-
arfélaga með 200 íbúa eða fleiri,
en þeir stáðir væru nú um 72 á
landinu. Hins vegar er gert ráð
fyrir í þessu frumvarpi, að skyld
an taki til þéttbýlis með 100 íbú-
um eða fleiri. Ráðherrann sagði
að frv. um skipulagslög hefði ver
ið lagt fyrir Alþingi árið 1961
ekki í því skyni að það yrði af-^
greitt heldur til þess að sveitar-
félög gætu kynnt sér efni frum-
varpsins og komið fram breyt-
ingartillögum við það.
Frumvarpið sem nú væri lagt
fram væri í aðalatriðum sam-
hljóða frv. frá 1961. Þó hefðu
verið gerðar nokkrar breytingar,
sú helzta að niður væri fellt
ákvæði, sem var í eldra frv. um
að skipta landina í skipulags-
umdæmi eftir kjördæmum með
sjö manna skipulagsnefnd I
hverju umdæmi. Hins vegar
væri nú gert ráð fyrir skipun
samvinnunefndar þar sem svo
hagaði til, að skipulag eina
sveitarfélags yrði ekki farsæl-
lega ákveðið án þess að tillit sé
tekið til skipulagsins í nærliggj-
andi sveitarfélagi eða fleirum
nærliggjandi sveitarfélögum.
Að lokinni ræðu félagsmála-
ráðherra var frv. vísað til 2. um
ræðu og heilbrigðis- og félags-
málanefndar.
Fullnustu refsidóma
Bjarni Benediktsson dóms-
máiaráðherra fylgdi úr hlaði
frumvarpi um fullnustu refsi-
dóma er kveðnir hafa verið upp
á Norðurlöndum. Ráðherrann
kvað frumvarp
þetta bera ljós-
lega vitni um
traust það er rík
ir milli Norður-
landa þjóðanna.
Hér væri um að
ræða samræm-
fngu á löggjöf
_______ sem hefði gagn-
kvæma þýðingu allsstaðar á
Norðurlöndum. Frumvarpið
hefði verið lagt fram á síðasta
þingi en ekki hlotið afgreiðslu
m.a. af þeirri ástæðu að ákveð-
ið hefði verið að svipuð frum-
vörp yrðu samþykkt samtímis á
öllum Norðurlöndum. Nú hefðu
hins vegar slík frumvörp verið
samþykkt sem lög í Svíþjóð og
í Danmörku, og væru nú til með
ferðar hjá norska og finnska
þinginu.
Var frumvarpinu síðan vísað
til 2. umræðu og allsherjarnefnd
ar.
Vaxtalækkun
Eysteinn Jónsson (F) 1. þm.
Austfirðinga kvað frumvarp
þettá fjalla
aðallega um
tvo þætti I
peningamálum
þjóðarinnar. í
fyrsta lagi að
færa vexti i
það horf sena
þeir voru i árs-
byrjun 1961 og
í öðru lagi, að
Framhald á bU. 17.
i